Morgunblaðið - 11.05.2002, Page 69

Morgunblaðið - 11.05.2002, Page 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 69 * Hvert SMS kostar 14 kr. Star Wars leikur Símans N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 6 2 7 7 • s ia .i s Fors‡ning Símans 13. maí kl. 20.00 í Smárabíói Taktu flátt og flú gætir komist á fors‡ningu. Eina sem flú flarft a› gera er a› senda inn SMS í 1848 og skrifa STAR. Hver flátttakandi getur sent eins mörg SMS* og hann/hún vill. Fjöldi aukavinninga: Símar,Trílógían á myndbandi, Star Wars-bolir, Star Wars-Lego öskjur, Star Wars-tölvuleikir, Star Wars-bíómi›ar. Í HINUM dreifðu byggðum landsins er engu síður áhugi á margs konar list en meðal þéttbýlisfólks. Haldin eru námskeið og æfingar í hinum ýmsu listgreinum til að auka þekk- ingu og hæfni fólks sem sækir slík námskeið. Fréttaritari rataði inn í stóran bíl- skúr á Flúðum fyrir skemmstu en þar voru sjö manns á myndlistarnám- skeiði. Fólk hefur komið saman einu sinni í viku síðan í janúar, nokkra klukkutíma í senn, og notið tilsagnar Katrínar Briem myndlistarkennara. Glöggt mátti sjá að áhuginn er mikill hjá þessu listfenga fólki í málara- listinni. Ein úr hópnum, Anna Magn- úsdóttir, sem leggur til húsnæðið, segir að þau hafi verið mjög heppin að fá jafn áhugasama og menntaða myndlistarkonu sem Katrín er til að leiðbeina þeim. Hún var einnig hjá þeim í fyrravetur og Anna sagðist vonast til að þau fengju að njóta starfskrafta þessarar mætu listakonu sem lengst. Katrín Briem, sem hefur starfað við Handíða- og myndlistaskólann hefur einnig kennt myndmennt hér austanfjalls, á Selfossi, í Reykholti og víðar og segist aldrei hafa gert annað alla sína tíð. Hún segir að áhuginn á myndlist sé til staðar en tækifæri hafi ekki gefist fyrir alla, þessi hópur sé mjög áhugasamur og að fólkið búi yfir hæfileikum. Í þessum „myndlistar- bílskúr“ mátti sjá teikningar og mál- verk af raunverulegum mótífum, og skissur úr náttúrunni en einnig legg- ur Katrín áherslu á að fólkið taki ljós- myndir sjálft til að mála eftir. Unnið hefur verið aðallega með olíu og kol en einnig með olíupastelliti og er greinilegt að þetta áhugasama fólk á myndlistarnámskeiðinu kann orðið sitthvað fyrir sér. Myndlistarnám- skeið á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Þátttakendur á myndlistarnámskeiðinu, efri röð f.v.: Dóra Mjöll Stef- ánsdóttir, Mildrid Irene Steinberg, Helga Magnúsdóttir, Elín S. Guð- finnsdóttir og Esther Guðjónsdóttir. Neðri röð f.v.: Bjarni Harðarson, Katrín Briem og Anna Magnúsdóttir. Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. ENSKI knatt- spyrnumaðurinn David Beckham skartaði nýrri hár- greiðslu þegar hann kom til for- sætisráðherrabú- staðarins við Downingstræti 10 í Lundúnum á fimmtudaginn. Tony Blair for- sætisráðherra bauð þá enska landslið- inu, sem keppir í úrslitum HM í knattspyrnu, í heimsókn. Beck- ham, sem er fyrir- liði liðsins, hefur átt við meiðsli að stríða að undan- förnu en vonast þó til að geta leikið með liðinu í Kóreu og Japan í júní. Tuðrutískan Beckham er flottur fýr. Fyrir aftan hann stendur Gareth Southgate. Reuters Beckham með nýja hárgreiðslu BILL Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann hefji feril sem þáttastjórn- andi í sjónvarpi en viðurkenndi þó að sú hugmynd væri spennandi. Clinton hitti stjórnendur NBC- sjónvarpsstöðvarinnar í Los Ang- eles í síðustu viku og ræddi við þá um hugsanlegan sjónvarpsþátt. „Ég held ekki að þessi hugmynd verði að veruleika,“ sagði Clinton í útvarpsviðtali. Clinton kom fram í The Tavis Smiley Show á útvarpsstöðinni National Public Radio, NPR, í gær. Þar sagði Clinton að sjónvarps- þáttur myndi veita sér tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum til þeirra sem vildu hlusta á hann. Hann gæti þá fjallað um mál á breiðum grundvelli með það fyr- ir augum að uppfræða. Getgátur um að Clinton stjórni sjónvarpsþætti Ólíklegt að af verði Reuters „Og hér er þáttastjórnandinn mættur … Biiiiiill Clinton!“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.