Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 49 Ve r t u o r g i n a l – n o t a ð u h i n a e i n u s ö n n u Allt límist við hina einu sönnu Post-it®... *Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. ÞETTA TI LBOÐ FÆST Í Ö LLUM BETRI BÓ KA- OG RITF ANGA- VERSLUN UM... Vörunr. 655D. 76 mm x 127 mm. 100 blöð pr. blokk. Vörunr. 654D. 76 mm x 76 mm. 100 blöð pr. blokk. Vörunr. 653D. 38 mm x 51 mm. 100 böð pr. blokk. Einstak t tilboð * Þú kau pir 10 ekta gu lar pos t-it ® blokkir og fær ð 2 ók eypis 10+2 ÓKEYP IS 10+2 ÓKEYP IS 10+2 ÓKEYP IS - líka velgengni Í FORNÖLD sigldu hetjur yfir heimshöfin með brugðnum brönd- um. Í dag eru hetjudáð- ir okkar fólgnar í að koma óteljandi hlutum í verk strax í gær, borga alla reikningana, vinna á fjórum stöðum, eiga skammlaust heimili, halda öllum góðum og vera nokkurn veginn fullkomin foreldri. Mitt í þessum hetjudáðum gefst lítill tími til að spyrja sig hvort við séum raunverulega hamingjusöm eða hvernig okkur líði yfirleitt. Ekki fyrr en þunglyndiseinkennin eru komin á það stig að ærlegt fyllirí er hætt að duga, ferðin upp í sumarbústað eða til Kanarí sem átti að vera til að næra alla fjölskylduna verður bara enn eitt áreitið. Einvera gerir ekkert gagn heldur því að þá þurfum við að finna fyrir sjálfum okkur. Hvað er þá til ráða? Kannski að taka þunglyndislyf og halda svo áfram að berjast, því hetjur gefast ekki upp? Áður en við náum þessu stigi er langur aðdrag- andi og kannski væri ráð að líta upp og inn á við aðeins fyrr á þeirri leið. Hugsunin um líkamann Mörg samfélög hafa í gegn um tím- ann lært að líta á líkama, anda og til- finningar sem óaðskiljanlega heild og þróað með sér leiðir til að beisla lífs- orkuna og næra alla þætti mannsins. Það má segja að við vesturlandabú- ar höfum farið aðra leið, því við höfum bútað manninn niður í einingar og reynt að laga einn og einn hluta án þess að taka tillit til hinna. Þetta við- horf er nú að breytast og nýjustu kenningar vísindanna vísa okkur ein- mitt í þessa átt. Í túlkun mannsins á mörgum trúarbrögðum, þar á meðal kristinni trú er það oft gefið í skyn að líkaminn sé óæðri hlutinn af okkur. Okkur var kennt að afneita líkamanum. Í dag er lögð ofuráhersla á líkamann – og þá fyrst og fremst hvernig hann lítur út. Við lærum að beita huganum. Og hugurinn er líka á mjög háum stalli í okkar menningu. Við lærum að hugsa um líkamann – en lærum við að finna fyrir honum? Tilfinningin fyrir líkam- anum (sem er ekki það sama og lík- aminn sjálfur) er þrátt fyrir allt að- eins nær sannleikanum en hugsunin. Við getum því sagt að líkamsvitundin – tilfinningin fyrir lík- amanum – færi okkur nær andanum, nær Guði, nær kjarnanum – og nær því að njóta þess að lifa. Líföndun Það sem tengir sam- an huga, líkama og anda er öndunin. Hún gefur okkur beinan aðgang inn í núið – líðandi stundu. Hún tengir okk- ur við það að finna fyrir lífinu og hjálpar okkur að sleppa huganum. Andi og andardráttur eru náskyld orð og við köfum inn í andartakið með því að taka andköf! Líföndun er afar einföld tækni þar sem við einbeitum okkur að öndun- inni til að tengjast líkamsvitundinni, losum um spennu og stíflur sem hafa myndast í líkama okkar. Þessi spenna getur verið í formi vöðvabólgu eða hvers konar sársauka. Hún getur líka verið andlegur eða líkamlegur dofi; eitthvað sem við finnum ekki fyrir. Eða einhver óræð tilfinning, kvíða- hnútur í maganum, eirðarleysi, þreyta, óþolinmæði, sorg. Í stuttu máli allt milli himins og jarðar. Allt sem við höfum dæmt og gefið nafn og þar með aðskilið okkur frá því situr í okkur og bíður þess að vera meðtekið sem hluti af heildinni. Og á meðan er- um við þrælar þess. Um leið og við gefum þessum draugum fortíðarinn- ar frelsi og hættum að berjast við þá verðum við líka frjáls. Hugsa minna, finna meira Líföndun er tæki sem við getum notað til að nálgast tilfinningar okkar, finna þær og losa um það sem er fros- ið eða fast. Við notum öndunina til að halda aftur af því sem við viljum ekki finna – þegar við reynum að bremsa lífið. Á sama hátt getum við nálgast frosnar eða ómeðvitaðar tilfinningar í gegn um öndunina, með því að finna fyrir þeim í líkamanum á meðan við öndum. Líföndun getur líka verið leið til að finna fyrir lífinu, lífskraftinum okkar og hlaða okkur orku ef við höf- um gleymt henni einhvers staðar á hlaupunum. Líföndun er ekki meðferðarform heldur mætti kannski segja að hún sé eins konar stefnumót við lífið eða okk- ur sjálf, fyrir suma er hún hlátur- stund. Hún er ekki lausn á öllum okk- ar vandamálum. þau verðum við samt að leysa. En kannski verðum við enn meiri hetjur ef við lærum af börnun- um okkar að hugsa minna og finna meira; lifa dýpra, elska stærra, hlæja hærra. Hugsa minna, finna meira, elska hærra, hlæja oftar Guðrún Arnalds Heilsa Líföndun er ekki með- ferðarform, segir Guðrún Arnalds, heldur eins konar stefnumót við lífið. Höfundur er nuddari, hómópati og leiðbeinandi í líföndun. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.