Vísir - 30.06.1980, Page 5

Vísir - 30.06.1980, Page 5
vísm Mánudagur 30. júni 1980. ■ Umsjdn: Axel Ammendrup STOÐUGIR JARD- SKJALFTAR í jafan Oflugir jaröskjálftakippir fóru um Japan í morgun, sjötta daginn I röö, en sjö manns slösuöust i miklum jaröskjálfta i gær. Menn töldu átján kippi i morg- un. Aöallega á IZU-skaga, suö- vestur af Tokyo, en þar fundu menn mest fyrir jaröskjálftanum i gær sem mældist 6,7 stig á Richterkvarða. Kippirnir i morgun torvelduðu störf viö að hreinsa af vegum skriöur, sem féllu i gær. Hefta þær samgöngur. Rúmlega 130 jarðskjálftakippir, sem upptök sin eiga i Kyrrahafinu út af Izu-skaga, hafa skekið hús á undirstöbum sinum á stóru svæbi i Japan frá þvi siðasta miövikudag. Nokk- ur hús eyðilögöust i jarð- skjálftanum i gær, en þá féllu 22 skriður á Izu-skaga og háhýsi hristust i Tokyo. Var það mesti jarðskjálfti, sem fundist hefur I Japan frá þvi i júni 1978, þegar 28 fórust viö borgina Sendai i norðurhluta Japans. Sérfræöingar spá þvi, aö jarð- skjálftarnir haldi áfram til júli-loka. Margir japanskir jarö- skjálftafræðingar kviöa þvi, aö stórskaöa-jaröskjálfti geti komið hvenær sem vera vill. 1923 varð hrikalegur jarö- skjálfti, sem mældist 7,9 stig á Richterkvarða, manns aö bana i grenni, en sú borg milljónir ibúa. 140 þúsund Tokyo og ná- telur nú um 15 Kremlherrarnir taka á móti Schmidt kanslara I Moskvu i dag I von um aö ræba viö hann i fullri alvöru um heimsvandamálin. Vonast eftir melru en innantómu kurteis- ishjali viO Schmidt Helmut Schmidt kanslari V-Þýskalands kemur til Moskvu i dag til tveggja daga fundar við Brezhnev, leiðtoga Sovétrikj- anna, og hafa Kremlverjar látið i ljós vonir um, að fundurinn leiði fram „jákvæö svör viö spurning- um, sem varða mannkyniö”. Veigra sér við að skera keisarann upp Einn af hæstsettu embættis- mönnum i upplýsingadeild kommúnistaflokksins, Nikolai Portugalov, viöraöi i gær „vonir almennings i Evrópu um, aö við- ræðurnar yrðu eitthvaö annað og meira en innihaldslaust kurteisis- hjal diplómata”. — Gat hann i skyn aö takmarkanir kjarnorku- vopna og Afghanistanmálið yröu ofarlega á baugi i samræðum kanslarans og Brezhnev. Stakk þaö i stúf við lýsingar Bonn á fundinum fyrirhugaöa, þarsem látið var að þvi liggja, aö fjallað mundi aöallega um efna- hagsmál og Schmidt kanslari kynni aö leggja aö Sovétleiötog- unum aö taka aö nýju upp beinar viöræður viö Washington. r™ ÍTveíkTaT ”' heímilum Hermenn skutu til bana tvo óeirðaseggi i Tripura- riki i norðausturhluta Indlands i gær, þar sem skrill kveikti í fjölda íbúö- arhúsa. Héraðsbúar i Tripuri myrtu hundruö inn- flytjenda frá Bangladesh fyrr i þessum mánuöi. Herflokkar tóku rúmlega 100 fasta til þess aö koma á lögum og reglu aö nýju. Af opinberri hálfu er sagt, aö um 500 manns hafi látið lif- iö i þessum átökum, en dagblöö á Indlandi ætla mörg, að alls hafi um 2000 verið drepnir. — í Tripuri búa um 180 þúsund inn- flytjendur i flóttamanna- búðum. Drepandi heiti Tiu til viðbótar dóu i gær i hitabylgjunni, sem i viku- tima hefur gengiö yfir Dallas I Texas. Til þessa hafa alls 29 dáiö i hitanum. Veöurfræðingar eygja ekk- ert lát á honum enn. Sem fyrr er þó ekkert svo meö öllu illt, aö ekki fylgi eitthvaö gott. Kemur i ljós, aö moröum i Dallas hefur fækkaö i hitabylgjunni, og skýringar leitaö i þvi, aö menn séu of magnvana i hitanum til þess að nenna aö standa i þvi aö drepa hver annan. 49 fundnir Slædd hafa verið upp úr Miðjarðarhafinu 42 lik manna, sem fórust með itölsku DC-9-þotunni siö- asta föstudag, og þykja litl- ar vonir til þess að finna megi fleiri. Alls fórust með vélinni 81 maður. Likskoöun bendir til þess, að hinir látnu hafi farist i árekstri fremur en drukknaö. Olía lækkar Oliuverð á opnum mörk- uöum, eins og Rotter- dam-markaðnum, hefur falliö niður fyrir OPEC-verðið, og er það I fyrsta sinn siðan 1978. Vikulegt fréttabréf oliu- kaupsýslunnar segir, aö i verðlækkuninni speglist minni eftirspurn en áður, og gæti leitt til þess, aö OPEC gangi treglega aö hrinda fram veröhækkun- um sinum, sem taka eiga ^^gildi á morgun. I Iranskeisari fyrrverandi biöur sjúkur og hrumur ákvörðunar hóps egypskra, franskra og bandariskra lækna um, hvort vogandi sé aö skera hann upp. Hið hálfopinbera málgagn Kairóstjórnarinnar, dagblaöiö „Al-Ahram”, sagði i morgun, að vænta mætti ákvörðunarinnar innan tveggja sólarhringa, en læknarnir mundu aö beiðni keis- arafjölskyldunnar ekki gefa út neinar tilkynningar þar um. Á sjúkrahúsinu, þar sem Reza Pahlevi liggur, hefur veriö varist allra frétta af liöan hans eða læknismeöferð siöustu fjóra daga. „Al-Ahram” segir I frétt sinni, aö keisarinn hafi veriö vanur ab ganga sjálfur til röntgenskoðunar I sjúkrahúsinu, en myndatækið hafi nú verið flutt aö rúmstokk hans, þar sem hann sé of aðfram- kominn til þess aö hafa fótavist. ísraeismenn gera árásir í Líbanon Israelskir herflokkar réöust i skjóli næturmyrkurs á árásar- mörk inni i Suöur-Libanon og felldu fjölda skæruliöa Palestínu- araba, eftir þvi sem talsmaður herstjórnarinnar i Tel Aviv sagöi I morgun. I tilkynningu Israelshers segir, aö eyöilagöar hafi veriö bæki- stöövar skæruliöa noröan Litani- árinnar. Eitt árásarmarkiö var þjálfunarstöö, en annað var áfangi skæruliöa I árásarferöum gegn ísrael. Ekki var látiö uppi, hvar þessi skotmörk voru, en sagt, að israelsku árásarflokkarnir hafi snúiö heim úr árásunum, án þess aö biða manntjón. Teg: 4155 Teg: 4175 Litir: Hvitt/rautt/Ijósblátt Litur: Hvitt/svart hvftt/ljósgrátt og fjólu Verð kr. 20.950.- brátt/hvítt/grátt Verð kr. 22.200.- Teg: 4144 Litur: Hvítt/ljósgrátt/ blátt/hvítt/bleikt/ljósgrátt Verö kr. 20.950.- Einnig nýkomnar ýmsar geröir af iþróttaskóm, barnaskór ofi. ofi. PÓSTSEIMDUM SAMDÆGURS Barónsstig 18 Simi: 23566 Domus Medica Simi: 18519

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.