Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 66

Morgunblaðið - 11.05.2002, Side 66
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Snorri Sturluson kemur og fer í dag. Antonio Enes kem- ur í dag. Gorch Fock fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Kleifarberg fer í dag. Karelia kom í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtu- daga kl. 14–17. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Handverks- sýning í dag laugardag kl. 13–16.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl 11. Kór- æfingar fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Óvissuferð. Mánud. 13. maí, lagt af stað frá Damos kl. 13 og komið til baka um kl. 17. Uppl. hjá Svanhildi í s. 692 0814 og s. 586 8014, kl. 13–16. Félagsstarfið, Seljahlíð. Sýning á handverki heimilismanna opin í dag kl. 13.30–17. Kaffiveit- ingar á staðnum. Allir ve- komnir. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Á mánu- dag púttað í bæjarútgerð kl. 10–11.30, félagsvist kl 13.30. Morgungangan í dag kl. 10. frá Hraunseli. Opið Hús í boði Rótarí fimmtudaginn 16. maí kl. 14 í boði eru skemmti- atriði og kaffi. Kór eldri Þrasta og Gaflarakórinn halda tónleika í Víði- staðakirkju föstudaginn 17. maí kl. 20. Aðgangur ókeypis. Vest- mannaeyjaferð 2.–4. júlí rúta, Herjólfur, gisting í 2 nætur. Upplýsingar og skrásetning í Hraunseli, sími 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fuglaskoðun og söguferð suður með sjó og á Reykjanes frá Ás- garði kl. 9. Sunnud: Fé- lagsvist kl. 13.30. Dans- leikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Má- nud: Brids kl. 13. Þriðjud: Skák kl. 13. Miðvikud: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Göngu- Hrólfar fara í leikhúsferð á Sólheima laugard. 18. maí að sjá „Hárið“. Brottför frá Ásgarði kl. 14. Allir velkomnir, skráning á skrifstofu FEB. Þeir sem hafa skráð sig í Vestfjarðaferð 18.–23.júní þurfa að stað- festa ferðina fyrir 15. maí. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ás- garði, Glæsibæ. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf, Í dag. kl. 13–16 handa- vinnusýning og myndlist- arsýning Huga Jóhann- essonar opin, listamaðurinn á staðnum í dag og á morgun. Veit- ingar í Kaffi Bergi. Upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Vorsýningin verður opn- in frá kl. 14–18 í félags- heimilinu 11. og 12. maí. Uppl. í s. 554 3400 og 564 5260. Gullsmári, Gullsmára 13. Vorsýningin verður opin frá kl. 14–18 í félags- heimilinu 11. og 12. maí. Uppl. í s. 554 3400 og 564 5260. Hæðargarður. Hand- verkssýning í dag laug- ard. frá kl. 13–16 og mánudaginn 13. maí kl. 10–16. Félagsvist fellur niður mánudag. Sunnu- dagskaffið fellur niður sunnud. 12. maí. Hraunbær 105. Miðviku- daginn 15. maí verður farið frá Hraunbæ 105 kl. 13, ekið að Aflagranda um miðbæinn - vest- urbæinn og komið við í Læknasafninu á Sel- tjarnarnesi. Kaffi drukk- ið í Aflagranda. Skráning á skrifstofu s: 587 2888. Vesturgata 7. Hand- verksýning verður 11. og 13. maí frá kl. 13–17 báða dagana. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Vorferð- in verður þriðjudaginn 14. maí til Grindavíkur. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 11. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrrver- andi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Sel- tjarnarneskirkju (kjall- ara), kl. 20.30 á fimmtu- dögum í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 á Sól- vallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kvenfélag Grensás- sóknar. Kaffisala félags- ins til fjáröflunar verður sunnud. 12. maí kl. 15 í safnaðarheimilinu. Tekið á móti kökum frá kl. 11 sunnudag. Vorfundur fé- lagisins verður kl. 20 mánud. 13. maí. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Á vegum nefndarinnar verða farn- ar tvær ferðir á þessu sumri: að Kirkjubæj- arklaustri 13.–15. júní, í Skagafjörð 22.–24. ágúst. Hvíldar- og hressing- ardvöl að Laugarvatni 24.–30. júní. Innr. í s. 554 0388, Ólöf, s. 554 2199, Birna. SVD Hraunprýði. Hin árlega kaffi og merkja- sala verður mánud. 13. maí. Kaffisalan verður í Hjallahrauni 9 kl. 15–20. Tekið verður á móti kök- um og meðlæti í Hjalla- hrauni 9 frá kl. 9 sama dag. Vopnfirðingafélagið í Reykjavík. Hinn árlegi kaffidagur félagsins verður haldinn í Félags- og þjónustumiðstöðinni Aflagranda 40 sunnudag- inn 12. maí kl. 15. Siglfirðingar í Reykjavík og nágrenni. Árlega fjöl- skyldukaffið verður í Kirkjulundi, Garðabæ, sunnudaginn 12. maí kl. 15. Allir velkomnir. Vestfirðingafélagið. Menningarvaka sem er tileinkuð minningu Sig- ríðar Valdimarsdóttur verður í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, frá kl. 20 þriðjud. 14. maí. Uppl. í s. 554 3773 eða 566 6500. Junior Chamber Reykja- vík, í samvinnu við JC- Ísland, stendur fyrir Eld- rauninni 2002, kapp- ræðum á milli frambjóð- enda Reykjavíkurlista og Sjálfstæðisflokks, þriðjud. 14. maí kl. 20. Dagur B. Eggertsson, R- lista, og Gísli Marteinn Pétursson, D-lista, etja kappi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu við Tryggvagötu. All- ir velkomnir. Borgfirðingafélagi í Reykjavík verður með kaffiboð fyrir Borgfirð- irnga 60 ára og eldri á Suðurlandsbraut 30 á morgun, sunnudaginn 12. maí. Húsið opnað kl. 14.30. Kvenfélag Breiðholts. Fundur verður í safn- aðarheimilinu Breið- holtskirkju þriðjudaginn 14. maí kl. 20. Sýndar verða myndir frá ferð til Kína. Bandalag kvenna í Reykjavík. Vorfundurinn verður haldinn á Hall- veigarstöðum, Túngötu 14, mánudaginn 13. maí kl. 20. Gestur fundarins verður Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Kaffi- veitingar. Í dag er laugardagur 11. maí, 131. dagur ársins 2002. Lokadagur. Orð dagsins: En mikillega bið ég yður, bræður, fyrir sakir Drottins vors Jesú Krists og fyrir sakir kærleika andans, að þér stríðið með mér með því að biðja til Guðs fyrir mér. (Rómv. 15, 30.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 drekkur, 4 slátra, 7 munnholið, 8 girnd, 9 handlegg, 11 forar, 13 hár, 14 rotin, 15 látið af hendi, 17 snæðir, 20 bandvefur, 22 heimshlut- inn, 23 hitt, 24 mæliein- ing, 25 rándýr. LÓÐRÉTT: 1 ná í, 2 laumuspil, 3 titra, 4 pat, 5 meiða, 6 þátttaka, 10 slæmt hey, 12 kvíði, 13 liðamót, 15 óþokka, 16 leyfir, 18 ámu, 19 rugla, 20 stúlka, 21 snaga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 átroðning, 8 forað, 9 gerði, 11 afl, 11 skarn, 13 arðan, 15 svöng, 18 ókind, 21 jór, 22 meiða, 23 asnar, 24 fallvatns. Lóðrétt: 2 tyrta, 3 orðan, 4 negla, 5 nýrað, 6 afls, 7 kinn, 12 Rán, 14 rík, 15 sumt, 16 örina, 17 gjall, 18 óraga, 19 iðnin, 20 durt. Víkverji skrifar... VINKONA Víkverja fékk fyrirnokkrum mánuðum veður af því að til stæði að byggja fjölbýlishús í Suðurhlíðunum í Reykjavík. Þetta vakti forvitni hennar, ekki síst fyrir þær sakir að byggingin átti að rísa í grennd við hús foreldra hennar og því ákvað hún að kynna sér hvort hún myndi hafa áhrif á útsýni og annað er laut að eign þeirra. Svo vildi til að þetta var á svip- uðum tíma og hún var að svipast eftir hentugri íbúð til kaupa og eftir að hafa skoðað teikningar og annað flaug henni í hug hvort hún ætti ekki bara að kaupa sér íbúð í húsinu. Reyndar var hún svosem ekkert hrifin af því að þarna yrði byggt en hins vegar var allt útlit fyrir að það yrði gert og ef hún myndi ekki búa í húsinu myndu einhverjir aðrir verða til þess. Auk þess mælti ýmislegt með þessum kosti: þetta var í gamla hverfinu hennar, í nágrenni við mömmu og pabba og skammt frá vinnunni – gat varla passað betur. Uppfull af framtíðardraumum af- réð vinkona Víkverja því að hringja í byggingaraðilann og forvitnast nán- ar um íbúðirnar góðu. Þar sem hún var búin að skoða málið nokkuð var eiginlega bara ein spurning sem brann á vörum hennar þegar mað- urinn á hinum enda línunnar svaraði. „Hvað eiga íbúðirnar að kosta?“ spurði hún. x x x SATT best að segja kom vinkon-unni svarið nokkuð á óvart því maðurinn svaraði með þunga í rödd- inni að þær yrðu „mjöööög dýrar“! Reyndar var það ekki sú stað- reynd að íbúðirnar yrðu dýrar sem gerði vinkonuna hlessa heldur frek- ar það að svarið var einhvern veginn ekki til þess fallið að freista tilvon- andi kaupanda. Fyrirfram hefði hún haldið að viðkomandi myndi reyna að draga úr því að um afar hátt verð væri að ræða og frekar leggja áherslu á að þarna væri um glæsi- legar íbúðir að ræða sem væru hverrar krónu virði. En nei, svarið var að þær væru mjöööög dýrar. Vildi maðurinn ekki reyna að selja þessar íbúðir? hugsaði vinkonan kjaftstopp með sér en muldraði þó í símann hvort hann meinti að þær yrðu á einbýlishúsa- verði? Jú, maðurinn samsinnti því og gerði engar tilraunir til að freista vinkonunnar. Það var ekki laust við að vinkonan væri hálfsár þegar hún skýrði Vík- verja frá þessu samtali. Ekki gat hún ímyndað sér að allir þeir sem hringdu út af íbúðunum fengju svona svör. Nei, það hlaut að vera eitthvað í málrómi hennar sem gerði það að verkum að hún þótti ekki líklegur kaupandi. Líklega væri hún bara með svona fátæklega rödd! Gvuuuð hvað hún skammaðist sín. x x x Í DAG er vinkonunni hins vegarrórra. Hún hefur nefnilega fundið út hvað íbúðirnar kosta eins og allir þeir sem hafa fylgst með fjölmiðlum að undanförnu. Verðmiðinn hljóðar upp á 18 til 57 milljónir (án gólfefna!) og í því ljósi er ekki hægt að segja annað en að maðurinn hafi verið af- skaplega heiðarlegur í svörum sín- um. Og hvað röddina varðar þá er vinkonan sallaróleg því þetta margar milljónir hlýtur að vera erfitt að burðast með í einum kvenmanns- barka. Hvað varð um Isostar? KOLVETNADUFTIÐ Is- ostar var selt í flestum verslunum hér á landi frá u.þ.b. 1990 og þangað til í fyrra. Um er að ræða duft sem blandað er saman við vatn og þannig fenginn kol- vetnaríkur drykkur sem drukkinn er meðan á lík- amsræktaræfingum stend- ur. Í fyrra hvarf þessi ágæta vara fyrirvaralaust úr hillum verslana og hefur ekki spurst til hennar síð- an. Langar mig að forvitn- ast um örlög Isostar. Ekki er mér kunnugt um hver flutti efnið inn en ég notaði það samhliða lyftingum nánast allan þann tíma sem það var selt hér. Um mjög góða fram- leiðslu var að ræða og ekki spillti fyrir að hún virtist hafa gleymst við hina ger- ræðislegu ofurtollun fæðu- bótarefna, hægt var að fá 500 gramma dós af Isostar fyrir innan við 800 krónur lengst af. Nú er öldin önnur og maður er neyddur til að kaupa hina rándýru Leppin Energy Boost-kolvetna- blöndu sem virkar síst bet- ur, bragðast verr og er nán- ast aldrei til í þeim verslunum sem selja hana. Þetta er illt og ég veit að ég tala fyrir fleiri munna þeg- ar ég bið vinsamlegast um Isostar aftur. ASG. Kæra Ríkissjónvarp ÉG sendi þetta bréf varð- andi jóladagatalið 2001. Jóladagatalið var ekki ís- lenskt og snerist ekki á margan hátt um jólin. Þetta var um jólasveininn og markmiðið var að gefa börnum gjafir, hann leysti vandamálin ekki alltaf á skynsaman hátt. Hann gaf börnunum ekki gjafir eftir venjulegri skyn- semi og fór alls ekki leynt með starfsemina og nafnið „Leyndardómar jólasveins- ins“ fannst mér ekki passa við. Börn á Íslandi fá gefið í skóinn af 13 jólasveinum, eða svo er sagt, en þarna gaf hann börnum hvað sem þau vildu í allan desember. Í þessari seríu var nýtt efni í hverjum þætti s.s. ekkert að hlakka til, auk þess 30 mínútna langt. Það lá við að ég héldi með skúrkinum í þessu „jóladagatali“. Jólin eru haldin af þeirri ástæðu að Jesú Kristur fæddist, ekki út af því að jólasveinn gefur börnum hvað sem þau vilja! Það skiptir ykkur líklega ekki miklu máli hvað þið sýnið í jóladagatalinu en fyrir börn skiptir það máli, annars gleymist tilgangur jólanna. Ég hvet ykkur þannig til að sýna næst jóladagatal sem snýst um jólin, ekki teiknimyndaseríu um tíma- vélar, flugtæki og sjálfvirk- ar leikfangavélar – og jóla- svein sem flýgur út um allt og gefur börnum hvað sem er, þess vegna stríðstölvu- leiki. Ykkar einlægur, reiður ungur maður, 12 ára. Dýrahald Kettlingur fæst gefins KETTLINGUR fæst gef- ins. Uppl. í síma 561 1259. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is UNDIRRITAÐUR hefur tekið inn birkiöskuna í 5 ár og hefur mjög góða reynslu af því. Ég greind- ist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir 6 árum og það leit ekki vel út því að það hafði breiðst út í blóðið og beinin. Ég fór að taka inn birki- öskuna og fann strax mikla breytingu eftir tvær vikur og var lækn- irinn minn mjög undr- andi. Samkvæmt lækn- isráði hefði ég átt að fara í geislameðferð og því til- heyrandi, en það vildi ég ekki en fór í sprautu- meðferð samhliða því að taka inn birkiöskuna. En svo varð ég fyrir því áfalli í fyrra að krabba- meinið í blóðinu hafði tek- ið sig upp aftur. Ég fann alls staðar til í líkamanum og var mjög kvalinn og gekk um með staf. Ég fór að taka inn 9 hylki af birkiösku á dag og fór í nokkrar sprautu- meðferðir. Mér fór batn- andi og varð verkjalaus eftir u.þ.b. 2 mánuði. Nið- urstöðurnar úr blóðpruf- unum komu mjög vel út og í dag er krabbameinið nánast horfið. Ég á eftir að taka birki- öskuna á hverjum degi það sem ég á eftir ólifað. Nú flýg ég eins og fiðrildi og get gengið upp fjöll og firnindi þó mig vanti tæpt ár í áttrætt. Eftir að ég fór að taka inn birkiöskuna hef ég ekki fengið neina um- gangspest eða orðið las- inn af neinu tagi. Ég veit að birkiaskan læknar einnig brjóst- sviða, psorasis, migreni, exem, háls-, nef- og eyrnabólgur, svefnvanda- mál, magameltingu, hey- mæði, hjartatruflanir og er í senn orkugjafi. Þorgeir Þórarinsson, s: 426-8388. Kraftaverk birkiöskunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.