Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 35 Í NÝJUM úthlut- unarreglum Lána- sjóðs íslenskra náms- manna (LÍN) er að miklu leyti komið til móts við kröfur námsmanna erlendis. Fyrst ber vitaskuld að telja að skóla- gjaldalán í fram- haldsháskólanámi hækka um 15–22% auk þess sem há- markslánsupphæðin er tiltekin í mynt námslands. Gengi ís- lensku krónunnar mun því ekki hafa sömu áhrif á lánveit- ingar þess lánaflokks og áður. Samband íslenskra námsmanna er- lendis (SÍNE) lýsir yfir ánægju sinni með að kröfum félagsins hafi verið mætt með skilningi af menntamálayfirvöldum. Þá fagnar SÍNE jafnframt afnámi tekjutengingar við maka lánþega hjá LÍN. Með þessu framfaraskrefi undir- strikar Lánasjóðurinn frelsi einstaklingsins til menntunar og mun auðvelda námsmönn- um að afla sér mennt- unar án tillits til fjár- hagsstöðu maka. Vegna sérstöðu námsmanna erlendis munu þeir eftir sem áður njóta fyrra fjöl- skyldutillits LÍN, sem gerir þeim kleift að halda út í nám með fjölskyldur sínar með aðstoð sjóðsins. SÍNE lýsir yfir ánægju sinni með þann skilning sem námsmönnum erlend- is er sýndur af hálfu Lánasjóðsins en þess ber að geta að sá hópur námsmanna fékk jafnframt leið- réttingu á ákveðnum hluta ferða- lána, þar sem m.a. barnatillit var aukið um 25%. Þessar breytingar eru vitanlega kostnaðarsamar og lögðu námsmannahreyfingarnar því sitt af mörkum með tillögum að sparnaði á ákveðnum liðum útlána. Um breytingarnar ríkir sátt og því fagnar SÍNE. Leiðrétting skólagjalda- lána LÍN Heiður Reynisdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SÍNE. SÍNE SÍNE fagnar, segir Heiður Reynis- dóttir, afnámi tekju- tengingar við maka lánþega hjá LÍN. LANDSMÓT ung- lingafélaga þjóðkirkj- unnar er árlegur við- burður. Landsmótið 2002 mun fara fram í Vatnaskógi, þriðju helgina í október. Þátt- takendur á mótinu eru frá landinu öllu og er mikil upplifun fyrir ung- linga og starfsfólk að eiga helgi saman í góð- um félagsskap og and- rúmi. Gleði og skemmti- legheit eru markmið og jákvæð upplifun það sem allir taka með sér heim að móti loknu. Landsmót unglingafélaganna eru drifkraftur og markmið annarrar starfsemi unglinganna í kirkjunni. Hóparnir hittast í sinni heimabyggð árið um kring, gjarnan einu sinni í viku. Dagskráin á hverjum stað miðar að þörfum unglinganna og er fræðsla, sköpunargleði og skemmtun blandað saman í góðu samfélagi. Dæmi eru um að hópar hafi unnið ötullega að ýmsum samfélagsmálum og látið gott af sér leiða til þeirra sem eru þurfandi. Starfið hefur almennt for- varnargildi þar sem jákvæður og skemmtilegur félagsskapur er eitt af meginmarkmiðum og einkennum þess. Yfirskrift landsmótsins 2002 er XXX EKKERT MÁL. Með þeirri yf- irskrift er vísað til þeirrar þversagnar sem gjarnan einkennir menningu okkar. Ósjaldan er það viðkvæðið hjá einstaklingum að hlutirnir séu ekkert mál, hvort sem um er að ræða trú eða stjórnmál, kynlíf eða heimsfrið og yf- irleitt alla afstöðu til lífsins. Kemur lífið okkur við? Nær það til okkar þannig að við tökum afstöðu til þess? Undirtitill mótsins er: ,,Þú átt valið – taktu af skarið.“ Er hann í raun meg- ininntak mótsins sem og spurning- arnar: ,,Hvað gerir Jesús? Hvað geri ég?“ Leikir og umræðuhópar, kvöld- vökur og önnur dagskrá miðar að því að unglingarnir geri sjálfum sér og öðrum ljóst hvað þeir velja í lífinu, hver afstaða þeirra sé. Þá er bæði átt við í þröngu samhengi, eins og til dæmis hvað eigin líkama varðar, s.s. fíkniefni, lífsstíl og kynlíf, og víðu samhengi eins og til dæmis hvað ástandið í Ísrael varðar. Ásamt gleði og frábærri upplifun eiga unglingarnir að fara heim með það veganesti að lífið sé þeirra mál. Að það sé þeirra að hlúa að því í stóru sem smáu og rækta það sér og öðrum til farsældar. Hefðin á bak við landsmótin nær 50 ár aftur í tímann, en þá hóf nýstofnað Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar að hvetja til mótahalds fyrir nýfermd börn. Mótin voru haldin víðsvegar um landið og yfirleitt fleiri en eitt mót á sama tíma, slík var þátttakan og áhuginn. Í gegnum tíðina hafa mótin verið uppbyggileg fyrir unglingana og mikilvægur þáttur í uppbyggingu kristilegs unglingastarfs í söfnuðum landsins. Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað að sóknarnefndir í kirkjum landsins hlúa sífellt betur að unglingastarfi í kirkjum sínum. Sem dæmi má nefna að á síðasta landsmót komu unglingar frá tæplega tuttugu söfnuðum úr öllum landsfjórðungum og nutu þeir allir stuðnings sinna sóknarnefnda. Það er fræðslusvið Biskupsstofu sem stendur fyrir landsmótinu með það í huga að lands- mótin virki hvetjandi og drífandi fyrir starfið í söfnuðunum. Landsmót unglinga- félaganna Þorvaldur Víðisson Landsmót Yfirskrift landsmótsins 2002, segja Þorvaldur Víðisson og Pétur Björgvin Þorsteinsson, er XXX EKKERT MÁL. Þorvaldur er æskulýðsfulltrúi Dóm- kirkjunnar. Pétur Björgvin er fræðslufulltrúi Háteigskirkju. Pétur Björgvin Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.