Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                              ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ Í kosningabaráttunni er mikið talað um hnignum miðbæjarins og hverjum það er að kenna. Ég er svo- kölluð miðbæjarrotta þ.e. fyrir mér er hinn eina og sanna anda Reykjavíkur að finna í miðbænum. Í miðbæn- um getum við þefað af sögunni og menningu fyrri alda, þar eru byggingar frá 18.öld og fram til okkar daga. Það hefur ekki áður verið svo mikil gróska í viðhaldi og endurgerð gamalla timburhúsa, borgin skartar sínu fegursta og gamli og nýi tíminn lifa orðið í æ meiri sátt. Kvosin sem er elsti hluti Reykja- víkur hefur tekið stakkaskiptum undan- farin ár, borgin hefur m.a. tekið upp styrkveitingar fyrir eigendur gam- alla timburhúsa í þeim tilgangi að endurvekja byggingararfinn. Sjálf- stæðisflokkurinn er hinsvegar enn einu sinni farinn af stað með áróður til að losna við þennan sama bygg- ingararf. Í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins hafa sögufrægar bygging- ar verið rifnar. Það var í borgar- stjóratíð Davíðs Oddssonar sem Fjalakötturinn við Aðalstræti 8 var rifinn. Aðalstræti 8 samanstóð af fleiri en einni byggingu sem teygðu sig upp Bröttugötu. Upprunalega húsið var frá aldamótunum 1800, Walgarð Ólafsson smiður og at- hafnamaður eignaðist húsið um 1880 og fór að byggja við það. Í Fjalakett- inum var leikhús og bíó ásamt einhverskonar yfirbyggðri verslunar- götu sem gerði húsið að einhverri merkustu byggingu borgarinnar. Ég treysti R-listanum mun betur fyrir skipu- lagsmálum borgarinn- ar heldur en Sjálfstæð- isflokknum. Niðurrif á byggingararfleiðinni og seinagangur í stefnumótun og skipu- lagsmálum frá 7., 8. og 9. áratugnum lék borg- ina grátt. Það verður að skoða miðbæinn í sögulegu samhengi en jafnframt að horfa til framtíðar. Ákvarðanir þurfa að vera vandlega yfirvegaðar en ekki háðar stundarfyrirbærum og kosningabrellum. Miðbær Reykjavíkur er engum öðrum líkur og ég skora á ykkur les- endur góðir að fara, næst þegar þið ætlið að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni, og kynna ykkur miðbæinn, bakhúsin og undirgöngin og allt það sem ekki sést ef ekið er í bíl. DÓRA HANSEN, Drápuhlíð 11, Reykjavík. Miðbærinn Frá Dóru Hansen: Séð upp Bröttugötu, Fjalakötturinn var á hægri hönd. ÞAÐ linnir ekki þeim ógnum sem af áfengi og öðrum vímuefnum stafa. Það eru ætíð fleiri og fleiri sem lenda í þessu geigvænlega flóði og liggja flat- ir fyrir Bakkusi. Drykkjuskapur eykst með hverju ári sem líður og eft- ir því sem lífsgæðin aukast, vex neysla áfengra drykkja og jafnvel svo að flestum hugsandi mönnum blöskr- ar. Það er komið þannig að drykkjan er komin niður í grunnskóla landsins og íþróttahreyfingin á í vök að verj- ast. Fleiri og fleiri sem ánetjast vímu- efnunum sjá enga leið út úr þessu, en svipta sig lífi og sjá ekki fram á neina björgun. Þrátt fyrir svona augljósar staðreyndir flýtur þjóðin að feigðar- ósi í þessum efnum. Það alvarlegasta er samt að þing- menn og ráðamenn þjóðarinnar sjá engin úrræði önnur en að auka áfeng- isneyslu eftir megni, ryðja öllum skorðum úr vegi til að koma fleirum í vímu. Ég hef alltaf talið að ísmeygileg- asta vímuefnið sé áfengið og það sannast með hverjum deginum sem líður að það er staðreynd. Þegar bannlögin voru afnumin voru rökin þau að smygl og brugg væri svo mikið, að nauðsyn krefðist að fá banninu aflétt, þá myndi smyglið og bruggið hverfa. En hefur það gerst? Því miður ekki. Næst var grip- ið til þess, til að minnka bölið, að setja áfengisútsölur út um allt land, og hver stofnun sem hafði veitingaþjón- ustu varð að fá leyfi til vínveitinga, annars færi allt á hausinn hjá þeim og svona hefur þetta gengið og ástand þessara mála alltaf versnað með hverri tilslökun. Og enn er það til bjargar talið af þingliði að leyfa öllur matvörubúðum að hafa áfengi til sölu og það er rökstutt með því sama og áður, að sú ráðstöfun verði til að kenna mönnum betur að umgangast áfengið. Sem sagt alltaf að færa þetta böl nær fólkinu. Þetta heitir á máli Al- þingis Forvarnir. Þ.e.a.s. þeirra sem í fararbroddi standa að þessu „þjóð- þrifamáli“. Meira að segja er svo komið að háværar raddir eru um að öll fíkniefni verði gefin frjáls!! Ég man að í uppvexti mínum voru framá- menn íþróttamála sammála og sam- stiga í því að áfengi og íþróttir ættu enga samleið og í þeim anda óx hreyf- ingin hér á landi. Heilbrigð sál í hraustun líkama var kjörorðið þá. Nú sér maður hvergi þetta heilræði með- al íþrótta, því miður og alltaf fjölgar ólánsmönnum þjóðfélagsins með auk- inni áfengisnotkun. Það er fyrir löngu kominn tími til að þjóðin átti sig á þessari öfugþróun og snúi sér að virkilegum áfengis- vörnum, noti skólana og heimilin í baráttunni móti þessari vá. Ef ekki nú strax, þá má búast við holskeflu þess- ara efna og hún getur haft það í för með sér að siðferði og manndómur verði þurrkuð út úr móðurmálinu, og hvar stöndum við þá? Er ekki þjóðin búin að færa Bakkusi nægar fórnir? ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Snúum þróuninni við Frá Árna Helgasyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.