Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 65

Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 65
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 65 ÞAR SEM ég er svo gamall að ég er eins dags maður koma mér borg- arstjórnarkosningar ekkert við. Ég sé það í blöðum og í sjónvarpi að því er haldið fram að verið sé að gera nýtt land fyrir utan Granda með að- keyrðu grjóti, þá spyr ég bara hvar hefur þetta fólk verið? Ekki vestur í bæ. Það eru svona 15 ár síðan Perl- an sótti sand á Akureyjarrifið og kom í vesturhöfnina og dældi í gegn- um rör yfir Granda til að gera upp- fyllingu og þarna er búið að byggja mörg hús og fiskvinnslustöðvar. Þar er Sorpa og Olís-bensínstöð og þarna er tvöfaldur vegur. Grjót var notað yst til að verjast sjógangi og einu sinni sá ég það að verið var að færa grjóthleðsluna framar, eftir að bætt hafði verið meiri sandi við upp- fyllinguna. Dælt var af sjó undir ol- íutankana í Örfirisey. Þeir standa á sanduppfyllingu. Svo einfalt er það. Til þess eru vítin að varast þau. Á stríðsárunum var Öskjuhlíðin brotin niður í stórum stíl og sett ofan í Vatnsmýrina og Rauðhólarnir þar yfir. Þar voru unnin óbætanleg nátt- úruspjöll. Aðalsandnám borgarinnar var í bökkunum innan við Elliðaár og hundruð tonna af sandi voru flutt úr landi sem ballest í skip sem komu með vistir fyrir herinn og höfðinn var sprengdur og brotinn niður í púkk í göturnar í Kjafthúsinu, grjót- mulningsvél á vegum Reykjavíkur- borgar. Það er líka misskilningur að verið sé að búa til nýtt land fyrir ut- an Granda. Þarna var land í eina tíð og meðal annars fyrsti kaupstaður í Reykjavík. Það var líka stórbýli í Örfirisey með 3–5 kotum, svo- nefndri hjáleigu. Allt þetta fór í einu versta veðri sem sögur fara af, þ.e. Básendaveðrinu 1799 í janúar. Þá eyddist Básendakaupstaður og Gróttan losnaði frá nesinu. Þá fór hálft túnið í Örfirisey og varð til lón inni í miðju túni. Talandi um það sem áður var þá sé ég ekki mikið gert í því, enda kannski ekki gott við að eiga. Ufsasteinninn er löngu kominn í kaf og hin fræga Selsvör og Ánanaustavör. Klapparvör er löngu horfin. Þar stóð gamla Olís- bensínstöðin. Á Kolbeinshaus, sem margir heyrðu minnst á daglega á þeim tíma sem Jón Múli var í morg- unútvarpinu, enda hafði hann frá mörgu að segja sem þar var að ger- ast, er kominn vegur og líka yfir báða kirkjusandana. Kannast nýju borgarfulltrúarnir við Köllunar- klett? Þaðan var kallað þegar þurfti að ná sambandi við Viðey. Hafa þeir heyrt nefnda Vatnagarða? Þar er búið að fylla upp þær tjarnir sem þar voru en þar var aðsetur sjóflug- vélanna upp úr 1930 þegar við tók- um tæknina í okkar hendur í sam- göngumálum og svo mætti lengi telja. Eftir að fyrirbæri sem nefnt hefur verið Geirsnef var búið til var gengið frá fuglaparadís vað- fuglanna. Hundar nota staðinn til að skíta á. Þannig er það. Nóg er komið af því sem ekki verður aftur tekið en vonandi verður reynt að skemma sem minnst, hverjir sem ráða, svo lífið verði betra fyrir þá sem þá lifa og þess njóta. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Sandur og grjót Frá Guðmundi Bergssyni: HÚN er fimm ára í dag, úti er sól og hægur vindur. Litla stelpan opnar augun og eitt andartak skynjar hún fegurð dagsins og upplifir tilhlökkun, hún á afmæli í dag. En á einu and- artaki, eins og hendi sé veifað, kemur hnútur í magann, hjartað slær á fullri ferð og hún svitnar í lófunum. Í dag getur hún ekki forðast það sem hún ekki skilur. Fullorðinn mann sem hún á að bera virðingu fyrir, fullorð- inn mann sem henni er kennt að bera fullt traust til, fullorðinn mann sem gefur sér það vald að brjóta niður og eyðileggja tilveru hennar sem barns. Mamma er komin inn í herbergið og kyssir litlu stelpuna til hamingju með daginn og umlykur hana væntum- þykju og ást. Litla stelpan veit að ennþá elskar mamma hana, en litli óþroskaði barnshugurinn segir henni að ef mamma viti hve lítilfjörleg og ógeðsleg litla stelpan hennar sé eigi hún á hættu að missa þessa móður- elsku. Hann sem hún á að treysta hefur sagt henni það. Í tvö ár hefur litla stúlkan búið við það sem við full- orðna fólkið köllum kynferðislega misþyrmingu gagnvart börnum en hún kallar „það sem enginn má vita“. Í tvö ár af fimm hefur hún upplifað þessa verstu martröð, sem áreitni er, og það eiga mörg ár eftir að líða þar til hún getur sagt einhverjum frá skelfingunni, niðurlægingunni, hræðslunni, sársaukanum og möl- brotnu sjálfsálitinu. Þessi litla fimm ára stelpa hefur á stuttri ævi búið sér til annað land í huganum, land þar sem hún getur hlaupið í skjól og þar sem ekki er til sársauki og skelfing; hún gerir bara það sem hann segir, hversu ógeðslegt sem það er. Hún veit að hún kemst ekki undan þess- um stóru sterku höndum sem halda henni í helgreipum og hún veit líka að þetta tekur fljótt af og á meðan skreppur hún í hugarlandið þar sem enga skelfingu er að finna. Hún er orðin tólf ára, skelfing ár- anna á undan er greypt í hugann. Hún lítur í spegilinn sem hangir á vegg í herberginu hennar; sjálfsvirð- ing, sem allir einstaklingar eiga rétt á, er svo fjarri hennar hugarheimi. Henni finnst hún skítug, ljót og feit. Í speglinum sér hún sér til skelfingar að brjóstin eru að stækka. Hræðsla er hennar upplifun við svo eðlilegum atburði sem þroska- einkenni eru. „Ó góði guð, ekki láta þau stækka meir, honum finnst það svo spennandi.“ Hún þýtur að fata- skápnum og dregur út víðustu peys- una sem hún sér í þeirri von að ekk- ert sjáist. Í einu horninu á skápnum hefur hún komið sér upp stafla af þvottapokum sem hún bleytir og not- ar á kynfærin þegar hann hefur lokið við að handfjatla hana. Hann kemur svo oft beint úr vinnu. Seltan situr enn á höndum hans þegar hann gríp- ur stelpuna í fangið og fullnægir þeim þörfum sem þessir fársjúku einstaklingar hafa. Tíminn líður, hún er orðin 35 ára, búin að gifta sig, kaupa sér hús, eign- ast börn … hún ætti að vera ham- ingjusöm. En það er alltaf þessi van- líðan, kvíðaköst, minnimáttarkennd og hræðsla. Hún á alltaf róandi töflur uppi í skáp. Þær verða alltaf að vera til; pillur sem hafa fylgt henni eins og góður vinur allt frá unglingsárum en þær falla undir þann flokk sem hún kallar „það sem enginn má vita“. Hún á orðið heilan haug af minning- um um „það sem enginn má vita“. Og með þær minningar hefur hún orðið að burðast allt frá fyrsta degi mis- notkunar. Alltof oft skýtur upp í hug- ann sárum minningum um stórar hendur sem halda henni í helgreip- um, sársauka í kynfærum, ógleði og hræðslu. Viðbjóður í felum öll bernskuárin, misþyrmingar og kynlífsleikir á litlum börnum sem geta enga björg sér veitt. – Börn sem verða fangar eigin ótta, sársauka og leyndarmála er meira en við fullorðna fólkið, sem ekki höfum upplifað þetta, getum gert okkur í hugarlund. Börn sem hafa þolað þvílíkar hörmungar af hálfu níðinga eru börn sem oftast eiga sér ekki viðreisnar von sem full- orðnir einstaklingar. Oftast eru þessi níðingsverk á börnum mjög við- kvæmt mál, gerendur eru oft ná- tengdir eða meðlimir fjölskyldu, og þarafleiðandi mjög erfitt um vik að viðurkenna gerðir viðkomandi. En það verður að athugast að gerandi er í öllum tilfellum fársjúkur einstak- lingur, sem ekki gerir greinarmun á réttu og röngu og finnst ekkert at- hugavert við þessa iðju sína, eins og oft hefur komið fram í viðtölum við slíka einstaklinga. Frá því að við fæðum barnið inn í þennan heim er því innrætt að bera traust til fullorðna fólksins, hlusta á leiðbeiningar, skammir, fyrirlestur um það hvernig það eigi að haga sér, hvað er rétt og hvað er rangt og síð- ast en ekki síst taka á móti vænt- umþykjuknúsi og kossum. Við erum jú að reyna að ala upp heilsteyptan einstakling sem á í framtíðinni að þekkja muninn á réttu og röngu. En inn í líf barnsins kemur fársjúkur glæpamaður; það skiptir hann engu máli hvað er rétt og hvað rangt og með þessum einstaklingi brenglast viðhorf barnsins til þeirra hluta sem við foreldrar höfum reynt að innræta því. Lífið verður kvöl eftir að níðings- verkin byrja, níðingsverk sem geta staðið í fjölda ára án þess að nokkur einasti maður geri sér grein fyrir því. Og á meðan við, sem heilbrigð erum, gerum okkar besta til þess að þessu litla barni líði vel fylgir kolsvört móða og kvöl þessum einstaklingi út allt lífið. Getum við sem foreldrar og uppalendur látið afskiptalaust hvernig dæmt er í þessum málum? Getum við hlustað á og samþykkt þvílíka endemis vitleysu sem á sér stað í réttarkerfi þessarar þjóðar? Getum við látið það viðgangast að verið sé að rústa lífi fjölda barna á ári? Er ekki kominn tími til aðgerða? – Ef ekki nú þá hvenær? EMILÍA GUÐGEIRSDÓTTIR, Hlíðargötu 9, Akureyri. Margt er mannanna bölið Frá Emilíu Guðgeirsdóttur: Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.