Vísir - 30.06.1980, Blaðsíða 8
VISIR Mánudagur 30. júnl 1980.
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Oavlft Guftmundsson.
' Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstiórnarfulltrúar: Bragi Guftmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaftamenn: Axel Ammendrup, Fríða
Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin
Þorstelnsdóttlr, AAagdalena Schram, Páll Magnússon, Sigur|ón Valdlmarsson,
Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaftamaftur á Akureyri: Glsli Sigur-
geirsson Iþróttir: Gylfi Krlst|ánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi
Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson.
Ritstiórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8
símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Askriftargjald er kr.5000 á mánufti innanlands og verft [ lausasölu 250 krónur ein-
takift. Visir er prentaftur í Blaftaprenti h.f. Siftumúla 14.
15% atkvæða og rak lestina. Eng-
inn vafi er á því, að Pétur galt
þess, hve lítt þekktur hann er
meðal almennings, þrátt fyrir
langt og mikið starf í opinberri
þjónustu. Hann sagði sjálf ur svo
frá'að víða hefði enginn maður
verið finnanlegur í upphafi kosn-
ingabaráttunnar til að veita hon-
um lið í hinum ýmsu byggðarlög-
um. En hann sótti stöðugt á, og
tímaskortur varð hans fótakefli,
þrátt fyrir langa og stranga
kosningabaráttu. Pétur hlaut
góða kosningu miðað við allar að-
stæður.
I þessum forsetakosningum
hefur íslenska þjóðin brotið
merkilegt blað með kosningu
Vigdísar Finnbogadóttur. Þjóðin
hef ur valið sér konu að þjóðhöfð-
ingja, og þautíðindi munu berast
víða um heim og vekja athygli á
þjóðinni og hinum nýja forseta.
Vigdís Finnbogadóttir er gáfuð
kona og glæsileg, menntuð og
fáguð í framkomu. Hún hefur
unnið hug og hjörtu manna með
látleysi, frjálslegu fasi og ríkri
þekkingu.
Enda þótt atkvæði hafi skipst
milli hinna fjögurra fram-
bjóðenda og kosningin hafi verið
svo tvísýn sem raun ber vitni, þá
mun þjóðin standa að baki hinum
nýja forseta sínum og hylla nýj-
an húsráðanda að Bessastöðum.
Til hamingju Vigdis Finn-
bogadóttir, forseti íslands.
NfR þJðBHOFÐINGI
STM ÁnT SJUHHING AM&LUHUM 1
íslendingar hafa valið sér nýjan
þjóðhöfðingja. Vigdís Finnboga-
dóttir hefur verið kjörin fjórði
forseti íslenska lýðveldisins.
Eftir tvísýnustu atkvæðataln-
ingu, sem sögur fara af, og
óvissu alla kosninganóttina,
reyndist Vigdís drýgst á loka-
sprettinum. En mjótt varð á
mununum, innan við 2% skildu á
milli hennar og Guðlaugs, þegar
upp var staðið.
Það varð fljótt Ijóst, þegar at-
kvæðatölur fóru að berast, að
slagurinn mundi standa milli
Vigdísar Finnbogadóttur og Guð-
laugs Þorvaldssonar. Miðað við
skoðanakannanir og mat þeirra,
sem gleggst höfðu fylgst með
kosningabaráttunni, reyndist
fylgi Guðlaugs meira f lands-
byggðarkjördæmum en menn
áttu von á og var atkvæðamagn
hans og Vigdísar nánast hníf-
jafnt í flestum þeirra, að frá-
töldu Austurlandi, þar sem Vig-
dís var mun sterkari.
Hinsvegar var fylgi Vigdísar
meira í Reykjavík en flestir, og
þar á meðal Vigdís sjálf, höfðu
reiknað með, og fékk hún 600 at-
kvæði f ram yf ir Guðlaug. Var þá
Ijóst hvert stefndi.
Það er sjálfsagt súrt í broti
Eftir tvisýnustu kosninganótt, sem sögur fara af, reyndist Vigdis Finnbogadóttir drýgst
á lokasprettinum. Mcö kjöri hennar hafa tslendingar brotiö blaö i sögu þjóöarinnar og
lýöræöisins. Kona er I fyrsta skipti kjörinn þjóöhöföingi i almennum kosningum. Þjóöin
öll óskar henni til hamingju og sjálfri sér um leiö meö nýja forseta tslands.
fyrir stuðningsmenn Guðlaugs
Þorvaldssonar og frambjóðand-
ann sjálfan að tapa þessum kosn-
ingum, með svo litlum mun, en
Guðlaugur getur verið stoltur af
því víðtæka og almenna fylgi,
sem hann hlaut í þessum kosn-
ingum og borið höfuðið hátt.
Albert Guðmundsson hlaut um
20% atkvæða, eða nokkurn veg-
inn það sem spáð hafði verið.
Fylgismenn hans höfðu gert sér
vonir um meiri stuðning honum
til handa í Reykjavik en þar hlaut
hann 24.7% atkvæða. Þegar út-
koman varðekki betri í höfðuvígi
Alberts, var ekki við því að búast
að atkvæðatölur hans annars
staðar yrðu hærri
Styrkur Alberts eru stjórn-
málafskipti hans, en þau hafa
sennilega einnig verið hans
akkilesarhæll. Enda þótt kosn-
ingin nú, eins og áður í forseta-
kosningum hafi ekki farið eftir
flokkslínum, þá er augljóst að
stórir hópar kjósenda eiga erfitt
með að kjósa pólitíska andstæð-
inga sína til hins háa forseta-
embættis. I Ijósi þessa getur Al-
bert vel við úrslitin unað.
Pétur Thorsteinsson hlaut tæp
og þar á meöal visitöluna, og
siöan veröi stjórnin aö hlaupa
undir bagga meö atvinnuveg-
unum. VSI telur sér trúlega
einnig hag I þvi aö samningar
dragist/vegna þess aö blikur eru
á lofti um samdrátt i atvinnu.
Verkföll nii myndu geta oröiö
harösndin og langvinn.
Dráttur á samningum
skemmir fyrir stjórninni
Þaö stendur þvi I fullu gildi
sem sagt hefur veriö fyrr I þess-
um mánudagspistlum, aö rikis-
stjörnin hefur fariö óviturlega
aö meö því aö draga samninga
jafn lengi og raun ber vitni.
Samningar rikisins hljóta aö
veröa mótandi fyrir almenna
kjarasamninga og þvi lengur
sem þeir dragast þvi verra er aö
leysa máliö. Þaö er mikill mis-
skilningur aö þaö sé hjálp fyrir
rikissjóö aö draga samninga.
Verölag hækkar jafnt og þétt
þrátt fyrir ..niöurtalninguna”
og þaö eykur á kröfur launþega.
Nú er mánuöur liöinn siöan
Alþingi lauk störfum, en þá var
þvi lýst yfir aö gengiö yröi beint
I samningamálin og reynt aö
ljúka þeim á skömmum tima. A
þessum mánuöi hefur þó litiö
þokast og engu likara en samn-
inganefnd rikisins hafi þau
fyrirmæli aö semja ekki á
undan ASI og VSÍ. Sllkur skolla-
leikur getur ekki gengiö I svo
alvarlegu máli. Þaö er þvi ófrá-
vikjanleg krafa til fjármálaráö-
herra aö hann gangi I þetta verk
og viki ekki frá þvi fyrr en upp
er staöiö meö samninga i hönd-
unum. Lif þessarar rikisstjórn-
ar getur á þessu oltiö.
Kári Arnórsson.
Kári Arnórsson, skólastjóri,
fjallar hér um stööuna i samn-
ingamálunum bæöi hjá opinber-
um starfsmönnum og á hinum
almenna vinnumarkaöi.
tekist aö reikna svo háa upphæö
aö menn sætti sig betur viö lága
prósentutölu I grunnkaups-
hækkun. Þaö veröur aö teljast
eölilegt aö samninganefnd
rikisstarfsmanna fari sér hægt I
aö ganga frá félagsmálapakk-
anum fyrr en eitthvaö raunhæft
sést i grunnkaupsþættinum. Þaö
liggur þó hreint fyrir aö
prósentutalan veröur lág.
Meginþungi samninganna
hlýtur aö liggja á leiöréttingu
neöstu flokka. Þar er krafa
B.S.R.B. sist of há, þ.e. aö
neöstu laun veröi kr. 300 þús. á
Enn stendur allt þversum I
samningamálunum. Mjög litiö
hefur gengiö I samningum rlkis-
ins og B.S.R.B. Þar hefur af
rikisins hálfu sinn eftir sinn
veriö frestaö aö ræöa um kaup-
liöina. Þaö viröist svo sem rikiö
reikni meö þvi aö útúr dæminu
um félagslegar bætur geti þeim
neöanmals
mánuöi. Þetta þýöir aö skera
veröur þá flokka af sem nú hafa
launundir þessu marki en aörir
geta ekki fengiö miklar bætur i
grunnkaupi. Þá er þaö verö-
bótaþáttur launa sem launa-
menn hljóta aö hafa nokkrar
áhyggjur af komi veröbólgan
ekki til meö aö lækka. Þaö vill
æöi oft gleymast aö veröbætur
eru afleiöing en ekki orsök. Um
þær er samiö til þess aö tryggja
kaupmáttinn. Enn hefur ekki
komiö fram annaö fyrirkomu-
lag sem betur tryggir þann sem
selur vinnu sina. Sú aöferö aö
láta veröbótaþátt launa renna
nær óbreyttan beint út I verö-
lagiö skapar þann vltahring
sem viö höfum staöiö varnar-
laus gegn. Ýmsar hugmyndir
hafa komiö fram um breytingar
en þaö er eins og aöilar vinnu-
markaöarins hafi ekki þoraö aö
leggja út I alvöru viöræöur um
þetta atriöi.
Samningar ASÍ og VSI hafa
siglt I strand og vinnuveitendur
neita nú aö ræöa sinar eigin
tillögur. Þeir eru enn aö skjóta
sér á bak viö ríkisstjórnina.
Stjórnin hefur ekki enn gengiö
frá samningum eins og áöur er
getiö, og á meöan vilja VSl
menn ekki taka á málinu. Þaö
mun þó fátítt I samningum aö
annar aöilinn leggi fram tillögu
1 samningsgeröinni sem hann
neitar svo aö ræöa. Spurningin
er hvort VSl menn hafi hrein-
lega hlaupiö á sig eöa ekki
reiknaö meö þessum undirtekt-
um ASÍ. Hitt þykir mér þó
sennilegra aö þeir séu aö sýna
ríkisstjórninni aö allt veröi sett I
strand þar til stjórnin hefur
samiö viö BSRB. Þeir vilja aö
rlkisstjórnin markisamningana