Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 52
MESSUR Á MORGUN 52 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á SUNNUDAG, 12. maí, verður innsetning í prestsembætti í Sel- fosskirkju. Athygli er vakin á því að messan hefst kl. 14, en ekki kl. 11, sem annars er vant. Prófastur, sr. Úlfar Guðmunds- son á Eyrarbakka, setur sr. Gunn- ar Björnsson, sem að tilmælum biskups hefur af kirkjumálaráð- herra verið skipaður sókn- arprestur í Selfossprestakalli, inn í embætti. Val á nýjum sóknarpresti í Sel- fossprestakalli fór fram hinn 13. apríl sl. og var sr. Gunnar valinn einróma af valnefnd úr hópi sjö umsækjenda. Hinn nýkjörni prestur prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt pró- fasti og með aðstoð djákna Selfoss- kirkju, Eyglóar J. Gunnarsdóttur. Kirkjukór Selfoss syngur við at- höfnina, auk yngri deildar Barna- kórs Selfosskirkju, undir stjórn organistans, Glúms Gylfasonar. Meðhjálparar verða Guðmundur Jósepsson og Sólrún Guðjóns- dóttir. Eftir athöfnina verða bornar fram kaffiveitingar í boði sókn- arnefndar. Neskirkja – safnaðarferð og harmonikkuball SÖFNUÐUR Neskirkju gerir sér dagamun nk. sunnudag 12. maí og heldur á vit vorsins með ferð að Úlfljótsvatni. Samkvæmt gamalli hefð hófst vorvertíð þennan dag og því fer vel á því að safnaðarfólk fari í ferð saman. Kirkjustarfið breytir um svip um þetta leyti, annríki vetr- arins er að baki og við tekur sum- arið með nýjum tækifærum og dagskrárliðum. Dagskráin á sunnudaginn hefst með stuttri helgistund í Neskirkju kl. 11 í umsjón séra Arnar Bárðar Jónssonar. Farið verður með rút- um austur að henni lokinni og dvalið við Úlfljótsvatn. Þar verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla ald- urshópa. Boðið verður uppá hress- ingu við komuna þangað. Sunnu- dagaskóli verður starfræktur fyrir börnin. Unglingarnir spreyta sig á andlitsmálun og farið verður í hópleiki. Þá gefst tækifæri til að róa út á vatnið undir leiðsögn skáta sem auk þess kynna starf sitt á staðnum. Handlagnir fá tækifæri til að föndra og farið verður í rútuferð um svæðið og þeir sem vilja geta tekið þátt gönguferð. Farið verður í ratleik og boltar látnir rúlla fyrir þau sem vilja skora og slá í gegn. Fírað verður upp í grillinu og framreiddar pyls- ur og meðlæti. Ferðinni lýkur með harm- onikkuballi í stóru tjaldi. Vonast er til að þrír menn þenji þar nikk- ur sínar. Áætlað er að hópurinn komi aftur í bæinn um kl. 16. Þátt- tökugjald er kr. 500 fyrir 8–66 ára, en þó aldrei meira en 1.000 krónur á fjölskyldu. Börn 7 ára og yngri verða að koma í fylgd með fullorðnum. Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar HIN árlega kaffisala Kvenfélags Grensássóknar verður í safn- aðarheimili Grensáskirkju á morg- un, sunnudaginn 12. maí. Vegna kaffisölunnar verður guðsþjónusta dagsins kl. 14 en ekki kl. 11 árdegis eins og jafnan á sunnudögum. Í guðsþjónustunni syngur m.a. Barnakór Grens- áskirkju undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur en organisti er Ástríður Haraldsdóttir. Prestur er sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jó- hannsson. Kaffisalan hefst strax að lokinni guðsþjónustu eða um kl. 15. Í Kvenfélagi Grensássóknar starfar samstæður hópur síungra kvenna sem frá upphafi vega og allt fram á þennan dag hafa látið sig varða málefni kirkjustarfsins, aðbúnað, aðstöðu og innra starf. Í því skyni hefur félagið lagt fram til kirkjunnar mikið fé sem aflað hefur verið með sjálfboða- vinnu og ávaxtað af hyggindum. Kvenfélagið hefur gefið kirkj- unni margvíslegar gjafir og er nærtækast að nefna gluggana fögru yfir altari kirkjunnar sem unnir eru af Leifi Breiðfjörð. Ekki er síður ómetanlegur stuðningur Kvenfélagsins við margvíslegt starf safnaðarins og má þar nefna að kvenfélagskonur sjá alfarið um veitingar og aðra ytri umgjörð á samverustundum eldri borgara í kirkjunni. Stuðn- ingur við Kvenfélag Grens- ássóknar er í raun beinn stuðn- ingur við starf Grensássafnaðar. Því ættu allir velunnarar Grens- áskirkju að fjölmenna á kaffisölu Kvenfélagsins. Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Á MORGU,N sunnudaginn 12. maí, verður hin árlega fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði haldin í Kaldárseli en fjölskylduhátíðin er lokaþátturinn í vetrarstarfi kirkj- unnar. Dagskráin hefst kl.11 og þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl.10:45. Dagskráin verður fjöl- breytt. Gönguferð fyrir fullorðna og leikir fyrir börnin. Kór Frí- kirkjunnar syngur falleg sumarlög og að lokinni helgistund verður grillveisla fyrir börnin og kaffi- veisla fyrir hina eldri í húsnæði sumarbúðanna. Þetta er 12. árið sem slík hátíð er haldin í Kaldárseli og hefur þátttakan alltaf verið mjög mikil. Það eru allir velkomnir í Kald- ársel á sunnudaginn kl.11. Vorfagnaður barna- starfs Landakirkju ÞAR sem rok og rigning réðu ríkj- um sl. sunnudag var vorhátíð barnastarfs Landakirkju frestað til sunnudagsins 12. maí . Við hvetjum alla krakka sem hafa komið í barnastarf kirkj- unnar í vetur að vera með okkur. Foreldrarnir eru vitaskuld boðnir velkomnir líka. Þetta verður fjöl- skyldufagnaður. Við væntum barna og foreldra úr Sunnudaga- skólanum, Kirkjuprökkurum, TTT og Æskulýðsfélagi fatlaðra. Við byrjum klukkan 14:00 í kirkjunni, börn úr Litlum lærisveinum munu sýna leikrit og brúðurnar koma í heimsókn áður en við förum út í guðsgræna náttúruna í árlegt fót- boltamót, strákar á móti stelpum og Gylfi Sigurðsson dómari er fastur fyrir. Þeir sem ekki kjósa fótbolta fara í leiki og síðan fá allir grillpylsur og svaladrykk. Dagskráin hefst í Landakirkju kl. 14, þaðan verður farið með rútu til uppskeruhátíðarinnar. Rútan fer aftur að Landakirkju þegar fólk er orðið endurnært til anda, sálar og líkama. Prestarnir. Kvennakirkjan í Hjallakirkju KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Hjallakirkju í Kópavogi, sunnudaginn 12. maí kl. 20.30. Yfirskriftin er fegurð sumarsins og söngsins. Kvennakirkjukonur rifja upp viðfangsefni síðustu messu og allar sem koma í mess- una syngja undir stjórn Að- alheiðar Þorsteinsdóttur. Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir flytur inngangsorð og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir flytur lokaorð. Á eftir verður kaffi í safnaðarheim- ilinu. Messur Kvennakirkjunnar eru öllum opnar. Þær eru haldnar í hinum ýmsu kirkjum höfuðborg- arsvæðisins einu sinni í mánuði og byggja á kvennaguðfræði. Í messunum er lögð áhersla á Innsetning í prestsembætti í SelfosskirkjuÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sókn- arnefndin. BÚSTAÐAKIRKJA: Uppskeruhátíð barna- starfsins kl. 11. Helgistund í kirkju. Grill og leikir í kirkjuskógi. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Gunnar Gunnarsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ingólfur Guðmundsson prédikar. Dómkór- inn syngur. Marteinn Friðriksson leikur á orgel. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Athugið breyttan tíma. Barnakór Grens- áskirkju syngur undir stjórn Heiðrúnar Há- konardóttur. Organisti Ástríður Haralds- dóttir. Kaffisala kvenfélagsins að lokinni guðsþjónustu. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Prestur sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Ás- kelsson. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANDSPÍTALI, Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Bragi Skúlason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti Jón Stef- ánsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. LAUGARNESKIRKJA: Vorferðalag Laug- arneskirkju og Foreldrafélags Laugarnes- skóla. Samveran hefst í kirkjunni kl. 11. Rútur standa í hlaðinu uns lagt verður í hann upp í Vindáshlíð, þar sem vorið og fuglarnir bíða eftir okkur. Stutt og vel skipu- lögð dagskrá með frjálsu vali eftir veðri og vindum. Sóknarnefndin og stjórn foreldra- félagsins grilla ofan í mannskapinn. Eldri borgarar, barnafólk og fatlaðir, öll saman óháð aldri og heilsufari. Komið heim kl. 15.30. Kvöldmessa kl. 20.30. Kórar Laug- arnes- og Bústaðakirkju syngja saman und- ir stjórn Gunnars Gunnarssonar, sem jafn- framt teflir fram Djassbandi sínu. Kristján Kristjánsson (KK) gleður okkur með söng sínum. Prestshjónin sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borðinu. Fyrirbænaþjónusta eftir messu og messukaffi í safnaðarheimilinu. NESKIRKJA: Stutt helgistund kl. 11 í umsjá sr. Arnar Bárðar Jónssonar. Að henni lokinni verður lagt af stað í safnaðarferð Neskirkju að Úlfljótsvatni. Þar verður boðið upp á dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Áætl- að að koma heim kl. 16. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kvartett Seltjarnarneskirkju syngur. Organisti Violetta Smid. Prestur sr. María Ágústsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Sýnt verður leikritið Ævintýri Kuggs og Málfríðar. Veislu- kaffi fyrir nýja félaga. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fermingarguð- sþjónusta klukkan 11. Fermd verða: Guð- mundur Helgi Jónsson, Steinar Þor- steinsson og Hildur Lilja Þorsteinsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Vorhátíð barna- og ung- lingastarfs Árbæjar- og Grafarholtssafn- aðar kl. 11. Íþróttafélagið Fylkir sameinast okkur í tilefni dagsins. Leikhópurinn Perlan leikur leikrit. Barnakór Seltjarnarneskirkju ásamt barnakór Árbæjarkirkju syngja. Barn borið til skírnar. Brúðurnar Solla og Kalli kveðja. Eftir að dagskránni í kirkjunni lýkur verður boðið upp á grillaðar pylsur, gos og ávaxtasafa gegn vægu gjaldi. Farið í leiki og margt annað til skemmtunar. Allir eru vel- komnir. Hafa með sér góða skapið, klæða sig eftir veðri og nokkra aura fyrir veit- ingum. Sjáumst í sólskinsskapi. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ólöf Ólafsdóttir messar. Eldri barnakórinn syngur. Mömmur á „mömmumorgnum“ aðstoða. Loka- samvera sunnudagaskólans. Léttar veit- ingar í safnaðarheimilinu eftir messu. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur: Hulda Hrönn Helgadóttir. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, A-hópur. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. Vorferð sunnudagaskólans er til Akraness, farið frá kirkjunni kl. 11 og kom- ið til baka kl. 15. Takið með ykkur hlý föt. Minnum á vorferð kirkjustarfs aldraðra þriðjudaginn 14. maí kl. 11. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Hreinn Hjartarson. Börn úr barnastarfinu, barnakór kirkjunnnar undir stjórn Lenku Mátéovu og Þórdísar Þórhalls- dóttur. Barnakór Fellaskóla undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur flytur Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í útfærslu Elísabetar Jóhannsdóttur. Kórarnir syngja ennfremur vor- og sumarlög. Vorhátíð barnastarfs Fella- og Hólakirkju í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni. Grillað. Pylsur og kók á 100 kr. Leiktæki verða fyrir utan kirkjuna. GRAFARVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Síðasta barnamessan nú í vor. Barnastarfið hefst aftur 8. september nk. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir þrédikar og þjónar fyrir altari. Krakkakórinn syngur, stjórnandi Oddný Þorsteinsdóttir. Organisti: Guðlaugur Viktorsson. Umsjón: Ása Björk, Bryndís og Hlín. HJALLAKIRKJA: Tónlistarandakt kl. 17. Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir þjónar. Árni Ar- inbjarnarson organisti við Grensáskirkju í Reykjavík leikur á orgel kirkjunnar verk eftir Buxtehude, Vivaldi, Bach, Mendelssohn og César Franck. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Fé- lagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Guðmundar Óm- ars Óskarssonar. Að lokinni messu verður aðalfundur Kársnessóknar haldinn í safn- aðarheimilinu Borgum. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Gunn- ar Eyjólfsson leikari prédikar. Guðmundur Gíslason syngur einsöng. Sr. Valgeir Ást- ráðsson þjónar fyrir altari og organisti er Gróa Hreinsdóttir. Kaffiveitingar eftir messu. Hestamenn munu fjölmenna ríð- andi til messu. Hópreið frá Víðidalsskilti kl. 13, farið um Heimsenda og hestar geymdir í rétt við kirkjuna meðan á messu stendur. Sóknarprestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðs- þjónusta kl. 11. Olaf Engsbraten kennir. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Ragnar Snær Karlsson predikar. Allir hjartanlega velkomnir. Nýr þáttur „Um trúna og tilveruna“ verður sýndur á sjón- varpsstöðinni Omega sunnud. kl. 13.30 og mánud. kl. 20. KLETTURINN: Almenn samkoma fyrir alla fjölskylduna sunnudag kl. 11. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Barna- kirkja fyrir 1 til 9 ára börn meðan á sam- komu stendur. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Ræðumaður Sigrún Ein- arsdóttir. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir börn frá 1 árs aldri. Þriðjud: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lof- gjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma klukkan 17. Upphafsorð: Gígja Grét- arsdóttir. Haraldur Jóhannsson talar. Boðið upp á barnagæslu. Matsala verður eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Einnig messa kl. 8 suma virka daga (sjá nánar á tilkynningablaði á sunnudögum). Maímánuður er settur sérstaklega undir vernd heilagrar Maríu meyjar og tileinkaður henni. Haldin verður bænastund á hverjum mánudegi og fimmtudegi kl. 17.40. Sunnu- daginn 12. maí: Kór Kristskirkju þakkar öll- um viðskiptavinum sem komu í bílskúrs- sölu á sunnudaginn var og heldur í dag áfram með bílskúrssölu við Hávallagötu 14. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga: Messa kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Maímánuður er settur sérstaklega undir vernd heilagrar Maríu meyjar og tileinkaður henni. Haldin verður bænastund á hverjum miðvikudegi og laug- ardegi kl. 18. Miðvikudaga: Skriftir kl. 17.30. Bænastund í maí kl. 18. Messa kl. 18.30. Laugardaga í maí: Bænastund kl. 18. Messa kl. 18. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Stykkishólmur: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 guðsþjónusta á mæðradaginn. Mæður sér- staklega boðnar velkomnar, mæður lesa ritningarlestra. Kl. 20 æskulýðsfundur Landakirkju og KFUM&K í safnaðarheim- ilinu. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur: sr. Kristján Valur Ingólfsson. Kirkju- kór Lágafellssóknar. Organisti: Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson HAFNARFJARÐARKIRKJA: Helgi- og bæna- stund kl. 11. Kveikt á bænakertum. Messuferð frá kirkjunni til Krýsuvíkur kl. 13. Messa í Krýsuvíkurkirkju kl. 14. KRÝSUVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Alt- aristafla kirkjunnar hengd upp eftir vetr- ardvöl í Hafnarfjarðarkirkju. Hjörtur Howser leikur á harmonikku. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. Sveinshús opið eftir messu. Kaffi- veitingar á vægu verði. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Fjölskylduhátíðin verður í Kaldárseli sunnudag kl. 11. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dag- skrá fyrir börn og fullorðna, leiki og göngu- ferðir. Kirkjukórinn syngur falleg sumarlög og að lokinni helgistund verður grillveisla fyrir börnin og kaffiveisla fyrir fullorðna fólk- ið. Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl. 10.45. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Í tilefni mæðradagsins prédikar Nanna Guð- rún Zoëga, djákni safnaðarins. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans, Jóhanns Baldvinssonar. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Boðið verður upp á léttan málsverð í safn- aðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Nú gefum við mæðrunum frí frá hádegisverk- unum og mætum með fjölskylduna í kirkju. KÁLFATJARNARKIRKJA: Kirkjudagur safn- aðarins hefst með guðsþjónustu kl. 14. Jó- hann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, flytur ræðu dagsins. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans, Franks Herlufsen. Sr. Friðrik J. Hjartar og sr. Hans Markús Hafsteinsson þjóna. Kirkjukaffi Kven- félagsins Fjólunnar verður í Glaðheimum að messu lokinni. Allur ágóði rennur í kirkjusjóð félagsins. Sameinum fjölskyld- una á mæðradaginn um leið og við styrkj- um kirkjustarfið. Prestarnir. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Sr. Úlfar Guðmundsson, prófastur, setur sr. Gunnar Björnsson inn í embætti sókn- arprests í Selfosssókn. Veitingar að lokinni messu. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lok- inni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11. STOKKSEYRARKIRKJA: Aðalsafn- aðarfundur í kirkjunni þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30. Sóknarnefnd. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 12. maí kl. 11. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Unglingakór Ak- ureyrarkirkju syngur. Organisti Sveinn Arnar Sæmundsson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 19.30 bænastund, kl. 20 al- menn samkoma. Níels Jakob Erlingsson. Allir velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja. Kyrrðarstund sunnudag kl. 21. Guðspjall dagsins: Þegar huggarinn kemur. (Jóh. 15.). Morgunblaðið/ÓmarSelfosskirkja KIRKJUSTARF Ferming í Fríkirkjunni í Reykjavík 12. maí kl. 11. Prestur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Fermdur verður: Guðmundur Helgi Jónsson, Skipholti 30. Ferming í Ólafsvallakirkju 12. maí kl 11. Prestur sr. Axel Árnason. Fermd verða frændsystkinin: Berglind Pálmadóttir, Menntaskólanum Laugarvatni. Gunnhildur Þórðardóttir, Grashaga 6, Selfossi. Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhól, Skeiðum. Kristján Nói Óskarsson, Sigtúnum 3, Selfossi. Ferming í Norðfjarðarkirkju, Nes- kaupstað sunnudaginn 12. maí kl. 15.00. Hr. Jóhannes Gijsen Reykja- víkurbiskup veitir fjórum unglingum sakramenti fermingar. Fermd verða: Damian Stanislaw Ksepko, Ásvegi 11, Breiðdalsvík. Emilia Jadwiga Myszak, Blómsturvöllum 1, Neskaupstað. Hanna Beata Kakol, Hafnarbraut 54, Neskaupstað. Krystian Kamil Myszak, Blómsturvöllum 1, Neskaupstað. Fermingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.