Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALFREÐ Þor- steinsson fullyrðir í grein í Morgunblaðinu 8. maí sl. að sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn áformi að selja Orku- veituna og kallar sér til fulltingis Ólaf F. Magnússon, borgar- fulltrúa og frambjóð- anda frjálslyndra og óháðra. Þessar getgát- ur Alfreðs eru rangar. Sjálfstæðismenn hafa aldrei flutt tillögu um að selja Orkuveituna eða einkavæða fyrir- tækið. Sjálfstæðis- menn fluttu tillögu um að gera Orkuveituna að hlutafélagi, sem Alfreð og félagar hans í Fram- sóknarflokknum og Samfylkingunni voru sammála. Það voru á hinn bóg- inn fulltrúar Vinstri grænna sem voru því ekki sammála og vildu gera Orkuveituna að sam- eignarfyrirtæki. Það varð niðurstaðan. Við sjálfstæðismenn vildum gera Orku- veituna að hlutafélagi til að laga fyrirtækið að því rekstrarumhverfi sem verið er að búa veitufyrirtækjum í landinu með nýrri löggjöf. Hitaveita Suðurnesja er hluta- félag, Orkubú Vest- fjarða er hlutafélag og stefnt að því að Raf- magnsveitur ríkisins verði hlutafélag. Það þýðir ekki að fyrirtæk- in verði einkavædd. Skuldar 22 þúsund milljónir Sjálfstæðismenn bókuðu í grein- argerð með tillögu sinni að Orku- veitan yrði fyrst um sinn í eigu Reykjavíkurborgar. Með því var gefið til kynna, að hugsanlega yrðu fleiri eigendur að Orkuveitunni en Reykjavíkurborg og hefur það geng- ið eftir, án þess að nokkrum detti í hug, að um einkavæðingu sé að ræða. Það veikir hins vegar Orku- veituna, að henni var ekki breytt í hlutafélag. Sjálfstæðismenn hafa lagt mikla áherslu á sterka stöðu Orkuveitunnar, ekki síst til að mæta breyttu rekstrarumhverfi. Alfreð og félagar hans í R-listanum hafa veikt stórlega fjárhagslega stöðu fyrir- tækisins með því að færa 17 millj- arða króna úr sjóðum þess yfir í borgarsjóð, sem m.a. hefur gert það að verkum að eigið fé Orkuveitunnar hefur lækkað um 10 milljarða króna á undanförnum árum og staðfestir að aðalástæða skuldasöfnunar fyr- irtækisins er ekki vegna arðsamra framkvæmda á vegum Orkuveitunn- ar. Einnig hefur Orkuveitan skuld- sett sig um 1.700 milljónir króna vegna fyrirtækisins Lína.net ehf., sem stendur í áhættusömum sam- keppnisrekstri við íslensk fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Skuldir Orku- veitunnar eru nú 22 þúsund milljónir króna en voru í upphafi valdatíma R- listans 125 milljónir króna. Frá því Orkuveitan var gerð að sameignarfyrirtæki hefur eign Reykjavíkur í fyrirtækinu undir for- ystu R-listans minnkað úr 100% í 93% þar sem önnur sveitarfélög hafa eignast hlutdeild í Orkuveitunni, m.a. Akranes, Hafnarfjörður og Garðabær. Nú á í fyrsta sinn sæti í stjórn Orkuveitunnar fulltrúi annars sveitarfélags en Reykjavíkur. Sjálf- stæðismenn studdu þessar breyting- ar. Reynt að sá tortryggni Fullyrðingar Alfreðs um að sjálf- stæðismenn áformi að selja Orku- veituna og einkavæða hana eru al- gjörar blekkingar og rangfærslur og settar fram í þeim tilgangi að sá tor- tryggni í garð sjálfstæðismanna. Það var undir forystu sjálfstæðis- manna í borgarstjórn að veitufyrir- tækin í Reykjavík voru stofnuð og byggð upp og það sama á við um byggingu Nesjavallavirkjunar 1987. Staðreyndin er einnig sú, að allar þessar framkvæmdir sættu oftast nær mikilli andstöðu framsóknar- manna og marga annarra fulltrúa vinstri manna í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að selja Orkuveituna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Reykjavík Fullyrðingar Alfreðs um að sjálfstæðismenn áformi að selja Orku- veituna og einkavæða hana, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, eru al- gjörar blekkingar og rangfærslur. Höfundur er borgarfulltrúi. UM næstu áramót rennur samningur við leigutaka félagsheim- ilisins út. Einhugur ríkir hjá frambjóðend- um Sjálfstæðisflokks- ins á Seltjarnarnesi um að félagsheimilið verði gert að miðstöð menningar- og félaga- starfsemi Nesbúa. Félagasamtök og skólar bæjarins ættu þá forgang að húsinu fyrir æfingar sínar og samkomur. Slík að- staða myndi án efa virka sem vítamín- sprauta t.d. fyrir hið unga Leiklistarfélag Seltjarnarness sem starfað hefur af mikilli þraut- seigju á fimmta ár en skort tilfinn- anlega æfinga- og sýningaraðstöðu við hæfi. Selkórinn, sem með ein- stökum glæsibrag kom Seltjarnar- nesi á kortið á síðasta ári í menning- arlegu tilliti, myndi eflaust ekki heldur slá hendinni á móti aðstöðu í félagsheimilinu. Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum. Ef félagsheimilið verður gert að menningarmiðstöð þarf að fríska upp á ímynd þess með því að laða að hlutaðeigandi aðila og halda þar t.d. ritlistar- og sjónlistarþing. Gerðu- berg í Breiðholti hefur hingað til verið svo til eini vettvangurinn fyrir slíkar samkomur. Það mætti einnig halda myndlistar- og handverkssýn- ingar auk tónleika í félagsheimilinu. Mennta- og fjölbrautaskólar gætu fengið húsið leigt einhverja daga og kvöld, enda eiga þeir oft í vandræð- um með að fá húsnæði fyrir sýn- ingar sínar og uppákomur, s.s. ræðukeppnir. Hér eru aðeins nefnd- ar nokkrar hugmyndir sem gætu styrkt ímynd félagsheimilisins og aflað tekna fyrir reksturinn. Bókasafnið flutt á Eiðistorg? Efri hæðin yfir Hagkaupsversl- uninni á Eiðistorgi stendur nú auð. Þangað væri tilvalið að flytja Bóka- safn Seltjarnarness. Þannig fengi safnið aukið rými og gæti stóraukið þjónustu sína, enda er núverandi húsnæði þegar að verða of lítið og hönnun þess erfið. Í stærra húsnæði er möguleiki á stærri barnabóka- deild og góðri hljóðbóka- og tónlist- ardeild, svo dæmi séu tekin, auk rúmgóðrar aðstöðu til lestrar og hlustunar. Starfsemi þessara tveggja safna styrkir þau bæði. Núverandi húsnæði bókasafnsins gæti nýst Tónlistar- skólanum og/eða starf- semi Selsins. Með flutningi safnsins á Eiðistorg myndi rými sem nú stendur autt fyllast af lífi sem hefði mjög jákvæð áhrif fyr- ir torgið í heild. Fjölbreytt mannlíf Það eru einnig laus smærri pláss inni á torginu sjálfu. Á síð- asta ári fengum við tvo nýja frjóanga, lista- gallerí og kaffihús, og er það vel. En fleira þarf til. Óþarft er að einblína á verslun eingöngu í því sambandi. Tilvalið væri að laða að sprotafyr- irtæki í tæknigeiranum; hugbúnað- ar- og netfyrirtæki. Slík starfsemi þarfnast ekki mikils húsrýmis en á framtíðina fyrir sér. Með fjölgun fyrirtækja á Eiðistorgi fáum við bæði aukinn umgang á torgið og krónur í kassann. Á bókasafninu gæti svo hugsanlega starfað net- kaffihús. Eiðistorg hefur marga möguleika en til að nýta þá þarf frumkvæði og hugmyndaflug. Ennfremur þarf að gæta þess vel að torgið og umhverfi þess sé ætíð smekklegt, snyrtilegt og vel við haldið. Á þessu hefur verið nokkur misbrestur. Í þessari grein hef ég viðrað nokkrar hugmyndir sem gætu eflt bæinn okkar og bæjarbraginn. Fleiri hugmyndir síðar. Því þótt Seltjarnarnesið sé kannski lítið og lágt, og lifi þar frekar fáir, þá hugsa þeir alls ekki smátt! Eflum bæjar- braginn Sólveig Pálsdóttir Seltjarnarnes Einhugur ríkir hjá frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins, segir Sólveig Pálsdóttir, um að félagsheimilið verði gert að miðstöð menn- ingar- og félagastarf- semi Nesbúa. Höfundur skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi. ÁRNI Johnsen fyrr- verandi alþingismaður fór mikinn á Stöð 2 og í Kastljósi Sjónvarpsins að kvöldi fimmtudags- ins 9. maí – uppstign- ingardags, og í Morgun- blaðinu í gær, föstudaginn 10. maí, er mikil ritsmíð eftir hann í dálknum „Skoðun“. Það sem er sammerkt með viðtölunum á fimmtudagskvöld og þessari ritsmíð er að svo er að sjá sem Árna sé ekki sjálfrátt. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að hann hefur verið ákærður fyrir margvísleg brot, sem fjölmiðlar áttu m.a. þátt í að upplýsa á fyrstu stigum málsins. Fréttastofa Útvarpsins tók fljótt við sér í þessu máli og þegar farið er yfir upphaf þess í stórum dráttum þá kemur fljót- lega í ljós að Árni Johnsen fékk að segja allt sem hann vildi í málinu í Útvarpinu, og ættu útvarpsupptökur sem fluttar voru í gær- morgun (föstudags- morgun) að undirstrika það, og jafnframt að hann segir ósatt þegar hann heldur því fram að hann hafi ekki vitað að samtal sem hann átti við fréttamann hafi verið tekið upp. Fréttamenn Útvarpsins unnu í þessu máli af ósérhlífni og vandvirkni og könn- uðu hvert málsatvik vel áður en það fór út í fréttir, rétt eins og venja er á Frétta- stofu Útvarpsins. Upplýsingar Fréttastofunnar mörkuðu líka tíma- mót í málinu. Árni segir í grein sinni í Mbl. í gær: „ Í 35 ár hef ég einhverra hluta vegna virst vera þjóðareign og þjóðsaga, umdeildur og umtalaður án þess að hafa um það beðið...“. Þetta er hár- rétt, „umdeildur og umtalaður“, og maður sem lýsir sér svo hlýtur að gera sér grein fyrir því að verði hon- um eitthvað alvarlegt á, sé það fjöl- miðlaefni. Mál þetta er nú í höndum lögreglu- yfirvalda og ákæruvaldsins og verður dómfest innan tíðar. Það er alltaf sorglegt þegar einstaklingar misstíga sig eins og Árni hefur gert og auðvit- að svíður undan sannleikanum. Enn og aftur er sendiboðanum, þ.e. fjöl- miðlunum, kennt um, en það eru ekki þeir sem eiga að mæta í réttarsal vegna málsins, heldur hinir ákærðu, og þegar sú staðreynd blasir við, reyna menn að verja sig með öllum ráðum og krafla sig út úr vandanum með því að varpa ábyrgðinni yfir á aðra í örvæntingu augnabliksins. Það svíður und- an sannleikanum Kári Jónasson RÚV Árni Johnsen, segir Kári Jónasson, fékk að segja allt sem hann vildi í málinu í Útvarpinu. Höfundur er fréttastjóri Útvarpsins. R-LISTINN hefur í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir slegið öll met í óheið- arleika þegar kemur að auglýsingum. Eru kjósendur þó ýmsu vanir í þeim efnum. Það er heldur hvimleið venja hjá sumum stjórnmálamönnum að fegra ætíð eigin hlut svo að nálgast blekk- ingar, en það er víst bara hluti af „leiknum“. Gamanið kárnar þó, þegar stjórnmálamenn gleyma sér algerlega í hita leiksins og láta hvað sem er frá sér fara. Orðtakið gamla „tilgangur- inn helgar meðalið“ er líklega rétt- lætingin sem Ingibjörg Sólrún og fé- lagar nota fyrir tilbúningi sínum, en kjósendur eiga vitaskuld ekki að láta slíkt yfir sig ganga. Ein af auglýsingum Ingibjargar Sólrúnar og félaga sýnir skulda- aukningu borgarsjóðs, annars vegar í tíð sjálfstæðismanna og hins vegar í tíð R-listans. Þessi auglýsing er slík blekking að hún gengur lygi næst. Því er haldið blákalt fram að skuld- irnar hafi vaxið óskaplega í tíð sjálf- stæðismanna en lækkað (!) í tíð R- listans. Þarna er vitanlega aðeins talað um skuldir borgarsjóðs en ekki borgarinnar allrar og aðeins prósentur en ekki krónur. Stað- reyndin er nefnilega sú að þótt skuldir borgar- sjóðs hafi á síðari hluta valdatíma sjálfstæðis- manna vaxið nokkuð í prósentum talið var meginástæða þeirrar skuldaaukningar sú, að árferði var erfitt, at- vinnuleysi mikið og djúp kreppa í efna- hagslífinu, ólíkt því sem R-listinn hefur bú- ið við, þannig að skuldaaukning á því tímabili var fullkomnlega eðlileg. Þrátt fyrir árferðið voru skuldir alls ekki vandamál þegar sjálfstæð- ismenn misstu meirihlutann í hend- ur R-listanum. Þær hafa orðið það síðan. Auglýsing R-listans segir hins vegar allt aðra sögu. Í henni er stað- hæft, að skuldir borgarsjóðs hafi lækkað um nær helming frá 1995. Með þessu er R-listinn að vonast til að kjósendur átti sig ekki á því að megnið af skuldum borgarsjóðs hef- ur verið flutt yfir á stofnanir borg- arinnar, svo hægt sé að blekkja fólk með keyptum línuritum í dagblöð- um. Auglýsingin tekur jafnframt einungis til skulda á árunum 1991– 1993, sem er afar hagstætt fyrir R- listann. Að bera stöðu borgarsjóðs nú saman við stöðuna fyrir átta árum getur ekki verið gert í neinum öðrum tilgangi en að blekkja kjósendur. Staðreynd málsins er að R-listinn kom að góðu búi, en tæmdi strax sjóði borgarinnar, og hafa skuldir borgarinnar margfaldast síðan. Til að fela fjárausturinn var skuldunum komið fyrir annars staðar. Síðan hafa borgarbúar verið blekktir linnulítið í trausti þess að sé sama lygin endurtekin nógu oft fari menn að trúa henni. Óheiðarlegar auglýsingar Ólafur R. Jónsson Reykjavík Með þessu er R-listinn að vonast til að kjós- endur átti sig ekki á því, segir Ólafur R. Jónsson, að megnið af skuldum borgarsjóðs hefur verið flutt yfir á stofnanir borgarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.