Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER ekki nátt- úrulögmál að Sjálfstæð- isflokkurinn stjórni Garðabæ. Það er í mesta lagi valkostur. Góður valkostur? – varla. Ég tel að það sé löngu tímabært að skipta Sjálfstæðis- flokknum út og breyta til. Ástæðurnar eru margar. Aftur og aftur lendir meirihluti sjálf- stæðismanna upp á kant við bæjarbúa. Fyrst má nefna Arnarnesvoginn og stóra landfyllingu sem ráðgerð var þar. Íbúarnir risu upp gegn fyllingunni og Sjálfstæðisflokkurinn bakkaði. Áform um úthlutun lóðar undir veitingastofu MacDonald’s í ná- grenni Flata- og Garðaskóla vakti einnig upp hörð viðbrögð. Þetta sýnir einfaldlega ásamt fleiru að Sjálfstæð- isflokkurinn er ekki í tengslum við íbúana. Garðabæjarlistinn leggur höfuðáherslu á að í Garðabæ verði komið á virku íbúalýðræði. Það verð- ur gert með íbúaþingum, hverfafund- um og með notkun Netsins, þar sem íbúar geta komið á framfæri sjónarmiðum sínum og jafnvel kosið rafrænt um ýmis mál. Lækkun fast- eignagjalda Álagningarprósenta fasteignagjalda er hærri í Garðabæ heldur en í flestum nágranna- sveitarfélögunum. Minnihlutinn lagði til að álagningarprósent- an yrði lækkuð úr 0,385% í 0,375%. Þá til- lögu felldi Sjálfstæðis- flokkurinn. Einnig kom í ljós að elli- og örorkulífeyrisþegar í Garðabæ áttu að greiða miklu hærri gjöld held- ur en gerist annars staðar. Það var ekki fyrr en eftir hávær mótmæli að Sjálfstæðisflokkurinn hunskaðist til að verða við beiðnum um lækkun. Garðabæjarlistinn ætlar að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda og auka afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega. Það er skoðun okkar að það sé hagstætt fyrir bæjarfélagið að hinir eldri geti verið sem lengst í eigin húsnæði og lækkun eða niðurfelling fasteignagjalda þar sem það á við komi öllum til góða. Andvaraleysi Andvaraleysi meirihlutans í ýms- um málum hefur verið áberandi. Á annað hundrað störf voru lögð niður á Vífilsstaðaspítala og flutt til Reykja- víkur. Ekki heyrðist bofs í meirihlut- anum varðandi þá ráðstöfun. Það hefði verið mannsbragur á því að senda heilbrigðisyfirvöldum mót- mæli. Í samanburði við það að á Ak- ureyri voru lögð niður 8 störf hjá Sím- anum og allt varð vitlaust hefði virkilega átt að heyrast í þeim sem stjórna Garðabæ. Mikil fjölgun er í bænum samfara uppbyggingu í Ásahverfi. Barnafólk er meirihluti þeirra sem þar búa. Sjálfstæðimenn virðist ekki hafa átt- að sig á þessari staðreynd, og því er svo komið að vegna fjölgunar nem- enda er húsnæði skólanna að springa utan af starfseminni. Þessu vanda- máli mætir Sjálfstæðisflokkurinn með því að byggja við Flata- og Garðaskóla. Byggingatími er allt of langur og ekki er ráðgert að klára við- byggingarnar strax, heldur skipta verktímanum á mörg ár. Þetta teljum við í Garðabæjarlistanum algerlega óviðunandi. Við leggjum áherslu á að þau mannvirki sem byggja á fyrir skólana verði byggð hratt og vel og kláruð þannig að þau komist sem fyrst í gagnið. Áætlun um máltíðir í skólum hefur setið á hakanum um langt skeið og sú bráðabirgðastaða sem málið er nú í er ekki viðunandi. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á lífvænlegt skólaum- hverfi sem tryggir nemendum að- stöðu til næringarríkra daglegra mál- tíða og nægjanlegs svigrúms til útiveru. Við teljum líka að skólamál- tíðir séu forsenda þess að tómstunda- starf í framhaldi af skóladegi barna sé raunverulegur valkostur. Göngustígar sem tengja Garðabæ við nágrannabyggðirnar hafa verið á áætlun hjá meirihlutanum í áratug eða meira án þess að nokkuð gerist. Íbúar Garðabæjar hljóta að vera farnir að sjá að sjálfstæðismenn eru ófærir um að klára þetta mál. Garðabæjarlistinn ætlar að klára göngustígatengingu við nágranna- sveitarfélögin strax og hann kemst í aðstöðu til þess. Við teljum einnig að það verði að byggja upp bæinn innan núverandi bæjarmarka áður en ráðist er í bygg- ingu Garðaholts. Innan núverandi bæjarstæðis er rúm fyrir 1.000–1.200 íbúðir í Arnarneslandi, Hnoðraholti og Strandhverfi. Hér hefur aðeins verið tæpt á örfá- um atriðum sem marka Garðabæjar- listanum sérstöðu. Ég hvet Garðbæ- inga til að kynna sér stefnuskrá Garðabæjarlistans. Það er sannfær- ing mín að þá verði Garðbæingar mér sammála um að það sé rétt að senda Sjálfstæðisflokkinn í langþráð frí. Þeir eiga það skilið. Náttúrulögmál eða valkostur? Sigurður Björgvinsson Garðabær Ég tel að það sé löngu tímabært, segir Sig- urður Björgvinsson, að skipta Sjálfstæðisflokkn- um út og breyta til. Höfundur skipar 1. sæti á lista Garðabæjarlistans í komandi sveit- arstjórnarkosningum. ÞEGAR sú hugmynd kom fyrst fram að rétt væri að setja Evrópu- sambandinu stjórnar- skrá að hætti þjóðríkja var ljóst að eitthvað yrði undan að láta áður en slíkur gjörningur feng- ist staðfestur. Stjórnarskrár nú- tímans eru grundvallað- ar á tveimur meginat- riðum: Annars vegar mannréttindaákvæðum og ábyrgð ríkisins á að þeim sé framfylgt, hins vegar ákvæðum um stofnanir ríkisvaldsins og aðgreiningu þeirra. Víðast hvar á Vesturlöndum eru og stjórnarskrár grundvöllur annarrar löggjafar og æðri almennum lögum. Nú er liðið á annað ár frá því að mannréttindasáttmáli ESB var sam- þykktur á leiðtogafundi sambandsins í Nice. Sáttmálin er þó enn sem komið er ekki annað en yfirlýsing og án lagalegs gildis. Í byrjun mars var svo hafist handa við samningu þess sem kallað hefur verið stjórnarskrár- samningur ESB en það hugtak notaði Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, í frægri ræðu sem hann hélt við Humboldt-háskólann í Berlín fyrir réttum tveimur árum. Hvatinn að gerð stjórnarskrár og mannréttindayfirlýsingar fyrir Evr- ópusambandið er margþættur en þó má fullyrða með nokkurri vissu að viðvarandi lýðræðishalli stjórnskip- unar sambandsins og óánægja borg- ara og stjórnmálamanna með óljósa verkaskiptingu aðildarríkjanna og sambandsins vegi þar þyngst. Því hefur einnig verið haldið fram að væntanleg stækkun bandalagsins hafi flýtt fyrir hinu óhjákvæmilega, þ.e.a.s. samningu stjórnarskrár fyrir ESB. Stjórnskipun Evrópusambandsins líkist nú þegar í mörgu stjórnskipun fullvalda ríkis. Stofnanir sambands- ins geta tugtað til hlýðni þau aðild- arríki sem ekki fara að lögum og reglum sambandsins og athafnasemi embættismanna ESB hefur einnig veruleg bein áhrif á líf borgaranna. Evrópusambandið hefur á liðnum ár- um fengið veruleg völd á sviði vísinda og mennta, matvælaframleiðslu, menningar- og ferðamála, málefnum innflytjenda og á sviði laga og réttar. Það verður æ ljósara að Evrópusam- bandið er miklu meira en samstarf fullvalda ríkja um lausn sameigin- legra vandamála. Sambandið færist stöðugt nær því að vera stjórnmála- leg eining með eigin markmið og leiðir. Það sem vekur at- hygli þegar forsaga stjórnarskrárgerðar- innar er skoðuð er sú staðreynd að þeir sem ákafast hafa talað fyrir henni vilja bæði styrkja og veikja stofnanir ESB. Það voru þýskir stjórnmálamenn með núverandi kanslara og utanríkisráðherra í broddi fylkingar sem beinlínis kröfðust þess að sambandinu yrðu sett grundvallarlög í lík- ingu við grundvallarlög Þýska sam- bandslýðveldisins. Með því vilja þeir koma í veg fyrir að stofnanir Evrópu- sambandsins geti aukið vald sitt ein- hliða og gripið til aðgerða á sviðum sem ekki heyra með ákveðnum hætti undir sambandið (sjá gr. 308 áður gr. 235 í stofnsáttmála Evrópubanda- lagsins). Þjóðverjunum er þó einnig mikið í mun að styrkja stofnanir ESB og koma þannig til móts við þá sem gagnrýnt hafa sambandið fyrir ólýð- ræðislega starfshætti. Vandinn sem eftir stendur felst í þeirri mótsögn að frekari styrking lýðræðislegra stjórn- arhátta innan ESB hlýtur óhjá- kvæmilega að veikja völd aðildarríkj- anna á kostnað sambandsins og þar með draga úr möguleikum einstak- linga til að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Annað vandamál og ekki minna er sú staðreynd að vestrænt lýðræði byggist á ákveðnum forsendum sem Evrópusambandið hefur ekki upp á að bjóða og mun svo verða enn um stund. Ein þessara forsendna og lík- lega sú veigamesta er tungumálið. Fram til þessa hefur góður skilningur allra borgara hvers ríkis á minnst einu sameiginlegu tungumáli verið talin forsenda lýðræðis. Þannig er tryggt að allir sem rétt hafa til þátt- töku í stjórnmálalífi viðkomandi ríkis geti tekið þátt í opinberri umræðu um menn og málefni. Svo fremi sem Evr- ópusambandið verði ekki að tungu- málabandalagi ofan á allt annað verð- ur lýðræðishalli sambandsins því viðvarandi þrátt fyrir mannréttinda- yfirlýsingu og einhvers konar stjórn- arskrá. Hingað til hefur ríkisvald verið tal- in forsenda þess að mannréttindi- ákvæði séu virt og dómum á því sviði sé framfylgt. Svo lengi sem það er viðurkennd skoðun er vart við því að búast að mannréttindayfirlýsing ESB fái annað hlutverk en sem inngangur að stjórnskipunarsamningi sam- bandsins. Hvað sem slíkum vangaveltum líð- ur er samt við því að búast að stjórn- arskrárþing Evrópusambandsins (convent) komist að einhverri niður- stöðu um form og efni stjórnlaga sam- bandsins fyrir sérstaka ríkjaráð- stefnu sem halda á um málið árið 2004. Ef eitthvað er að marka um- ræðuna á þessu stigi málsins má reikna með nafnabreytingu á sam- bandinu í kjölfar samþykktar sér- stakra grundvallarlaga ESB. Sam- band evrópskra þjóðríkja gæti fyrirbærið heitið. Endurskapnaður- inn yrði þá væntanlega einhverskon- ar sambandsríki með eigin ríkisstjórn og sérstöku löggjafaraþingi svipuðu því sem við þekkjum í Þýskalandi í dag þ.e. hefðbundið fulltrúaþing og samkunda sendinefnda þjóðþinga að- ildarríkjanna. Það er þó langt í frá víst að þetta verði niðurstaðan því for- sætisráðherrar og þjóðarleiðtogar að- ildarríkjanna hafa fulla heimild til að breyta tillögum stjórnarskrárþings- ins á seinni stigum. Það sem kemur því til með að ráða úrslitum um árangurinn af stjórnar- skrárgerðinni er sýn leiðtoga aðild- arríkjanna á framtíð ESB og vilji þeirra til athafna. Eins og málum er háttað verður að telja ósennilegt að leiðtogar Bretlands, Írlands, Ítalíu, Danmerkur og jafnvel Frakklands láti hafa sig í að samþykkja nokkrar þær breytingar á sambandinu sem gætu fært það nær því að geta kallast ríki af einhverju tagi. Andrúmsloftið í öðrum ríkjum ESB getur heldur varla talist uppörvandi fyrir þá sem séð hafa fyrir sér veigamiklar breyt- ingar á stofnanagerð sambandsins. Það er því hætt við að samþykkt stjórnarskrár eða stjórnarskrár- samnings á næstu árum hafi litla raunverulega þýðingu fyrir framgang Evrópusambandsins. Lýðræðismótsögn Evrópusambandsins Ágúst Þór Árnason ESB Stjórnskipun Evrópu- sambandsins, segir Ágúst Þór Árnason, líkist nú þegar í mörgu stjórnskipun fullvalda ríkis. Höfundur stundar stjórnar- skrárrannsóknir í Ósló. NÚ hafa stefnu- skrár framboðanna, sem bjóða fram við sveitarstjórnarkosn- ingar að þessu sinni, verið kynntar. Valkost- ir í Bessastaðahreppi eru óvenju skýrir að þessu sinni. Með því að kjósa fulltrúa sjálf- stæðisfélagsins er ljóst að uppbygging fyrir íbúana verður næstu fjögur árin. Ef kjós- andi velur Á-lista, sem sinn kost, er klárlega hrokkið mörg ár aftur í tímann, með tilheyr- andi stöðnun í aftur- hvarfi. „Málsvarar félagshyggju“ Það hefur vakið athygli mína og margra annarra að þessir ,,málsvar- ar félagshyggju“, sem þau kalla sig og skipa Á-listann, fara nokkuð und- arlega með sín innri skipulagsmál. Í skoðanakönnun um val á listann, sem fram fór fyrir nokkrum vikum, var valið til forystu fólk, sem tekur síðan ekki sæti á listanum. Sem sagt ekkert farið eftir niðurstöðunni, sem þó virtist nokkuð skýr. Einnig vekur það athygli að núverandi hrepps- nefndarfulltrúar þeirra eru settir út í kuldann. Flakkað milli framboða Einnig er sérkennilegt að fylgjast með frama tveggja einstaklinga á listanum, sem voru fyrir nokkrum árum á lista Hagsmunasamtakanna. Síðan voru þeir á lista Álftaneslist- ans og nú á lista Álftaneshreyfing- arinnar. Hvar er þessum ágætu mönnum best borgið? Hvað næst? Eru þessir menn að óska eftir því að fá að vinna fyrir íbúana, eða eru þeir algerlega uppteknir af eigin frama- brölti? Óljós stefna Á-lista Rætin skrif í blöðum og tölvu- póstur, sem einn frambjóðenda sendir út um hreppinn um þessar mundir, eru framboðinu tæplega til framdráttar. Þeir útúrsnúningar og rangfærslur eru ekki málefnalegar. Nær væri þeim að fjalla meira um eigin áherslur og skýra betur stefnumál sín, en gert er í stefnu- skrá þeirra. Þar koma mjög oft fyrir orðin ,,móta, stefna, styrkja, kanna, tryggja“, sem segja ekkert um það hvað þeir ætla að gera. Fjárglæfrar? Umfjöllun Álftanes- hreyfingarinnar um störf fulltrúa Sjálf- stæðisfélagsins á þessu kjörtímabili er ótrúleg. Að væna okkur um óráðsíu, fjárglæfra, sjónhverfingar og blekkingar sæmir ekki verðandi fulltrúum íbúa í hreppsnefnd. Þar eru á ferðinni rakalaus og ótrúleg skrif rökþrota fólks, sem reyna að rífa niður störf heið- arlegs fólks. Því svo sannarlega hef- ur uppbygging skólamannvirkja verið undraverð í Bessastaðahreppi, íbúunum til mikils sóma. En þar hafa margir góðir einstaklingar lagt hönd á plóginn. Ennfremur er rétt að benda á að frambjóðendur á lista Álftanes- hreyfingarinnar nú, þá fulltrúar Á- og H-lista, voru sammála tillögum fulltrúa Sjálfstæðisfélagsins í hreppsnefnd að mikilli uppbyggingu skólamannvirkja á þessu kjörtíma- bili. Er þessu fólki treystandi nú undir öðrum merkjum? Ágæti samherji í Bessastaða- hreppi, kynntu þér vel stefnuskrár framboðanna tveggja, skoðaðu vel hvar hagsmunum þínum er best borgið. Við sem viljum uppbyggingu í frábæru umhverfi, veljum hiklaust D-lista Sjálfstæðisfélagsins. Annað val er ávísun á glundroða og stöðn- un. Álftanes, framtíð eða afturhvarf Guðmundur G. Gunnarsson Greinarhöfundur er oddviti hrepps- nefndar Bessastaðahrepps og 1. maður á lista Sjálfstæðisfélagsins. Bessastaðahreppur Við sem viljum upp- byggingu í frábæru um- hverfi, segir Guð- mundur G. Gunnarsson veljum hiklaust D-lista Sjálfstæðisfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.