Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 39 TÍU stúlkubörn frá Kína koma hingað til lands með ís- lenskum foreldrum sínum á næstunni. Þessir nýju Íslendingar bjuggu á barnaheimilum í fæðingarlandi sínu þar til fyrir nokkrum dögum, að hópur Íslendinga lagði land undir fót og hitti loks langþráð kjörbörn sín. Þá tók við bið sem enn stendur, á meðan gengið er frá ættleiðingum stúlknanna tíu, en á meðan búa þær hjá kjörforeldrum sínum, sem bráðlega halda heim á leið með dæturnar. Þetta eru fyrstu börnin sem ættleidd eru hingað til lands frá Kína, í samræmi við samkomulag íslenska dómsmála- ráðuneytisins og kínverska félagsmálaráðu- neytisins. Í júlí á síðasta ári var skýrt frá því í Morgunblaðinu að samkomulagið væri í burðar- liðnum og þá fylgdi sögunni að mörg kínversk börn biðu ættleiðingar í heimalandi sínu og þetta samkomulag myndi því opna mikla möguleika á ættleiðingum erlendis frá. Önnur Norðurlönd hefðu góða reynslu af samskiptum við Kínverja í ættleiðingarmálum. „Meginreglan verður sú,“ sagði í fréttinni, „að væntanlegir kjör- foreldrar sem vilja ættleiða börn í Kína munu þurfa að fara sjálfir til landsins til að sækja börnin.“ Þá var haft eftir Kristrúnu Kristins- dóttur, lögfræðingi á einkamálaskrif- stofu dómsmálaráðuneytisins, að vinnubrögð í ættleiðingarmálum í Kína væru mjög vönduð og þar væri fram- fylgt ströngum reglum, m.a. til að koma í veg fyrir greiðslur fyrir börn sem eru ættleidd. „Að undanförnu hafa margir sýnt áhuga á að ættleiða börn frá Kína,“ sagði í fréttinni. Félagið Íslensk ættleiðing hefur milligöngu um ættleiðingar erlendis frá, þar á meðal frá Kína, auk þess að sinna fræðslu- og félagsstarfsemi af ýmsum toga. Verðandi foreldrum er t.d. boðið á námskeið, þar sem m.a. er rætt um þá ákvörðun að ættleiða barn, hvers megi vænta og ferðina út til að sækja börnin. Félagar í Íslenskri ættleiðingu sækja um ættleiðingarleyfi til dómsmálaráðu- neytisins. Síðan eru hagir þeirra kann- aðir og á grundvelli þeirrar umsagnar tekur ráðu- neytið ákvörðun um hvort umsækjendur fái leyfi til að ættleiða barn. Skilyrðin eru meðal annars að fólk sé ekki yngra en 25 ára. Umsækjendur þurfa að búa við fjárhagslegt öryggi og mega ekki vera á sakaskrá vegna alvarlegra brota. Lísa Yoder, formaður félagsins, segir að félagið sé sífellt að leita nýrra sambanda erlendis, enda séu biðlistar eftir ættleiðingu langir. „Félagið er löggilt til að hafa milligöngu um ættleiðingu barna frá Indlandi og Taílandi, Kína og Kólumb- íu. Til skamms tíma ættleiddu íslenskir foreldrar einnig börn frá Rúmeníu, en ættleiðingar barna þaðan hafa verið stöðvaðar, að minnsta kosti tímabundið. Við tókum samkomulaginu við Kína fagnandi, enda hefur fólk verið á biðlista í allt að 1½ til 2 ár áður en upplýsingar berast um barn að utan og allar nýjar leiðir eru gleðiefni.“ Félagið Íslensk ættleiðing þarf að uppfylla ákveðin skilyrði dómsmálaráðuneytisins, til að fá starfsleyfi, en að auki þarf félagið að hljóta sam- þykki þess ríkis, sem ættleiða á frá. „Jafnvel þótt við fáum jákvætt svar frá landi, þá þýðir það ekki endilega að kjörforeldrum séu allar dyr opnar, því kröfurnar sem hvert ríki setur geta gert okk- ur erfitt um vik,“ segir Lísa og nefnir Kólumbíu sem dæmi. Reglur stjórnvalda þar gera að verk- um að kjörforeldrar verða að dvelja a.m.k. 4 til 6 vikur í landinu þegar þeir sækja börnin sín, auk þess sem gert er ráð fyrir að foreldrar fái börn í samræmi við eigin aldur, þ.e. eftir því sem for- eldrarnir eru eldri, þeim mun eldri eru börnin. Flestir vilja hins vegar fá börnin til sín sem allra yngst. Börn frá Indlandi hafa verið innan við eins árs gömul, en frá Rúmeníu hafa þau flest verið um tveggja ára. Hingað til hafa flest kjörbörn komið frá Ind- landi og eru þau orðin hátt á annað hundraðið. Sá hópur skiptist nokkuð jafnt eftir kynjum. Annað er hins vegar uppi á teningnum í Kína, því öll kjörbörnin tíu, sem koma til landsins á næstunni, eru stúlkur. Líklega má rekja það til þeirrar stað- reyndar, að þar í landi eru drengir settir skör hærra en stúlkur og þykja því eftirsóknarverðari til ættleiðingar af heimamönnum en stúlkurnar. Því eru yfirgnæfandi líkur á að kjörbörn þaðan verði stúlkur. Íslensku kjörforeldrunum er slétt sama, þeir eru á leiðinni heim með tíu langþráðar prinsessur. ----- Það var ekki hlaupið að því að fá leyfi til að ætt- leiða börn frá Kína. Sagan að baki fréttinni í fyrra um samkomulagið við kínverska félagsmálaráðu- neytið er löng. „Þetta tók mörg ár,“ segir Lísa Yoder. „Kínverjar samþykktu ekki að Íslending- ar ættleiddu börn þaðan fyrr en íslensku ættleið- ingarlögunum var breytt á síðasta ári. Nú er bundið í lög að íslensk stjórnvöld geti viðurkennt ættleiðingar, sem fara fram í öðrum ríkjum. Í Kína er gengið frá ættleiðingunni þar í landi, en kjörforeldrar sem ættleiða börn frá Indlandi taka börnin í fóstur á Indlandi og gengið er frá ættleið- ingunni hér á landi.“ Þótt Kínverjar hafi ef til vill verið strangir á þessum reglum sínum, þá setja þeir ekkert fyrir sig að heimila einstæðum foreldrum að ættleiða börn, líkt og ýmis önnur ríki gera. Í þeim hópi, sem nú horfir í andakt á nýju dæturnar í Kína, eru nokkrar einstæðar mæður. „Flest ríki heimila einungis ættleiðingar til hjóna en það á ekki við um Kína. Hins vegar hafa þeir takmarkað mjög fjölda einhleypra umsækjenda. Samkvæmt ís- lenskum lögum geta einstæðir fengið samþykki til að ættleiða undir sérstökum kringumstæðum.“ ----- Ríkin, sem nýju Íslendingarnir koma frá, eiga það sammerkt að vilja fylgjast með fyrstu skref- um fyrrverandi þegna sinna í nýju landi. Fyrstu árin eftir að börnin koma hingað til lands eru því sendar skýrslur um gang mála til yfirvalda í Ind- landi og Kína, eða hvers þess lands sem börnin koma frá. Íslensk ættleiðing leggur áherslu á að kjör- börnin fái upplýsingar um uppruna sinn. „Þetta gerist smám saman, eftir því sem þau eldast. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu mikinn áhuga þau hafa á að kynna sér nánar þann menning- arheim sem þau fæddust inn í. Það verður hver og einn að ákveða þegar hann hefur aldur til. Hins vegar geta börnin sjaldnast haft upp á líffræðileg- um foreldrum sínum, því upplýsingar um þá eru oft ekki fyrir hendi.“ Lísa segir að Íslendingar standi ágætlega að vígi í ættleiðingum frá útlöndum í samanburði við nágrannaþjóðirnar, þótt við höfum ekki bolmagn til að hafa tengiliði í öðrum löndum, líkt og sumar Norðurlandaþjóðirnar gera. „Það stendur okkur einna helst fyrir þrifum, að kostnaður við að koma á samböndum við önnur ríki um ættleiðingar er töluverður. Félagið fær að vísu greiðslu frá ríkinu og foreldrar greiða einnig fyrir þjónustu félags- ins, en við ættleiðingu fellur m.a. til ýmis kostn- aður vegna þýðinga á skjölum og fleira í þeim dúr. Félagið er hins vegar aðeins með einn starfs- mann, sem oft á tíðum er reyndar mikið meira en fullt starf, og margir vinna sjálfboðastarf.“ Allir sem leggja hönd á plóg hjá félaginu eru sjálfir kjörforeldrar, sem hafa þegar fengið börn- in sín og vilja leggja sitt af mörkum til að aðrir fái notið sömu gæfu. ----- Litlu stúlkurnar, sem brátt koma heim til Ís- lands, eru allar um eins árs gamlar. Þær hafa búið á barnaheimili, en opinber ættleiðingarmiðstöð sér um að hnýta alla lausa enda. Foreldrarnir höfðu fengið upplýsingar um stúlkubörnin sín fyrirfram og séð af þeim myndir. Lísa efast ekki um að sú stund hafi verið tilfinn- ingaþrungin þegar foreldrarnir héldu í fyrsta sinn á dætrum sínum. Það þekkir hún af eigin raun, enda sótti hún son sinn til Indlands. „Bið- tíminn, áður en börnin eru sótt, er eins og með- ganga og dálítið sérstakur fyrir hjón að því leyti, að faðirinn gegnir alveg sama hlutverki og móð- irin. En auðvitað getur sú „meðganga“ í allt að tvö ár reynt á þolrifin.“ Ekki er ljóst hvenær næsti hópur kjörforeldra fer til Kína. Lísa segir að töluverður tími geti liðið þangað til. Væntanlegir kjörforeldrar bíða þess án efa óþreyjufullir. Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur Lísa Yoder: Allar nýjar leiðir eru gleðiefni. Morgunblaðið/Ásdís rsv@mbl.is Kjördætur frá Kína á leiðinni heim til Íslands þeim með veislu til rét þetta muna hér á rð og und- nýjar sýn- ið er unnið safn Dana nga þaðan mt íslensk- slunemum. rslu jarð- rstu öldum dnámsöld, ðöldum og um liðinna enska for- ögu þessa an tug for- nýja varð- Þjóðminja- gir hún að nstakt safn lega upp- evrópsku snertir. rhús Þjóð- ilbúið fyrr samt sem m og sýna taðar. Það aukana að num, sem sýna við- ni til sýn- ánaðir eða land. Auk nið farand- ndið og til við aðra. naðar sýninga í opnuð 17. tengslum ur varpað Guðmunds- yndagerð- ds. „Hann fskúnstner mikill sölu- tryðjandi í r var einn i landsins í lykilhlut- agerð. gerð list- di og gerði almyndina, 948. Í sýn- að varpa og á sýn- afnarborg úrval ljós- það bæði r úr safni daginn 18. óða safna- afnarborg jóða safn- aldinn frá ur hans að g vekja at- m safna. Í og alþjóða- mstarfi við Þjóðmenningarhúsið og verður opn- uð 17. júní. Er það ljósmyndasýning um Fox-leiðangurinn á Íslandi 1860 og má þar sjá myndir sem eru með þeim elstu sem til eru frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Var leið- angurinn farinn vegna áforma um lagningu sæstrengs frá Norður-Am- eríku um Grænland, Ísland, Fær- eyjar og Hjaltland til meginlands Evrópu. Sýningin er styrkt veglega af Símanum, sem hefur sýnt verk- efninu mikinn áhuga vegna hinna sögulegu tengsla. „Forgöngumaður leiðangursins var bandarískur ofursti, Taliaferro Preston Shaffner (1818–1881), en hann hafði fengið konunglegt leyf- isbréf til að leggja síma þessa leið fyrir eigin reikning árið 1854. Leið- angurinn hefur verið kenndur við skip hans, Fox. Alls tóku 39 manns þátt í leiðangrinum. Steinafræðing- urinn John E. Tenison-Woods var ljósmyndari leiðangursins og tók stereóskópmyndir á hinum ýmsu áfangastöðum hans. Varðveitt er syrpa með myndum úr fórum Woods hjá Royal Geographical Soc- iety í London frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og eru þær meðal alelstu ljósmynda sem varðveist hafa frá þessum löndum. Einnig eru fáeinar myndir úr leiðangrinum varðveittar í Konunglegu bókhlöð- unni í Kaupmannahöfn. Aðeins ein eldri syrpa með nokkrum myndum hefur varðveist frá Íslandi. Mynd- efnið er fjölbreytt; Djúpivogur og strandlengjan þar, því þar ætluðu menn að taka sæstrenginn á land, yfirlitsmyndir yfir þéttbýlisstaði, myndir af torfhúsum, myndir af hverum og mannlífsmyndir, m.a. myndir af konum í íslenska kven- búningnum.“ Þessa sýningu segir Margrét vera lið í samstarfi Þjóðminjasafns Ís- lands og Landsvirkjunar sem er að- albakhjarl Þjóðminjasafnsins. Segir hún það samstarf hafa gengið vel og sé það og samstarfið við Símann dæmi um hvernig treysta megi sam- band safnsins við atvinnulífið. Unnið að stefnu- mótun um safnastarf Þjóðminjasafnið stendur einnig fyrir stefnumótun um safnastarf í landinu um þessar mundir í sam- starfi við menntamálaráðuneytið og byggða- og minjasöfnin í landinu. Markmiðið er að styrkja safnastarf í landinu, tengsl byggða- og minja- safna við Þjóðminjasafnið, efla sam- starf safna innbyrðis og efla þátt minjavörslunnar í atvinnusköpun í landinu og ferðaþjónustu. Þjóðminjasafnið nær til alls lands- ins, en það hefur í sinni umsjá torfbæi og kirkjur á yfir 40 stöðum á landinu. Þar eru einmitt í mörgum tilvika söfn og sýningar á vegum safnsins og í samstarfi við heima- menn. Margrét Hallgrímsdóttir segir mikið hafa verið unnið að því að fá staði á Íslandi samþykkta á heims- minjaskrá UNESCO, sáttmála um verndun menningar og náttúru- minja heimsins. Segir hún þetta lið í menningartengdri ferðaþjónustu og segir undirstöðu hennar vera öflugt og nútímalegt Þjóðminjasafn og öfl- uga safnastarfsemi um landið undir merki þjóðminjavörslunnar jafnt og heimamanna. „Verndun og viðgangur menning- ararfleifðar heimsins hefur verið eitt af flaggskipum UNESCO og senni- lega það starf sem stöðugt hlýtur hvað mesta eftirtekt. Er í undirbún- ingi sáttmáli til verndar menningar- erfð af því tagi. Ísland gerðist aðili að sáttmálanum um verndun menn- ingar- og náttúruminja heims í des- ember 1995.“ Margrét segir ríkis- stjórnina hafa samþykkt í desember sl. að óska eftir að Þingvellir og Skaftafell verði tekin á heimsminja- skrána og er stefnt að því að umsókn verði lögð fram 2003–2004. Margs konar rannsóknastarf Þá minnist Margrét á rannsóknir á þjóðminjum almennt sem er stór liður í starfsemi Þjóðminjasafnsins: „Safnið annast rannsóknir á munum og myndum, fornleifarannsóknir og fornleifaskráningu og þangað er safnað hvers kyns heimildum um ís- lenska menningarsögu. Einnig er safnað markvisst spurningaskrám með heimildum um þjóðlíf og þjóðhætti. Nú er einmitt í gangi söfnun og rannsókn á brúð- kaupssiðum og aðferðum til reyk- inga á matvælum. Safnið stendur auk þess að rann- sóknum á listsköpun Íslendinga. Ár- angur þessarar rannsóknar birtist m.a. í vandaðri útgáfu og nú síðast með glæsilegu riti um sögu ljós- myndunar á Íslandi. Einnig má geta fornleifarann- sókna safnsins. Í sumar hefjast stór rannsóknarverkefni á sviði forn- leifafræði á vegum Þjóðminjasafns- ins og samstarfsaðila þess með stykjum úr Kristnihátíðarsjóði. Þjóðminjasafnið ásamt Hólaskóla og Byggðasafni Skagfirðinga fékk stærsta styrk ársins til þess að hefja fornleifarannsóknir að Hólum. Auk þess fékk Þjóðminjasafnið ásamt Fornleifastofnun Íslands styrki úr sjóðnum til fornleifarannsókna í Skálholti og á Þingvöllum. Safnið kemur einnig að rannsóknum á klausturstöðum, m.a. Skriðu- klaustri. Auk þess mun Þjóðminja- safnið halda áfram rannsóknum sín- um í Reykholti og er fyrirhuguð lítil sýning þar um árangur rannsókn- anna nú í sumar.“ Margrét kveðst bjartsýn á fram- tíð Þjóðminjasafns Íslands og segir starf þess allt áhugavert: „Það er svo spennandi að starfa í Þjóðminja- safninu að hinu fjölbreytta og áhugaverða starfi þjóðminjavörsl- unnar. Við á safninu hlökkum til að geta sýnt árangur af starfinu þegar það verður opnað á ný við Suðurgötu og sjáum fyrir okkur mikil tengsl við ferðaþjónustuna, skólakerfið og al- menning í landinu.“ ið hafa verið endurskipulagt frá grunni Morgunblaðið/Árni Sæberg tir þjóðminjavörður (t.v.) og Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður virða hér fyrir sér m úr Skálholtskirkju sem verið er að gera við til að verja frekari skemmdum. joto@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.