Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 45

Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 45 LEIKSKÓLAR eru uppeldis- og mennta- stofnanir þar sem fram fer uppbyggjandi og metnaðarfullt starf undir leiðsögn sér- menntaðs starfsfólks. Leikskólar Kópavogs eru stöðugt að vinna að nýbreytniverkefn- um til hagsbóta fyrir nemendur sína. Sjálfstæðimenn telja þetta fyrsta skólastig mjög mikilvægt því í leikskólum örva börn þroska sinn hvort sem það er mál-, vitsmuna- eða félagsþroski. Þau læra að taka tillit til annarra, vinna í hópum og sem einstaklingar. Í leikskólum Kópavogs fer fram mik- ið brautryðjendastarf sem Sjálf- stæðisflokkurinn vill efla enn frek- ar. Til marks um mikilvægi þessa málaflokks hjá Sjálfstæðisflokknum er bæjarfulltrúi flokksins formaður leikskólanefndar enda hefur sjaldan eða aldrei verið lögð eins mikil áhersla á leikskólamál eins og und- anfarin ár. Aftur á móti hefur t.d. R-listinn í Reykjavík ekki séð ástæðu til þess að hafa borgarfull- trúa sem formann þessa mikilvæga málaflokks. Áhersla á aukin tengsl milli leik- og grunnskóla Í leikskólum er leikurinn leiðandi hugtak því fræðimenn eru sammála um að leikurinn sé helsta náms- og þroskaleið barna enda sýna rann- sóknir að ung börn læra og þrosk- ast best í leik. Menntamálaráðu- neytið hefur gefið út aðalnámskrá fyrir leikskóla og er þetta fyrsta að- alnámskráin fyrir leikskóla. Nám- skráin er stefnumótandi leiðarvísir um uppeldisstörf í leikskólum. Jafn- framt hefur verið unnin upp sér- stök námskrá leikskóla Kópavogs og hefur hún vakið verðskuldaða at- hygli. Námskráin er rammanám- skrá sem allir leikskólar Kópavogs byggja sína skólanámskrá á. Fag- legt starf í leikskólum Kópavogs hefur verið til mikillar fyrirmyndar en það er ekki síst að þakka því frábæra starfsfólki sem starfar á leikskól- unum og starfsfólk á leikskólaskrifstofunni. Samvinna milli leik- og grunnskóla hefur stöðugt verið að aukast. Á síðasta ári var settur á laggirnar samvinnuhópur þar sem í eiga sæti verk- efnastjórar úr þremur leikskólum og einum grunnskóla. Verkefna- stjórarnir hafa unnið að því að auka sam- starf milli leik- og grunnskóla fyrir 5 ára börn. Hugmyndin að baki þessu tilraunaverkefni er að koma á skipulagðri og markvissri samvinnu þessara skólastiga með þarfir barnanna í huga. Tilraunin felur m.a. í sér að 5 ára börn fái mark- vissa kennslu í gegnum leik í und- irbúningi fyrir lestur, stærðfræði og tölvuþjálfun. Með þessari sam- vinnu gæti e.t.v. hluti af námsefni 1. bekkjar grunnskóla færst yfir í leikskóla. Niðurstöður þessa til- raunaverkefnis verða síðan kynnt í öllum leik- og grunnskólunum sem síðan geta nýtt sér þá vinnu sem lögð hefur verið í verkefnið. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla enn frekar þetta samstarf milli skóla- stigana og stuðla þannig að mark- vissari námi 5 ára barna í leik- skólum. Stofna þróunarsjóð Leikskólastarf er í stöðugri þró- un og sífellt er verið að reyna ný viðfangsefni með börnunum. Í leik- skólum Kópavogs hafa verið í gangi ýmis þróunarverkefni og eru nú nokkrir leikskólar með verkefna- stjóra til að sinna nýbreytniverk- efnum. Þessi verkefni eru fjölbreytt og mjög áhugaverð. Má í því sam- bandi nefna verkefni eins og að hafa sérstakan fagstjóra í ákveðnum greinum eins og íþrótt- um, tónlist og listum. Jafnframt hafa verið unnin ákveðin þróunar- verkefni í jafnréttismálum í leik- skólunum og umhverfisverkefni. Að lokinni þessari þróunarvinnu munu niðurstöður verða kynntar öllum leikskólastjórum bæjarins sem síð- an geta nýtt sér þær að vild. Leik- skólarnir geta sótt um styrk fyrir slík verkefni til leikskólanefndar og í þróunarsjóð menntamálaráðuneyt- isins. Við sjálfstæðismenn teljum það mjög mikilvægt að leikskólar Kópa- vogs séu ætíð skefi framar en aðrir sambærilegir skóla í öflugu þróun- arstarfi. Því viljum við efla enn frekar þetta metnaðarfulla starf leikskólanna með því að setja á fót sérstakan þróunarsjóð sem leik- skólarnir geta sótt styrk í. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla hið faglega starf skólanna Sjálfstæðismenn gera sér grein fyrir mikilvægi leikskólastarfsins og því þroskandi starfi sem þar fer fram. Leikskólastigið er gífurlega mikilvægur þáttur í þroskaferli barna og góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám. Sjálfstæðis- menn vilja því styrka enn frekar hið góða og faglega starf sem er unnið í leikskólum Kópavogs. Við leggjum áherslu á að börn á leik- skólaaldri fái notið þeirrar mennt- unar og fræðslu sem þetta fyrsta skólastig býður upp á svo þau geti eflt mál-, vitsmuna- og félagsþroska sinn. Áhersla á faglegt starf leikskóla Sigurrós Þorgrímsdóttir Kópavogur Til marks um mikilvægi þessa málaflokks hjá Sjálfstæðisflokknum, segir Sigurrós Þor- grímsdóttir, er bæjar- fulltrúi flokksins for- maður leikskólanefndar. Höfundur er bæjarfulltrúi og for- maður leikskólanefndar Kópavogs. ÉG heimsæki oft miðborgina. Þangað fer ég ef mig langar að spóka mig um helgar og hitta fólk, þangað fer ég á kvöldin og drekk kaffi með vinum mínum á kaffihúsum og þangað fer ég til að versla. Mér finnst gaman í miðborginni og því hefur undrun mín aukist jafnt og þétt við að lesa lýsing- ar ýmissa frambjóð- enda og fylgismanna Sjálfstæðisflokksins á miðborginni undanfarið. Miðað við þær greinar sem birst hafa nú í mars og apríl á síðum Morgunblaðs- ins mætti ætla að mannasaur og sprautunálar liggi sem hráviði um miðborgina alla á morgnana, að dóp- istar, rónar og vændiskonur séu ráðandi í götumyndinni og í miðbæ- inn sé ekkert að sækja nema drykkjubúllur og súlustaði. Og til að kóróna allt saman þurfa bíleigendur að borga fyrir að leggja á þessum viðbjóðslega stað. Útlitið er svart. Glens og gleði Vissulega er það rétt að maður þarf að borga fyrir að leggja bílnum sínum niðri í miðbæ en þar er iðu- lega nóg af bílastæðum, t.d. í bíla- stæðahúsum þar sem maður greiðir fyrir þann tíma sem maður notar og á enga möguleika á að fá sekt. Að vísu þarf maður þá að ganga aðeins en vegalengdirnar í miðborginni eru stuttar og svo eru auðvitað annars konar bílastæði um allt. Vissulega er það líka rétt að kaffihúsum og skemmtistöðum hefur fjölgað mjög í mið- borginni. Það er gam- an að skemmta sér í Reykjavík, hvort sem er um helgi eða á virk- um dögum, og ferða- menn dást að því ið- andi mannlífi sem einkennir borgina, jafnt á kvöldin og dag- inn. Súlustaðir eru vissulega til lítillar prýði en rekstur þeirra er leyfilegur sam- kvæmt landslögum og lítið sem borgaryfirvöld geta gert til að breyta því. Reykjavíkurlistinn hefur það hins vegar á stefnuskrá sinni að veita ekki fleiri leyfi fyrir rekstri slíkra staða. Lifandi miðborg Ég efast ekki um að mannasaur og sprautunálar hafa einhvern tíma sést á götum miðborgarinnar og ég efast ekki heldur um að þau fyr- irbæri hafa sést í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Sjálf hef ég búið í miðborginni og varð aldrei vör við slíkt. Auðvitað heyrði maður stundum drykkjulæti á kvöldin, ekki við öðru að búast þegar maður velur að búa í miðborginni. Á móti vó að geta vaknað á morgnana og gengið beint út í líflegt og skemmtilegt mannlíf sem er ekki hægt ef maður býr í úthverfi. Miðborgin er, þrátt fyrir mikla samkeppni, hjarta Reykjavíkur- borgar og það er þangað sem Reyk- víkingar fara þegar þeir vilja gera sér glaðan dag. Reykjavíkurlistinn hefur styrkt mikla menningarstarf- semi í miðborginni sem á stóran þátt í að gera hana jafn skemmti- lega og raun ber vitni. Í miðborginni mega allir vera og þar getum við kynnst fjölbreytni lífsins. Það er komið nóg af níði um miðborgina úr herbúðum sjálfstæðismanna. Mið- borgin á mun betra skilið en slíka aðför. Aðförin að miðborginni Katrín Jakobsdóttir Höfundur skipar 17. sæti Reykja- víkurlistans. Reykjavík Miðborgin er hjarta Reykjavíkur, segir Katrín Jakobsdóttir, og þangað fara Reykvík- ingar þegar þeir vilja gera sér glaðan dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.