Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVERNIG fá menn afsér að loka hurðum?Það er mér lokuð bók.Og af tvennu illu þyk- ir mér skárra að vera öðrum sem opin bók en að þeir sjái í gegnum mig eins og opna hurð. Það minn- ir á gamlan fjallakofa í hríðarbyl, hann á að heita lokaður en er þó opinn því rifurnar eru meiri að flatarmáli en timbrið. Þannig vil ég ekki vera. Og dyravörðurinn sem var í hurðinni í tuttugu ár hefur varla verið hamingjumaður. Þar hefur eitthvað verið að. Í mínum augum eru hurðir far- artálmar, tam. ef maður lokast inni í húsi með mannskæðri best- íu, eins og oft gerist í sjónvarp- inu, eða hlífiskildir, tam. þegar maður situr á klósettinu. Það er sem sagt aðal þeirra, bæði til góðs og ills, að þær eru heilar. Sem betur fer sitja þær í gati sem hægt er að opna ef ráðrúm gefst og kunnátta er fyrir hendi. Svo lokar maður því á eftir sér. Þá er hentugt að nota hurðina, hún er oft föst öðrum megin og þarf ekki nema blaka við henni hinum megin. Samt þrjóskast margir við og loka hurðum. Þeir njóta meira að segja blessunar málfræðinga sem hafa rétt þeim sérstakt kúbein til verksins: tæk- isþágufall. Þá er eins og menn loki dyrunum með hurðinni. Málfræðingar! Menn sem í mínu ungdæmi nutu ekki minni virðingar en grenjaskyttur. Lík- lega hafa þeir verið að kaupa sér frið. En það er eins og að rétta ljóni höndina. Heilir hildar til, hálfir hildi frá. Helvítin fóru líka að opna hurðir. Ég er þegar búinn að lýsa því hvernig opna má dyr og loka með því að beita hurð. Það verður brátt tamara en að tyggja. En til marks um að mér liggur þetta á hjarta skal ég „gera sjálfs- gagnrýni“ eins og sagt var á sellufundum í gamla daga. Einnig ég hef gengið gegnum hurð. Það var vængjahurð. Það var vont. Og einu sinni sparkaði ég af mér tréskó. Þá opnaði ég hurð. Það var dýrt. Ég veit að einhverjir lesendur munu herða hjarta sitt. Og með þeim Orðabók Menningarsjóðs: 2 opna, -aði s 1 ljúka upp: o. hurð. Þátturinn mun samt halda dyr- unum opnum og fagna hverjum sem inn um þær gengur. Hurð- arlokurnar geta átt sig. Hér lok- um við því sem lok vantar í, ekki lokinu sjálfu. En hvað um götin sem gína jafnvel við þeim sem etið hafa af skilningstrénu? Þannig er til dæmis um lúguna. Hún getur verið bæði op og lok. Rekist menn á seinni sortina bið ég þá að loka augunum – með augna- lokunum. Að opna dyr og loka er ein elsta brýning sem ég man. Listin er langæ, lífið stutt, sögðu forn- menn. Málið lifir líka hvern mann. Maður er ekki nema fruma í málkroppnum. Þá er notalegt ef nöldursefni vill fylgja manni frá vöggu til grafar. Ég held ég viti þegar mín síðustu orð: „Kistunni, asninn þinn!“ þegar ég sé pökk- unarmanninn munda tækisþágu- fallið og heyri hann biðja smíða- naut sinn að loka spónaplötunni sem ég keypti í sparnaðarskyni. Það verður léttir að lenda þeim megin sem hurðarlaust er. – – – Hvert er málið ef þetta er kjarninn: miðlæg staða svæðisins innan borgarlandsins? Svæðið er Laugardalurinn. Hitt þýðir að hann sé í miðri Reykjavík. – – – Traust og sæmd voru með allra elstu dyggðum og farnar að lifa sjálfar sig. Það er mikill munur hvað viðskipti eru óþvinguð eftir þeirra dag. Þó er fulllangt gengið þegar menn treysta ekki lengur þeim fáu sögnum sem ætlað er að koma hlutum í réttar hendur. Nú eru margir farnir að vantreysta orðalagi á borð við gefa ein- hverjum eitthvað og styrkja það með forsetningunni til í von um að gjöfin komist þá frekar til skila. Það er eins og þeim finnist ábyggilegra að þiggjandinn komi höndum yfir hana ef hann stend- ur í eignarfalli. Þetta á eins við um gjafir sem ætlunin er að taka aftur með vöxtum. Ég bið bank- ann að lána mér nokkrar millj- ónir fyrir bréfum í Svikamyll- unni. Í svarbréfinu gefur hann ekkert út á það en býður upp á aðra tilhögun: að lána þær til mín. Hér nægir þágufall og meira en það. Til að ég geti keypt bréf- in og sett mig á hausinn þarf bankinn ekki annað en lána mér peningana. Hitt er óþörf viðbót. Sagnir á borð við gefa, veita, lána, borga, senda, selja, afhenda og greiða virðast draga hana að sér enda eru viðskipti orðin plássfrek á prenti. Stundum er sömu sögnum þó treyst til að vinna einum með þágufalli. Ég þekki engan sem gefur kjafts- högg til annars. Það er alltaf af- hent milliliðalaust. – – – Fyrsta afsökunin var lítilmann- leg og það var mátulegt á Adam að hún dugði ekki. En menn urðu aldeilis fegnir uppfinningunni. Hins vegar vill nú slá saman orðasamböndunum að bera ein- hverju við og að bera eitthvað fyrir sig. Tvö dæmi: „Hann ber fyrir sig ýmsum rökum“ og „Dómsmálaráðuneytið ber fyrir sig bandarískum mengunarvarna- lögum“. Líklega er andstæðing- unum hollast að koma aftan að þessum skötuhjúum. Ég vildi síð- ur verða barinn með bandarísku mengunarvarnalögunum; í sjón- varpinu eru þarlendir lagabálkar alltaf á þykkt við nautslæri. Hins vegar er öllum frjálst að bera lög- in fyrir sig til að klekkja á mér, þótt mér þætti bæði undarlegt og leitt að varða við þau. – – – Úr Orðabók handa alvörulaus- um: forngrikkir óleikir sem menn gerðu hver öðrum allt til hausts árið 476 e.Kr. Á Íslandi til loka miðalda. Sjá nýgrikkir. Hvernig fá menn af sér að loka hurðum? asgeir@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Ásgeir Ásgeirsson ÞAÐ sem vakti okk- ur til umhugsunar og hvatti til þessara greinaskrifa eru um- mæli Guðmundar T. Þórarinssonar, for- stöðumanns á meðferð- arheimilinu Árvöllum, á vettvangi fjölmiðla. Hann gagnrýnir sjúk- dómshugtakið og sér- staklega þá meðhöndl- un sem SÁÁ beitir og segist oft þurfa að eyða vikum og mánuðum í að afrugla unglinga sem til hans leita, eða snúa ofan af ruglinu sem meðferðaraðilar hjá SÁÁ hafi komið inn hjá þeim. Þessi ummæli Guðmundar eru að okkar mati óviðeigandi og reyndar allur málflutningur hans varðandi álit hans á vinnubrögðum meðferðaraðila í landinu og einnig erlendis. Guð- mundur fullyrti í Íslandi í dag fyrir skömmu að tiltekinn meðferðaraðili í Bandaríkjunum væri hættur að vinna út frá sjúkdómshugtakinu og „gene- tics“. Hann sagði að þeir töluðu um „illness“, en samkvæmt enskum orðabókum þýðir illness sjúkdómur. Samkvæmt okkar heimildum vinnur þessi meðferðarstöð, sem hann tiltók, enn eins og áður út frá sjúkdómshug- takinu. Eins og aðrir meðferðaraðilar gegnir Guðmundur lykilhlutverki í lífi þeirra ungmenna, sem til hans leita í vandræðum sínum, þann tíma sem þau dvelja í hans umsjá. Í ham sínum virðist Guðmundur gleyma því að hann er að vinna með ungt og ómótað fólk. Það er því mjög óviðeig- andi af Guðmundi að koma fram í fjöl- miðlum til að fjalla um aðra meðferð- ar- og hjálparaðila með þeim hætti, sem hann gerir. Ekki bætir hann ímynd sína sem trúverðugur með- ferðaraðili, að okkar mati, með því að upplýsa alþjóð um hvað hann er upp- tekinn af því að rakka vinnu annarra niður í sjálfri meðhöndlun sinni. Það er hárrétt hjá Guðmundi að barnungt fólk með snautt félagslegt stuðningsnet og brotinn bakgrunn hefur minni andlega, félagslega og líkamlega mótstöðu gagnvart því að leiðast út í neyslu á áfengi og öðrum vímuefnum og afvegaleiðast heldur en ungmenni sem býr við, og hefur frá því í vöggu búið við, alhliða gott atlæti og sterkt félagslegt stuðnings- net. Þess vegna er það umhugsunar- vert að ekki leiðast öll ungmenni út í neyslu þrátt fyrir slæm uppeldisleg skilyrði og einnig að þrátt fyrir góð skilyrði falla mörg ungmenni í valinn fyrir tilstilli áfengis- og vímuefna- neyslu. Þessar hugleiðingar leiða okkur inn á sjúkdómshugtakið. Rannsóknir og störf meðferðaraðila um víða ver- öld hafa leitt í ljós að sjúkdómurinn sem veldur fíkn hjá mannkyni í áfengi og vímuefni fer ekki í mann- greiningarálit fremur en aðrir sjúk- dómar. Oft hafa bæði lærðir og leikir komið fram á sjónarsviðið með við- horf sín gagnvart sjúkdómshugtak- inu í umræðunni um meðferðar- úrræði vegna áfengis- og vímu- efnaneyslu. Það sem mörgum hugnast illa varðandi sjúkdómshug- takið í þessu samhengi er sú túlkun að um leið og ofneysla og fíkn sé tengd við sjúkleika geti viðkomandi falið sig bak við það. Það er jú ekkert við því að gera ef maður er með sjúk- dóm. Þetta er auðvitað rangfærsla í grundvallaratriðum. Í sjúkdómshug- takinu felst að sumt fólk geti ekki neytt áfengis og annarra vímuefna sér að skaðlausu, það er með einhvers konar ofnæmi. Einstaklingur sem hefur ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum þannig að það trufli líf hans á einn eða annan hátt skilur oftast ekki hvað er að hjá honum. Svokölluð afneitun meinar honum það. Í flestum tilfellum álítur sá ánetjaði sig mislukkaðan einstak- ling og það vefur þannig upp á sig að vanlíðan þróast stöðugt og verður verri og verri, þ.e.a.s. tilfinningalega séð. Síðan á sér stað önnur slæm líð- an, sem snýr beint að líkamlegum fráhvörfum. Þetta blandast reyndar saman og tilveran verður illbærileg. Neyslan verður að lokum einn víta- hringur þar sem efnið, í hvaða formi sem það er, er notað til að bæta líðan. Þeir sem standa þessum einstak- lingum næst sjá oftast hvað er orsök og hvað afleiðing. Aðstandendur fara gjarnan út í þá iðju að reyna að stjórna neyslu fíkilsins til að hjálpa honum að hafa stjórn á lífi sínu. Að- standendur reyna einnig með þessum hætti að breiða yfir það sem miður fer. Þessu ferli fylgir mikil skömm og sektarkennd bæði fyrir fíkilinn og að- standendur hans. Lausnin felst í því að láta þessi efni alveg vera, þ.e.a.s. bindindi fyrst og fremst. Bindindi er grundvöllur þess að fíkillinn geti unnið með tilfinning- ar sínar, breytt lífsstíl sínum og lifað góðu lífi. Fyrir fíkil er það mikill léttir að fá skilning á sjúkdómnum. Vitn- eskjan um það að lausnin á vandan- um felist í því að hætta neyslu og að hann eigi sér viðreisnar von. Það er sem sagt hægt að gera eitthvað í mál- inu og um það snýst meðferðin, ætl- um við, bæði hjá Árvöllum og SÁÁ. Að meðferð lokinni, þegar út í lífið sjálft er komið, reynir fyrst verulega á einstaklinginn og skiptir þá höfuð- máli að ytri skilyrði séu góð. Sérstak- lega á þetta við um ómótaða unglinga. Einlægur áhugi þeirra til að breyta lífsstíl sínum nær skammt ef lítill sem enginn félagslegur stuðningur fylgir máli. Þar þurfa fleiri en meðferðarað- ilar að koma inn í myndina, þ.e. sam- vinna meðferðaraðila, Félagsþjón- ustu og skóla er nauðsynleg og er þessari samvinnu mjög ábótavant í dag. Einnig er það umhugsunarvert hve margir eru að meðhöndla þennan hóp hver í sínu horninu án samráðs og án samvinnu. Meðferð SÁÁ byggist í grundvall- aratriðum á því að hætta neyslu út frá hugmyndum um ofangreint of- næmi, sem er samkvæmt svokölluðu Minnesota-módeli, sem aftur byggist á hugmyndafræði AA-samtakanna. Við viljum leggja áherslu á það að milljónir manna um allan heim hafa náð tökum á lífi sínu með breyttum lífsstíl með stuðningi AA-samtak- anna. Samkvæmt okkar heimildum eru AA-fundir einn af dagskrárliðum meðferðarinnar hjá báðum aðilum. Þess vegna undrumst við ummæli Guðmundar um andúð hans á sjúk- dómshugtakinu. Það virkar, að okkar mati, ákaflega mótsagnakennt. Á Íslandi eru í dag 280 AA-deildir um allt land og á Reykjavíkursvæð- inu eru 15–25 fundir á dag þar sem þúsundir manna og kvenna fá stuðn- ing við að viðhalda breyttum lífsstíl, þ.e.a.s. allsgáðu og góðu lífi. Ábyrgð meðferðaraðila á vettvangi fjölmiðla Erla B. Sigurðardóttir Fíkn Það er óviðeigandi af Guðmundi, segja Hjör- dís Hilmarsdóttir og Erla B. Sigurðardóttir, að koma fram í fjöl- miðlum til að fjalla um aðra meðferðar- og hjálparaðila með þeim hætti sem hann gerir. Greinarhöfundar eru félagar í SÁÁ. Hjördís Hilmarsdóttir Mánudagskvöldið 13. maí verður hjóna- efnanámskeið kl. 20– 22.30 í Grafarvogs- kirkju á vegum Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar og pró- fastsdæmanna í Reykjavík. Í hönd fer sá tími sem flestir velja til að ganga í hjónaband, tími frjó- semi og hreiðurgerðar hjá fuglum og mönn- um. Oft er um það rætt hve sjálfsagt þyki núorðið að hundaeigendur sæki námskeið til að þjálfa sig og sína, en við gerum litlar kröfur til sjálfra okkar hvað varðar að auka skilning á sjálfum okkur, maka og börnum. Hrós Hjónaefnanámskeiðið á að vera örlítil bragarbót á þessu. Benedikt Jóhannsson sálfræðingur flytur fyrirlesturinn Góð samskipti og fjallar m.a. um mikilvægi þess að pör tali saman og hrósi hvort öðru. Elísabet Berta Bjarnadóttir fé- lagsráðgjafi fjallar svo um hjóna- bandssamninginn og mikilvægi þess að átta sig á hvaða góða kosti og venjur við komum með úr upp- runafjölskyldunni okkar, svo við getum blómstrað út frá styrkleikunum og látið þá leiða okkur inní framtíð sem við kjós- um sjálf á bjartsýnum nótum í ljósi mann- kosta. Þegar hvers- dagsástin tekur við eftir eitt eða tvö ár í ástarbríma er algengt að við förum að ein- blína á galla hvort annars og kenna hvort öðru um eins og systkini í fýlu en ekki eins og tveir fullorðnir einstaklingar með vel rekið tilfinningafyrirtæki. Hjónabandssæla Leikararnir Halla Margrét Jó- hannsdóttir og Gunnar Hansson sýna samskipti kynjanna meðan borðuð verður hjónabandssæla með rjóma og drukkið kaffi. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson talar um kristilegt innihald hjónavígslunnar og Kjartan Sigurjónsson organisti gefur tóndæmi um fallega brúð- kaupstónlist. Allir eru velkomnir. Brostnar vonir Við leggjum áherslu á að pör og sambýlingar gefi sér tækifæri til kynnast sjálfum sér og líta í eigin barm þegar á bjátar. Oftar en ekki eru brostnu vonirnar einungis of miklar og óraunsæjar vonir okkar sjálfra um að fá uppfyllingu eigin takmarkana hjá makanum. Sem betur fer þykir orðið sjálfsagt að tala við fólk sem kann hjónameð- ferð og mörg kraftaverkin sjá dagsins ljós, þegar fólk fer að átta sig betur á sjálfum sér og uppruna sínum. Velkomin á mánudags- kvöldið í Grafarvogskirkju. Hjónaefnanámskeið Elísabet Berta Bjarnadóttir Höfundur er félagsráðgjafi hjá kirkjunni. Námskeið Við leggjum áherslu á að pör og sambýlingar, segir Elísabet Berta Bjarnadóttir, gefi sér tækifæri til kynnast sjálfum sér og líta í eigin barm þegar á bjátar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.