Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 32

Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 32
SÝNING Svövu Björnsdóttur í Listasafni ASÍ staðfestir þá þróun sem þegar var hafin að verk hennar væru á góðri leið með að breytast úr þrívíðum hlutum – höggmyndum – í tvívíð málverk. En allt er það spurn- ing um orðalag hvernig þessi þróun er túlkuð. Sannleikurinn er sá að Svava hefur ætíð verið málari, að minnsta kosti að vissu marki. Vandinn er að skilgreina málara og myndhöggvara og finna hvar einu sleppir og annað byrjar. Aftur er okkur skotið til þeirra deilna sem urðu um miðjan sjöunda áratuginn þegar listmálarar töldu sig ekki lengur geta sætt sig við ákveðna blekkingu eins og þeir kölluðu deil- ingu myndflatarins í mismunandi form. Öll dýptartúlkun sem gefið gat í skyn þrívídd í tvívíðu myndmáli var talin loddaraskapur. Þetta leiddi til samruna málverks og þrívíðra verka þar sem fletirnir báru ákveðinn lit en voru um leið áþreifanlegir. Með pappírsverkum sínum og lita- dufti sór Svava sig upphaflega í ætt við þessi nýju lögmál án þess þó að hafna nokkurn tíma möguleikanum að frekari þróun gæti breytt þessum forsendum eða hreinlega upphafið þær. Eins og verk hennar birtast okkur nú líkjast þau meira viðsnún- um lágmyndum en höggmyndum eða málverkum. Þau standa um tíu til fimmtán sentimetra framan við MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 12. maí. Opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. HÖGGMYNDIR ÚR PAPPÍR SVAVA BJÖRNSDÓTTIR Milli forms og litar Halldór Björn Runólfsson vegginn vegna þess að hnúður aftan á þeim lyftir þeim frá honum. Þau virðast því fljóta framan við vegginn. Flest eru þau tvívíðir ferningar, nánast einlit, þótt eitt allstórt skeri sig úr og myndi ramma um dýpri, innfelldan flöt. Þá er bakvið hvítt verk komið fyrir ljósabúnaði sem endurvarpar bláu ljósi umhverfis flötinn. Af þessum breytingum verð- ur ekki annað ráðið en þetta sé tíma- mótasýning sem færi Svövu nær málverkinu en nokkru sinni fyrr, án þess að um sé að ræða eiginleg mál- verk í venjulegum skilningi. Það er einmitt eitt af sérkennum verka hennar hvernig þau upphefja venju- bundna skilgreiningu um leið og þau kalla á endurmat viðtekinna við- horfa til togstreitunnar milli tvívíðr- ar og þrívíðrar tjáningar. Miðja vegu milli forms og litar, rýmis og flatar, gefa þau of nærskorinni túlk- un langt nef. Eitt af verkum Svövu Björnsdóttur í Listasafni ASÍ. Morgunblaðið/Ásdís LISTIR 32 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÓK um Ísland eftir japanska jarðfræði- prófessorinn og rit- höfundinn Hideki Shimamura hlaut á dögunum eftirsótta viðurkenningu sem besta bók í sínum flokki ársins 2001 í Japan. Bókin er eins konar fræðslubók um Ísland, þar sem höf- undur fjallar um sögu, jarðfræði og ís- lenskt samfélag eins og það hefur komið honum fyrir sjónir en hann hefur dvalið hér við vísindarannsókn- ir á undanförnum árum. Titill bókarinnar er Ísland, land eldfjalla og jarðskjálfta; skoðun mín á hinu hánorræna Íslandi. Út- gefandi er Iwami-Shoten, eitt virtasta bókaforlag í Japan. „Bókin mín um Ísland kom út í Japan 19. mars 2001. Hún er skrifuð á japönsku og ætluð börn- um og unglingum á aldrinum 10– 20 ára. Hún er ein af mörgum í bókaflokki um önnur lönd og menningu þeirra og þótt þær séu ætlaðar unglingum þá eru margir fullorðnir sem lesa þær þar sem þær eru aðgengilegar, þægilegar aflestrar og hafa orðið vinsælar sem handbækur á ferðalögum.“ Að sögn Shimamura hefur bók- in fengið mjög góða dóma í jap- önskum dagblöðum og bók- menntatímaritum og vitna verð- launin fyrir bestu barnabók ársins gleggst um það. Það er Sankei, eitt af stærstu dagblöðum Japan sem veitir verðlaunin og verða þau afhent við hátíðlega athöfn þann 29. maí næstkomandi. „Fyrir mér vakti að skrifa bók fyrir japönsk börn sem vilja fræðast um Ísland, og hugsa um hversu margt er líkt með þessum tveimur fjarlægu löndum, Ís- landi og Japan; þar sem Japan er líka eyja með tíðum eld- gosum og jarðskjálft- um. Shimamura er þekktur í Japan sem rithöfundur og vís- indamaður. Hann hefur skrifað fjölda bóka og hlotið ýmis verðlaun og viður- kenningar fyrir bæk- ur sínar. Hann starfar sem pró- fessor í jarðskjálfta- og jarðfræði við háskólann í Hokkaido og er jafnframt forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar jarðskjálfta og eldstöðva sem er rekin sameigin- lega af nokkrum stærstu háskól- um Japans. Hann er alþjóðlega þekktur fyrir rannsóknir sínar á Íslandi og á Norður-Atlantshafs- hryggnum og hefur átt langt og farsælt samstarf með íslenskum jarðvísindamönnum og hafa þeir skipst á heimsóknum og staðið að sameiginlegum rannsóknum um árabil. Shimamura segir að áður en hann kom í fyrsta sinn til Ís- lands þá hafi hann ekki haft í huga að skrifa bók um landið. „Ég hreifst af landinu og þjóð- inni og þeirri þrautseigju sem Ís- lendingar hafa sýnt við að sigrast á erfiðleikum bæði á stjórnmála- sviðinu og í samskiptum við nátt- úruöflin. Ég vildi kynna þetta land fyrir japönsku þjóðinni.“ Bókin er gefin út í kiljubroti en prýdd fjölda litmynda. Kápu- myndin er eftir Pál Stefánsson. Bók um Ísland fær verðlaun í Japan Prófessor Hideki Shimamura. SAMSTARFSHÓPURINN Tíg- urinn og ísbjörninn opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í Banka- stræti í dag kl. 14 og er hún liður í Norður-Atlantshafstúr hópsins. Sýningin er með yfirskriftina „Creepy – evil –gay“. Í samstarfs- hópnum leggja listamennirnir sig sjálfa til hliðar og starfa einvörð- ungu sem einn hópur. Listamenn- irnir eru Bjargey Ólafsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Ragnar Kjartansson og Unnar Ernir Auð- arsson. Þau hafa verið virk í lista- lífi Reykjavíkur undanfarin miss- eri. Einnig hafa þau sýnt og starfað á erlendri grundu. Í fyrra stóðu þau að sýningu í Slunkaríki á Ísafirði sem bar heit- ið „Barátta góðs og ills“. Næst er förinni heitið í Gallerí 21 í Malmö í september nk. og árið 2003 mun Norður-Atlantshafstúrnum svo ljúka með sýningum í Þórshöfn, Færeyjum og í Nuuk á Grænlandi. Sýningin hjá Sævari stendur til 24. maí. Tígurinn og ísbjörninn hjá Sævari Karli Samstarfshópurinn Tígurinn og ísbjörninn saman kominn. Saxófónar og söng- ur í Neskirkju Morgunblaðið/Sverrir Frá æfingu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í Neskirkju. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna SAXÓFÓNAR, söngur og bláar nót- ur verða á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna í dag kl. 17, í Neskirkju við Hagatorg, og lýkur hljómsveitin þar með sínu 12. starfs- ári. Á efnisskránni, sem er með nokk- uð óhefðbundnu sniði, eru Concert- ino fyrir þrjá saxófóna og strengja- sveit eftir dr. Victor Urbancic, sönglög eftir Sigfús Einarsson og Gershwin, og Rhapsody in Blue eftir Gershwin. Einleikarar á saxófóna eru Sigurður Flosason, Jóel Pálsson og Ólafur Jónsson. Einsöngvari er Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur einleik á píanó í Rhapsody in Blue. Stjórnandi er Ingvar Jónasson en hann hefur verið aðalstjórnandi og driffjöður Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna frá upphafi. Victor Urbancic (1903–1958) samdi Concertino op. 13 fyrir þrjá saxófóna og strengi árið 1945 og það var frumflutt um 1950 í Þjóðleikhús- inu. Einleikarar þá voru Vilhjálmur Guðjónsson, Sveinn Ólafsson og Þor- valdur Steingrímsson. Ekki er vitað til þess að verkið hafi verið flutt aft- ur fyrr en nú, en það eru þeir Sig- urður, Jóel og Ólafur sem leika ein- leikinn. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir lauk 8. stigs söngprófum frá Söng- skólanum í Reykjavík 1993. Í júní mun Kristín syngja hlutverk Fiordil- igi úr óperu Mozarts Cosi fan tutte á samnefndri hátíð á Eiðum og í Borg- arleikhúsinu. Í fyrravor lauk Kristín söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Kristín kennir nú söng við Söngskólann Hjartans mál, og söng- og leiklistarskólann Sönglist. BURTFARARTÓNLEIKAR Ey- þórs Kolbeins básúnuleikara af djassbraut verða í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27, kl. 18 á morg- un, sunnudag. Á efnisskrá eru frumsamin verk eftir Eyþór auk lags eftir básúnu- leikarann Jay Jay Johnson. Meðleik- arar Eyþórs eru Ómar Guðjónson á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontra- bassa og Erik Qvick á trommur. Árið 1997 hóf Eyþór nám við djassbraut skólans undir handleiðslu Sigurðar Flosasonar og Hilmars Jenssonar. Vorið 2000 útskrifaðist hann úr kennaradeild FÍH. Eyþór hefur leik- ið með ýmsum stórsveitum landsins, djasshljómsveitum, auk þess að koma fram með djasskvartett sinn. Burtfarar- próf Eyþórs Kolbeins Sungið til heiðurs Kópa- vogsbæ KÓR Snælandsskóla heldur vortón- leika sína í Salnum kl. 17 í dag á af- mæli Kópavogsbæjar. Kórinn frum- flytur lag eftir Ólaf B. Ólafsson, Kæri Kópavogur, og er það flutt í tilefni af- mælisins. Lagið samdi Ólafur fyrir nokkrum árum og gaf Kór Snælands- skóla. Kórinn mun einnig syngja nokkur lög víða að úr heiminum og verða þau sungin á frummálinu, svo sungið verður á fimm tungumálum, auk íslenskunnar. Kórinn undirbýr ferð til Þýska- lands í júlí nk. og er förinni heitið á Tónlistarhátíð Touch the Future, en hana sækja barna- og ungmennakór- ar frá ýmsum Evrópuþjóðum auk Kanada, alls um 500 manns. Hátíðin fer fram í Dannstadt-Schauernheim, sem er skammt frá Heidelberg. Stjórnandi Kórs Snælandsskóla er Heiðrún Hákonardóttir og píanóleik- ari á tónleikunum og í Þýskalands- ferðinni er Ástríður Haraldsdóttir. Sýning á handgerðum hljóðfærum Í HANDVERKI og hönnun, Aðal- stræti 12, stendur ný yfir sýning á handgerðum hljóðfærum og spila- dósum sem smíðuð eru á Íslandi. Á sýningunni, sem nefnist Snert hörpu mína..., eru fiðlur, óbó, selló, víóla, viola de gamba, rafmagnsgítarar, kassagítar, djassgítar, bassi, lang- spil, jarðhörpur, lýrur og fleira. Þeir sem sýna eru: Eggert Már Marinós- son, George Hollanders, Hans Jó- hannsson, Jón Marinó Jónsson, Kristinn Sigurgeirsson, Lárus Sig- urðsson, Margrét Guðnadóttir, Mar- grét Jónsdóttir, Nobuyasu Yamag- ata og Sverrir Guðmundsson. Sýningin er opin alla daga frá kl. 12–17 og stendur til 20. maí. GAMANLEIKURINN Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney verður sýndur í 50. sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Aukasýning og um leið síðasta sýning verður laugardags- kvöldið 25. maí. Verkið segir frá hinum ósköp venjulega leikbílstjóra Jóni Jónssyni sem er hamingjusamlega giftur tveim konum og hvorug veit af hinni. Allt leikur í lyndi þar til einn góðan veð- urdag að honum verður það á að vinna hetjudáð. Þau Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Eggert Þorleifs- son fara með aðalhlutverkin í leikrit- inu, en leikstjóri er Þór Tulinius. 50. sýning á Vífinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.