Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 58

Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Oddur Þorsteins-son fæddist á Heiði á Rangárvöll- um 6. apríl 1960. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 1. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Svava Guðmundsdóttir, f. 1. júlí 1918, d. 21. mars 2001, og Þorsteinn Oddsson, f. 23. októ- ber 1920, bændur á Heiði. Oddur var yngstur sex systkina en þau eru: 1) Ásta, f. 1. nóvember 1945, d. 6. nóvember 1945. 2) Helga Ásta, f. 10. febrúar 1947, maki Sigurgeir Bárðarson, f. 16. júlí 1943, þau eiga tvö börn og sex barnabörn. 3) Birna, f. 16. febrúar 1955, var gift Ólafi Lín- dal Bjarnasyni, f. 14. ágúst 1952, d. 18. apríl 1998, þau eiga fjóra syni og eitt barnabarn. Sambýlis- maður Birnu er Rúnar Þór Bjarnason, f. 7. október 1956, og á hann þrjú börn. 4) Þórhallur, f. 10. nóvember 1957, d. 6. júní 1968. 5) Reynir, f. 14. desember 1958, maki Jóna María Eiríks- dóttir, f. 3. nóvember 1953, þau eiga eina dóttur. Oddur kvæntist 28. júní 1980 Lovísu Björk Sigurðardóttur, f. 6. júlí 1961, þau skildu. Dætur þeirra eru: Hjördís Rún, f. 27. apríl 1980, unnusti Arnar Gústafsson, f. 14. september 1980, Anna María, f. 9. mars 1983, og Kol- brún Eva, f. 21. sept- ember 1995. Oddur kvæntist 6. apríl 2002 Ingibjörgu Guðmundsdóttur, f. 27. febrúar 1974, börn hennar eru Eva Ýr, f. 13. júní 1991, Eyrún Ösp, f. 15. október 1994, og Aron Freyr, f. 18. maí 1998. Oddur lærði bifvélavirkjun í Reykjavík, var bóndi á Heiði 1981 til 1990, flutti þá að Fossöldu 4 á Hellu og bjó þar síðan. Hann vann hjá Bílaþjónustunni á Hellu, var verkstjóri í sláturhúsi og kjöt- vinnslu Þríhyrnings í Þykkvabæ, skálavörður í Hvanngili eitt sum- ar og síðast vann hann hjá Flutn- ingaþjónustunni á Hellu uns hann varð að láta af störfum vegna veikinda í mars 2001. Oddur var félagslyndur og var m.a. virkur félagi í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu í mörg ár og formaður hennar um skeið. Útför Odds fer fram frá Keld- um á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegi eiginmaður. Það er erfitt að vera sterk mann- eskja á svona stundu eins og þú baðst mig svo oft um að vera, sama hve mikinn undirbúning maður fær. Þú varst börnunum mínum sem góður faðir og báru þau föðurást mikla til þín. Við áttum svo margar yndislegar stundir saman og þær stundir eiga eftir að lifa með mér alltaf. En það er bara svo erfitt að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig aftur og finna, ástin mín. Horfa í fallegu augun þín, heyra hlátur þinn og sjá þitt fallega bros, sem var alltaf til staðar, alveg sama hversu mikið þú varst veikur. Þú varst hetjan okkar og þú varst mér allt. Þú varst besti vinur minn, mín bjarta framtíð, hamingjan mín og stóra ástin mín! Og það er alveg satt eins og sagt er: Að eiga vin er öllu betra, að eiga von er nauðsynlegt, að eiga ást er undur lífsins, að elska, það er dásamlegt. Þú kenndir mér svo ótalmargt og ég þakka Guði fyrir að hafa leitt vegi okkar og þinnar yndislegu fjölskyldu saman. Takk fyrir allt, ástin mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég elska þig! Þín ástkæra eiginkona Ingibjörg Guðmundsdóttir. Elsku pabbi minn. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért dáinn. Að ég fái aldrei að sjá þig aftur, aldrei að knúsa þig og kyssa, aldrei að sitja hjá þér og hlæja mig máttlausa af brönd- urunum sem þú reittir af þér, aldrei skriðið uppí til þín og hjúfrað mig að þér ef mér líður illa og er hrædd. Mér finnst það svo óréttlátt að Guð, ef hann er þá til, hafi tekið þig í burtu frá okkur. Hvernig getur hann verið svo grimmur? Ég á svo margar minningar um þig, elsku pabbi. Ég vildi óska að ég gæti spólað til baka og upplifað þær allar upp á nýtt. All- ar fjallaferðirnar, stundirnar í Myl- lubæ, afmælin, jólin og allt hitt sem við gerðum saman. Ég á eftir að sakna þess að geta ekkert gert með þér. Þetta eru allt minningar, minn- ingar um þig sem ég geymi í hjart- anu. Þú ert besti pabbi sem nokkur gæti hugsað sér og ég sakna þín sárt. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma því. Ég elska þig meira en lífið sjálft og hlakka til að hitta þig á ný. Ég veit að nú líður þér vel og það huggar mig að vita af því. Ég lofa þér að vera sterk og dugleg og standa við samninginn okkar, manstu. Ég veit að þú munt hjálpa mér í gegnum lífið og leiða mig á rétta braut. Ég mun alltaf að eilífu elska þig og virða og þú átt allt- af sérstakan stað í hjarta mér. Bless, elsku pabbi minn, xxxx kossar og knús. Þín dóttir, Anna María. Í dag verður hann bróðir okkar lagður til hinstu hvíldar við hlið móð- ur okkar, aðeins rúmu ári á eftir henni. Hugurinn reikar til baka, upp að Heiði, þrír litlir strákar að leika sér, alltaf eins klæddir, í fallegum út- prjónuðum peysum eftir mömmu. Sá minnsti alltaf brosandi, litli strák- urinn hennar mömmu, prakkari, dá- lítið letiblóð, hélt að það ætti hvorki að segja R eða S af því að stóri bróðir gat það ekki. Allt í einu var hann orð- inn unglingur, átti fullt af vinum, hafði gaman af að skemmta sér, allt- af brosandi, orðinn ástfanginn, Lollý komin til sögunnar. Tvítugur, Hjör- dís kom í heiminn, og Heiði togaði hann til sín. Aftur kominn „Oddur bóndi á Heiði“. Anna María fæðist, byggingarframkvæmdir, heyskapur, frændfólk í heimsókn, gæsaskytterí, ótrúlegt hvað gæsir geta verið spak- ar, og sumar skeggjaðar þegar betur er að gáð. Fjallanáttúran frá afa og pabba í blóðinu, ekki farið til fjalla að elta kindur, heldur á Bronco, með Flubbó og góðu vinunum þar. Flutt að Hellu, unnið í Þykkvabænum, sumarbú- staðurinn Myllubær byggður, hug- urinn enn á Heiði. Kolbrún Eva sól- argeislinn hans bætist í hópinn, fór að keyra hjá Viðari og Jóku sem reyndust svo vel. Ský dregur fyrir sólu, skilnaður, krabbamein, erfiður uppskurður, en samt brosandi. Bjartsýnn á bata, en óvinurinn kom aftur, öflugri en áður. Þá kom Ingi- björg með ást og birtu og börnin sín inn í líf hans en tíminn var naumur. Síðustu vikurnar, gifting, gengið frá öllu, æðruleysi, horfst í augu við dauðann, kominn á spítalann og ennþá að gantast. Síðasta kvöldið, þakklátur stuðningi veittum af svo mörgum; bað fyrir þakkarkveðju. Í veikindunum var Oddi sýndur al- veg einstakur hlýhugur og stuðning- ur sem hann var afskaplega þakk- látur fyrir. Sveitungar hans, ættingjar og vinir héldu honum óvænta afmælisveislu, færðu honum rausnarlegt söfnunarfé og tölvu sem veitti honum mikla ánægju síðustu mánuðina. Fyrir allt þetta viljum við þakka og þá sérstaklega Ingibjörgu sem er búin að annast hann af ein- stakri ást og umhyggju, „bjargaði honum“ eins og hann sagði. Megi góðu minningarnar hjálpa okkur öllum sem söknum hans. Helga, Birna og Reynir. Traustur vinur er örugg vörn, finnir þú slíkan, áttu fjársjóð fundinn. (Síraksbók, 6,14.) Elsku Oddur. Þannig varst þú trausti vinur. Það er sárt að hugsa til þess og vita að ekki verða ferðirnar fleiri sem þú átt til okkar upp í bú- stað eða í bæinn, en margar eru þær minningarnar sem við eigum. Yndislegt var það þegar þú og Ingibjörg komuð til okkar einn góð- an föstudag og þú þá nýkominn úr myndatöku. Við vissum að þú varst mikið veikur en það var ekki verið að kvarta, aldeilis ekki. Það voru skoð- aðar myndir frá sumarbústaðaferð- um og mikið hlógum við. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér þessa stund og þegar þú fórst þá töluðum við um að hittast aftur fljótlega fyrir austan. Fjórum dögum seinna varst þú búinn að kveðja þennan heim. Okkur finnst það raunar ekki vera satt og að þú hljótir að koma skoppandi hér upp stigana og segja eins og þú sagðir svo oft: Kemur sveitakallinn! Minn- ingarnar eru margar, allar veiðiferð- irnar á gæs þegar hausta tók, jeppa- ferðir eða þegar siglt var á Rangá á gúmmíbát. Já, það væri hægt að skrifa sögur úr sveitinni eins og oft var talað um enda hvergi betra að vera og á milli okkar var sterkur þráður sem á sínar ástæður síðan ég var í sveit á Heiði. Elsku Oddur, það voru forréttindi að eiga þig sem vin. Við vitum að þér hefur verið tekið opnum örmum móður þinnar og þeirra sem farnir voru á undan úr þinni fjölskyldu. Guð geymi þig elsku strákurinn. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Elsku Ingibjörg, Steini, Hjördís, Anna María, Kolbrún Eva og fóst- urbörn, við vitum að söknuðurinn er mikill en megi Guð geyma ykkur og varðveita í sorginni. Sophus Klein og Áslaug. Mig langar til að minnast frænda míns, hans Odds. Fyrstu tíu ár ævi minnar átti hann heima í næsta húsi við mig á bænum Heiði á Rangárvöll- um. Ég leit upp til þessa frænda míns. Hann lék mikið við mig en hann hafði líka mjög gaman af að fá mig til að skríkja. Á veturna sneri hann mér stundum kringum sig á snjóþotunni á fullmiklum hraða að mér fannst. Hann var mjög stríðinn og ég man einu sinni að ég fékk heyryk í augun. Oddur var þá fljótur til og kleip mig í nefið til að ég myndi tárast og losna við rykið úr augunum. Eitt atvik er mér ofarlega í minni. Þegar ég var að byrja í skólanum og fór í mötuneytið í fyrsta sinn. Á boð- stólum var ýsa með roði og kartöflur sem átti eftir að skræla. Mér féllust hendur og sat bara og horfði á mat- inn. Þá kom Oddur og fann til á disk- inn handa mér, skrældi kartöflu og hreinsaði fiskinn. Ég sendi öllum ættingjum og vin- um sorgar- og saknaðarkveðjur. Helga Hjalta. Það er stutt í tárin og minning- arnar streyma um huga minn. Oddur frændi er dáinn. Ég veit vel að nú líð- ur honum loksins vel en söknuðurinn er sár. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í næsta húsi, á Heiði á Rang- árvöllum. Þótt átta ár skildu okkur að var hann, og reyndar Reynir bróðir hans, alltaf tilbúinn og óþreyt- andi að leika við okkur systurnar. Hlöðuleikir, alls konar útileikir, spil og margt fleira. Oddur var mikill æringi og stríðinn og ég verð að við- urkenna það að ef stóð til að fara á snjóþotur á veturna sá ég til þess að Reynir drægi mig. Þeim bræðrum fannst líka frekar gaman að henda okkur systur minni á milli sín, sér- staklega Helgu því hún gaf svo skemmtileg hljóð frá sér. Það var líka skroppið í reiðtúra og fyrir kom að við fengum að fara með í sund. Ég man sérstaklega eftir einni slíkri ferð. Við vorum að beygja frá Laugalandi. Þeir voru tveir frammí, Oddur og félagi hans, eitthvað að bogra ofan í mælaborðið og gólfið. Bíllinn rann til og flaug út í skurð. Enginn meiddist en þeir félagar fóru strax að spá í hvað skyldi nú segja lögreglunni ef hún kæmi á staðinn. „Við vorum að leita að gírstönginni!“ Seinni árin hefur samgangurinn ekki verið mikill, en ég man vel eftir þess- um fáu og góðu stundum. Ég hitti Odd líka seinni partinn í vetur er hann var á leið til föður síns með yngstu dóttur sinni. Mér fannst frábært að hitta hann svona óvænt og geta tekið utan um hann og látið hann vita að hugurinn væri mikið hjá honum. Hugurinn var svo sannarlega mik- ið hjá Oddi og hans fjölskyldu síð- ustu misseri og maður var alltaf að bíða eftir og biðja um kraftaverk. Elsku Ingibjörg, börn og dætur, Steini frændi, systkini og stórfjöl- skylda, skarðið er stórt og sorgin mikil. Í huganum reyni ég að taka ut- an um ykkur öll. Guð styrki ykkur og varðveiti. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Takk fyrir allt og hvíl í friði kæri frændi. Anna Sigríður Hjaltadóttir. Tæpum sólarhring áður en frændi minn og náinn vinur kvaddi þennan heim, hittumst við í hinzta sinn, í bili að minnsta kosti. Ég fór á spítalann með því hugarfari að veita honum stuðning í hans erfiðu veikindum. Það var vitað að baráttan var töpuð og enginn vissi það betur en Oddur sjálfur. Samt var ekki hægt að segja að í rúminu lægi bugaður maður sem gréti örlög sín, öðru nær. Þarna var gamli góði elsku frændi, sjálfum sér líkur þó þjáður væri, gerði að gamni sínu og fékk mann til þess að halda um sinn að þetta væri ekki kveðju- stundin okkar, hún yrði ekki fyrr en við hefðum að minnsta kosti séð hríslurnar hans vaxa upp úr grasinu við sumarbústaðinn hans í sumar. Hann þurfti engan stuðning frá mér á þessari stundu, það voru aðrir sem sáu um það, en mér veitti hann dýr- mæta minningu, eina í viðbót við svo ótal margar. Að lifa brosandi og að deyja bros- andi og að deyja á 1. maí, það er stíll yfir því. Af hverju þurfti að taka hann frá okkur svona fljótt? Hver á nú að laga gilið á vorin, segja okkur sögur úr sveitinni, drekka bjórinn okkar, skjóta gæsirnar og sækja þær útí á fyrir Einar, kveikja í sinunni, skjóta minkinn og „villikettina“, ræða skógræktarárangurinn við mömmu og þykjast hafa vit á því? Það verður aldrei eins í Heiðarlandi eftir að Oddur er allur. Nóg var nú samt þegar hann flutti niðrá Hellu með fjölskylduna. Það var eina skipt- ið sem hann neitaði mér um bón og ég er svo sem löngu búinn að fyr- irgefa honum það. Eitt nei á rúmum 40 árum er ekki svo mikið þegar þús- und jákvæð atvik skipta svo miklu meira máli. Ævi hans var alltof stutt, en góðu minningarnar eru margar. Þær munu hjálpa þeim ótal mörgu sem elskuðu Odd og syrgja nú. Farðu í friði, elsku frændi, og þakka þér fyrir allt og allt. Loftur Þór Pétursson. Við vorum ung og hraust og lífið blasti við okkur með ótal spennandi tækifærum. Við bjuggum í litlu þorpi úti á landi, þar sem náttúra Íslands skartar sínu fegursta í formi fagurr- ar sveitar, jökla, sanda og lokkandi hálendis. Yfir þessu öllu trónir fjalla- drottningin Hekla. Þorpið okkar heitir Hella. Að búa við þessar aðstæður lætur engan ósnortinn. Hálendið og jökl- arnir seiddu mann til sín, hvort sem var sumar eða vetur, og til að fá útrás fyrir fjallafiðringinn fundum við okk- ur farveg í starfi með Flugbjörgun- arsveitinni á Hellu. Þar var lífið, þar gerðust hluturnir, hvort sem var í æfinga- eða skemmtiferðum, fjáröfl- unum eða í allri þeirri vinnu sem féll til í kringum starfið. Þetta var ekki bara áhugamál, það var lífsstíll að vera í Flubbó. Börnin okkar allra tóku þátt í starfinu og lærðu það fljótt að allt snerist í kringum Flubbó og skemmtilegustu ferðirnar voru um óbyggðir Íslands. Þarna kynntumst við vinum okkar Oddi og konu hans Lovísu fyrir rúm- um 20 árum. Hann var okkar hraust- astur, afar frár á fæti og ekki spillti hin mikla glaðværð og sprell sem ætíð einkenndu hann. En Oddur var ekki bara skemmtilegur félagi held- ur var hann líka mikill félagsmála- maður, sem hægt var að treysta í hví- vetna og liðtækur til allra verklegra framkvæmda, því bóndinn Oddur var lærður bifvélavirki og laghentur smiður. Hjónin á Heiði voru samhent og ósérhlífin í þágu félagsskaparins, þrátt fyrir annríki í búskapnum. Það varð úr, að Oddur tók þátt í smíði á sumarbústað okkar hjóna vestur í Reykhólasveit. Törnin stóð yfir í tvær vikur, unnið sleitulaust frá því snemma morguns til kvölds, og alltaf endað með sund- og pottferð á Reykhóla, þar sem smiðir og ráðs- kona létu þreytuna líða úr sér. Tím- inn leið hratt, bústaðurinn komst upp og í minningunni var þetta tími fjörs og gleði, sem Oddur átti ekki síst þátt í að skapa. Árin liðu, við fluttum og leiðir Odds og Lovísu skildi. En fljótlega upp úr því dynur reiðarslagið yfir, Oddur greinist með krabbamein. Síðan eru liðin tæp þrjú ár, sem ein- kennst hafa af sleitulausri baráttu þessa vinar okkar. Baráttu sem hann háði sem betur fer ekki einn, fjöl- skyldan stóð þétt með honum og síð- an birtist Ingibjörg. Hennar styrkur var ekki lítill eftir að hún kom inn í líf hans. Ýmsar ljúfar stundir höfum við átt saman og vil ég þar nefna heim- sókn þeirra Ingibjargar til okkar vestur í bústað í september síðast- liðnum. Það var Þröstur vinur okkar beggja sem gerði þennan draum að veruleika með því að fljúga með þau til okkar. Aðra stund áttum við fyrir þremur vikum, þegar fyrrverandi formenn FBSH, Oddur þar í hópi, hittust eina kvöldstund í húsi björg- unarsveitarinnar til myndatöku. Þar áttum við yndislega stund og skoð- uðum litskyggnur frá árunum í Flubbó. En kveðjustundin var trega- full því allir gerðu sér grein fyrir að þetta væri okkar síðasta kvöld sam- an. Elsku Ingibjörg, undanfarið höf- um við oft dáðst að óbilandi kjarki þínum og tryggð og biðjum við þess, að þú og börnin þín þrjú finnið þann ODDUR ÞORSTEINSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.