Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 51 MARKMIÐ fram- bjóðenda til sveitar- stjórnakosninga er að ná kosningu en til þess þurfa þeir að þekkja þarfir þegnanna. Nú þegar nálgast kosningar er vert að minna á mikilvægi góðrar og öruggrar þjónustu við aldraða. Framtíðarspár gera ráð fyrir mikilli fjölgun eldri borgara á kom- andi árum og í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er gert ráð fyrir að hinir sömu geti verið heima hjá sér og njóti þjónustu eins lengi og heilsa og aðstæður leyfa. Það ætti að vera ávinningur fyrir einstaklinginn og þjóðarbúið. En hvað þarf til að svo megi verða? Því velti ég fyrir mér og bið þá sem munu stjórna þessum málum eftir kosningar að koma þeim til betri vegar, að höfðu samráði við eldri borgara. Heimaþjónusta Það skal tekið fram að margt hef- ur verið vel gert í heimaþjónustu. Meðal annars hafa verið haldin launatengd námskeið fyrir fólk sem þar starfar. Ímynd starfsins og lág laun hafa orðið til þess að það er ekki eins eftirsóknarvert og vera þyrfti. Á þessu er brýn nauðsyn að ráða bót. Móta þarf heildarstefnu um menntun, starfsrétt- indi og kjör stéttar sem fjöldi fólks þarf á að halda og hefja þarf starfið til vegs og virð- ingar. Samræma þarf þjónustuþörfina með samvinnu ríkis- og sveitarfélaga og koma upp einföldu auðskilj- anlegu þjónustukerfi. Viðurkennd réttindi þarf til að veita heima- hjúkrun, heimaað- hlynningu og fé- lagslegri aðstoð. Það sama á að gilda heimaþjónustu. Höf- um í huga að þörf er á sérstöku hug- arfari, þekkingu og verkkunnáttu til að sinna heimaþjónustu og félagslegi þátturinn er ekki síst mikilvægur. Til að svo megi verða er nauðsyn- legt að skipuleggja stuttar áhuga- verðar starfsnámsbrautir eða skóla í heimaþjónustu fyrir fólk á öllum aldri og í samvinnu við aldraða. Kvöldnám og fjarnám Meta má nám og starfsreynslu þeirra sem eldri eru. Einnig er hægt að tengja námið ýmsum brautum framhaldsskóla, t.d. hússtjórnar-, heilbrigðis- og félagsfræðibrautum. Nú þegar er búið að samþykkja námsbraut félagsliða sem eiga m.a. að starfa í heimaþjónustunni. Ég nefni það vegna þess að margt skóla- fólk sækist eftir að vinna við heima- þjónustu með námi og á sumrin. Huga þarf að því að eldri borgarar með góða starfsorku gætu eflaust hugsað sér að taka þátt í heimaþjón- ustu eða öðrum þjónustustörfum til að drýgja tekjurnar ef þeir yrðu ekki fyrir tekjuskerðingu. Það er ein ástæðan sem styrkir óskir félaga eldri borgara um að hækka frítekju- mörkin. Það er ótrúlegt að á sama tíma og vöntun er á fólki til margs- konar starfa eru höft sett á þá sem komnir eru á eftirlaun, þótt þeir hafi þekkingu og þrek til að sinna a.m.k. hlutastarfi. Að fá að vinna og taka þátt í áhugaverðum verkefnum gæti bjargað mörgum frá þunglyndi og vonleysi og um leið gefið hlutaðeig- andi fjárhagslega möguleika til sinna áhugamálum og taka þátt í tóm- stundastörfum. Ráðgjöf og upplýsingar Oft heyrast raddir meðal eldri borgara um að erfitt sé að rata í kerf- inu, finna út hvert á að hringja til að fá aðstoð eða upplýsingar. Sem dæmi um þjónustu má nefna félög eldri borgara, líknarfélög, kirkju- félög, opinberar stofnanir og örygg- isþjónustu. Gera má kerfið einfaldara með því að starfrækja upplýsinga- og fræðslumiðstöð fyrir aldraða, sem mætti t.d. nefna „Grænu línuna„ í tengslum við Félagsþjónustu sveit- arfélaga. Þar gætu aldraðir fengið upplýsingar og fræðslu um hvert á að leita og hvað er til ráða. Með því gefst tækifæri og gagnkvæmt upp- lýsingastreymi fyrir þau félög sem vilja liðsinna öldruðum. Auk þess má veita ýmiss konar fræðslu með vel unnum fræðsluþátt- um í útvarpi og sjónvarpi, á netinu og með stuttum greinargóðum fréttabréfum. Aðalatriðið er markviss, vel skipu- lögð, sveigjanleg og fjölþætt heima- þjónusta, eftir þörfum hvers eins, þar sem aldraðir eru hafðir með í ráðum. Þjónusta þar sem lögð er áhersla á samvinnu þeirra eldri og yngri, gagnkvæmt traust og áreiðanleika. Það skapar öryggi og ánægju fyrir báða aðila. Ég skora á stjórnendur fé- lagsþjónustu sveitarfélaga að gera könnun á stöðu mála í heimaþjón- ustu og hefja sem fyrst markvissar umræður í samvinnu við aldraða um það hvernig einfalda má kerfið, með samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Samræma þarf heimahjúkrun, heimahlynningu og heimaþjónustu og efla upplýsinga- og fræðsluþjón- ustu fyrir aldraða til að skapa þeim öryggi og vellíðan á efri árum. Heimaþjónusta við upphaf nýrrar aldar Bryndís Steinþórsdóttir Aldraðir Samræma þarf heima- hjúkrun, segir Bryndís Steinþórsdóttir, heima- aðhlynningu og heima- þjónustu. Höfundur er hússtjórnarkennari og er í framkvæmdastjórn FEB í Reykjavík og Landssambands eldri borgara. VORIN eru anna- tími hjá mörgum sem sjá um ráðningar í fyrirtækjum, sérstak- lega þeim sem þurfa að fylla í sumarafleys- ingastörf. Hvort sem verið er að ráða sum- arstarfsmenn eða aðra starfsmenn skiptir miklu máli að vanda til verks. Fag- legt ráðningarferli dregur úr kostnaði þegar til lengri tíma er litið og styrkir ímynd fyrirtækisins. Kostnaður við mistök Kostnaður við mistök í ráðning- um getur verið mikill. Rannsóknir sýna að ekki er óalgengt að kostn- aður við ráðningarferlið sjálft, s.s. starfsauglýsing og vinna við að svara umsóknum og taka viðtöl, auk kostnaðar við að þjálfa upp nýjan starfsmann, liggi frá einum og hálfum árslaunum starfsmanns og aukist með ábyrgð og sérhæf- ingu hans. Kostnaðurinn verður auk þess enn meiri ef starfs- maðurinn veldur beinlínis skaða meðan hann starfar hjá fyrirtæk- inu, t.d. með því að hafa skaðleg áhrif á vinnuandann, koma óorði á fyrirtækið með slökum vinnu- brögðum eða jafnvel gerast brot- legur við lög, eins og með því að stela. En það er ekki aðeins dýrt að ráða starfsmann sem ekki stendur sig heldur kostar einnig sitt að hafna mjög hæfum umsækjendum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að mik- ill munur er að jafnaði á afköstum afburðastarfsmanns og meðal- starfsmanns. Tökum sem dæmi 100 manna fyrirtæki og gefum okkur að bróðurpartur starfs- manna skili meðalafköstum, en einn af hverjum sex sé slakur og um einn af hverjum sex afbragðs- góður. Í slíku fyrirtæki má ætla að 15 bestu starfsmenn- irnir skili að jafnaði a.m.k. fimmtungi til helmingi meiri afköst- um (allt eftir eðli starfsins) en meðal- starfsmaður. Þetta merkir að hver þeirra skili að jafnaði 40– 100% meira en hinir slöku. Þessi kostnað- ur er oft mjög falinn því stjórnendum gefst sjaldan eða aldrei kostur á því að ráða alla umsækjendur. Þannig geta þeir aldr- ei borið saman þá sem ráðnir voru við þá sem hafnað var. Stjórnandi er e.t.v. sáttur við starfsmann sem mætir reglulega til vinnu, er viðkunnanlegur og skilar sínu í meðallagi vel. Hann telur að þessi starfsmaður sýni fram á að ráðningin hafi verið vel úr garði gerð. Það sem stjórnand- inn veit ekki er að meðal þeirra sem hann hafnaði voru einstak- lingar sem hefðu gert betur en að skila meðalafköstum, þ.e. þeir hefðu verið framúrskarandi. Stjórnandinn mun aldrei komast að þessu – nema e.t.v. ef umsækj- andinn hæfi störf hjá samkeppn- isaðila. Mistök af þessu tagi gefa því stjórnendum sjaldan tilefni til að endurskoða vinnubrögðin í ráðningum. Rannsóknir sýna að hefðbundn- ar aðferðir í ráðningum, svo sem óformbundin viðtöl og meðmæli, eru ekki til þess fallin að greina á milli þeirra sem standa sig í með- allagi vel eða illa, og þeirra sem standa sig með afburðum. Ein af ástæðunum fyrir því að þessar að- ferðir eru mjög lífseigar er að við trúum því flest að við séum miklir mannþekkjarar. Rannsóknir leiða hins vegar í ljós að flest erum við ekki nema um þrjár sekúndur að mynda okkur (oft mjög lífseigar) skoðanir um aðra. Það liggur í augum uppi að á svo stuttum tíma getum við vart metið meira en út- lit fólks. Áhrif ráðningarferlisins á ímynd fyrirtækja Ráðningarferlið og samskipti við umsækjendur hefur mjög mótandi áhrif á ímynd fyrirtækisins. Ein algengasta ástæða þess að hæfir umsækjendur hafna starfi sem þeim stendur til boða er að illa hefur verið staðið að ráðningar- ferli. Umsækjendur sem fara í gegnum faglegt ráðningarferli fá hins vegar á tilfinninguna að borin sé virðing fyrir þeim. Þeir skilja við fyrirtækið með jákvæða ímynd af því, jafnvel þrátt fyrir að þeim hafi verið hafnað. Hvað felst í faglegu ráðningarferli? Í faglegu ráðningarferli hefur tími og vinna verið lögð í að greina hvers konar starfsmanni sé leitað að. Viðtöl eru byggð á spurningum sem líklegar eru til að spá fyrir um framtíðarhegðun. Tekin eru sambærileg viðtöl við alla umsækj- endur til að gæta réttlætis og til að niðurstöðurnar séu samanburð- arhæfar. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir takmörkunum með- mæla og reiða sig ekki um of á þau. Góð persónuleika- eða hæfn- ispróf geta ennfremur styrkt matsferlið. Oft getur verið góður kostur að fela ráðningarstofum ráðningar, því þar er oft til staðar mikil reynsla og þekking á fagleg- um vinnubrögðum er snúa að ráðningum. Þegar vandað er til ráðningar- ferla stuðla stjórnendur að aukinni velsæld fyrirtækis og starfsmanna þess með því að draga úr kostnaði og styrkja jákvæða ímynd fyrir- tæksins. Ráðningar starfsfólks Ásdís Jónsdóttir Ráðningar Kostnaður við mistök í ráðningum, segir Ásdís Jónsdóttir, getur verið mikill. Höfundur er ráðgjafi. SAMFYLKINGIN í Kópavogi setur skóla- mál á oddinn í kom- andi bæjarstjórnar- kosningum. Sem liðsmaður Samfylk- ingarinnar berst ég fyrir því að börnin í Kópavogi gangi í bestu skóla landsins. Kópavogsbær hefur alla burði til þess að gera það að veruleika og ef rétt er á málum haldið kann að vera styttra að því marki en margur hyggur. Skólahús og aðbúnað- ur í skólunum í Kópavogi er víða með ágætum, þó hér og þar þurfi að bæta, laga og byggja við. En meira þarf til en gott húsnæði og góða aðstöðu. Við höfum hug- myndaríka og góða kennara og margir þeirra eru að gera mjög góða og eftirtektarverða hluti. Þeim þarf að búa gott og örvandi starfsumhverfi. Kópavogur þarf skýra framtíðarsýn Á síðari árum hafa mörg fyr- irtæki, stofnanir og sveitarfélög sem vilja ná góðum árangri að- hyllst stjórnunaraðferðir þar sem stefnumótun er lykilatriði. Ástæð- an er að skýr framtíðarsýn og stefnumótun skilar skjótari fram- förum og betri nýtingu fjármagns. Skólamálin hirða býsna stóran hluta af fjármunum sveitarfélaga og því er brýnt að sérhver króna nýtist vel. Það er því nauðsynlegt að sveitarfélagið móti skýra fram- tíðarsýn fyrir bæinn í skólamálum í samvinnu við foreldra og starfs- fólk skólanna. Þeirri brýnu nauð- syn hefur núverandi meirihluti ekki sinnt. Þar þurfa að koma fram áhersluatriði bæjarins í þessum mikilvæga málaflokki og hvernig bæjarfélagið hyggst styðja við skólana og stuðla að því að þeir verði forystuskólar á landsvísu hvað innra starf varðar. Auka þarf sjálfstæði skóla Auka þarf sjálfstæði skólanna í Kópavogi og færa ákvörðunarvald til þeirra í sem flestum málum. Draga þarf úr miðstýringu og veita skólum aukið svigrúm til að blómstra og dafna. Skólar kenna eftir aðalnámskrá sem mennta- málaráðuneytið setur, þeir falla undir grunnskólalög og einnig móta nokkrar reglugerðir þann ramma sem skólarnir eru í. Grunn- skólalög og aðalnámskrá eru hvort- tveggja miðstýrandi fyrirbæri sem ég hygg að flest okkar sætti sig bærilega við. En þegar við Sam- fylkingarmenn viljum draga úr miðstýringu í skólamálum í Kópa- vogi, þá þýðir það  að vald til að ráða starfsmenn að skól- unum færist frá bæjaryfirvöldum til skólanna  að hver skóli ákveði sjálfur hlutverk millistjórnenda og hafi frelsi til að fjölga þeim eða fækka svo fremi sem þeir hafi fjár- hagslegt svigrúm til þess  að hver skóli hafi heimild til að ráða sérmenntað starfsfólk til ákveðinna verkefna svo fremi sem þeir hafi fjármagn til þess  að hver skóli ákveði sjálfur skip- an innra starfs s.s. hvenær hann byrjar á morgnana svo eitthvað sé nefnt. Þessi atriði virðast við fyrstu sýn ekki ýkja merkileg, en þau hafa ótrúleg mikið að segja til þess að gera skólunum mögulegt að skipuleggja starf sitt með þarfir nemenda viðkomandi skóla í huga og foreldra þeirra. Með auknu sjálfstæði skólanna gefst betra tækifæri til að veita nemendum menntun við hæfi þroska þeirra og getu. Bestu skólar á Íslandi Sjálfstæðismönnum í Kópavogi sárnar þegar við Samfylkingar- menn tölum um miðstýringu í skólamálum í Kópavogi, málaflokki sem þeir hafa stýrt síðastliðin 12 ár. Það er eðlilegt að þeir bregðist illa við, enda hefur miðstýring gjarnan verið kennd við forræð- ishyggju sem þeir í orði tala gegn. Samfylkingin í Kópavogi vill fram- sýni í skólamálum og sjálfstæðari skóla, – þá bestu á Íslandi. Og það sem meira er, hún leggur fram hugmyndir um hvernig þessu marki skal ná. Okkar börn í bestu skóla landsins Hafsteinn Karlsson Höfundur er í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Kópavogur Auka þarf sjálfstæði skólanna í Kópavogi, segir Hafsteinn Karls- son, og færa ákvörð- unarvald til þeirra í sem flestum málum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.