Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur verið mikið um aðvera undanfarið á Lauga-vegi 11 – verið er að opna veitingastaðinn Ítalíu að nýju eftir gagngera endurnýjun, en staðurinn brann 4. febrúar sl. Þegar inn er komið er ekki að sjá miklar breytingar á fyrirkomulagi eða híbýlaskrauti enda var að sögn Tino Nardini, sem er einn þrigga eigenda Ítalíu, haft að leiðarljósi að gera staðinn sem líkastan því sem hann var fyrir brunann. „Það þurfti að fjarlægja allt eftir brunann því það sem ekki brann skemmdist af reyk,“ sagði Tino. Ítalía er með starfsemi sína á fyrstu og annarri hæð hússins og er þar nú allt komið í glæsilegt horf. „Fyrir lágu gamlar teikningar af staðnum sem hægt var að vinna eft- ir við endurnýjunina – og nú er Ítalía orðin sem ný. Hægt var að kaupa á meðan á við- gerðum stóð allt skraut frá Fen- eyjum og víðar á Ítalíu, m.a. grímur og brúður. Ég er sjálfur frá Fen- eyjum og fékk kunningja minn þar til þessa að annast kaupin og senda gripina hingað.“ Tino var alinn upp í Feneyjum til tíu ára aldurs, þá hóf faðir hans veit- ingarekstur á Lignano. Á þeirri frægu sólarströnd kynntist Tino konu sinni, Ragnhildi Valsdóttur, sem starfaði þar fyrir Ingólf Guð- brandsson. Þau Tino og Ragnhildur hófu sambúð 1978 og ráku um nokk- urt skeið veitingastað á Lignano sem Íslendingar sóttu mikið. „Þar gátu þeir fengið pylsur með steiktum lauk og hamborgara að ís- lenskum sið og það var mikið að gera hjá okkur, ekki síst á sumrin,“ segir Tino. Hann kom hingað fyrst 1979 og fannst Ísland vera hrein paradís – allt svo ómengað – og ekkert stress. Þessi skoðun breyttist þó nokkuð fljótlega eftir að þau hjón fluttu til Íslands 1985, „síðan hefur svo mikið verið byggt og margt hefur breyst,“ segir Tino. Hann fór að reka veitingastaðinn Ítalíu ásamt Fabio Patrizi og Salv- atore Torrini. „Ég er sem sagt frá Feneyjum, Salvatore frá Napólí og Fabio frá Rómaborg. Matseðilinn ber þessa merki, við steypum öllu saman eins og Garibaldi gerði á sínum tíma við Ítalíu,“ segir Tino og hlær. Ekta ítalskar kökur Fabio var að sögn Tino afkasta- mikill bakari í Róm og á næstunni geta gestir Ítalíu fengið, auk brauð- anna hans Fabios, ekta ítalskar kök- ur sem þeir félagar flytja hingað inn frá sínu sólríka heimalandi. Um leið og blaðamaður kveður og fer litast hann um á hinum nýend- urgerða veitingastað og það er ekki ofsögum sagt að þar ráði ítalskur smekkur ríkjum, þar eru freskur á veggjum sem einnig eru skreyttir blómamynstri, feneyskum grímum og fleiri góðum gripum. Nýr og glæsilegur pitsuofn er á staðnum og eldhúsið úr glampandi stáli – og ís- vagninn er á sínum stað við útidyrn- ar, sá gamli brann en hinn nýi er smíðaður með hann að fyrirmynd. Fyrir utan er svo gosbrunnur við dyrnar. Þess má geta að allt að 50 gestir geta nú setið að snæðingi í einu á Ítalíu ef leyfi til þess fæst. Þeir sem unna ítölskum mat geta nú farið að gleðja bragðlaukana á ný á Ítalíu á Laugavegi 11. Morgunblaðið/Jim Smart Séð yfir salinn á neðri hæðinni. F.v. Luciano og Tino. Ítalía orðin sem ný Verið er að opna veit- ingastaðinn Ítalíu á Laugavegi 11 á ný eftir endurnýjun í kjölfar bruna í vetur. Guðrún Guðlaugsdóttir skoðaði hinn endurnýjaða veit- ingastað og ræddi við Tino Nardini, einn eig- enda hans. UPPVAKNINGAR, blóð,skrímsli, sviti og aðgangs-kóðar að tölvukerfum. Það gengur mikið á í myndinni Resident Evil en hún byggir á samnefndum tölvuleik, þar sem meginmarkmiðið er að lifa af árás blóðþyrstra upp- vakninga. Undanfarin ár hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að laga vinsæla tölvuleiki að kvikmyndum, og oftar en ekki er útkoman brokk- geng. Super Mario Brothers, Tomb- raider og Final Fantasy eru prýði- leg dæmi um þetta. Með þetta í huga bjóst greinar- höfundur ekki við miklu af Resident Evil. En annað kom í ljós. Vissulega eru uppvakningarnir nokk skondnir að sjá en uppbygging myndarinnar; spennan, klippingarnar og kvik- myndatakan, er í framsæknara lagi svo ekki sé meira sagt. Myndin er þá skreytt með atriðum, sem taka mann aftur í tímann, og eru þau afar listræn – og sömuleiðis vel heppnuð. Það kemur líka í ljós að leikstjór- inn, Paul Anderson, er hugsandi maður og sér glöggt kímnina sem fylgt getur kvikmyndagerð. Auk þess er hann með báða fætur kirfi- lega á jörðinni og sýnilega með heil- brigðan og góðan metnað fyrir starfi sínu. Ferill Pauls Andersons III er nefnilega um margt merkilegur, þó stuttur sé. Fyrsta myndin hans er hin kröftuga Shopping frá 1994 en árið eftir gerði hann Mortal Kombat, og því ekki óvanur miðla- yfirfærslum eins og hann fæst við í Resident Evil. Næstu tvær myndir eru þá nokkuð athyglisverðar, hver á sinn hátt. Event Horizon frá 1997 er vísindaskáldsöguhryllir, uppfull- ur af miklum spennu- og viðbjóðsæf- ingum og árið eftir kom hin ótrúlega Soldier; mynd sem erfitt er að átta sig á – er hún helbert og heiðarleg grín eða helber heimska? Í ljósi þess hver leikstýrir hallast maður að hinu fyrrnefnda. Hvað sem öllu þessu líð- ur er það klárt að Paul Anderson forðast í hvívetna margtroðna stíga. Minna er meira Anderson er staddur í L.A. þegar ég heyri í honum og hann er meira en til í spjallið, þótt stírurnar séu enn á sínum stað. „Okkur langaði ekki til að gera hryllingsmynd af gamla skólanum,“ segir Anderson, er ég spyr hann út í „listrænu fortíðaratriðin“. „Ég er mjög ánægður með þessi atriði sem þú talar um. Mér finnst þau ofursvöl og við eyddum miklum tíma í þau, nostruðum við þau til hægri og vinstri.“ Að hve miklu leyti byggir þú myndina á upprunalega leiknum? „Hugmyndin var sú að myndin væri einhvers konar forveri leikj- anna. Nú eru fimm leikir á mark- aðinum sem eiga sér stóran aðdá- endahóp – mig þar á meðal. Í leikjunum er fullt af atriðum sem eru óútskýrð og í myndinni er leitast við að útskýra forsöguna. Kosturinn er líka sá að ég þarf ekki að styðjast við persónur úr leiknum en það hefði njörvað mig dálítið niður.“ Fylgir því ekki álag að gera kvik- mynd um eitthvað sem þegar er orð- ið rótgróið á öðrum vettvangi? „Jú, pressan er mjög mikil. Það er t.d. búið að fylgjast grannt með okk- ur á hinum og þessum vefsíðum sem tileinkaðar eru leikjunum. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvernig við munum klúðra þessu! En við höfum prófað myndina á ein- örðum aðdáendum og það hefur glatt mig ósegjanlega að viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð.“ En hvað finnst þér almennt um myndir, sem soðnar eru upp úr vin- sælum tölvuleikjum? „Ja … tökum til dæmis Super Mario Brothers. Það var ljóst að það yrði erfitt að gera mynd upp úr þeim leik þar sem að upprunalegi leikur- inn hafði ekki upp á það mikið að bjóða; þá út frá persónum, sögu o.s.frv. Það var nægt rými til að klúðra og það tókst aðstandendum myndarinnar svo sannarlega. Í dag eru leikirnir hins vegar orðnir mun raunverulegri og það mætti segja að þeir lagi sig betur að kvikmynda- forminu. En það er alltaf hægt að klúðra – eins og raunin varð t.d. með Final Fantasy. Og mesta hættan er sú að ef þú nærð ekki til hinna hörðu aðdáenda þá ert þú búinn að vera. Því þeir ganga frá þér um leið og breiða álit sitt út á meðal fólksins. Og þetta er auk þess fólkið sem mætir í tonnavís á frumsýningarnar – og það hefur mikið að segja um að- sóknina í framhaldinu.“ Reynið þið að forðast tölvutækni eins og þið getið þegar þið reynið að gera tölvuleik raunverulegan? Öfugt þá við „hefðbundnar“ myndir þar sem tölvutæknin er nýtt til að gera hluti raunverulegri? „Humm … já … tölvubrellur eiga það til að líta hálfafkáralega út sann- ast sagna. Í Resident Evil reyndum við að forðast slíkar brellur eins og hægt er – fela þær. Snilldin við fyrstu Alien myndina felst t.d. í því hversu sjaldan þú sérð skrímslið. Og þá ertu alltaf að ímynda þér hvernig skrímslið er – og það verður ógn- vænlegra en ella í huganum. Í seinni Alien-myndunum sérðu skrímslið betur og oftar. Að mínu viti vinnur þetta gegn hryllingnum. Þú sérð skrímslið og hugsar „Ó, svona lítur skrímslið þá út. Það er ekki eins og hræðilegt og ég hélt að það væri.“ Við reyndum því að nýta okkur vink- ilinn sem tekinn var í fyrstu Alien- myndunum í Resident Evil.“ Þannig að kvikmyndasagan hefur spilað þónokkra rullu í að móta þessa mynd? „Já, ég er t.d. mikill aðdáandi gamalla vísindaskáldsaga. Uppruna- legu Apaplánetumyndirnar eru t.d. flottar og að vissu leyti er ég að leika mér með áferðina sem er að finna í myndum frá áttunda áratugnum í Resident Evil. Hafa þetta svolítið hráslagalegt og dularfullt.“ Ding! Viðtalstíminn úti og ég kveð með kurt. Þess má að lokum geta að Anderson vinnur nú hörðum hönd- um að framhaldinu … haldið ykkur því fast. Ógn og skelfing herra And- ersons er rétt að byrja. Hið illa og hið margbrotna Síðastliðinn fimmtudag var kvikmyndin Resident Evil frumsýnd, en hún er byggð á samnefndum og afar vinsælum tölvuleik. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við leik- stjórann Paul Anderson um þrautina sem liggur á bakvið hina vel heppnuðu miðla- yfirfærslu sem myndin sannarlega er. Það er mikill dauði og djöfulgangur í Resident Evil. Hér er leikkonan knáa Milla Jovovich við það að láta skot ríða af. Paul Anderson er leikstjóri Resident Evil arnart@mbl.is Paul Anderson III, hér við tökur á Event Horizon (’97).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.