Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Vala, við fengum fregnina um andlát þitt snemma á fimmtudeg- inum, 2. maí. Það tók okkur mjög sárt og enn verra var að vera ekki til stað- ar til þess að vera fjölskyldunni til halds og trausts. Þegar við komum til þín og kvöddum þig, daginn áður en við héldum utan til Jóhanns og Ásdís- ar, sem voru að útskrifast í Banda- ríkjunum, vissum við nokkurn veginn hvert stefndi en ástvinamissir er eitt- hvað sem maður getur aldrei fyllilega undirbúið sig fyrir. Við höfum þekkst í nær 45 ár, eða frá því að þú og faðir minn hófu bú- skap. Á þeim tíma hefur þú gert VALGERÐUR INGI- MUNDARDÓTTIR ✝ Valgerður Ingi-mundardóttir var fædd að Garðstöðum í Garði 25. júní 1915. Hún lést á Dvalar- heimilinu Garðvangi 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Guð- mundsdóttir og Ingi- mundur Guðjónsson. Hún ólst upp að Garðstöðum ásamt sex systkinum, Þór- unni, Halldóri, Guð- mundi, Björgvin, Guðna og Ingimar. Árið 1933 giftist hún Geirmundi Þorbergssyni og eignuðust þau þrjár dætur, Ernu, Unni og Ingi- björgu. Þau byggðu og bjuggu að Bræðraborg í Garði. Geirmundur fórst með vélbátnum Óðni árið 1944. Seinna giftist Valgerður Þorsteini Bergmann og bjuggu þau í Keflavík. Þau áttu einn son, Bjarna. Útför Valgerðar fer fram í dag frá Keflavíkurkirkju og hefst at- höfnin klukkan 13. meira fyrir mig en orð fá lýst. Eldri dóttur mína, Sigríði, tókst þú að þér sem þína eigin og ólst hún upp að miklu leyti á heimili þínu og var ykkar samband ávallt mjög náið. Þegar við Anna hófum búskap okkar átti hún fyrir tvo drengi, þá Gunnar og Jóhann. Þú tókst þeim opnum örmum og sýnd- ir þeim mikinn kærleik sem þeir eru þér ævin- lega þakklátir fyrir. Síðar fæddist Jóna Katrín dóttir okkar sem þú sýndir sama kærleik og átt þú þinn stað í hjarta hennar. Þú varst ávallt mjög gestrisin og fannst öllum svo gott að heimsækja þig á Vesturgötuna. Þegar fólk bar að dyrum varst þú ætíð áhugasöm um hagi annarra sama hvernig þér leið, sem lýsti persónuleika þínum svo vel. Orð fá varla lýst svo góðhjartaðri konu sem við vorum svo lánsöm að kynnast. Svo háttar til að við getum ekki verið viðstödd jarðarför þína, sem okkur þykir ákaflega miður, en við fylgjum þér í huganum. Elsku Vala okkar, við teljum okkur mjög lánsöm að hafa kynnst þér í þessu lífi. Þú munt ávallt vera í hjarta okkar. Við munum sakna þín mikið, en mestur er söknuðurinn hjá Bjarna, Imbu og Ernu, sem við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnar Bergmann, Anna, Gunnar, Jóhann Axel og Jóna Katrín. Elsku amma, nú ertu farin frá okk- ur. Okkur sem fannst alltaf svo gaman að koma til þín, afa og Bjarna á Vest- urgötuna í heimsókn, þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og varst alltaf jafn ánægð að sjá okkur. Það var alltaf viss partur af jólun- um að koma til þín í heimókn að morgni aðfangadags. En það er gott að vita að þú ert komin á betri og fal- legri stað núna og ert laus við allar þjáningar. Elsku amma, við söknum þín mikið og eigum ávallt eftir að minnast þín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sofðu rótt, kæra amma. Þínar stelpur Alda og Erna. Elsku amma. Ég á margar góðar minningar með þér … ég fékk nú ekki að kynnast þér fyrir alvöru fyrr en ég og mamma fluttum heim til Íslands þegar ég var 10 ára, eftir að hann pabbi lést. En heimilið þitt var nú annað heimilið mitt í langan tíma eftir að við fluttum heim. Alltaf varstu með eitthvað gott í kaffinu þegar ég kom til þín eftir skólann, en upphaldið var nú brúna tertan með gula kreminu, seinna meir urðu það flatkökurnar þínar og hvergi hef ég fundið þær betri. Þú varst alltaf mér góð og þol- inmóð, hress í skapi, raulandi einhver lög meðan þú heklaðir fötin á hann Bangsa minn, stundum sagðir þú mér sögur og þú varst alltaf að kenna mér eitthvað. Öll jól höfum við átt saman ásamt mömmu, afa og Bjarna. Fyrstu jólin mín á Íslandi voru einmitt á Vesturgötunni og man ég hvað þú fékkst nú margar hundastyttur þau jólin, já, skrítið hverju maður man eftir. Mörg sumur þegar ég var yngri fórum við gjarnan saman upp í bú- stað, oft með Unni og Jason þegar þau heimsóttu okkur frá Bandaríkj- unum. Síðustu ár hafa samskipti verið minni en alltaf varstu til staðar tilbúin að styðja við bakið á mér sama hvað ég vildi taka mér fyrir hendur, alltaf jákvæð og bjartsýn og hvattir mig áfram. Amma, þú varst alveg einstök manneskja, þú varst hvarvetna þekkt fyrir góðmennsku þína í garð annarra og hjálpsemi, þú tókst öllum opnum örmum og hafðir aldrei neitt nema gott að segja um aðra. Þú varst ávallt ung í anda og í takt við tíðaranda hverju sinni. Þú ert uppspretta sagna. Þú ert hlekkur okkar við fortíðina. Þú sást og heyrðir og snertir margt sem horf- ið var áður en pabbi og mamma urðu til, hvað þá ég. Þú ert úr heimi sem eitt sinn var – en var þér jafn eðlilegur og þessi heimur er mér. Þú færir mér líf að gjöf. Ég skal varðveita það, svo ég geti gefið það börnum mínum – og þau aftur sínum börnum. (Höf. ók.) Ég er mjög stolt og montin að geta sagt að þú hafir verið amma mín, ekki eru allir jafn heppnir að eiga slíka ömmu. Ég mun sakna þín mikið en veit það að þú munt ávallt fylgja mér. Hvíl þú í friði og megi Guð geyma þig. Kær kveðja, Vala May. Hún amma Vala hefur kvatt þenn- an heim. Amma og afi Steini bjuggu að Vest- urgötu 35 í Keflavík og voru þær ófá- ar stundirnar sem ég átti þar með þeim og Bjarna frænda sem barn og unglingur. Ávallt var tekið vel á móti manni, og ekki vantaði veitingarnar hjá henni ömmu, og aldrei fannst henni maður borða nóg. Ógleyman- legar eru þó stundirnar sem við áttum ✝ Sigríður LovísaSigtryggsdóttir fæddist í Hofsstaða- seli, Viðvíkursveit, Skagafirði, 14. okt. 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi, á sumardaginn fyrsta, 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Sigtryggur Jakobs- son bóndi í Hofsstaða- seli, ættaður úr Við- víkursveit, f. 12. jan. 1886, d. 5. jan. 1954, og kona hans Jakobína Sólveig Þorbergsdóttir, ættuð frá Siglu- firði, f. 19. júlí 1889, d. 27. sept. 1980. Þau bjuggu í Hofsstaðaseli til ársins 1930, en fluttu þá til Húsavíkur ásamt Lovísu og einka- bróður hennar Hákoni Sigtryggs- syni, f. 5. apríl 1920. Þar lauk Lovísa námi í barna- og unglinga- skóla. Fljótlega fór hún að taka þátt í þeirri vinnu sem bauðst, var vinnukona á heimili á Akureyri, vann í síldarsöltun á Siglufirði o.fl. Að loknu námi við Húsmæðraskól- ann á Laugalandi í Eyjafirði 1944 fór hún einn vetur í leiðbeining- arstarf í vefnaði á heimilum í Eyjafirði. Hún hélt síðan til Sví- þjóðar og fór þar á námskeið í fatasaumi og fleiru áður en hún hélt til Noregs þar sem hún var í vist hjá íslenska sendiherr- anum í Osló. Bæði fyrir og eftir heimkomuna frá Noregi 1949 starfaði Lovísa m.a. við ráðs- konustörf á Land- spítalanum, hótelinu á Hólum í Hjaltadal og Valhöll á Þingvöllum fram til ársins 1952. Þá fluttist hún að ný- býlinu Hjarðarlandi í Biskupstung- um og giftist á sumardaginn fyrsta 24. apríl 1954 eftirlifandi eigin- manni sínum Helga Kr. Einars- syni, f. 7. okt. 1921. Þar ráku þau hjónin alhliða búskap þar til fyrir nokkrum árum þegar heilsan tók að gefa sig. Þeim Helga varð ekki barna auðið en þau hjónin tóku að sér fjölmörg börn til sumar- og jafnvel ársdvalar. Útför Sigríðar Lovísu verður gerð frá Skálholtsdómkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það virðist ríkur þáttur í mannlegu eðli að láta sér litlu skipta um það laumuspil sem á sér stað er aldurinn færist yfir og tímarnir verða nýir. Ef til vill er þessi athyglibrestur ætlaður okkur til varnar í lífsbaráttu sem núið þröngvar upp á okkur í einu eða öðru formi. Og gæti ekki verið að fyrir bragðið verið upplifunin þeim mun áhrifameiri á stundum þegar við neyðumst til að horfast í augu við for- gengileikann. Þegar ég hugsa til bernskuáranna austur í Hjarðarlandi, hjá heiðurs- hjónunum Helga Kr. Einarssyni og Sigríði Lovísu Sigtryggsdóttur, man ég ekki til þess að ég hafi kvatt þenn- an tíma, heldur finnst mér hann enn lifa innra með mér og næra lífsblómið með frjóum og hugljúfum minning- um. Þar ilmar jarðargróðurinn enn sem fyrr og kvak fuglanna gælir við hlustirnar, kýrnar jórtra og barnið smitast af fjöri lambanna á lygnum vorkvöldum. Í mínum huga hefur Hjarðarland ætið verið sá staður þar sem lífið lifir hvað mest. Þegar Helgi færði mér fréttina af láti Lóu konu sinnar helltist yfir mig sú tilfinning að nú væri kannski komin stundin þegar ég þyrfti að undirbúa að kveðja þessa gömlu tíma og ég fór að velta fyrir mér hvenær það gerðist að gamli tíminn vék fyrir þeim nýja. Helgi og Lóa hófu búskap skömmu fyrir 1950. Þau komu hvort úr sínum landsfjórðungnum og höfðu bæði numið nútímalega búskaparhætti í útlöndum. Sem barn nam ég þann stórhug sem lá í loftinu í Hjarðar- landi og varð að árlegum kafla í upp- eldi bernskuáranna. Á hverju vori mættu mér gömul og ný andlit og húsið fylltist af borgarbörnum sem drukku í sig margvísleg áhrif, bæði frá skepnum og mönnum. Mér hefur skilist að ekki færri en 80 menn og konur eigi minningar um sumardvöl í Hjarðarlandi, þar sem Lóa ól önn fyr- ir okkur öllum í erli sumarverkanna. Í þessum stóra barnahópi voru að vísu einhverjir sem illa festu yndi fjarri átthögum en flestum okkar auðnaðist að njóta vistarinnar í eitt eða fleiri sumur. Fyrsta sumarið mitt í Hjarðarlandi var árið 1955 en þá dvaldi ég þar í nokkrar vikur með ömmu minni 5 ára gamall. Áður en yfir lauk urðu sumr- in fleiri en ég fæ með vissu talið, allt til unglingsáranna. Árin sem síðan komu hafa kennt mér margt en jafn- an hef ég orðið þess áskynja að lífs- hlaup mitt og þroski hefur að miklu leyti mótast af straumum og áhrifum úr sveitinni. Þar gafst mér tækifæri, þó gestur væri, til beinnar þátttöku í lífsbaráttu þess fólks sem stendur berskjaldað gagnvart náttúru lands- ins og á velgengni sína undir dugnaði og útsjónarsemi í fangbrögðum við veður og vinda. Slík glíma kallar fram þrautseigju og æðruleysi. Ég finn að ég mun áfram búa að minningum og áhrifum úr Hjarðarlandi, þrátt fyrir að tímarnir verði æ nýrri og fólk gamla tímans hverfi af sjónarsviðinu eitt af öðru. Gamlir tímar munu áfram fylgja mér inn í þá nýju, án þess ég fái við það ráðið. Þegar ég í huganum kveð þig Lóa mín, þá koma til mín minningarnar ein af annarri, en efst er mér þó í huga þakklæti fyrir ríkulegt nestið sem þið Helgi bjugguð mér út í lífið. Jóhannes Gíslason. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Það er með söknuði sem ég kveð Lóu, eins og hún var jafnan kölluð, en jafnframt með miklu þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman í gegn um tíðina. Þær eru margar minningarnar sem streyma fram í hugann þegar ég hugsa til Lóu minnar, minningar sem ég get yljað mér við og enginn getur tekið frá mér þó svo að Lóa hafi nú kvatt þennan heim. Lóa var lífsglöð kona sem lagði hart að sér allt sitt líf. Hún var elskuð af dýrum og börnum sem löðuðust að henni vegna góðsemi hennar og elsku. Ég var einmitt ein af mjög mörgum börnum sem naut þeirra forréttinda að fá að fara í sveit til þeirra hjóna, Helga og Lóu, að Hjarðarlandi. Sá tími er einhver sá dýrmætasti í lífi mínu. Ég naut ómælds ástríkis og þolinmæði, en Helgi og Lóa höfðu alltaf tíma, hvort sem það var til að kenna mér til verka eða til að spila á kvöldin. Þau voru ávallt tilbúin með svör á reiðum höndum gegn óþrjótandi spurninga- flóði mínu. Þau hjónin áttu stóran þátt í að leiðbeina mér í gegn um lífið en fyrir skömmu var ég minnt á það að það var einmitt Lóa sem lagði til að ég yrði hjúkrunarfræðingur, sem ég og gerði. Lóa var afskaplega stolt af mér og notaði hvert tækifæri til að kynna mig sem vinkonu sína, hjúkr- unarfræðinginn. Elsku Lóa mín, þakka þér fyrir all- an stuðninginn, ástúð þína og vin- skap. Þú hefur kennt mér margt gott og fallegt í gegnum árin og ég kveð þig með söknuði. Ég veit þó að góður Guð hefur búið um þig í faðmi sínum og mun varðveita þig um ókomin ár. Minningarnar um þig mun ég varð- veita alla ævi. Þín einlæg, Baldvina Ýr. Gott er að fá góða hvíld eftir lang- an og strangan ævidag. Lóa föðursystir hafði lokið sínu ævistarfi við hlið eftirlifandi eigin- manns síns. Þau áttu 48 ára brúð- kaupsafmæli 24. apríl. Þeim varð ekki barna auðið en ófá börn og ung- lingar hafa dvalið á heimili þeirra bæði sumar- og vetrarlangt við gott atlæti. Við bræðrabörn og okkar börn höfum öll verið sumarbörn Lóu. Það var vor í lofti og sumar fram- undan þegar farið var með Óla Ket. í Tungurnar og skóladagar strax eftir réttir og aftur með Óla Ket. í bæinn. Einnig dvaldi móðir Lóu á heimili þeirra sín síðustu æviár við gott at- læti þeirra hjóna. Lóa var skörp og framsýn og miðl- aði af þekkingu sinni af miklum áhuga. Hún fylgdist vel með sumar- og vetrarbörnum sínum eftir að þau voru farin út í hinn stóra heim. Hún naut þess að gleðjast yfir framförum og fjölgun þeirra. Alltaf var opið hús á Hjarðarlandi, gott að koma í eld- húskrókinn, fá mat í munn, svefn- pláss í hverju skoti, úti í tjaldi og jafn- vel úti í hlöðu. Það var alltaf hjartarúm á Hjarðarlandi. Ég er þakklát fyrir samveruna. Lóa var góðhjörtuð og einstaklega næm, sérstaklega var hún næm á skepnur sínar. Lóa stóð sterk og hvetjandi við hlið eiginmanns síns alla tíð. Hann situr nú með stóra sorg í hjarta og mikinn missi, en góðar minningar um frá- bæran lífsförunaut eru gott smyrsl á sárin. Helgi minn, þú ert ekki einn með sorgina, við syrgjum með þér. Góður guð, gefðu eftirlifandi eig- inmanni og einkabróður, ásamt öðr- um aðstandendum styrk til að ganga áfram veginn. Hvíl í friði. Sólveig Hákonardóttir. SIGRÍÐUR LOVÍSA SIGTRYGGSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á rit- stjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðs- ins í Kaupvangsstræti 1, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðn- ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmæl- is- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.