Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UPPBYGGING Þjóð-minjasafns Íslands er núí fullum gangi og er við-gerð safnhússins við Suðurgötu brátt á lokastigi. Þá tek- ur við viðamikið verkefni við upp- setningu nýrra sýninga um sögu Ís- lands og síðan enduropnun safnsins. Tekur uppbyggingin til endurnýjun- ar húsakosts, starfsaðstöðu og innra starfs safnsins. Þar að auki hafa ný lög um safnið tekið gildi, sem skerpa á hlutverki Þjóðminjasafnsins. Þá er rekstur safnsins kominn í góðan far- veg og tekið hefur verið upp sam- starf við atvinnulífið. Settar verða upp tvær sýningar á vegum safnsins í sumar, önnur í samstarfi við Þjóðmenningarhúsið og hin við Listahátíð. Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður var í tilefni af þessu beðin að greina frá ýmsu því sem unnið hefur verið að síðustu misserin. Ýmislegt unnið í kyrrþey „Þessi uppbygging nær til allra þátta starfsins og þótt mest hafi kannski borið á endurnýjun á hús- næði Þjóðminjasafnsins við Suður- götu hefur ekki síður merkilegt starf verið unnið nánast í kyrrþey, sér- staklega á það við um glæsilegar endurbætur á aðstöðu Þjóðminja- safnsins til varðveislu, forvörslu og rannsókna á þjóðminjum,“ segir Margrét og á hún þar einnig við innri uppbyggingu, nýju lögin og undirbúning 140 ára afmælis á næsta ári með undirbúningi nýrra grunnsýninga þar sem margmiðlun og önnur nútíma upplýsingatækni verður nýtt. Margrét er fyrst beðin að greina frá endurnýjun húss safnsins við Suðurgötu sem ljúka á næsta ár. „Þegar Þjóðminjasafnið verður opnað aftur, eftir gagngerar breyt- ingar, verður það nútímalegt og virðulegt sýningarhús með nýrri grunnsýningu um sögu Íslands og öflugu menningarstarfi. Breytingin felst þó ekki síður í nýjum áherslum í sýningar- og fræðslustarfi, fram- setningu muna safnsins og kynningu á þeim. Í öllu því starfi er byggt á rannsóknum og forvörslu minja sem tryggja að Þjóðminjasafnið varðveiti sameiginlegan menningararf okkar vel fyrir komandi kynslóðir.“ Notalegt og virðulegt andrúmsloft „Í tengslum við kaffihúsið verður safnbúð þar sem boðið verður upp á fjölda bóka, list- og minjagripa. Á safninu verður lögð áhersla á gott aðgengi fyrir alla gesti og að við- halda notalegu og virðulegu and- rúmslofti. Í ljósi þess hvílíkt efni Þjóðminja- safnið geymir og hve hjartfólgið það er mörgum landsmönnum má búast við að sýningar þess eigi eftir að verða mjög vinsælar og fjölsóttar. Hægt verður að skoða grunnsýn- ingu safnsins í einni heimsókn. Hana má líka skoða mörgum sinnum og uppgötva eitthvað nýtt í hvert skipti. Spennandi menningarstarfsemi verður í boði, s.s. fyrirlestrar, tón- leikar, leiðsögn um ákveðin þemu sýningarinnar og viðburðir, ásamt margvíslegri fræðslustarfsemi og námskeiðum auk fjölbreyttra sér- sýninga og ljósmyndasýninga. Markmiðið er að fjölskyldur komi aftur og aftur í Þjóðminjasafnið.“ „Við uppsetningu sýningarinnar er lögð áhersla á að gera hana áhugaverða og spennandi fyrir kröfuharða nútímamenn, að þeir geti bæði fræðst og skemmt sér í ferð sinni í gegnum íslenska menn- ingarsögu. Gestir eiga að geta sett sig í spor Íslendinga liðinna alda og áratuga og borið þá og aðstæður þeirra saman við stöðu sína í sam- tímanum,“ segir Margrét og minnir á að ein forsenda lifandi íslenskrar menningar sé sú að landsmenn glími sífellt við spurninguna um hvað fel- ist í því að vera Íslendingur og hvað læra megi af gengnum kynslóðum. Framfarir í sýningartækni „Á síðustu árum hefur áhugi al- mennings á minjum og sögu aukist mjög mikið. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir í sýningartækni. Gestir geta því átt von á mörgum nýjungum þegar Þjóðminjasafnið við Suðurgötu verður aftur opnað þó að sjálfsögðu haldi það sínum virðu- lega andblæ. Grunnsýningarnar sem áður stóðu í safninu voru orðnar um hálfrar aldar gamlar. Nýjum grunnsýningum er ætlað að vera ferð í gegn um sögu Íslands. Nýj- asta sýningartækni verður notuð til að setja gesti í spor íbúa Íslands síð- ustu 1127 árin. Mikilvægt undirstöðuverkefni að þessari enduropnun Þjóðminja- safnsins er endurnýjun starfsað- stöðunnar. Eðli safnastarfs er þann- ig að aðeins hluti þess er sýnilegur gestum, þ.e. sýningar- og fræðslu- starfið. Undirstaðan er hins vegar minjavarslan sjálf og rannsóknirn- ar. Á þann þátt þarf að sögn Mar- grétar að leggja áherslu og því hefur Þjóðminjasafnið verið styrkt með nýjum varðveisluhúsum sínum. Í hinum nýju varðveisluhúsum í Vest- urvör í Kópavogi hefur því skapast mikilvægur grunnur að öflugu fræðslustarfi í endurbættu sýning- arhúsnæði safnsins við Suðurgötu. Þar er góð aðstaða til að varðveita, rannsaka og forverja þjóðargersem- ar okkar. Stefnt er að því að efla for- vörslustarfsemina enn frekar í nán- ustu framtíð m.a. í tengslum við fornleifarannsóknir á helstu sögu- stöðum þjóðarinnar. Segir Margrét þar hafa verið unnið þjóðþrifaverk við að koma þjóðargersemum fyrir í varðveisluhúsnæði eins og þau ger- ist best í Evrópu. Farið yfir þjóðargersemar Í ár stendur Þjóðminjasafnið að forvörsluátaki og er það liður í því að yfirfara allar þjóðargersemar sem varðveittar eru í safninu. Forvarsla er afar sérhæfð og tímafrek vinna sem er fólgin í því að rannsaka ástand og sögu gripanna, treysta ástand þeirra og tryggja viðeigandi aðferð varðv framtíðar. Segir Margr stærsta átak í forvörslu m landi hingað til, þ.e. viðger irbúningi gripanna fyrir n ingar við Suðurgötu. Átaki í samvinnu við Þjóðminjas og mun hópur sérfræðin taka þátt í verkefninu ásam um forvörðum og forvörs „Unnið verður að forvör fundinna forngripa frá fyr Íslandsbyggðar, land kirkjugripa bæði frá mið síðari öldum, og listgripu alda.“ Margrét segir flesta ísle verði munu koma við sö verkefnis og verði á anna varða að störfum í hinu n veislu- og þjónustuhúsi Þ safnsins í Kópavogi. Seg hér á landi sé varðveitt ein listgripa sem sé einstakl runalegt og sérstakt í samhengi hvað varðveislu En þótt sjálft sýningar minjasafnsins verði ekki ti en á næsta ári mun safnið áður standa fyrir sýningum hluti úr safninu annars st hefur nú færst mjög í a Þjóðminjasafnið láni söfn hafa aðstöðu til þess að kvæmar þjóðminjar, mun inga. Þegar hafa verið lá eru áform um það víða um þess sendir Þjóðminjasafn sýningar víðs vegar um la annarra landa í samstarfi v Tvær sýningar opn á næstunni Efnt verður til tveggja sumar og verður hin fyrri maí í Hafnarborg og er í við Listahátíð. Þar verðu ljósi á ævi og störf Lofts G sonar ljósmyndara, kvikmy armanns og athafnaskáld kom víða við, hann var líf og eldhugi og ekki síður m maður en jafnframt braut íslenskum listum. Loftur helsti portrettljósmyndari aldarfjórðung og gegndi verki í íslenskri kvikmynda Hann reið á vaðið við rænna kvikmynda á Ísland m.a. fyrstu íslensku ta Milli fjalls og fjöru, árið 19 ingarskrá verður reynt ljósi á ævi og störf Lofts ingu Þjóminjasafnsins í H verður í fyrsta sinn birt ú mynda eftir Loft og eru frummyndir og nýmyndir Þjóðminjasafns Íslands.“ Minna má á að laugard maí verður minnst alþjó dagsins og er sýningin í H m.a. í tilefni dagsins. Alþj adagurinn hefur verið ha árinu 1977 og er tilgangu hvetja safnafólk til dáða og hygli almennings á störfum ár er þema dagsins söfn o væðing. Hin sýningin er í sam Margrét Hallgrímsdóttir segir Þjóðminjasafni Margrét Hallgrímsdótt hluta af höklum Margs konar uppbygging á öllum þátt- um starfsins Starfsemi Þjóðminjasafns Íslands hefur verið í endurskoðun fyrir utan endurbygg- ingu safnhússins við Suðurgötu. Jóhannes Tómasson dregur fram nokkra þætti úr starfi safnsins undanfarin misseri. ERLENDAR FJÁRFESTINGAR ÓRAUNHÆFAR HUGMYNDIR Hugmyndir Baldurs Þórhalls-sonar, lektors í stjórnmála-fræði, um að fjölga sendiráð- um Íslands um sex, geta varla verið settar fram í mikilli alvöru. Þær eru a.m.k. ekki í neinu samræmi við þann raunveruleika, sem lítið ríki á borð við Ísland þarf að horfast í augu við þegar það forgangsraðar í utanríkis- þjónustu sinni og stjórnsýslu yfir- leitt. Í Morgunblaðinu í gær segir Bald- ur Þórhallsson að Ísland þurfi að hafa sendiráð í öllum ríkjum Evrópusam- bandsins nema Lúxemborg. Það eru fjórtán sendiráð, en nú þegar rekur Ísland sendiráð í átta aðildarríkjum sambandsins. Baldur segist telja þetta nauðsynlegt vegna þess að ESB-ríkin skipti á milli sín forsæti í ráðherraráði og framkvæmdastjórn og því sé mikilvægt að hafa góð tengsl við ríkisstjórnir allra ríkjanna. Þá sé brýn þörf á að stofna sendiráð á Spáni og í Portúgal vegna hagsmuna í sjávarútvegi. Það er vissulega nauðsynlegt að Ís- land hafi sem nánust tvíhliða tengsl við öll aðildarríki Evrópusambands- ins, smá og stór. Það er áreiðanlega talsvert til í því hjá Baldri Þórhalls- syni að þau sendiráð, sem fyrir eru, þurfi að efla upplýsingaöflun sína og upplýsingagjöf gagnvart þeim ríkj- um, sem þau sinna. En það eru auð- vitað til fleiri leiðir til að rækta slík tengsl en að setja á stofn sendiráð með tilheyrandi kostnaði. Öll sendi- ráð Íslands í ESB-ríkjunum sinna samskiptum við fleiri ríki en það sem þau eru staðsett í. Slíkt er sjálfsagt og eðlilegt til þess að halda kostnaði í böndum. Þetta gera líka hinir stóru og voldugu; þannig rekur Evrópu- sambandið ekkert sendiráð hér á landi þótt Ísland hafi sendiráð hjá ESB heldur sinnir Íslandi frá sendi- ráði sínu í Noregi. Tillögur á borð við þá að Ísland reki fjórtán sendiráð í ríkjum ESB geta litið fallega út á pappír ef menn gera ráð fyrir að nógir peningar séu til að framkvæma þær. Það er hins vegar ekki raunin. Utanríkisþjónusta Íslands hefur eðli málsins samkvæmt úr litlu fé að spila og þarf að skoða mjög vandlega hvernig því er bezt varið. Utanríkisþjónustan hefur ver- ið efld mjög á síðustu árum, m.a. með opnun sendiráða í Kína, Japan, Finn- landi, Austurríki, Kanada og Mós- ambík. Þessi útþensla hefur kostað mikla fjármuni. Láta menn sér detta í hug að nokkur pólitísk samstaða næðist um að opna jafnmörg sendiráð til viðbótar og verja 300–600 milljón- um króna til þess að efla tengslin við ESB, sem eru náin fyrir? Mörg verk- efni utanríkisþjónustunnar eru brýnni, t.d. þátttaka í alþjóðlegri friðargæzlu og þróunarhjálp. Fræðimenn, sem vilja láta taka mark á sér, geta ekki leyft sér að kasta fram hugmyndum af þessu tagi án þess að taka tillit til þess hvað þær kosta. Fyrir nokkrum dögum efndiBrezk-íslenzka verzlunarráðið til ráðstefnu um fjárfestingar í fyr- irtækjum í Bretlandi. Í erindi, sem John Culver, sendiherra Breta á Ís- landi, flutti á ráðstefnunni sagði hann m.a. að fyrir tveimur áratugum hefði verið hart deilt um það í Bret- landi, hvort yfirtökur erlendra fyr- irtækja á brezkum fyrirtækjum væru af hinu góða. Síðan sagði sendiherrann: „Ekki er lengur deilt um þetta heldur er almennt viðurkennt að þessi innspýting fjármagns, færni, hugmynda og fólks hefur afar góð áhrif á samkeppnishæfni Bretlands. Þá er ekki þar með sagt að hver og ein yfirtaka sé til góðs. Aðalatriðið er hver gerir hvað og hvar hann ger- ir það en ekki hvers lenzkir eigend- ur fyrirtækisins eru.“ Eitt þeirra fyrirtækja, sem hafa yfirtekið fyrirtæki í Bretlandi er ís- lenzka fyrirtækið Bakkavör Group, sem keypti fyrir nokkru myndarlegt fyrirtæki í Bretlandi. Þau rök, sem brezki sendiherrann á Íslandi færir fram fyrir erlendum fjárfestingum í Bretlandi eru ná- kvæmlega sömu rök og eiga við um erlendar fjárfestingar hér á landi. Með sama hætti og Bakkavör Group, íslenzkt fyrirtæki, hefur heimild til að kaupa fyrirtæki í Bret- landi hljótum við að viðurkenna rétt brezkra fyrirtækja til hins sama hér á Íslandi. Þetta á einnig við um sjávarútveg. Við getum ekki gert kröfu til að hafa frelsi til fjárfestinga í sjávarútvegi í öðrum löndum án þess að viður- kenna rétt erlendra fyrirtækja til fjárfestinga í íslenzkum sjávarút- vegi. Í hinum alþjóðlega heimi við- skiptanna verður þessi gagnkvæmni að ríkja. Reyndar er ekki lengur um þetta deilt hér á landi. Ef tekið er mið af umræðum á fundum félagasamtaka í sjávarútvegi verður að ætla að veru- legur meirihluti útgerðarmanna og fiskverkenda sé hlynntur erlendum fjárfestingum í atvinnugreininni. Vandi okkar Íslendinga er aug- ljóslega sá að sannfæra erlenda fjár- festa um að fjárfestingar hér séu eftirsóknarverðar fyrir þá. Ýmislegt hefur verið gert til þess að stuðla að því m.a. með verulegum lækkunum á fyrirtækjasköttum. En eftir sem áð- ur er þetta aðalvandi okkar en ekki sá, að erlendir fjárfestar séu sólgnir í að festa fé sitt hér. Smæð íslenzka markaðarins er svo mikil, að hagn- aðarvonin er takmörkuð ef hún er borin saman við þá möguleika, sem bjóðast í öðrum löndum. Markvisst átak í þessum efnum skilar hins vegar litlu fyrr en fullt frelsi ríkir til erlendra fjárfestinga í íslenzkum sjávarútvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.