Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 63 SÝNING á handavinnu í fé- lagsmiðstöðinni í Hraunbæ 105 í Reykjavík verður opnuð á morgun, sunnudag. Á sýningunni eru margir og fjölbreyttir munir sem íbúarnir hafa unnið að í tómstundastarfinu í vetur. Myndin var tekin af hluta handverksfólksins með sýnishorn verkanna þegar unnið var að upp- setningu sýningarinnar. Handa- vinnusýningin verður opin á sunnu- dag og mánudag, báða dagana frá kl. 13 til 17. Sýningin er opin öllum og kaffiveitingar eru á staðnum. Morgunblaðið/Golli Sýna handa- vinnu vetrarins ALÞJÓÐASAMBAND fótaað- gerðafræðinga, FIP, með höfuð- stöðvar í París hefur lýst því yfir að maí sé alheimsfótaverndarmán- uður. Félag íslenskra fótaaðgerða- fræðinga, FÍF, er meðlimur í FIP og kallar á athygli almennings um góða fótaumönnun. „Um 75% Ís- lendinga fá einhverskonar fóta- vandamál um ævina. FÍF vill leggja áherslu á að verkir í fótum eru ekki eðlilegir og geta minnkað lífsgæði fólks. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem eru með fótamein að leita til fótaaðgerðafræðinga,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Maí er mán- uður fóta- umhirðu VATNSVEITA Hafnarfjarðar, Staðardagskrá 21 og umhverfis- nefnd Hafnarfjarðar standa fyrir degi vatnsins laugardaginn 11. maí. Í tilefni dagsins er opið hús í vatnsbólunum í Kaldárbotnum frá kl. 11–16. Gestum verður veitt leiðsögn um vatnsbólin og rakin saga beinnar og óbeinnar vatnsöfl- unar í 84 ár. Allir eru velkomnir. Þetta tækifæri er einnig nýtt til þess að heiðra Jón Jónsson jarð- fræðing fyrir störf hans að hinni fyrstu eiginlegu vatnsvernd, sem sett var á höfuðborgarsvæðinu á sjöunda áratug liðinnar aldar. At- höfnin fer fram kl. 11. Opið hús í Kaldárbotnum FRAMBOÐSLISTI Húmanista- flokksins til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 25. maí nk. verður skip- aður eftirtöldum einstaklingum: 1. Methúsalem Þórisson ráðgjafi, Nóatúni 24 2. Bonifacia T. Basalan húsmóðir, Torfufelli 27 3. Stefán Bjargmundsson tollvörð- ur, Kleppsvegi 26 4. André Miku Mpeti viðskipta- fræðingur, Skúlagötu 30 5. Pauline Scheving Thorsteinsson meinatæknir, Flétturima 20 6. Þór Magnús Kapor myndlista- maður, Frakkastíg 12a 7. Birgitta Jónsdóttir ljóðskáld og útgefandi, Hofsvallagötu 20 8. Áslaug Ólafína Harðardóttir grunnskólakennari, Norðurási 6 9. Sigurður Þór Sveinsson nemi, Grettisgötu 4 10. Sigurður Óli Gunnarsson verk- stjóri, Miðhúsum 21 11. Stígrún Ása Ásmundsdóttir hús- móðir, Lynghaga 8 12. Anton Jóhannesson sölumaður, Hringbraut 119 13. Friðrik Valgeir Guðmundsson blikksmiður, Fellsmúla 12 14. Erla Kristjánsdóttir húsmóðir, Hjallalandi 22 15. Júlíus K. Valdimarsson ráðgjafi, Austurbergi 32 16. Sveinn Jónasson sölumaður, Gautavík 9 17. Inga Laufey Bjargmundsdóttir húsgagnasmiður, Tröllaborg- um 25 18. Jón Tryggvi Sveinsson bóka- safnsfræðingur Framboðslisti Húmanista- flokksins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni skorar á ríkisstjórnina að beita sér nú þegar fyrir eftirfarandi: Að grunnlífeyrir hækki til sam- ræmis við þær hækkanir sem átt hafa sér stað á verkamannalaunum frá 1995 til 2001 og fylgi síðan al- mennri launavísitölu. 2. Að frítekjumörk almannatrygg- inga og skattleysismörk verði alltaf látin fylgja launaþróun í landinu. 3. Að afnema nú þegar eignaskatt á íbúðir sem eigendur búa í. 4. Að hækka aldursskilyrði fyrir úthlutun á styrkjum til bifreiða- kaupa fyrir hreyfihamlaða. Greinargerð: Í Staðtölum Trygg- ingastofnunar ríkisins fyrir árið 2000, má sjá hvernig röskun á greiðslum almannatrygginga (ellilíf- eyris og tekjutrygginga) miðað við lágmarkslaun verkamanna án ein- greiðslna hefur orðið 1993. Á ár- unum 1993 og 1994 eru lífeyris- greiðslur í takt við launaþróunina, en við lagabreytingar í desember árið 1995 þegar almannatryggingar voru teknar úr sambandi við launaþróunina varð breyting til hins verra. Ef þessu hefði ekki verið breytt hefðu meðalgreiðslur lífeyris al- mannatrygginga á mánuði árið 2000, þegar þessi skýrsla er gerð verið kr. 61.658 í staðinn fyrir kr. 47.846. Enn hafa kjörin rýrnað. Skerðingaráhrif á bætur al- mennatrygginga er mikil vegna lágra frítekjumarka. Ellilífeyrisþegi með kr. 21.000 á mánuði í tekjur frá lífeyrissjóði hefur aðeins kr. 3.500 meiri ráðstöfunartekjur en sá sem ekkert fær úr lífeyrissjóði. Eignaskattur hefur hækkað í kjölfar hækkaðs fasteingaverðs undanfarið. Þessar hækkanir eru í engu samræmi við þá yfirlýstu stefnu alþingismanna að gera eldra fólki kleift að búa í eigin húsnæði eins lengi og því er fært, því álögur hækka langt umfram hækkun líf- eyris. Þá er það erfitt að þola það misrétti á úhlutun bifreiðakaup- styrkja, að lækka aldursmörk úr 75 ára niður í 70 ára, þar eða hreyfi- hömlun batnar yfirleitt ekki með hækkandi aldri.“ Vilja að grunn- lífeyrir hækki SUNNUDAGINN 12. maí verður genginn Ketilstígur, forn leið milli Seltúns og Móhálsadals sem endar á Höskuldarvölllum. Um 3-4 klst. ganga. Ekið verður að Seltúni í Krýsuvík og þar er gengið upp á Sveifluhálsinn. Eftir Ketilstíg og niður af hálsinum aftur um Ketilinn, sem stígurinn er nefndur eftir. Því- næst er gengið yfir Móhálsadal í átt- ina að Hrútafelli með Fíflavallafjalli að Hörðuvallaklofa. Síðan er farið um Dyngjuháls að Jónsbrennu og Höskuldarvöllum þar sem rútan sækir fólk í ferðalok. Fararstjóri er Jónatan Garðarsson. Verð kr. 1.500/ 1.800. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Gönguferð um klettastíg HIÐ árlega Neshlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness fer fram laugardag- inn 11. maí kl 11. Hlaupið er frá Sundlaug Seltjarnarness. Vegalengdir eru 3,5 km, 7,5 km og 15 km. Aldursflokkaskipting er hjá körlum og konum og tímataka fyrir 7,5 km og 15 km. Hjólastóla- fólk er hvatt til þess að taka þátt í 3,5 km. Skráningargjald er 500 kr. fyrir fullorðna, 200 kr. fyrir 15 ára og yngri. Hámarks gjald á fjölskyldu er 1.000 kr. Skráning er á staðnum frá kl. 9–10.45. Allir fá hressingu í lok hlaups og Seltjarnarnesbær býður þátttakendum frítt í Sund- laug Seltjarnarness. Neshlaupið í dag NÝTT byrjendanámskeið hefst í aik- ido-sjálfsvörn 13. maí. Æft verður þrisvar í viku, á mánudögum og mið- vikudögum klukkan 18:00-19:15 og á laugardögum klukkan 11:00-12:15. Frír reynslutími er í boði. Æft er í nýju húsnæði félagsins í Faxafeni 8. Framhaldsnámskeið hefst einnig í maí. Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni http://here.is/aikido. Verð námskeiðsins er 9.500 krón- ur og stendur það út ágúst. Námskeið í sjálfsvörn NÚ liggur fyrir til umfjöllunar í landbúnaðarráðuneytinu umsókn um leyfi til innflutnings á krókódíl- um af tegundinni Alligator missis- ippiensis til Húsavíkur. Vegna þessarar umsóknar vill Samband dýraverndunarfélaga Ís- lands taka fram eftirfarandi. „Það hefur alltaf verið stefna dýraverndarsamtaka á Íslandi að vernda villt dýr gegn hvers konar föngun og innilokun sem stríðir gegn eðli þeirra og þörfum. Engu breytir það þótt dýrin komi úr ein- hvers konar dýragörðum þar sem þeim hefur verið haldið föngnum í nokkrar kynslóðir því hinu villta eðli þeirra verður ekki breytt og dýrin hljóta að þjást hversu gott „atlæti“, sem þau kunna að fá á okkar mælikvarða. Jafnframt er það staðreynd að frelsisþörf dýranna er svo sterk að ekki hefur enn tekist að koma í veg fyrir að þau sleppi út í náttúruna með hörmulegum afleið- ingum fyrir villt íslenskt fugla- og dýralíf, eins og t.d. í minkaeldinu. Jafnframt skal hér bent á að áhyggjur fara víða vaxandi vegna innflutnings á hinum svokölluðu „exotisku“ dýrum, svo sem slöng- um, eðlum, krókódílum og þess háttar, sem verið er að flytja inn sem gæludýr og hafa Danir t.d. hert mjög allt eftirlit með innflutningi á þessum dýrum. Og í vorhefti 2001 blaðsins Animal life sem hið virta breska dýraverndarfélag „The Roy- al Society for the Prevention of Cruelty to Animals RSPCA“ gefur út er sagt frá herferð, sem hafin er í Bretlandi til að herða lagaákvæði um eftirlit með sölu og eignarhaldi á hættulegum villtum dýrum, þar með töldum hinum svokölluðu „ex- otisku“dýrum, þar sem eigendur vita ekkert um þau eða þarfir þeirra og afleiðingarnar geta orðið skelfi- legar. Samband dýraverndunarfélaga Íslands vill eindregið vara við fram- angreindum innflutningi á krókódíl- um sem er mjög óvenjulegur og vanhugsaður og líklegur til að valda þessum dýrum alvarlegum þjáning- um.“ Varar við innflutningi á krókódílum RISAURRIÐI veiddist í Minni- vallalæk í Landsveit fyrir fáum dögum, Þar var á ferðinni 14 punda hængur veiddur á straumfluguna Black Ghost í Stöðvarhyl, sem er aðalveiðistaður árinnar. Urriðinn var 83 sentimetrar. Vaninn er að öllum fiski sé sleppt í Minnivalla- læk, en undantekningar eru gerðar þegar þvílík eintök koma á land. Urriðinn verður stoppaður upp. Að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka Minnivallalækjar hefur veiði verið mjög góð síðan vertíðin hófst 1. maí og heildarveiðin heldur meiri en í fyrra og fleiri stórfiskar. „Fyrir utan 14 punda fiskinn er einn 12 punda kominn á land og talsvert af 5 til 8 punda fiskum, en alls eru komnir 85 urriðar á land í dag“ sagði Þröstur í gær. Þröstur sagði ennfremur að menn biðu spenntir eftir því hvort einhverjum tækist að töfra á land risafisk sem liggur við Viðarhólma. „Menn sjá hann mjög vel, þeir eru tveir saman og sá smærri hefur náðst og var áætlaður 8 pund. Hann er eins og seiði við hliðina á hinum og við erum alveg handvissir um að þetta er að minnsta kosti 20 punda fiskur,“ bætti Þröstur við. Fín skot víða Ágæt skot hafa verið víða í bleikjuvötnum, t.d. Vífilsstaðavatni og Hlíðarvatni í Selvogi. Í Hlíðar- vatni hafa menn verið að fá allt að 3 til 4 punda bleikjur, en fiskur er ívið smærri í Vífilsstaðavatni. Góð veiði hefur einnig verið í Elliða- vatni, mest urriði, en bleikjan er aðeins að gera vart við sig þessa síðustu daga. Í Þingvallavatni hafa verið góð skot, einn fékk t.d. 12 bleikjur á einni morgunstund, 1–3 punda fiska og var allan tímann á Öfugsnáða. Annar var með átta stykki á skömmum tíma á Lamb- haga. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Rafn Alfreðsson veiddi urriðann í Minnivallalæk, 14 punda hæng. 12 og 14 punda urrið- ar úr Minni- vallalæk SAMVERUSTUND eldri félaga Samfylkingar í Hafnarfirði verður sunnudaginn 12. maí kl. 14–16 í Al- þýðuhúsinu. Dagskrá: Músík, Þórður leikur á nikkuna, Stígur leikur á saxófóninn, söngur, ljóðalestur, gamanyrði og Lúðvík Geirsson flytur kosninga- fréttir. Kaffi og meðlæti. Samveru- stund hjá Samfylkingu Dálkar víxluðust í helgartilboðum Dálkar víxluðust hjá Samkaupum- Úrvali í helgartilboðum á neytenda- síðu á fimmtudag, þar sem verð nú var sagt hærra en verð áður. Til- boðsverðið átti að vera lægra verðið. Beðist er velvirðingar á þessu. Lyst varð list Í frétt um málverkasýningu á Café Présto í Hlíðasmára 15 í Kópa- vogi var sýningin sögð heita Matar- list. Rétt er að hún heitir Matarlyst. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Vín varð Genf Í leiðara blaðsins sl. miðvikudag var talað um Genfarsáttmála um al- þjóðlega samninga. Þar var að sjálf- sögðu átt við Vínarsáttmálann um sama efni frá 1969. Beðizt er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Í TILEFNI af afmæli Kópavogs- bæjar og komandi sveitarstjórnar- kosningum ætla Freyjukonur að gera sér glaðan dag. Konum í Kópavogi er boðið að mæta á Digranesveg 12 laugardag- inn 11. maí á milli klukkan 17 og 19. Allar konur í Kópavogi eru velkomn- ar á meðan húsrúm leyfir. Siv Friðleifsdóttir flytur ávarp. Skemmtiatriði verða í boði. Boðið verður upp á léttar veitingar. Veislu- stjórar verða: Ingibjörg Ingvadóttir og Linda Bentsdóttir. Freyjukonur halda skemmtun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.