Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 47

Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 47 TÖLUVERÐAR breytingar verða á aldurssamsetningu Ís- lendinga á komandi árum og hafa þær þýðingu fyrir þróun samfélagsins. Hag- stofa Íslands spáir því að árið 2030 hafi fólki sem er 67 ára og eldra fjölgað um helming eða í 59.000. Ef horft er á næstu 10 ár má reikna með að áttræð- um og eldri fjölgi um 33%, sem þýðir að rúmlega 250 manns bætast í þann aldurs- hóp á hverju ári. Langflestir í elstu aldurshópunum búa á suðvesturhorni landsins og bendir því margt til þess að aukn- ingin verði fyrst og fremst þar. Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 hafa stjórnvöld sett sér eft- irfarandi markmið í málefnum eldri borgara: Yfir 75% einstak- linga 80 ára og eldri eru við svo góða heilsu að þeir geta með við- eigandi stuðningi búið heima og að bið eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar. Þessi markmið hafa ákveðna þýð- ingu að því leyti að þau benda á verkefni sem vinna þarf að. Mikilvægast verður að bæta heilsufar og færni eldra fólks með virku forvarnastarfi, nýtingu þekk- ingar og bættri meðferð (t.d. vegna heilabilunar og beinþynningar, gerviliðaaðgerðum, brottnámi skýs á auga, o.fl.). Árangur forvarna hjá öldruðum er mikill og hefur marg- vísleg heilsuefling, s.s. aukin hreyf- ing og þjálfun, sýnt ótrúlegan árangur í auknum lífsgæðum og seinkun stofnanadval- ar aldraðra. Langflestir búa við gott heilbrigði og er afar mikilvægt fyrir þjóðina að það og langlífi fylgist að. Það er ekki eingöngu ávinningur fyrir betra líf einstaklingsins heldur einnig fyrir efnahag þjóðarinnar. Einungis um 9% aldr- aðra eða rúmlega 3000 einstaklingar búa við það mikinn heilsu- brest að þeir þarfnast langtíma- hjúkrunar á öldrunarstofnun. Af þeim búa 2200 einstaklingar í hjúkrunarrými og fá sólarhring- shjúkrun og rúmlega 1000 einstak- lingar dveljast í þjónusturými þar sem þjónustustig er mun lægra. Erfiðlega hefur gengið að mæta þörf eftir hjúkrunarrýmum og er ,,krónískur“ skortur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, en þar bíða að jafnaði um 260 einstaklingar sem metnir hafa verið í mjög brýnni þörf. Um 400 manna hópur eldri borgara sækist síðan eftir að komast í þjónusturými. Aukin þjónusta við eldri borgara bæði á forvarna- og stofnanasviði, þýðir að vaxandi eftirspurn er eftir starfsfólki með fjölbreyttan bak- grunn. Áætlanir stjórnvalda, og einkaaðila um uppbyggingu hjúkr- unarheimila benda til að fyrir hvert viðbótarhjúkrunarrými skap- ast nýtt starf og ríflega það. Eitt stöðugildi þarf vegna hvers ein- staklings sem þarfnast sólarhring- shjúkrunar svo viðunandi þjón- ustustig sé tryggt allan sólarhringinn allt árið. Afar gef- andi er að vinna með eldri borg- urum og hafa launakjör í umönn- unarstörfum færst jafnt og þétt til betri vegar. Í öldrunarþjónustu er að finna launakjör á bili þeirra lægst launuðu til þeirra hæst laun- uðu í samfélaginu. Atvinnuöryggi er hvergi tryggara og sveigjanleg- ur vinnutími góður kostur. Þeir sem standa á tímamótum og eru að velta fyrir sér náms- og atvinnu- tækifærum ættu að íhuga þann kost að leggja fyrir sig störf með eldri borgurum. Ungt fólk sem er að velja sér námsleiðir á fram- haldsskólastigi á kost á félagslið- anámi, sjúkraliðanámi, matar- tækni, hárgreiðslu- og snyrtinámi, fótaaðgerðafræði, nuddnámi, skrif- stofunámi, iðnnámi s.s. rafvirkjun og húsasmíði. Þessar námsleiðir er hægt að velja með eða án stúdents- prófs. Hvað háskólanám varðar eru hjúkrunarfræði, læknisfræði, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, djákna- nám, guðfræði, matarfræði og nær- ingarfræði, tannlæknisfræði, þroskaþjálfun, talmeinafræði, list- meðferðarfræði, tónlistarmeðferð- arfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, stjórnunar- og viðskiptafræði, mannfræði og tölvunarfræði allt námsleiðir sem þörf er á í öldr- unarþjónustu og veita fjölbreytt tækifæri. Aðrir aldurshópar sem standa á tímamótum ættu að beina sjónum sínum að öldrunarþjónust- unni, gefa sjálfum sér tækifæri og mæta til starfa í gefandi og mann- bætandi umhverfi. Atvinnutækifæri á nýrri öld – eldri þjóð Anna Birna Jensdóttir Höfundur er formaður átakshóps um bætta ímynd öldrunarþjónustu og hjúkrunarforstjóri í Sóltúni. Aldraðir Þeir sem standa á tíma- mótum, segir Anna Birna Jensdóttir, ættu að beina sjónum sínum að öldrunarþjónustunni. Þumalína, Pósthússtræti 13 og Skólavörðustíg 41 Póstsendum – sími 551 2136 Meðgöngufatnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.