Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 69 * Hvert SMS kostar 14 kr. Star Wars leikur Símans N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 6 2 7 7 • s ia .i s Fors‡ning Símans 13. maí kl. 20.00 í Smárabíói Taktu flátt og flú gætir komist á fors‡ningu. Eina sem flú flarft a› gera er a› senda inn SMS í 1848 og skrifa STAR. Hver flátttakandi getur sent eins mörg SMS* og hann/hún vill. Fjöldi aukavinninga: Símar,Trílógían á myndbandi, Star Wars-bolir, Star Wars-Lego öskjur, Star Wars-tölvuleikir, Star Wars-bíómi›ar. Í HINUM dreifðu byggðum landsins er engu síður áhugi á margs konar list en meðal þéttbýlisfólks. Haldin eru námskeið og æfingar í hinum ýmsu listgreinum til að auka þekk- ingu og hæfni fólks sem sækir slík námskeið. Fréttaritari rataði inn í stóran bíl- skúr á Flúðum fyrir skemmstu en þar voru sjö manns á myndlistarnám- skeiði. Fólk hefur komið saman einu sinni í viku síðan í janúar, nokkra klukkutíma í senn, og notið tilsagnar Katrínar Briem myndlistarkennara. Glöggt mátti sjá að áhuginn er mikill hjá þessu listfenga fólki í málara- listinni. Ein úr hópnum, Anna Magn- úsdóttir, sem leggur til húsnæðið, segir að þau hafi verið mjög heppin að fá jafn áhugasama og menntaða myndlistarkonu sem Katrín er til að leiðbeina þeim. Hún var einnig hjá þeim í fyrravetur og Anna sagðist vonast til að þau fengju að njóta starfskrafta þessarar mætu listakonu sem lengst. Katrín Briem, sem hefur starfað við Handíða- og myndlistaskólann hefur einnig kennt myndmennt hér austanfjalls, á Selfossi, í Reykholti og víðar og segist aldrei hafa gert annað alla sína tíð. Hún segir að áhuginn á myndlist sé til staðar en tækifæri hafi ekki gefist fyrir alla, þessi hópur sé mjög áhugasamur og að fólkið búi yfir hæfileikum. Í þessum „myndlistar- bílskúr“ mátti sjá teikningar og mál- verk af raunverulegum mótífum, og skissur úr náttúrunni en einnig legg- ur Katrín áherslu á að fólkið taki ljós- myndir sjálft til að mála eftir. Unnið hefur verið aðallega með olíu og kol en einnig með olíupastelliti og er greinilegt að þetta áhugasama fólk á myndlistarnámskeiðinu kann orðið sitthvað fyrir sér. Myndlistarnám- skeið á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Þátttakendur á myndlistarnámskeiðinu, efri röð f.v.: Dóra Mjöll Stef- ánsdóttir, Mildrid Irene Steinberg, Helga Magnúsdóttir, Elín S. Guð- finnsdóttir og Esther Guðjónsdóttir. Neðri röð f.v.: Bjarni Harðarson, Katrín Briem og Anna Magnúsdóttir. Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. ENSKI knatt- spyrnumaðurinn David Beckham skartaði nýrri hár- greiðslu þegar hann kom til for- sætisráðherrabú- staðarins við Downingstræti 10 í Lundúnum á fimmtudaginn. Tony Blair for- sætisráðherra bauð þá enska landslið- inu, sem keppir í úrslitum HM í knattspyrnu, í heimsókn. Beck- ham, sem er fyrir- liði liðsins, hefur átt við meiðsli að stríða að undan- förnu en vonast þó til að geta leikið með liðinu í Kóreu og Japan í júní. Tuðrutískan Beckham er flottur fýr. Fyrir aftan hann stendur Gareth Southgate. Reuters Beckham með nýja hárgreiðslu BILL Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann hefji feril sem þáttastjórn- andi í sjónvarpi en viðurkenndi þó að sú hugmynd væri spennandi. Clinton hitti stjórnendur NBC- sjónvarpsstöðvarinnar í Los Ang- eles í síðustu viku og ræddi við þá um hugsanlegan sjónvarpsþátt. „Ég held ekki að þessi hugmynd verði að veruleika,“ sagði Clinton í útvarpsviðtali. Clinton kom fram í The Tavis Smiley Show á útvarpsstöðinni National Public Radio, NPR, í gær. Þar sagði Clinton að sjónvarps- þáttur myndi veita sér tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum til þeirra sem vildu hlusta á hann. Hann gæti þá fjallað um mál á breiðum grundvelli með það fyr- ir augum að uppfræða. Getgátur um að Clinton stjórni sjónvarpsþætti Ólíklegt að af verði Reuters „Og hér er þáttastjórnandinn mættur … Biiiiiill Clinton!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.