Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 57 ✝ Stefán Árnasonfæddist við Lækjargötuna í Reykjavík 30. maí 1911. Hann andað- ist á sumardaginn fyrsta, 25. apríl síð- astliðinn, á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Stefán var elstur þriggja sona hjónanna Árna S. Bjarnasonar hús- varðar hjá Alþingi og Bjargar Stefáns- dóttur frá Bakka í Tálknafirði. Eigin- kona Stefáns var Áslaug Ólafs- dóttir frá Fossá í Kjós, f. 22. ágúst 1909, d. 27. júlí 1996. Börn þeirra eru: 1) Ingveldur Björg og Stefán Sigurður. Stefán og Áslaug gengu í foreldrastað dótt- urdóttur sinni Áslaugu Dóru Eyj- ólfsdóttur fjölmiðlafræðingi, f. 1965, eiginmaður Sigurður Nor- dal hagfræðingur. Börn þeirra eru þrjú, Jón, Solveig og Stefán. Stefán nam húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og rak smíðaverkstæði um skamma hríð. Þau Áslaug settust svo að á Syðri-Reykjum í Biskupstungum 1936 og reistu þar garðyrkju- stöð. Gerðist Stefán einn braut- ryðjenda á sviði ylræktar hér á landi. Hann var einn stofnenda og forystumanna Sölufélags garðyrkjumanna, auk þess sem hann rak um skeið blómaversl- anir í Reykjavík. Eftir að Stefán hætti garðyrkju sett hann upp postulínsverkstæði að Syðri- Reykjum og starfði við postulíns- brennslu og kertagerð fram á efri ár. Útför Stefáns fór fram frá Garðakirkju í kyrrþey 6. maí. grunnskólakennari, f. 1936, eiginmaður Einar Geir Þorsteins- son, fv. starfsmanna- stjóri. Börn þeirra eru fjögur, Stefán Árni, Þorsteinn, Guðni Geir og Ás- laug. 2) Ólafur garð- yrkjubóndi, f. 1937, eiginkona Bärbel Stefánsson. Börn þeirra eru fjögur, Matthías, Davíð, Björg og Stefán. 3) Elín hjúkrunarfræð- ingur, f. 1945. 4) Sig- urþóra skrifstofumaður, f. 1948, maki Jón Einar Jónsson stýri- maður. Börn hennar eru Áslaug Dóra, Elín Agla, Þóra Gunnlaug Ekki alls fyrir löngu tók gamall maður sér ferð á hendur. Þótt ferð- in frá Hrafnistu í Hafnarfirði vest- ur á Seltjarnarnes taki skamman tíma í einkabíl, þá er spölurinn drjúgur með strætisvagni. Ekki síst fyrir níræðan mann sem ekki hefur notað þann ferðamáta áður. En ekki setti Stefán Árnason það fyrir sig einn frostkaldan febrúarmorg- un, þegar honum datt í hug að gleðja fósturdóttur sína með óvæntri heimsókn á afmælisdaginn. Vestur á Nes komst hann eftir ferðalag með þremur vögnum. Með staf í hvorri hendi tók hann stefn- una á Nesstofu, sem var það kenni- leiti sem hann best þekkti á þessum slóðum. En kuldinn var miskunn- arlaus og vetrarfærðin gerði honum erfitt fyrir. Áður en illa fór kom greiðvikinn samborgari til hjálpar og aðstoðaði hann síðasta spölinn. En þegar á leiðarenda kom var enginn heima til þess að taka á móti honum. Þegar ég ók svo tengdaföður mínum heim eftir þetta ferðalag hans var létt yfir honum og ekki laust við að hann væri býsna sæll með afrek dagsins. Þrátt fyrir að leiðarlok væru önnur en hann ætl- aði hafði hann rutt hindrunum úr vegi og breytt hversdagslegum degi í ævintýri. Þetta reyndist vera síð- asta ferðalag Stefáns í þessu jarð- lífi. Þótt þessi saga sé einungis lítil svipmynd úr miklu lífshlaupi Stef- áns Árnasonar, þá segir hún margt um manninn. Í henni kristallast sú bjartsýni og það áræði sem ein- kenndu hann, dugnaður hans og vilji til verka. Hún ber líka með sér hvatvísi hans og jafnvel fífldirfsku, sem vissulega tendruðu fram- kvæmdagleðina. En ekki síst vitnar þessi saga um þá umhyggju og ást- úð sem Stefán bar til síns fólks og hvað hann lagði á sig til þess að vera öðrum gleðigjafi. Vegferð Stefáns var löng og við- burðarík og spannar nær alla síð- ustu öld. Með honum er genginn einn síðasti fulltrúi kynslóðar sem segja má að leyst hafi Ísland úr viðjum aldagamalla þjóðfélags- hátta. Hann varð ungur frum- kvöðull í nýtingu jarðvarma til ræktunar hér á landi og lærimeist- ari fjölmargra sem á eftir komu. Á Syðri-Reykjum í Biskupstungum reisti Stefán umfangsmikla garð- yrkjustöð á fjórða áratug aldarinn- ar sem enn er í fullum rekstri. Hann var lengi í forystusveit garð- yrkjubænda, einn stofnenda og for- svarsmanna Sölufélags garðyrkju- manna, auk þess sem hann reisti og rak um skeið blómaverslanir í Reykjavík, m.a. Gróðurhúsið við Sigtún, sem nú heitir Blómaval. Þrátt fyrir að hafa dvalið nær öll sín fullorðinsár í Biskupstungum, var Stefán Reykvíkingur að upp- runa. Hann fæddist 30. maí 1911 í Lækjargötu 10, elstur þriggja sona Árna S. Bjarnasonar þingvarðar og Bjargar Stefánsdóttur frá Bakka í Tálknafirði. Hann ólst að mestu upp á Skólavörðustíg 29 um þær mundir sem Skólavörðuholtið og Þingholtin voru að taka á sig þá mynd sem við þekkjum nú. Stefán bar alla tíð sterkar taugar til gömlu Reykjavík- ur og sagði skemmtilega frá því mannlífi sem skrýddi bæinn á upp- vaxtarárum hans. Stefán var framhleypinn og uppá- tækjasamur strax í bernsku. Sex ára gamall stalst hann til að selja blöð á götum bæjarins og um ferm- ingu smíðaði hann lítinn kiosk og seldi bæjarbúum ís um hríð. Hann átti ljúfa æskudaga, þótt lítið viti ég að öðru leyti um heimilislífið á Skólavörðustígnum. Þó er til lítil saga um það að eitt sinn bar þar að garði stúlku sem var að grennslast fyrir um starf við heimilisaðstoð sem auglýst hafði verið. Þar sem hún er að bjástra við að opna garðs- hliðið stekkur út úr húsinu ungur maður á nærbol með raksápu í and- litinu, sprettur upp hliðinu og býður henni ljúflega inn. Þegar húsmóð- irin fer svo að útlista fyrir henni vinnuskyldur verður henni tíðrætt um hann Stefán sinn og taldi stúlk- an að þar ætti hún við húsbóndann. Fljótlega kom þó í ljós að svo var ekki, heldur var hér um elsta soninn að ræða, greiðvikna unga manninn með raksápuna. Henni varð því fljótt ljóst hver tók af skarið á þessu heimili. Stúlkan réðst til starfans, en hún var Áslaug Ólafsdóttir frá Fossá í Kjós sem síðar varð lífs- förunautur Stefáns. Stefán nam húsgagnasmíði og starfaði við iðn sína um skeið á fyrstu hjúskaparárum þeirra Ás- laugar. En athafnaþráin var rík og svo fór að áhugi hans á jarðvarma og nýtingu hans við ræktun olli því að ungu hjónin yfirgáfu nýbyggt hús sitt í Skerjafirði og keyptu í þess stað jörð og hálfan hverinn á Syðri- Reykjum í Biskupstungum. Fluttu þau austur með fyrsta barn sitt ný- fætt árið 1936. Á fáum árum reistu ungu hjónin frá grunni blómlegt garðyrkjubú á Syðri-Reykjum, með allt að þrjá tugi starfsmanna þegar mest var. Þar var ræktaður fjöldi blómategunda og grænmetis og var Stefán óhræddur í tilraunum á ræktun jurta sem fáum hefði dottið í hug að hægt væri að láta spretta norður við heimskautsbaug fyrr en á reyndi. Það var Stefáni mikið happ að kvænast Áslaugu, greindri mann- kostakonu, sem var hans stoð og stytta í athafnaþránni. Heimilið og garðurinn á Syðri-Reykjum voru rómuð fyrir smekkvísi og fegurð og gott var þangað heim að sækja. Stefán og Áslaug eignuðust fjögur börn, Ingveldi Björgu, Ólaf, Elínu og Sigurþóru. Þau lögðu mikla rækt við uppeldi barna sinna og að þau nytu þeirra tækifæra til menntunar sem þeim sjálfum hafði ekki staðið til boða. Eftir að börn þeirra voru uppkomin gengu þau Áslaugu Dóru dótturdóttur sinni í foreldrastað. Kann ég þeim sérstakar þakkir fyrir ástríkt uppeldið, því Áslaug Dóra er nú eiginkona mín. Best má lýsa Stefáni sem dreng- lyndum og staðföstum. Hann hafði í hávegum heiðarleika og traust milli manna. Heldur vildi hann taka minna en honum bar en meira og ekki vildi hann eiga í ófriði við nokk- urn mann. Það þori ég að fullyrða að enginn hafi farið halloka í viðskipt- um við hann. En með dugnaði og út- sjónarsemi kom Stefán ár sinni vel fyrir borð. Þegar hann um sextugt eftirlét garðyrkjustöðina syni sín- um, sneri hann sér að nýjum hugð- arefnum og varð sér úti um þekk- ingu á postulínsbrennslu. Á því æviskeiði sem flestir fara að huga að starfslokum gerðist hann afkasta- mikill í gerð platta og annarra postulínsgripa. Með hyggindum sín- um og dugnaði tryggði hann þeim Áslaugu náðuga ellidaga. Stefán Árnason var gæfumaður. Hann lifði langa ævi og skilaði drjúgu dagsverki. Hann naut ást- úðar stórrar fjölskyldu og virðingar samferðamanna. Rismikill var hann og sjálfum sér líkur til síðasta dags. Hinstu stundir átti hann í hlýjum faðmi afkomenda eins og við óskum okkur flest. Stefán Árnason var svo sannarlega sinnar gæfu smiður og hann hefur fulla ástæðu til þess að vera býsna sæll að loknu lífsferða- lagi sínu. Sigurður Nordal. STEFÁN ÁRNASON ✝ Andrés Bjarna-son fæddist á Búðum í Fáskrúðs- firði 21. febrúar 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands, Sel- fossi, 28. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Stefanía Markúsdóttir og Bjarni Bjarnason Austmann. Andrés var elstur þríbura þeirra hjóna og sjö- undi í röð tíu systk- ina, en þau voru: Þórður, Guðrún Björg, Garðar eldri sem dó ungur, Ágúst, Andrea, Oddný Guðný, Karl, Hansína og Garðar. Hansína þríburasystir hans er nú ein á lífi þeirra systkina og er búsett í Hveragerði. Andrés var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Ólöfu Guðmundsdótt- ur, kvæntist hann 5. maí 1945. Hún var fædd 18. september 1922, d. 6. júlí 1997. Foreldrar hennar voru Margrét Lárusdóttir og Guðmund- ur Guðfinnsson læknir. Börn Andrésar og Ólafar eru: 1) Mar- grét f. 2. des. 1945, búsett á Fá- skrúðsfirði, og eru börn hennar fjögur, Ólöf, Sólveig, Andrea og Bragi, og 2) Dúi f. 7. sept. 1950, börn hans eru einnig fjögur, Andr- és Úlfur, Oddur Grétar, Ágúst Bjarni og Signý Tindra. Barnabarnabörnin eru níu. Andrés kvæntist 12. desem- ber 1998 síðari konu sinni, Sveinbjörgu Guðmundsdóttur, f. 19. okt. 1929. Hún á fimm börn. Andrés ólst upp á Fáskrúðsfirði en flutti þaðan með fjöl- skyldu sinni til Vest- mannaeyja og vann þar við ýmis störf, bæði til sjós og lands. Þaðan lá leið- in til Reykjavíkur um 1940. Nam hann eldsmíði í vélsmiðjunni Hamri 1941–45 og vann við þá iðn til ársins 1949, en hóf þá nám í gullsmíði hjá Aðalbirni Péturssyni gullsmið og síðar Jens Guðjóns- syni. Var gullsmíðin síðan hans ævistarf. Rak hann eigin verslun á Laugavegi 58 frá 1959 til 1972. Síðustu starfsár sín vann hann þó hjá Gamla kompaníinu, aðallega við bólstrun, en vann jafnframt því við gullsmíðar. Árið 1991 fluttu þau Andrés og Ólöf til Hveragerðis og þar átti hann heimili síðan. Útför Andrésar verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við kynntumst Andrési fyrir tæp- um fjórum árum þegar móðir okkar, sem þá var búin að vera ekkja í 25 ár, kynnti hann fyrir okkur sem tilvon- andi eiginmann sinn; myndarlegan hávaxinn mann, sportlega klæddan og kvikan í hreyfingum. Við vorum fljót að kynnast Andr- ési því hann átti sérstaklega gott með að tala við alla um hin ýmsu málefni enda vel að sér í flestu og mjög fróðleiksfús um það sem hann vissi minna um. Áhugi hans á öllu sem sneri að náttúru og dýralífi er þó sérstaklega minnisstæður og átti líf- fræðingurinn í systkinahópnum oft fullt í fangi með að svara áhugaverð- um spurningum hans og ósjaldan þurfti að leita svara í fræðibókum. Andrés var einstaklega hlýr og skemmtilegur maður. Þá var hann mikill fagurkeri og listamaður; um það bar fallegt heimili vitni þar sem vel valin listaverk voru í öndvegi, og einstakur garður þar sem umhyggja, natni og listrænir hæfileikar Andr- ésar fengu að njóta sín. Oft ræddum við um það hversu gott samband hans og móður okkar væri, hvað þau væru hamingjusöm. Það var því mjög sárt þegar sjúk- dómur sem Andrés hafði glímt við og vonast var til að hann hefði sigrast á tók sig upp aftur af miklum þunga, en í veikindum sínum sýndi hann mikið æðruleysi. Við viljum votta móður okkar, Grétu, Dúa og öðrum aðstandendum innilega samúð. Þó að kynni okkar af Andrési hafi ekki verið löng erum við mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eftir sitja minn- ingar um góðan mann. Bjarni, Guðmundur, Gunnhildur, Hlynur, Víðir og fjölskyldur. Addi minn frá Fáskrúðsfirði er látinn. Addi var tveimur árum eldri en ég. Frá því ég var smábarn og fór að leika mér úti gætti hann mín fyrir eldri krökkum og kom í veg fyrir að þau stríddu mér. Sterk vinátta myndaðist en þegar Addi minn flutti í bæinn sem ung- lingur skildi leiðir um tíma. Leiðir lágu aftur saman á fullorðinsárum í gegnum garðrækt. Hann átti einn fallegasta garðinn í Hveragerði sem var unun að skoða. Frá Adda mínum fékk ég margar góðar hugmyndir og mikið af afleggjurum í minn eigin garð og voru sumir þeirra fágætar plöntur. Vinátta okkar hélst óslitin til dauðadags. Bestu vinarkveðjur, Hólmfríður Ásgeirsdóttir (Bíbí). ANDRÉS BJARNASON Fleiri minningargreinar um Andrés Bjarnason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ! !  "A-,73  + %0E  * +  )  & :'+   ;   /5 /112 + , &%) 6 ' 9, &%) ) &D ' && , 36H "!# ? ) &%)  ' D ) && ' #! , ( * ) &%) ' ? ) &%) MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.