Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 34
MENNTUN 34 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐUR um að hið op-inbera veiti of litlu fé tilgrunnrannsókna, eðaþeirra rannsókna sem hafa ekki augljóst fyrirfram gildi og eru oftast stundaðar innan háskóla, hafa staðið yfir í áratugi, eða a.m.k. frá árinu 1987: „Grunnrannsóknir á Íslandi eru í algeru svelti og stund- aðar af vanefnum, “ sagði Guðmund- ur Eggertsson prófessor í sameinda- líffræði þá. Í nýrri ársskýrslu Rannsóknarráðs Íslands er m.a. fjallað um grunnrannsóknir: „Tölu- verðar áherslubreytingar [...] á markmiðum með rannsóknum og þróun á milli áranna 1977 og 1999. Áberandi lækkun er á hlut rann- sókna í þágu landbúnaðar og orku- mála af heildarútgjöldum. Mest aukning er á rannsóknum á sviði heilbrigðismála eða úr 3,7% af heild- inni árið 1977 í tæplega 25% árið 1999. Þá má einnig sjá aukningu á rannsóknum á sviði upplýsinga- tækni. Þá má geta þess að hlutfall grunnrannsókna af heildarútgjöld- um hefur lækkað úr 30% í tæp 18%. Á það skal þó bent að skilgreiningin á mun milli grunnrannsókna og hag- nýtra orkar tvímælis, ekki síst á sviði heilbrigðisrannsókna (líf-og læknis- fræði).“ (bls. 22-23). Í skýrslunni Grunnvísindi á Ís- landi, skipulag og árangur, skrifaði Inga Dóra Sigfúsdóttir félagsfræð- ingur: „Þá er fjárskortur til grunn- vísindastarfsins einn helsti veikleiki íslensks vísindastarfs að mati þeirra vísindamanna sem rætt var við, tal- inn hefta sköpunarmátt og koma í veg fyrir að eldmóður ungra vísinda- manna sé nýttur til fulls.“ ( bls. 91). Og aukin útgjöld til R&Þ virðast þannig ekki skila sér til eflingar grunnrannsókna. Ástæðan gæti ver- ið sú að atvinnufyrirtækin eru í auknum mæli farin að fjármagna rannsókna- og þróunarstarf og þau sjá sér frekar hag í því að fjármagna hagnýtar rannsóknir og þróunar- starfsemi heldur en grunnrannsókn- ir.“ (Inga Dóra, bls. 48). Sjóðir sem akademískir vísinda- menn hafa helst leitað í innanlands árin 1995-1999 eru Vísindasjóður Rannís og Rannsóknasjóður HÍ. Meðalstyrkur úr Vísindasjóði var ár- ið 1999, tæplega 800 þús. fyrir ný verkefni og tæp milljón fyrir fram- haldsverkefni. Vilhjálmur Lúðvíks- son framkvæmdastjóri RANNÍS sagði nýlega „Því miður fer áhrifa- máttur sjóða Rannsóknarráðs nú ört þverrandi sem hlutfall af heildar- umsvifum rannsókna hér á landi. Jafnframt rýrnar kaupmáttur þeirra og það verða æ færri mannmánuðir í rannsóknum sem þeir geta greitt fyrir.“ (Mbl, 25.01.02). Ný skýrsla OECD Ef sjónum er beint að fjármögnun til rannsókna og þróunar í náttúru- vísindum og læknavísindum innan Háskóla Íslands frá árinu 1995– 1999, kemur í ljós að úr þeim hefur dregið. Læknavísindin fengu árið 1999 aðeins helming þess sem var til ráðstöfunar árið 1995, þrátt fyrir að meira fé hafi verið veitt til rann- sókna á Íslandi í heild. Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur hefur undanfarið skoðað þetta sér- staklega í ljósi nýrra heimilda um rannsóknir, eins og OECD – Basic Science and Technology Statistics frá því í apríl 2002, og staðfesta þær heimildir þessa stöðu í akademískum rannsóknum. Steindór stundar nú doktorsnám við Háskólann í Manchester í Eng- landi, og er m.a. að greina deilur á þriðja áratug tuttugustu aldar í Bretlandi um vísindapólitík. „Þá eins og nú var deilt út frá greinarmun- inum á iðnaðarvísindum og frjálsum vísindum [grunnsvísindi]. Mér finnst vera ákveðinn samhljómur milli þessara deilna þá og þeirra sem nú eru hér á landi í lífvísindum,“ segir Steindór. „Nýjustu tölurnar sem liggja fyrir spanna tímabilið 1995–1999 og því ber að kanna hvaða þróun hafi átt sér stað á þessum árum,“ segir hann. „Framlag ríkisins hefur vissulega aukist, en hlutfall náttúruvísinda fellur þrátt fyrir það um 20% og læknavísinda um 50%.“ (sjá töflu). Ástæðuna telur Steindór liggja í vísindapólitíkinni sem knýi á um og styðji hagnýtar rannsóknir einkafyr- irtækja fremur en frjálsar rannsókn- ir Háskólans. Munurinn er m.a. sá að akademískar rannsóknir fara í gegn- um alþjóðlegt jafningjamat, til dæm- is með ritrýndum birtingum í tíma- ritum. Það á hinsvegar ekki við um iðnaðarrannsóknir. Meira til einkafyrirtækja Stefnan undanfarinn áratug í vís- indapólitíkinni hefur verið á kostnað Háskólans eftir heimildum OECD og Rannsóknaráðs Íslands að dæma. Samkvæmt skýrslu OECD – Bas- ic Science and Technology Statistics frá því í apríl 2002, hefur heildar- framlag íslenska ríkisins til háskóla vaxið á árunum 1995–1999, en á sama tíma hefur hlutfall raunvísinda lækkað, og læknavísinda um helm- ing. Þess má einnig geta að tækja- kaup í raun- og læknavísindum eru afar fjárfrek og er framlag ríkisins til tækjakaupa árið 1999 minna en árið 1995. Umsóknum á sviði líf- og læknisfræði hefur ef til vill ekki fjölgað mikið, en upphæðir í um- sóknum hafa hækkað vegna stórauk- ins kostnaðar við rannsóknir í líf- og læknisfræði á síðustu árum. Sam- keppni ríkir einnig milli háskóla í þessum efnum og þurfa þær því oft- ast að ganga hratt fyrir sig (hver er fyrst(ur) að birta grein um niður- stöðurnar?). Nauðsynlegt er af þeim sökum að geta keypt nýjustu efni og aðföng til að framkvæma tilraunirn- ar. Þessi vísindi eru því mjög kostn- aðarsöm, en í skýrslum OECD og RANNÍS kemur fram að akademísk vísindi auki hagvöxt meðal þjóða. Eftir tölum að dæma, sem finna má á heimasíðu Rannsóknarráðs Ís- lands (www.rannis.is), fer sífellt stærri hluti heildarfjárveitinga til rannsókna og þróunar í náttúruvís- indum á Íslandi til einkafyrirtækja eða 45% árið 1999, en á sama tíma fékk Háskólinn aðeins 27%. Einnig kemur þar fram að hlutfall heildar- framlags til náttúruvísinda hefur lækkað á 10. áratugnum í saman- burði við framlagið á 9. áratugnum. Menntun í raunvísindum Fjöldi menntaðra í raunvísindum í OECD löndunum, á hverja 100 þús- und, á aldursbilinu 25–34 ára, er sýndur á heimasíðu OECD (http:// www.oecd.org/oecd/pages/home/ displaygeneral/0,3380,EN-docu- ment-4-nodirectorate-no-27-22129- 4,00.html) og þar eru Íslendingar í 16 sæti. „Það er því mýta að hér sé mikið af menntuðu fólki í raunvís- indum, enda er sífellt verið að skera niður framlög til rannsókna innan HÍ, en menn eru almennt sammála um að grunnrannsóknir séu for- senda alvöru kennslu á háskóla- stigi,“ segir Steindór J. Erlingsson. Í ársskýrlsu Rannís kemur þó fram að flestar nýjar íslenskar dokt- orsgráður eru á sviði náttúruvísinda eða 135, en heilbrigðisvísindi og fé- lagsvísindi eru með um 90 útskrifaða doktora hvor grein. Tæplega þrír af hverjum fjórum útskrifuðum doktor- um eru karlmenn, en á það skal bent að árið 2000 er fyrsta árið sem fleiri konur en karlar ávinna sér doktors- gráðu. (bls. 24). Þessi menntun er því vissulega að vinna á. Heimildir sem hér er vitnað í spanna árin 1995–1999, og enn er ekki hægt að segja til um áhrif nýs rannsóknasamnings ríkisins við Há- skóla Íslands (www.hi.is) eða hvaða áhrif þrjú ný frumvörp um vísinda- sjóði og ráð hafi að segja. Erfitt er að meta það fyrr en eftir nokkur ár, en samkvæmt nýju frumvörpunum verður hlutur stjórnmálamanna stórefldur í stefnumótun í málefnum rannsókna og þróunar. RANNÍS verður að þjónustumiðstöð vísinda og rannsókna. TENGLAR .............................................. www.rannis.is http://www.oecd.org/oecd/pages/ home/displaygeneral/0,3380,EN- document-4-nodirectorate-no-27- 22129-4,00.html Vísindi/ Akademísk vísindi (óháð iðnaði) hafa verið í deiglunni undanfarin ár sökum þess að fjármagn hefur skort í þau. Ný skýrsla OCED sýnir að verulega hefur dregið úr fjármagni til náttúruvísinda og læknavísinda á Íslandi. Gunnar Hersveinn skoðaði nokkrar heimildir sem spanna árin 1995–1999 og ræddi við vísindasagnfræðing. Frjálsar rannsóknir enn í vörn Helmingi minna fé til læknavísinda árið 1999 en árið 1995 Minna fjármagn til akademískra náttúruvísinda en áður guhe@mbl.is                                                                              Morgunblaðið/Ásdís Tilraunaglasið táknar forsendu allra vísinda, hvort sem þau eru á vegum einkafyrirtækja eða háskóla.             !"#$ $ %&&&$ %''(''' ! " # $% & & !  # !$ %& ' ( ) * +# ()*& ,"-./ 0"123 0".,- 0".04 0"454 0"/35 0",4- 0"-52 0"-,5 512 2/3 113 153 13- 14/ .10 .-. 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.