Vísir - 30.06.1980, Blaðsíða 22
22
„Svo virOist sem lögreglustjóri hafi gefiö grænt ljós á hundahald”,
segir bréfritari.
Heiri fræðsiu-
þætiir í útvarpið
Námsmaður hringdi
Ég vil hvetja forráöamenn
Rikisútvarpsins til þess aö
hafa á boöstólum fleiri
fræösluþætti um hin ýmisleg-
ustu mál. Ég vil til dæmis
benda á þátt sem Stefán Jón
Hafstein stjórnaöi og var um
sósialisma og frjálshyggju.
Ég gæti nefnt fjöldamargt
annaö, sem gaman væri aö fá
aukna fræöslu um t.d. hvaö sé
helst aö gerast I ákveönum
löndum — og draga þá marga
þætti saman svo menn fái
greinargott yfirlit um hvert
land o.s.frv.
Þaö eina sem stjórnandi
veröur aö gæta aö, er aö velja
hæfa menn sem hafa eitthvaö
aö segja, en reyna ekki aö lit-
ilsviröa menn, eins og geröist I
þættinum um sósialisma og
frjálshyggju. Enginn stendur
upp sem stærri maöur, af
sliku.
SPANGðL OG
HUNDAðVINIR
„Kunnugur” hringdi og
sagöi aö hundahald heföi auk-
ist svo gifurlega aö sér virtist
sem lögreglustjóri heföi gefiö
grænt ljós á þaö.
Vildi hann vekja athygli á
þessu vegna barnabarna sinna
sem væru mjög hrædd viö
hunda og ekki sist vegna þess
aö nýlega heföi hundur ráöist
á barn og bitiö þaö án þess aö
nokkuð hafi veriö gert I mál-
inu. Hann sagöi aö oft á tiöum
væru þaö „hundaóvinir” sem
ættu dýrin þvi þau væru lokuð
inni allan daginn og ekki
hleypt út fyrr en á kvöldin og
þá bergmálaði spangóliö i
hverfinu allt fram undir miö-
nætti. Til væru reglur um
hundahald en sér virtist sem
enginn færi eftir þeim.
Hver greiddi útlagðan
kostnað af Dauða
prinsessu?
Andrés Bjarnason skrif-
ar:
Ég vil beina spurningu til
útvarpsráös um þaö hver hafi
greitt útlagöan kostnaö vegna
myndarinnar Dauöi
Prinsessu? Var þaö rikisút-
varpiö eða Flugleiöir?
Visir leitaöi til Haröar
Vilhjálmssonar fjármála-
stjóra útvarps og hafði hann
eftirfarandi um máliö aö
segja:
„Ég held aö þaö komi ekki i
hlut Flugleiöa aö greiöa þetta
nema þeir geri þaö af eigin
hvötum”.
„Viö höfum greitt fyrir þýö-
ingu og textasetningu en ann-
aö er ófrágengiö. — Þetta er
sérstakt að þvi leyti aö út-
varpsráö var búiö aö
samþykkja sýningu myndar-
innar — og þvi er óljóst meö
þaö I hvers hlut kemur aö
greiöa útlagðan kostnaö”.
SÝNIB ÖLDRUDUM VIRDINCU
OG HJÁLPSEMI
Guðrún Kristinsdóttir
sendir eftirfarandi bréf:
Ég vildi koma á framfæri
hugmynd, sem ég veit aö get-
ur veitt fjölda manna hjartayl
og ef til vill nýja lifsvon.
Aldraö fólk er oft eitt og án
afskipta ættingja. Þó árin hafi
færst yfir, er ekkert sem segir
aö þaö þurfi aö ganga eitt um
hibýli sin, siöur en svo.
Aldraö fólk hefur oft þörf
fyrir að tala viö aöra. Þaö býr
yfir þekkingu og visku ellinnar
en hjarta margra er ungt og
hrifnæmt. Þetta fólk er þvi oft
hinir ágætustu félagar, ef viö
áttum okkur á þvi og heim-
sóknir okkar og samveru-
stundir viö þaö greiöir þaö
margfalt aftur, á svo marg-
víslegan hátt, ekki sist meö
þvi aö leyfa okkur aö finna aö
við höfum gert mikið góðverk
meö þvi aö sýna þvi umhyggju
og tillitssemi.
Þetta getum við öll gert.
Sum okkar eiga skyldmenni
sem öldruö eru og búa nú nán-
ast sem einsetufólk. Aðrir vita
um slikt fólk.
Vissulega getum viö hjálpaö
— meö þvi aö sýna þvi sömu
tillitssemi og viö myndum
sýna vinum okkar og bræörum
— hvers vegna ekki aö reyna?
Sjálf vil ég fullyröa aö ham-
ingjan og gleðin veröur meiri
hjá þeim er gefur en þeim er
þiggur. En hamingjan veröur
vissulega næg fyrir báöa.
.Aldraöir eru hinir ágætustu félagar..”, segir bréfritari.
sandkorn
Nuddarinn verður
nú Diaðamaöur
Sumir menn eru ótrúlega
iagnir viö aö koma sér áfram i
lifinu. Margir telja Sigurö
Magnússon skrifsfofustjóra
tþróttasambands tslands i
þeim hópi, og nefna þá hversu
laginn hann er aö koma sér i
utanferöir og þá sérstaklega á
Olympluleika.
Þaö vakti mikla athygli er
Olympíuleikarnir voru haldnir
I Munchen 1972 aö Siguröur
brá sér f gervi nuddara og fór
sem slikur til Þýskalands.
Þaö mun hins vegar liggja
ljóst fyrir aö enginn nuddari
veröur sendur á leikana I
Moskvu I sumar.en hins vegar
kom boö frá Sovétmönnum um
aö einn blaöamaöur frá ts-
landi væri veikominn á leik-
ana, honum aö kostnaöar-
lausu.
Nú hefur Siguröur brugöiö
sér f gervi blaöamanns, og
mun hann fara meö islenska
liöinu sem sllkur til Moskvu.
— Heyrst hefur aö mikill kurr
sé innan samtaka Iþrótta-
fréttamanna vegna þessa.
' Meirafjör
Sagt er aö mikils óróleika sé
nú tekiö aö gæta innan
Aiþýöubandalagsins vegna
þess hversu seint hefur gengiö
aö ná viöunandi samningum
viö launafólk enda ekkert útlit
fyrir aö þaö takist I bráö.
Þannig er haft eftir Alþýöu-
bandalagsmanni i einu blaö-
anna nýveriö, aö hann sjái
ekkert framundan sem geti
bjargaö rfkisstjórninni og á
miöstjórnarfundi Alþýöu-
bandalagsins, sem haldinn
var I fyrri viku, sagöi Lúövfk
Jósepsson, aö tækist ekki aö
ná samningum viö launafólk
innan mjög skamms tfma væri
óhætt fyrir Alþýöubandalags-
menn aö fara aö búa sig undir
aö yfirgefa rikisstjórnina.
Þaö er þá ekki borin von, aö
áframhaidandi fjör veröi f
kosningamálum þjóöarinnar
og aö menn geti fariö i enn
eina skemmtigönguna aö
kjörboröinu á þessu ári. Alla
vega ætti þjóöin aö vera I góöri
æfingu...
Áfenglsvandamál
— „Læknir, konan mfn á viö
alvarlegt áfengisvandamál aö
striöa”.
— „Nú hvernig iýsir þaö
sér?”
— „Hún sleppir sér i hvert
skipti sem ég smakka þaö...”