Morgunblaðið - 11.05.2002, Page 50

Morgunblaðið - 11.05.2002, Page 50
UMRÆÐAN 50 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Landbúnaðarráðu- neytið hefur á síðasta misseri farið fram á það við landeigendur Skipalóns í Hörgár- byggð að þeir hætti að selja möl af landi sínu og byggja það á eftir- farandi ákvæði í afsals- bréfi: „Námar- og náma- réttindi í landi jarðar- innar og sömuleiðis vatns- og jarðhitarétt- indi, umfram heimilis- þarfir, eru undanskilin sölu jarðarinnar.“ Landbúnaðarráðu- neytið hefur hótað aðgerðum ef ekki verður farið eftir fyrrgreindum til- mælum Með þessari aðgerð ætlar ríkið (landbúnaðarráðuneytið) að reyna að hafa af landeigendum þessi rétt- indi eftir rúm 40 ár sem við með réttu keyptum af ríkinu 1959 skv. lögum nr. 4 frá 26. febr. 1946 og nota til þess breytta málnotkun á orðinu náma. Orðið malarnáma er ekki enn komið í orðabækur ( a.m.k. ekki í Orðabók Háskólans og íslenska orðabók gefin út af Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1983). Aftur á móti er orðið malartekja til í ís- lenskri orðabók gefinni út af Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1983. Þar þýðir orðið malar- tekja: það að taka möl (í steypu eða vegi), stað- ur sem er til þess fall- inn. Í orðabókum þýðir orðið náma svæði þar sem verðmæt efni eru grafin úr jörðu: kola- náma, járnnáma; göng í jörðu, mynduð við slíkan gröft. Einnig má benda á að ef túlkun ráðuneytisins á fyrrnefndum lögum frá 1946 væri rétt hefði tilgangurinn með því að hafa malartekju undan- skilda sölu annaðhvort verið sá að ríkið tæki upp sölu á malarefni vítt og breytt um landið af jörðum sem ekki eru í eigu þess eða að koma í veg fyrir að þessi efni væru nýtt. Hvort ætli nú teljist sennilegra? Fjöldi jarða hefur verið seldur með þessum ákvæðum. Ráðuneytið hlýtur að stefna að því að ná þessum réttindum af þeim öllum og óska ég eftir að þeir landeigendur sem eru í sömu stöðu og við hafi samband við undirritaðan því það er full ástæða til að bregðast við þessu ofríki strax. Ætlar ráðherra í mál við landeigendur? Arngrímur Ævar Ármannsson Höfundur er einn eigenda Skipalóns í Hörgárbyggð og skrifar fyrir hönd þeirra. Malartekja Full ástæða, segir Arn- grímur Ævar Ármanns- son, er til að bregðast við þessu ofríki strax. ÉG ER oft spurð að því hvað hafi komið mér mest á óvart í kosningabaráttunni, enda er þetta í fyrsta sinn sem ég tek þátt í stjórnmálum. Ég hef svarað því á þann hátt að það komi mér mest á óvart hve fátt kemur mér á óvart! Ánægju- legast er að kynnast öllu því góða fólki sem tekur þátt í kosninga- baráttunni með okkur frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins. Ég fylgist með grasrótar- starfinu af aðdáun og hrifningu og hvað margir leggja fórnfúsir sitt af mörkum í barátt- unni fyrir því að við náum meiri- hluta í borginni. Vinur eða óvinur? Neikvæða hliðin sem ég hef upp- lifað eru útúrsnúningar, rang- færslur, blekkingar og lygar núver- andi meirihluta, eða R-listans. Vinur minn og fyrrum félagi úr kennara- baráttunni, Þröstur Brynjarsson, varaformaður Félags leikskólakenn- ara, hefur ákveðið að taka þátt í þessu neikvæða starfi R-listans með grein sem hann skrifaði og birtist í Morgunblaðinu á uppstigningardag. Í grein sinni sakar Þröstur mig um umskipti og óheilindi og gefur í skyn að eitthvað hafi gerst hjá mér við það að Sjálfstæðisflokkurinn bauð mér 3. sæti á lista hans fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Undir þeim ásökunum sit ég ekki þegjandi, jafnvel þó þær komi frá vini mínum, nema að Þröstur hafi þurrkað mig út af þeim lista við það eitt að ég tók sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins? Brúum bilið Tilefni greinarinnar er að við sjálfstæðismenn viljum gera tilraun með að leyfa 5 ára börnum að hefja nám í grunnskóla. Ef Þröst- ur gæfi sér tíma til að lesa stefnuskrána og hlýða með opnum huga á málflutning okkar kæmi hann auga á eft- irfarandi staðreyndir: Við viljum þróa sam- starfið á milli leikskóla og grunnskóla og brúa bilið á milli þessara tveggja skólastiga. Við ætlum að efla innra starf leikskólanna með því að bjóða þar upp á valfög sem tengjast listsköpun, hreyfingu og tjáningu og með því að hefja und- irbúningskennslu í grunnfögum á síðasta ári leikskólans. Við viljum þróa samstarfið enn betur og hefja tilraun með það að heimila 5 ára börnum að fara í grunnskóla. Eins og málum er nú háttað eru það ein- göngu Ísaksskóli og Landakotsskóli sem bjóða 5 ára börnum kennslu. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að ekki hefur verið lögð nægilega mikil rækt við duglega nemendur og vilj- um við gera stórátak í því að koma til móts við afburða nemendur. Ákvörðun um skólaskyldu 5 ára barna ber að skoða í ljósi reynsl- unnar að 2–3 árum liðnum og end- urskoða námskrár leik- og grunn- skóla. Hugmyndafræði leikskólakennara Með skiptingu Reykjavíkur í skólahverfi og skipan skólaráða sem fara með málefni leik- og grunn- skóla er auðveldara að brúa bilið milli leikskóla og grunnskóla. Auk skólastjóranna gegna leikskóla- kennarar og grunnskólakennarar gríðarlega miklu hlutverki. Þeir geta laðað fram það besta á hvoru skólastigi í þeim tilgangi að efla hitt. Ég tel einmitt að sú hugmyndafræði sem leikskólakennarar styðjast við, sem er að börnin læri í gegnum leik, eigi fullt erindi inn í yngstu bekki grunnskólans. Drögum úr sundrungu milli skólastiga Mér finnst mikilvægt að við horf- um á leik- og grunnskólastigin í meiri heild en gert hefur verið. Menntun leik- og grunnskólakenn- ara fer nú fram bæði í Háskólanum á Akureyri og Kennaraháskóla Ís- lands. Þá eru þessir tveir hópar ásamt framhaldsskóla- og tónlistar- skólakennurum í einum samtökum, Kennarasambandi Íslands, og ætti það að stuðla að enn frekara sam- starfi í stað þess að alið sé á sundr- ungu á milli þeirra. Niður með 5 ára bekkinn? Ef ég beitti sömu brögðum og R-listamenn, sem Þröstur hrífst svo af, myndi ég segja að stefna R-list- ans væri að banna og leggja niður 5 ára bekkina í Ísaksskóla og Landa- kotsskóla. En ég geri það ekki, ég hef ekki skipt um ham við það að taka 3. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins. Og þú, Þröstur! Guðrún Ebba Ólafsdóttir Reykjavík Ef ég beitti sömu brögð- um og R-listamenn, seg- ir Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, myndi ég segja að stefna hans væri að banna og leggja niður 5 ára bekkina í Ísaksskóla og Landakotsskóla. Höfundur skipar 3. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins. Í Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 9. maí vitnar Friðbert Traustason, hagfræð- ingur og formaður SÍB í 1. maí ræðu mína á Ingólfstorgi. Þar kemst formað- urinn að þeirri sér- kennilegu niðurstöðu að réttmæt gagnrýni á viðskiptahætti bank- anna, þ.á.m. hátt vaxtastig og há þjón- ustgjöld jafngildi árás á starfsmenn bank- anna. Hér er formað- urinn á villigötum. Með sama hætti væri hægt að halda því fram að starfsmenn verslana beri ábyrgð á háu vöru- verði, starfsmenn olíufélaga á háu bensínverði og starfsmenn trygg- ingafélaga á dýrum tryggingum. Auðvitað sér hver heilvita maður að þessi málflutningur er út í hött. Það vakti á engan hátt fyrir undirrituðum að kasta rýrð á ís- lenska bankamenn, sem þurfa að búa við svipuð lánakjör og aðrir þegnar þessa lands. Okurvextir bankanna bitna jafnt á heimilum þeirra sem heimilum annarra landsmanna. Friðbert Traustason veit eins og aðrir hvar stefnumarkandi ákvarð- anir eru teknar í fyrirtækjum. Þær eru ekki teknar á borðum al- mennra starfsmanna. Það eru yf- irstjórnendur bankanna sem taka ákvarðanir m.a. um vaxtabil með hliðsjón af því hvað þeir ætla að hafa mikinn hagnað af starfseminni. Ég vil vekja athygli formanns SÍB á því að fjölmargir aðilar hafa gagnrýnt okur- vaxtastefnu bankanna að undanförnu þar sem há vaxtagjöld og há þjónustugjöld skera í augu í lækk- andi verðbólgu. Ég hefði búist við því að í formanni SÍB ættum við okkur bandamann í þessu máli. Það er sameig- inlegt hagsmunamál allra launa- manna að lækka kostnað í banka- kerfinu og létta þar með skuldabyrði heimilanna. Svo einfalt er það. Af minni hálfu er þessu máli lok- ið. Rangfærslur Friðberts Traustasonar Sigurður Bessason Vextir Það er sameiginlegt hagsmunamál allra launamanna, segir Sig- urður Bessason , að lækka kostnað í banka- kerfinu. Höfundur er formaður Eflingar- stéttarfélags. STARFSEMI Leik- skóla Reykjavíkur hef- ur eflst verulega á und- anförnum árum. Börnum hefur fjölgað, fjöldi nýrra deilda tekið til starfa og starfsmenn leggja mikinn metnað í að sinna vel þessari grunnþjónustu á vegum borgarinnar. Það er því ekki að undra að 98% foreldra leikskólabarna eru ánægð með þjón- ustuna. Það hlýtur að teljast frábært. Barnaskutlið að baki Það er hollt fyrir borgarbúa að rifja upp á þessari stundu hversu miklar breytingar hafa orðið í leikskólamál- um á síðustu átta árum. Þegar ég flutti aftur til borgarinnar árið 1993 ríkti hér stöðnun og afturhald í þess- um efnum. Þá var ekki ætlast til að börn væru lengur en hálfan daginn í leikskóla, nema um sérstakar aðstæð- ur væri að ræða. Margir foreldrar þurftu að aka úr vinnu í hádeginu til að ferja börnin í eða úr leikskóla, úr einni vist í aðra, með tilheyrandi stressi og eyðslu á tíma, bensíni og malbiki. Ekki var hægt að sækja um leikskólapláss fyrir börn fyrr en þau voru orðin 18 mánaða gömul. Stóraukin þjónusta Eftir að Reykjavík- urlistinn komst til valda árið 1994 hefur orðið gjörbreyting í þessum efnum. Börnum sem eru í leikskóla allan daginn hefur fjölgað úr 30% í tæplega 80% í ár. Eftirspurnin eftir þess- ari þjónustu hefur vaxið í takt við gæði þjónust- unnar. Daglegum dvalarstundum barna hefur fjölgað um 15% síðan 1998, og um 56% frá 1994, bæði vegna fjölgunar barna og þess að æ fleiri eru nú í leikskóla allan daginn. Í ár munu öll börn frá tveggja ára aldri eiga kost á að fara í leikskóla. Allt er þetta í takt við kröfur tímans og óskir foreldra. Til þess að mæta þessum kröfum hafa um 100 nýjar leikskóla- deildir verið byggðar á síðustu átta árum. Vist í leikskóla er ekki lengur skömmtuð til ákveðinna hópa heldur stendur öllum til boða. Leikskólinn er orðinn eðlilegur hluti af skólabraut hvers barns, enda sýna rannsóknir að leikskólastarfið hefur ýmislegt já- kvætt í för með sér fyrir börnin sem og þjóðfélagið allt. Svo er Reykjavík- urlistanum fyrir að þakka að hér hef- ur ekki aðeins orðið hugarfarsbreyt- ing heldur hafa allar aðstæður gjörbreyst. Ókeypis að hluta fyrir fimm ára Þrátt fyrir þessa uppbyggingu þarf vissulega að gera betur. Nú stefnir Reykjavíkurlistinn á að öll börn eldri en átján mánaða eigi kost á leikskólaþjónustu og að öllum börn- um verði tryggð niðurgreidd dagvist. Auk þess verði hluti af skólastarfi fimm ára leikskólabarna ókeypis. Með þessu móti vill Reykjavíkurlist- inn koma til móts við borgarbúa sem þurfa á þessari þjónustu að halda og jafnframt að tryggja að öll börn eigi þess kost að njóta góðs af því góða uppeldis- og skólastarfi sem í leik- skólunum fer fram. Þetta er spurning um aukin lífsgæði fyrir þennan hóp foreldra og barna jafnframt því sem með leikskólastarfinu er lagður grunnur að mörgum jákvæðum þátt- um í lífi barnanna sem kemur öllu samfélaginu til góða. Frábærir leikskólar Stefán Jóhann Stefánsson Reykjavík Svo er Reykjavíkurlist- anum fyrir að þakka, segir Stefán Jóhann Stefánsson, að hér hef- ur ekki aðeins orðið hugarfarsbreyting held- ur hafa allar aðstæður gjörbreyst. Höfundur er hagfræðingur og skip- ar 18. sæti á Reykjavíkurlistanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.