Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 59 frið sem þarf til að geta hafið nýtt og gæfuríkt líf. Dætrum Odds, öldruðum föður, systkinum og Jónu Maríu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Elsku Oddur, hafðu þökk fyrir þitt bjarta bros og góða skap. Þínir vinir Hjördís og Gylfi. Elsku Oddur, okkur systkinin langaði til að kveðja þig með nokkr- um línum og þakka fyrir að fá að kynnast þér. Þau voru ófá skiptin sem við sátum við varðeldinn í Lækj- arkoti og skemmtum okkur konung- lega við allskyns leiki og sprell. Það er skrítið til þess að hugsa að næst þegar við komum saman við varðeld- inn að þú verðir ekki með okkur með þinn smitandi hlátur og þitt fallega bros. Fáum höfum við kynnst sem höfðu jafn mikla unun af að vera úti í náttúrunni eins og þú hafðir, elsku vinur, en eftir að þú veiktist gastu ekki stundað það eins og þú hefðir viljað. Mitt í veikindum þínum kynntist þú Ingibjörgu þinni sem stóð eins og klettur við hlið þér í þinni erfiðu bar- áttu og hefur örugglega létt þér síð- ustu mánuði með mikilli ást og hlýju. Það gladdi okkur mikið að heyra að þið hefðuð gift ykkur 6. apríl sl. á af- mælisdaginn þinn. Elsku Oddur, þótt þú sért horfinn á braut mun minningin um þig ylja okkur um hjartarætur alla tíð. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Harðarson.) Elsku Ingibjörg og börn, Hjördís, Anna María, Kolbrún Eva og aðrir aðstandendur við vottum ykkur alla okkar samúð. Hildigunnur og Finnur, Elín og Ármann, Gunnar og Bryndís og Gunnlaug. Þá er Oddur frændi minn búinn að yfirgefa þetta jarðneska líf alltof snemma, aðeins 42 ára gamall. Nafn- ið Oddur er svo ferskt í minningunni um þá menn sem mér þótti svo vænt um og bar svo mikla virðingu fyrir. Oddur var skírður í höfuðið á afa okkar Oddi Oddssyni á Heiði, sem var einstakur maður og ljúfmenni. Eins var Oddur Pétursson bróðir minn skírður eftir afa okkar en bróð- ir minn féll frá á besta aldri líkt og Oddur frændi. Ég verð reyndar að segja það að mér hefur fundist Odd- ur frændi hafa verið í mínum huga eins og litli bróðir. Þessi drengur var svo léttur í lund og alltaf tilbúinn að gera manni lífið léttara með hjálp- semi og dillandi hlátri. Marga ferð- ina fórum við saman á gæsaskyttirí um árin og lentum þá í allskonar æv- intýrum. Með hverjum öðrum hefði maður getað farið á skyttirí og af- raksturinn var að skjóta tvær gæsir og einn þriggja punda silung. Að þessu gátum við oft hlegið enda vandræðalaust að smitast af Odds hlátri. Fljótlega eftir að Oddur hafði lært bifvélavirkjun gerðist hann bóndi á Heiði ásamt þáverandi konu sinni Lovísu Sigurðardóttur. Alltaf var jafngaman að heimsækja þau enda bæði vel hress. Saman eignuð- ust þau þrjár myndarstúlkur. Ég er ekki frá því að Lollí hafi bjargað heilsu minni eftir eina gæsaferðina á köldu haustkveldi. Við vorum þrír á fínum stað niður við á, báts- og hund- lausir þegar gæsirnar byrja að birt- ast og Oddur fremstur í flokki dritar þær niður beint í ána og ég þurfti að synda allsnakinn eftir þeim, þrjár ferðir við mikinn hlátur félaga minna. Þegar heim á bæ var komið fyllti Lollí baðkarið af sjóðandi heitu vatni og skipaði Oddi að færa mér glas af whisky sem hann hafði mjög gaman af. Eftir að þau fluttu á Hellu byggðu þau sér sumarbústað rétt hjá bústað okkar fjölskyldu, Sælukoti. Reyndar endurskírði Martha frá Selsundi bú- staðinn okkar og kallaði hann Óláta- garð en ég held að Oddur hljóti að hafa verið í heimsókn við það tæki- færi því alltaf var glatt á hjalla þegar hann var í heimsókn. Við eigum eftir að sakna þess verulega að sjá hann ekki birtast hlæjandi. Eftir að Oddur og Lollí skildu greindist Oddur með krabbamein sem var fjölskyldunni gífurlegt áfall, sérstaklega þó Birnu systur hans sem hafði nýlega misst eiginmann sinn Ólaf Bjarnason úr sama sjúkdómi. Oddur tókst á við þetta af bjartsýni ásamt fjölskyldu sinni og vinum og þá ekki síst henni Ingibjörgu sinni sem gerði allt sem hún gat til að létta honum lífið og á hún miklar þakkir skildar. Minning- arnar um Odd eru svo margar og góðar að hægt væri að skrifa um hann endalaust. Ég vil þó að lokum segja frá því þegar ég hitti Odd fár- sjúkan hálfum sólarhring fyrir and- lát hans. Þegar hann heilsar mér brosandi þá segir hann: Ég væri ekki til stórræðanna á gæsaskyttirí núna, ég held að ég myndi láta þig sjá um hlaupin og hlær um leið við. Við fjölskyldan færum öllum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Einar Pétursson. Það er komið að kveðjustund. Blendnar tilfinningar og hugsanir einkenna þannig stundir. Ég sé fyrir mér Ingibjörgu mína segja mér frá manninum sem hún elskar og það glampar á stjörnur í augum hennar þegar hann Oddur Þorsteinsson er nefndur á nafn. Já, hann var stóra ástin hennar. Við vissum að Oddur var haldin hættulegum sjúkdómi en vonin um bata var alltaf til staðar. Hann barð- ist fyrir lífinu með bros á vör, já, það var ótrúlegt hvað hann Oddur gat brosað við öllu, hvernig sem ástatt var hjá honum. Jafnvel á dánarbeð- inum gat hann gert að gamni sínu, en að lokum hafði þessi sjúkdómur vinninginn. Oddur var tengdasonur minn og ég var stolt af því að eiga hann sem tengdason. Það var gott, Oddur, að sjá hvað þú varst góður við barna- börnin mín, enda virtu þau þig sem föður og töluðu um hann Odd pabba. Vegir lífsins eru órannsakanlegir og við vitum ekki hvað bíður okkar á næsta götuhorni, en það er trú mín að við eigum öll eftir að hittast aftur á betri stað. Kæri Oddur, það var sérstakt að fylgjast með því hvað það var þér mikið hjartans mál að ganga rétt frá öllum lausum endum. Á sama tíma töluðum við um framtíðina og þá var eins og þú værir að undirbúa mjög langt ferðalag. Eins var það sérstakt hvað þú varst ákveðinn í að vera bú- inn að flytja ykkur saman fyrir 1. maí en svo var það dánardagur þinn. Þú kvaddir þann sólríka vordag. Ég trúi því, að núna líði þér betur og þú sért kominn til þinna nánustu sem farnir eru yfir móðuna miklu. Kannski varstu „kallaður út“ í eitt- hvað sérstakt verkefni. Kvöld eitt fyrir stuttu, heima hjá mér, áttum við notalega stund sem er mér mjög minnisstæð. Þar voru auk þín einnig stödd; Sveinn bróðir minn, Gróa mágkona og Ingibjörg. Þá voruð þið Svenni að rifja upp erf- iðar ferðir til fjalla með björgunar- sveitum, ferðir sem farnar voru til að bjarga öðrum í nauðum. Það er mikil lífsreynsla að vera björgunarsveitar- maður og þurfa jafnvel að búa um sig úti í vondum veðrum. Þetta góða kvöld varst þú svo ótrúlega hress miðað við hvað þú varst veikur. Þið Ingibjörg giftuð ykkur 6. apríl síðastliðinn. Það var fallegur dagur og yndisleg athöfn. Það er gott að eiga þá minningu. Fjölskylda mín tók ástfóstri við þig, vinur, þó tíminn hafi ekki verið langur. Ég þakka þér fyrir allt og allt, góðar minningar eru eins og ljós. Í myrkrinu lýsir ljósið best. Ég bið góðan Guð að styrkja ykk- ur öll í sorginni, vini og vandamenn. Sérstaklega bið ég fyrir ykkur; elsku Ingibjörg mín og börnum þínum, dætrum Odds, Þorsteini föður hans og systkinum. Minningin lifi um góð- an mann með einstaklega bjart bros. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Guð geymi ykkur öll, Þórunn Sigurðardóttir og fjölskylda. Er hnígur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á brjóstin knýr, vér minnumst þeirra, er dóu í draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá koma þeir úr öllum áttum, með óskir þær, er flugu hæst, og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn helga draum, sem gat ei ræst. Og þá er eins og andvörp taki hin undurfagra sólskinsvon, og allir kveldsins ómar verði eitt angurljóð um týndan son. Og hinsti geislinn deyr í djúpið, – en daginn eftir röðull nýr oss kveikir sama dýra drauminn um djarft og voldugt ævintýr. (Jóhannes úr Kötlum.) Nokkrar myndir. Hann Oddur er allur, af hverju er lífið svona ósann- gjarnt, ég var alltaf að vona þrátt fyrir vitneskju um staðreyndir veik- indanna að þetta væri allt saman vondur draumur sem ég vaknaði brátt upp af. Hugurinn hvarflar, myndir hrannast upp. Árið er 1978, dagurinn er 11. maí, það er vor með svipuðu veðri og núna, ég í fullu starfi að vera hljóm- sveitartöffari („Gollarnir“), það er ball í Hellubíói um kvöldið. Nóttin verður örlagarík, happanótt sem færir mér í fang dís drauma minna, mér er borgið til framtíðar, en hjá henni Siggu minni hefst sú þrauta- ganga að reyna að gera úr mér mann, það stendur yfir enn. En þessi nótt færði mér fleira, því besti vinur hennar Siggu hét Oddur Þorsteins- son, þá bóndasonur á Heiði á Rang- árvöllum. Ég býst við að ég gleymi aldrei þegar við hittumst fyrst. Sigga auð- vitað að sýna vini sínum nýja „gæj- ann“ og athuga hvernig honum litist á gripinn. Eftir að Sigga hafði með nokkru stolti kynnt SINN formlega, lítur Oddur á hana glettinn á svip og segir eitthvað á þessa leið: þetta dug- ar ekki, þér verður lítið lið að þessum væskilslega (var mjór þá) tónlistar- manni í búskapnum, Sigga mín. Sigga steytir á hann hnefa en hlær þó, ég á milli eins og illa gerður hlut- ur, ekki alveg klár á mínu hlutverki. En þarna kynntist ég einmitt þeim Oddi sem ég seinna mat mest, fullum af græskulausu spaugi og sífellt að koma á óvart, þetta var eiginleiki sem fylgdi honum til hinsta dags. Og þetta er Lollý kærastan hans Odds segir Sigga og lýkur við kynninguna. Á þessum árum sagði maður alltaf, þarna koma Oddur og Lollý. Samverustundirnar áttu eftir að vera margar hjá ungum frumbýling- um í nágrenni á ofanverðum Rang- árvöllum. Á vetrarkvöldum var oft farið milli bæja og tekið í spil og var gjarnan glatt á hjalla og Oddur hrók- ur fagnaðar, á sumrum þurftu vinnu- mennirnir á bæjunum að þola ým- islegt. Eitthvert sumarið höfðu vinnumenn Odds suðað um að fá að sitja á húddinu á Land-Rovernum hans Steina þegar þeir færu eitt- hvert. Kvöld nokkurt segir Oddur, jæja, nú eruð þið búnir að vera svo duglegir í dag að ég ætla að leyfa ykkur að sitja á húddinu á Land-Rovernum út í Nes. Vinnu- menn eitt bros, stökkva upp á húdd og svo er ekið af stað. Fyrir algera tilviljun verður drullupyttur á leið þeirra og skyndilega gerist allt í senn, Oddur „missir stjórn“ á Land- Rovernum þannig að hann stefnir á pyttinn miðjan, olíugjöfin festist í botni og þegar miðjum pyttnum er náð þá „læsast bremsurnar“. Vinnu- mennirnir báðu ekki oftar um far á húddinu á Land-Rovernum, en oft var hlegið á þeirra kostnað fyrir vik- ið. Áfram hvarflar hugur. Fjöl- skyldumeðlimum fjölgar, börnin vaxa, búin stækka, erill dagsins byrgir sýn. Hjördís Rún og seinna Anna María komu oft með foreldr- unum í heimsókn og var oft kátt í koti eins og gjarnan verður þegar krakk- ar leika sér saman. Fleiri myndir, minningar, gleðitár, sorgartár, lífið sjálft. Búi er brugðið, fréttir af erf- iðleikum. Augasteinninn Kolbrún Eva fæðist. Og síðan ekki lengur Oddur og Lollý. Oddur greinist með krabbamein. Síðustu þrjú árin hafa síðan farið í þá glímu sem nú hefur lokið með ósigri lífsins en sigri Odds. Allir sem fylgdust með því stríði hljóta að dáðst að því æðruleysi og kjarki sem þarf til að geta horfst í augu við sjálfa staðreynd lífsins á þann hátt sem hann gerði. En hamingjan var ekki búin að yfirgefa Odd þó heilsan gæfi sig. Hún birtist sem engill af himnum sendur í líki konu að nafni Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ég á ekki orð til að lýsa þeirri ást og umhyggju sem Ingibjörg hefur umvafið Odd síðasta spölinn, það höfum við skynjað svo vel af orðum Odds þegar hann og Kolbrún Eva hafa komið í heimsókn hingað síðustu misseri. Elsku Ingibjörg, Kolbrún Eva, Anna María og Hjördís Rún, svo og öll nánasta fjölskylda, ykkar er miss- irinn mestur. Ég færi ykkur samúð- ar kveðjur okkar allra á Kaldbak og nefnið nöfnin okkar ef lítið liggur við. Ég þakka forsjóninni fyrir að besti vinur konunnar minnar hét Oddur Þorsteinsson og að fá hlutdeild í þeirri vináttu. Viðar á Kaldbak. Elsku frændi, okkur langar að þakka þér þær björtu og glaðværu minningar sem við eigum um þig, vinur. Við vitum að á æðri stöðum verða nú aðrir þinnar hlýju aðnjót- andi. Oddur minn, nú er hinni erfiðu baráttu þinni við hinn illvíga sjúk- dóm lokið, en hana fórstu í gegnum af dugnaði. Fjölskyldu þinni vottum við okkar innilegustu samúð. sökn- uðurinn er sár og við kveðjum góðan dreng. Aðalheiður, Helga, Oddur og Eyja. Elsku Lóa mín, nú hefur þú hvatt okkar jarðneska líf og ert komin til feðra þinna. Ég var svo lánsöm fyr- ir rúmum þrjátíu árum að fá að kynnast þér þegar við Ey- vindur frændi þinn fórum að vera saman. Ég var fljót að sjá að lífið hjá þér var ekki alltaf eins og dans á rósum, en aldrei kvartaðir þú. Þú varst alltaf svo róleg og sást alltaf ljós í myrkrinu. Þú þurftir að ganga í gegnum miklar raunir í gegnum líf- ið eins og systir þín og tengda- mamma mín, hún Anna Lilja. Þegar hún dó voru börnin mín ung og það var svo skrýtið að þú varst eins og ÓLAFÍA KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Ólafía KristjanaGuðmundsdóttir fæddist á Kjörseyri 8. nóvember 1922. Hún lést í hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð 26. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 6. maí. amma þeirra og ég held að þau hafi litið á þig sem ömmu. Það eru ógleymanlegar stundirnar þegar ég átti Jónínu sem var veik mestallt sitt fyrsta ár. Þegar þú varst búin að ljúka fullum vinnu- degi komstu til mín og sinntir börnunum svo ég gæti hvílt mig. Þú vildir allt fyrir alla gera og ég hafði á til- finningunni að þú gæt- ir endalaust gefið frá þér mikla hlýju, vænt- umþykju og kærleik. Þú gerðir aldr- ei neinar kröfur. Þú varst yndisleg og ég þakka þér alla þá hjálp sem þú veittir mér. Það er ekki hægt að skrifa allt á blað sem við tvær geym- um í hjörtum okkar. Megi Guð blessa þig, elsku Lóa mín. Það er öruggt að erfitt er að finna konu eins og þig þó víða væri leitað. Far þú í Guðs friði. Guðbjörg Sigurðardóttir. <    %   -  %   = " # =#            !  ! - B- "-  < & 4#' ! %I ,)8 '   %       !   8&0  -     ))    $&1 8 +   #" %! 6 '! ' ,  &&  # &  '! ' &&   ! " &%)  !' * # & &%)  ; '  %! # & &%)  " # & &&     '! ' &%)  , &5   #&&   , &5 &%)  , , &5 &%)  $( , &5 &%)  <    %  =  "          " -   !   ! -   - 2 -  - + 5; ' & ) $ "!# ?  &%)    '  &&     &&    %D)  &%)  ( ( ( ( ( '#  #& % %! 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.