Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ MUN eigandi skipsins Íslendings neyðast til að selja það vegna skulda. Skipið er að flestra mati stór- fallegur gripur og sýn- ir vel þessi merkilegu skip, sem menn fóru á víða um höf og eftir stórfljótum Evrópu á víkingaöld og fluttu landnámsmenn út hingað. Það var minn- isstætt að sjá þetta skip verða smám sam- an til, hvernig kjölur var lagður, borð höggvin, byrðingur seymdur og bönd felld að byrðingi. Haft er eftir Norðmanni einum, sem þekkir vel þessa gerð víkingaskipa, að þetta sé vandaðasta nýsmíði slíks skips, sem nú sé til. Smíði tréskipa er nú að líða undir lok og senn mun þetta forna handverk verða gleymt. Ekki fer hjá því, að svo vönduð smíði kosti mikið fé, en áætlanir um notkun skipsins og tekjur af því hafa brugðizt. Árið 1974, er Íslendingar minnt- ust 11 alda byggðar í landinu, sigldu menn frá Noregi út hingað á tveim- ur tréskipum, nýsmíðuðum eftir fornlegum fiskibátum, sem notaðir voru við Lófót allt fram á 20. öld, og nefndir voru Norðurlandsbátar. Þeim var siglt eins og víkingaskip- unum fornu, enda seglabúnaður lík- ur. Annað skipið var svo gefið Reyk- víkingum en hitt norður í Þingeyjarsýslu. Það mun hafa verið vilji gefenda, að skipin yrðu notuð hér og siglt, helzt með íslenzkt æskufólk, yrðu þannig notuð út en síður aðeins varð- veizlugripir. Minna varð þó úr notkun en til stóð, að sagt var vegna þess að krafizt var lærðra skipstjórn- armanna, tryggingar dýrar og kostnaður mikill. Skipinu hér syðra var samt nokkr- um sinnum siglt og notað eitt sinn við kvikmyndatöku sem víkingaskip. En brátt höfnuðu þau sem safn- gripir, í Árbæjarsafni og Byggðasafni Suður- Þingeyinga. Þar nyrðra hafa menn byggt mikið og vandað hús yfir skipið og aðrar sjóminjar safnsins. Má að vísu deila um það, hvort rétt sé að söfn verji miklu fé til að varðveita gripi, sem snerta nánast í engu íslenzka menn- ingarsögu, meðan mörgum íslenzk- um menningarminjum, sem ekki er tök á að vernda vegna kostnaðar og húsnæðisleysis, verður að sjá eftir í eyðingarhítina, ekki sízt skipum og bátum sem taka mikið pláss. Nýlega skýrði nefnd, sem Reykjavíkurborg setti á laggir til að kanna möguleika á stofnun sjó- minjasafns í borginni, frá tillögum sínum, og voru þær samþykktar í borgarráði 26. marz (sjá Mbl. 27. marz). Er lagt til að borgin stofni sjóminjasafn við Reykjavíkurhöfn. Þá er nefnd hugmynd að varðveita varðskipið Óðin sem fljótandi safn- grip, en hann mun vera elzta varð- skipið nú. Þá er fólk sem kann að eiga gripi sem tengjast sjósókn og farmennsku, hvatt til að láta þá til þessa fyrirhugaða sjóminjasafns. Líklegast gera menn sér varla ljóst, að gamlar og merkar sjóm- injar eru ekki á hverju strái lengur, en á slíkum söfnum þykja það eft- irtektarverðustu sýningargripir sem elzt er, sögulega merkt og lýsir horfnum menningarþáttum. Flestar fornmerkar sjóminjar eru þegar komnar á söfn, byggðasöfn og sér- stök sjóminjasöfn, flestar líklegast í Þjóðminjasafn Íslands. Sjóminjasafn í Reykjavík, sem standa á undir nafni sem sögulegt minjasafn, verður ekki skapað ein- vörðungu með gripum sem nú er hægt að safna, heldur hlýtur að verða að fá til þess sýningargripi sem þegar eru til í söfnum, í reynd að stofna slíkt safn upp úr safni sem þegar er til. Og umgerðin þarf að vera mjög við hæfi, vandað hús sem rúmar stóra gripi, veiðitæki og róðrarskip af ýmsum gerðum og litla vélbáta, þótt ekki yrði lagt þar í varðveizlu stórra fiskiskipa frá stál- skipatíma. Þá þarf að hugsa enn stærra. Nefnt er í frásögninni, að 1939 hafi ýmsum sjóminjum verið safnað í Reykjavík til sjávarútvegssýning- ar, liggur jafnvel í orðunum að grip- irnir, sem runnu síðan til Þjóð- minjasafnsins, hefðu frekar átt að fara annað. En flest þeirra gripa mun þó hafa komið utan af landi. Þá var Þjóðminjasafnið eina minjasafn landsins. Varla var farið að hugsa fyrir öðrum söfnum, tími byggða- safna og sérsafna var ekki runninn upp. Þjóðminjasafni bar að varð- veita slíka gripi, en bjó við afar óhentugt sýningarrými og nánast öngvar geymslur. Nokkrir menn hafa kveðið upp úr með það nú, að þjóðin eigi að kaupa Íslending og sýna sem minningar- grip um siglingar landnámsmanna. Menn hafi lofað framtakið um smíði hans á sínum tíma og siglinguna vestur um haf, og því sé hrósið inn- antómt ef menn vilji nú ekkert gera til að eiga þennan góða grip í land- inu. Landsstjórnin hefur að vísu boðið fé í skipið, en ekki nóg til að greiða skuldir og kostnað, hvað þá að eitthvað hafist fyrir verðmæti þess sem grips. Nefnt er, að kaup- verð þess geti numið sem svari verði tveggja góðra íbúðarhúsa. Ef menn ætla sér í reynd að efna til vandaðs sjóminjasafns hér í Reykjavík sem staðið getur undir nafni, ættu ríki og borg að samein- ast um það, enda hlýtur kostnaður að verða ærinn. Þar þarf að sýna úr- val merkustu sjóminja, sem hér eru til, sem helzt eru í Þjóðminjasafni og Árbæjarsafni, veiðarfæri og báta, muni tengda farmennsku og siglingum og hluti sem tengjast nytjum og hlunnindum til sjávar, og skýra þar sem bezt not þjóðarinnar af sjónum. Þar ætti skipið Íslend- ingur að vera í öndvegi. Vera má að það gæti um sinn flotið hið næsta safninu og verið siglt við einstöku tækifæri, en þó er vart raunhæft að hafa það á floti til langrar frambúð- ar. Þarna gætu hugsanlega fiskibát- ar flotið einnig, líkt og sjá má við sjóminjasöfn sums staðar erlendis. Þetta væri kjörið samvinnuverkefni borgar og ríkis, og hví ekki að sam- einast um eitt gott mál nú í kosn- ingaslagnum? Einu sinni reyndi Þjóðminjasafn- ið að fá hálfbyggt hús Sláturfélags Suðurlands á Kirkjusandi fyrir sjó- minjasafn og tæknisafn, einnig vinnustofur og geymslur. Sú hug- mynd var slegin úr höndum þess, en nú heyrast raddir um að húsið henti ekki til þess sem það var keypt til, og vilji menn færa þá starfsemi ann- að. Athuga ætti, ef sú verður raunin, hvort húsið geti hentað fyrir sjó- minjasafn. Það stendur nærri sjó, aðkoma er góð, falleg útsýn yfir sund og eyjar, hátt er til lofts og stórir salir, sem geta hentað mjög vel fyrir sýningar. Sjóminjasafn og Íslendingur Þór Magnússon Þjóðminjar Gamlar og merkar sjóminjar, segir Þór Magnússon, eru ekki á hverju strái lengur. Höfundur er fv. þjóðminjavörður. ÞAÐ þótti að sjálf- sögðu hinn mesti hval- reki á íslenzkar efna- hagsfjörur, þegar Íslensk erfðagreining hóf starfsemi sína um árið, og stofnaði með vildarmönnum þriggja milljarða fyrirtæki um framtakið. Allir spila- félagar forsætisráð- herra voru til kvaddir að þjóna herranum frá Chicago af mikilli hind og með happadrjúgum lagakrókum. Þetta er upphaf mik- illar sögu og 1. kafli hennar. 2. kafli hófst á því að Vatnsmýr- armönnum datt í hug að styrkja starfsemina með því að fá einkaleyfi á íslenzkum erfðasjúkdómum. Þetta var tekið fyrir í spilaklúbbnum og strax ákveðið að láta alþingi afgreiða einkaleyfi til 12 ára. Að því búnu vildi svo lukkulega til að móðurfyrirtæki Mýrarmanna, de- Code að nafni, sneri stöfnum til Ís- lands, með einkaleyfið upp á vasann, og ruku hlutir í því þessvegna upp í stjarnfræðilegar tölur og þar með þriggja milljarða stofnframlag fram- sýnu forystumannanna, sem prísuðu sig sæla í auðævum sínum, sem von- legt var. Erindreki Allsherjargoðans í Val- höll lét t.d. Landsbankann beita sér og brjótast um fast í kaupum á háa genginu, auk þess sem bankinn gaukaði bréfum sínum að viðskipta- vinum á enn hærra verði, fullviss- andi þá um að þar með væri þeirra fjárhag borgið – ævina út að minnsta kosti. Það er svo önnur saga að skamm- sýnir atturútsiglarar í fjármálum snöru baki við deCode, og síðan hefir móðurskipið siglt krappan beitivind og raunar nauðbeitt í veikri von um að ná landi. Og lýkur þar með 2. kafla með hrolli og hugarangri. Þriðji og nýstárlegasti kaflinn hefst með því að forstjóri ÍE full- vissar forsætisráðherra landsins um að hann og þeir báðir séu framsýn ofurmenni, sem allt leiki í höfði og höndum á. Nú væri um að gera að grípa gæsina í Vatnsmýrinni meðan gæfist. ÍE væri búin að finna gen, sem orsök- uðu aðskiljanlega sjúk- dóma og nú væri um að gera að hefjast þegar handa um framleiðslu lyfja gegn þessum vá- gestum. Hinsvegar stæði í svipinn ekki nógu vel á fyrir móður- fyrirtækinu deCode og þyrfti það að fá ábyrgð hjá vini sínum Davíð upp á 20.000.000.000 – tuttugu þúsund milljónir króna. Og Davíð sá strax í hendi og aðrir við spilaborðið að svoleiðis gera menn, þrautþjálfaðir í fjármálum, bæði hjá borg og ríki. Og svo var farið að verzla. Framsókn hefir aldrei flotinu neit- að enda formaður hennar líka gamall Sísari og þjálfaður viðskiptajöfur. Með Össur komust menn ekki lengra en í hjásetu, enda örðugt um vik í rótklofnum flokki. Auk þess vill Jó- hanna að sonur Einars ríka skaffi það sem flokkurinn þarf, hann muni ekkert um það, þökk sé gjafakvóta- kerfinu. Viðskiptin við þingmenn Sjálf- stæðisflokksins fóru öll fram af hræðslugæðum eins og vant er, en þeir tveir sem eigi vildu kristnast láta, verða látnir kenna á sama kólf- inum og Þjóðhagsstofustjóri, og eigi síðar en í næstu þingkosningum. Þessu næst var samið lagafrum- varp um heimild til handa fjármála- ráðherra að veita Vatnsmýringum ábyrgð upp á kr. 20.000.000.000. Það þótti gætilegra að hafa Haarde einan um hituna en ekki alla ríkisstjórnina, ef illa færi. Þá væri líka auðveldara að rýma fyrir Birni varaformanns- sætið í flokknum ef hann vinnur ekki borgina, sem hann gerir ekki. Í frumvarpinu var auðvitað gengið þvert á nýleg lög um ríkisábyrgðir, enda brýtur nauðsyn lög, og látin lönd og leið eiðsvarin stefna ríkis- stjórnarinnar í ábyrgðarmálum, sem sjálfsagt er. Ákveðið var að gefa al- þingi engar upplýsingar um deCode. Það gæti bara orðið til að rugla menn í ríminu og upphefja óþarfa vanga- veltur og leiðinlegar málalengingar. Varð enda niðurstaðan sú að leggja frumvarpið ekki fram fyrr en í þing- lok til að stytta óskemmtilegan þæf- ing skammsýnna manna, sem skildu ekki nútímalegar framfarir og flókin lyfjasambönd við geðröskun og fleiru. En langsýnir menn eru líka við- búnir ef t.d. deCode fer á höfuðið, sem beztu fyrirtæki eiga til með að gera fyrir slysni, ef ekki vill betur til. Þá er ákveðið að íslenzka ríkið yf- irtaki allt móverkið í Vatnsmýrinni og ÍE boði strax og undireins til fundar með skilgóðum fréttamiðlum, og greini frá því að ÍE væri búið að finna gen sem orsaki hjartveiki, heilablóðfall, ellihrumleika, gyllinæð og geðröskun, og væri langt komin með þróun á framleiðslu á lyfjum sem gæfu þessum óstýrilátu genum fyrirmæli um gerbreytta hegðun í skrokki manna. Og þá verður kátt í Vatnsmýrar- höll og forsætisráðherra stjórnar fjöldasöng með frumsömdu lagi við ættjarðarkvæði úr Dýragarði Or- wells: Þokið nær oss þessum degi því hann rennur vora tíð. Hestar, beljur, hænsn og gæsir, heyrið öll vort frelsisstríð. Af Vatnsmýringum Sverrir Hermannsson deCode Langsýnir menn eru líka viðbúnir ef t.d. de- Code fer á höfuðið, segir Sverrir Hermannsson, sem beztu fyrirtæki eiga til með að gera fyrir slysni. Höfundur er þingmaður. FUNDIR með eldri borgurum í Reykjavík undanfarna daga og vikur hafa verið mjög ánægjulegir og gef- andi. Er ljóst, að stefna okkar sjálf- stæðismanna um að stórlækka fasteigna- skatta á þá, sem eru 67 ára og eldri og ör- yrkja, mælist vel fyrir í þessum hópi. Fólk á erfitt með að skilja, hvers vegna andstæð- ingar okkar leitast við að gera þessa stefnu okkar tortryggilega með tali um aðra hluti og án þess að hafa sjálfir nokkuð til mála að leggja, sem kemur með jafnskýr- um hætti til móts við hagsmuni þessa fjölmenna hóps fólks. Tölfræði um aldraða segir sitt um aðstæður þessa hóps, en nú eru um 32 þúsund Íslendingar í hon- um. Ef við lítum á heimilisaðstæð- ur þeirra, sem eru á aldrinum 65 til 80 ára, býr ríflega 91% í eigin húsnæði. Þess vegna skiptir mjög miklu, hvernig sveitarfélög koma til móts við eldri borgara með skattheimtu á heimili þeirra. Heimaþjónusta Stefna okkar sjálfstæðismanna er að auðvelda eldri borgurum að búa á eigin heimilum og hún tekur mið af raunverulegum aðstæðum. Til að þessi stefna beri góðan ár- angur er einnig nauðsynlegt að huga að heimaþjónustu við eldri borgara og aðra, sem á slíkri þjón- ustu þurfa að halda. Þótt það hafi verið rætt í ár og áratugi að sameina þá heima- og heimilisþjónustu, sem er veitt und- ir merkjum félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og á vegum heilbrigðiskerfis ríkisins, hefur það ekki enn tekist. Slík sameining má ekki stranda á því, að verkefnin falla annars vegar undir sveitarfé- lagið og hins vegar ríkið, heldur eiga hagsmunir þeirra, sem njóta þjónustunnar, að ráða. Ber að setja sér það sem markmið og finna skynsamlega leið að mark- inu. Félagsþjónusta fatlaðra veitir hópi fólks ómetanlega aðstoð. Er nauðsyn- legt að búa vel að henni, svo að bifreiðar séu ávallt þannig, að unnt sé að veita sem besta þjónustu og ör- yggi. Skýr stefnubreyting Síðustu átta árin, sem sjálfstæðismenn fóru með stjórn Reykjavíkur fyrir 1994, var varið um 3.600 milljónum króna til þess að reisa þjónustuíbúðir og hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Á átta árum R-listans hefur 600 milljónum króna verið varið til þessa málaflokks og kyrrstaða og doði tekið við af framtaki og frum- kvæði. Kosningastefna okkar sjálfstæð- ismanna gerir ráð fyrir því, að á næstu fjórum árum verji Reykja- víkurborg sérstaklega 1.000 millj- ónum króna til að reisa hjúkrunar- rými fyrir aldraða í borginni. Með því er ekki aðeins verið að bæta úr brýnni þörf fyrir þennan hóp held- ur stuðla að því, að létta undir með sjúkrahúsum og eyða biðlistum þar. Við eigum ekki að sætta okkur við það lengur, að bæði yngstu og elstu borgarar Reykjavíkur séu á biðlistum eftir eðlilegri þjónustu. Eyðum biðlistum og setjum Reykjavík í fyrsta sæti. Þetta geta kjósendur gert með því að veita okkur á D-listanum stuðning í kosningunum 25. maí. Til móts við hagsmuni aldraðra Björn Bjarnason Höfundur er í 1. sæti á borgarstjórn- arlista Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Stefna okkar sjálfstæð- ismanna, segir Björn Bjarnason, er að auð- velda eldri borgurum að búa í eigin heimilum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.