Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 61
Á UPPSTIGNINGARDAG var Hörpuhátíð barnanna í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar var brugðið upp svip- mynd af hópverkefni sem börnin hafa verið að vinna að síðustu daga, en það fjallar um börn í öðrum lönd- um víða í heiminum, lífskjör þeirra og lifnaðarhætti. Börnin völdu sér löndin sjálf í samvinnu við kennara. Hörpuhátíð í Áslandsskóla Morgunblaðið/Jim Smart MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 61 LÍTIÐ hefur verið ræktað af eplatrjám hér á landi en þó eru til nokkur stálpuð tré allvíða á landinu og eru mörg þeirra í góðum þrifum. Flest þessara trjáa standa stök og þar sem eplatré þurfa oftast að frjóvgast af öðru tré hefur lítið borið á aldinum. Þó eru til tré á höf- uðborgarsvæðinu sem bera reglulega aldin og önnur sem borið hafa aldin í sumum árum. Greinilegt er af þessari reynslu að ræktun eplatrjáa í görðum hér á landi er vel möguleg enda eru eplatré yfirleitt mjög harðgerð og frekar auðræktuð og henta vel til ræktunar á norð- lægum slóðum. Þegar velja á trjánum vaxtar- stað er nauðsyn- legt að velja hlýj- an og sólríkan stað t.d. upp við suður- eða vest- urvegg. Einnig er nauðsynlegt að planta a.m.k. tveimur trjám og af sitthvoru yrkinu til þess að frjóvgun og aldinmyndun eigi sér stað. Þegar valin eru yrki (afbrigði) þarf að gæta að því að þau blómgist á sama tíma en það er dálítið breytilegt hvenær þau blómgast eða frá því um miðjan maí og fram eftir sumri. Yrkin þurfa líka að vera harð- gerð og bráðþroska. Af slíkum yrkjum má nefna „Transparente Blanche“, „Sávstaholm“, „Haug- mann“ og „Close“. Einnig koma fjölmörg önnur yrki til greina. Eplatré eru í flestum tilvikum ágrædd á aðra rót (grunnstofn) og það fer eftir gerð rótarinnar hversu harðgerð hún er og hve stórt tréð verður. Eðlileg hæð eplatrjáa er 8–10 metrar en með tilkomu hægvaxta grunnstofna hefur tekist að hemja vöxt þeirra til muna. Ef rækta á eplatré í garðskála er best að nota grunnstofnana M27 eða M9 sem verða lítil tré sem auðvelt er að móta með klippingu. Gunnstofnarnir Antonovka og A2 gefa aftur á móti meiri vöxt og eru líka mun harðgerðari en þeir fyrrnefndu og henta því betur til útiræktunar. Auðvelt er að móta vöxt eplatrjáa með klippingum og oft eru þau rækt- uð upp við veggi, á grindum eða snúrum. Stundum getur verið nauðsynlegt að grisja blóm og aldin því annars er hætt við því að aldinin verði smá og að tréð blómstri bara annað hvert ár. Heppilegt millibil á milli aldina eftir grisjun er 10–15 cm og jafnvel meira. Ekki hefur verið mikið um óværu á eplatrjám hér á landi en víða erlend- is sækja ýmsir kvill- ar og skordýr á þau. Helsta vandamálið eru fiðrildalifrur sem sækja á trén og er oft nauðsynlegt að úða þau en varast ber að gera það á meðan þau standa í blóma. Allmargar teg- undir af villi- og skrauteplum hafa verið prófuð hér á landi og hafa sum hver gefið ágæta raun. Af vil- lieplum má helst nefna síb- eríuepli (Malus baccata) og alaskaepli (Malus fusca) sem eru til á allnokkrum stöðum. Aldin á villieplum eru oftast lítil og súr. Skrautepli eru yrki sem fyrst og fremst eru ræktuð vegna skrautlegra blóma og aldina sem eru 1–4 cm á stærð og geta í sumum tilvikum hentað ágæt- lega til manneldis. Hér á landi hafa yrkin „Rescue“ og „John Downie“ blómgast og þroskað aldin. Allar tegundir og afbrigði eplatrjáa bera mjög falleg blóm sem eru oftast hvít að lit en stundum bleik eða rauð. Frekar lítið úrval af epla- trjám hefur verið á markaðnum á liðnum árum en útlit er fyrir að það fari að breytast. Bæði hafa nýir aðilar farið að flytja inn tré og verið er að undirbúa framleiðslu á eplatrjám hér á landi fyrir íslenskar aðstæður. Hvaða yrki munu reynast best við íslenskar aðstæður á eftir að skýrast á komandi árum en mörg þúsund yrki eru þekkt og er úr mörgu að velja. Epli á Laufásvegi, Reykjavík. EPLATRÉ Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 470. þáttur FRÉTTIR SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 12. maí nk. verður haldinn fræðslufundur um heimafæðingar þar sem sex konur, sem fætt hafa í heimahúsi, munu segja frá reynslu sinni og sitja fyrir svörum. Ljósmæður sem stundað hafa heimafæðingar munu einnig vera á staðnum og veita upplýsingar. „Undanfarin ár hefur heimafæð- ingum farið fjölgandi og áhugafólk um heimafæðingar bendir á kosti eins og að inni á eigin heimili getur konan best slakað á og verið hún sjálf, þann- ig hefur hún meiri möguleika á að stjórna fæðingunni sjálf og eykur með því möguleika á eðlilegum fram- gangi hennar og getur minnkað áhrif sársaukans, þ.e. slakað á inn í sárs- aukann, sem óneitanlega fylgir. Hún losnar líka við þá röskun sem fylgir því að færa sig upp á sjúkrahús, en al- gengt er að sótt detti niður þegar mætt er á fæðingardeildina, og þá er fólk gjarnan sent aftur heim,“ segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur um heimafæðingar HÚMANISTAFLOKKURINN opnar kosningaskrifstofu á Lauga- vegi 99 laugardaginn 11. maí kl. 16. Á boðstólum verða kaffiveitingar. Staðurinn er ætlaður til að fólk geti hitt frambjóðendurna og annað fólk og spjallað og skipst á skoðunum. Opna kosninga- skrifstofu FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðis- manna í Mýrdalshreppi fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 25. maí hefur verið kynntur og samþykkt- ur. Listann skipa: 1. Sveinn Pálsson, Vík, 2. Sif Hauksdóttir, Vík, 3. Þór- hildur Jónsdóttir, Ketilsstöðum, 4. Steinþór Vigfússon, Ási, 5. Björn Ægir Hjörleifsson, Vík, 6. Sveinn Þórðarson, Vík, 7. Jónína Sólborg Þórisdóttir, Vík, 8. Sædís Íva El- íasdóttir, Vík, 9. Guðmundur Pétur Guðgeirsson, Vík, 10. Helga Þor- bergsdóttir, Vík. D-listi sjálf- stæðismanna í Mýrdalshreppi Fagradal. Morgunblaðið. Á AÐALFUNDI Samtaka um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var 23. mars sl., var kosinn nýr formaður, Friðrik Hansen Guð- mundsson verkfræðingur. Aðrir í stjórn eru: Anna Sigríður Jóhanns- dóttir arkitekt, Egill Helgason þáttagerðarmaður, Einar Eiríksson kaupmaður, Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur, Jón Guðmundsson framkvæmdastjóri, Orri Gunnars- son verkfræðinemi og Steinunn Jó- hannesdóttir rithöfundur. „Tilgangur samtakanna er að stuðla að mótun og kynningu nýrra hugmynda um umhverfismál og þró- un byggðar í þéttbýli með áherslu á þéttingu og endurnýjun byggðar inn á við sem valkost gegn áframhald- andi útþenslu byggðar. Samtökin eru þverfagleg og þverpólitísk áhugamannasamtök með sameigin- lega hagsmuni almennings og at- vinnulífs að leiðarljósi. Samtökin eru opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti áhugamanna og fagmanna í öllum greinum lista, tækni og vísinda. Markmiðið er að hafa áhrif á stefnu- mótun um skipulag og mótun byggð- ar á höfuðborgarsvæðinu og ákvarð- anir í einstökum málum,“ segir í fréttatilkynningu. Nýr formaður Sam- taka um betri byggð ÁR hvert er valið No Name-andlit ársins. Að þessu sinni varð það and- lit Þórunnar Lárusdóttur leikkonu. Var skýrt frá vali hennar fyrr á þessu ári. No Name bryddaði upp á þeirri nýjung í ár að fólk gat giskað á hvaða kona yrði fyrir valinu og var verðlaunum heitið. Þrjár konu giskuðu á nafn Þórunnar, þær Drífa Harðardóttir, Sólveig Péturs- dóttir og Sif Davíðsdóttir. Hlutu þær snyrtivörur í verðlaun. No Name hefur verið að færa út kvíarnar á undanförnum misserum. Í fyrra var opnuð söluaðstaða í Smáralind og í apríl sl. voru settar upp sjálfsafgreiðslueiningar í versl- unum Lyfja og heilsu. Giskuðu rétt á andlit ársins Ásthildur Davíðsdóttir sem sér um No Name-húsið, Sólveig Péturs- dóttir vinningshafi, Drífa Harðardóttir vinningshafi, Þórunn Lárusdótt- ir og Sif Davíðsdóttir vinningshafi. FRAMBOÐSLISTI Klettsins, sam- taka um eflingu heimabyggðar í Mýr- dalshreppi, fyrir sveitarstjórnrkostn- ingarnar 25. maí hefur verið sam- þykktur. Hann skipa: 1. Bryndís Harðar- dóttir Vík, 2. Ólafur Þorsteinn Gunn- arsson Giljum, 3. Eiríkur Tryggvi Ástþórsson Vík, 4. Guðrún Ólafsdóttir Vík, 5. Sólveig Davíðsdóttir Vík, 6. Símon Gunnarsson Vík, 7.Guðlaug B. Sigurðardóttir Vík, 8. Sigurjón Rúts- son Vík, 9. Guðrún Jónsdóttir Vík, 10. Kolbrún Matthíasdóttir Vík. K-listi Kletts í Mýrdalshreppi Fagradal. Morgunblaðið. NÝ húsakynni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs í Hamraborg 6a verða vígð með form- legum hætti í dag, laugardag. Að vígslu lokinni verður opið hús og býður starfsfólk stofnananna al- menningi leiðsögn um húsið frá kl. 16–18 á laugardag og sunnudag frá kl. 13–17. Opið hús í Kópavogi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.