Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ógæfunni miklu, myndast hafa fimm ólíkar þjóðir með sín sérkenni þótt allar séu þær skyldar aftur í forn- eskju. EVE er enn til staðar en lítið annað sem minnir á forna frægð nema þjóðsögur og ágiskanir fræði- manna. Fimm þjóðir koma við sögu í leiknum EVE, Amarr-keisaradæm- ið, Gallente-samveldið, Caldari-rík- ið, lýðveldið Minmatar og Jovian- keisaradæmið, en einnig eru til fjöl- mörg þjóðarbrot önnur og smáríki. Vopnaður friður hefur ríkt milli þjóðanna fimm, engin ein þjóð treystir sér til að ganga milli bols og höfuðs á annarri, en væringar hafa verið með þeim öldum saman. Nægir að nefna að ekki býr nema hluti Minmatarverja í lýðveldinu sem ber nafn þeirra; rúmur þriðj- ungur er ánauðugur í Amarr-keis- aradæminu og fimmtungur býr í Gallente-samveldinu og nýtur þar áhrifa sem gera sitt til að spilla samskiptum milli Amarrara og Gal- lentemanna. Minmatar-verji, Amarrari, Gal- lentemaður eða Caldari Í þessum heimi gerist leikurinn og hjá hverjum og einum hefst þátt- takan þar sem hann kýs sér þjóð, eina af fjórum, gerist Minmatar- verji, Amarrari, Gallentemaður eða Caldari. Eftir því sem mönnum miðar áfram í leiknum nálgast þeir að geta brugðið sér í gervi Jovara, en ekki er fullfrágengið með hvaða hætti það verður. Síðan getur leik- maðurinn gengið til liðs við eitt- hvert risafyrirtækjanna sem eru búin að skipta með sér kökunni meira og minna, en hann getur líka farið af stað einn síns liðs, stofnað eigin fyrirtæki og reynt að komast þannig í álnir. Hvernig sem því er háttað fær hann ýmsar þrautir til að leysa, flóknari eftir því sem hann mjakast uppávið, og aflar með því fjár til að vopnast betur, bæta skip sitt eða verjur. Hægt er að efnast á fleiri en eina vegu, þ.e. ekki er nauðsynlegt að fara bara þrauta- gönguna; viðkomandi getur til að mynda dottið í lukkupottinn, til að mynda fellt smygil, hirt af honum smyglvarninginn og komið í verð. Vitanlega getur hann líka sjálfur lagst í smygl og álíka glæpastarf- semi, en rétt er að varast það að verða vígamaður, því þeir sem verða öðrum að bana að ósekju eru sérstaklega merktir og réttdræpir hvar sem til þeirra næst. Þó er hægt að þrífast sem ribbaldi með því að halda sig í útjaðri hins byggða heims, gerast útilegumaður, en vistin þar er ill, lítið að bíta og brenna og hættur í hverju horni. Allt er falt í stjörnukerfinu sem kennt er við EVE, samfélagið há- kapítalískt, eins konar anarko-kap- ítalismi. Hægt er að stofna fyrir- tæki til að gera annað en að berjast, smygla, stunda námagröft eða verslun, því menn geta einnig komið sér upp tryggingafyrirtæki, eitt slíkt þegar komið á laggirnar, sem tryggir farm skipa, skipin sjálf og meira segja má kaupa sér stríðs- tryggingu; ef viðkomandi lendir í stríði, þ.e. á hann er ráðist, hleypur tryggingafélagið undir bagga og leggur til fé svo hægt sé að ráða niðurlögum árásaraðilans á sem skemmstum tíma og draga þannig úr truflun á starfsemi fyrirtækisins. Á vefsetri leiksins má sjá að menn eru þegar farnir að undirbúa starf- semi í EVE stjörnukerfinu, því þar eru skráð 122 fyrirtæki ólíkrar gerðar með nærfellt 700 þátttak- endum. Nokkuð áþekk er tala fyr- irtækja málaliða, vísinda- og versl- unarmanna, en vekur athyli að aðeins eitt fyrirtæki hyggst sinna landkönnun og verða þó í stjörnu- kerfinu 50.000 plánetur og aðeins fimmtungur þeirra byggður. Rétt er að geta þess að allir þeir sem eru að stússa við fyrirtækj- astofnun og álíka á Netinu eru áhugamenn sem hrifist hafa af leiknum, eða réttara sagt hugsun- inni á bak við hann, því enginn er leikurinn enn sem komið er. Þeir CCP-menn hafa líka verið iðnir við að ýta undir slíkan áhuga, gefa meðal annars reglulega nasasjón af leiknum með því að birta á vefnum nýjar myndir, sögur eða annan fróðleik. Enga gervigreind takk Í árdaga tölvuleikjanna snerist allt um að gera tölvuna sem mann- legasta, þ.e. að gæða hana sem mestri greind til að menn nenntu að spila við hana. Gralið helga í tölvu- leikjum hefur einmitt verið hin svo- nefnda gervigreind, að hún nái því stigi að líkjast sem mest mannleg- um mótherja. Með tilkomu Netsins hætti þetta aftur á móti að skipta eins miklu máli, því snemma áttuðu menn sig á að hægt var að sleppa gervigreind- inni og nota alvörugreind, þ.e. að búa svo um hnútana að menn spiluðu hver við annan yfir Netið. Fjölmargir leikir hafa nýtt Netið, með þeim fyrstu og frægustu Quake sem þróaðist svo að þriðja gerð hans var aðeins fyrir netspila- mennsku, þótt hægt væri að keyra hann bæklaðan án netsambands. Segja má að allir þeir sem komust upp á lagið við að spila Quake yfir Netið hafi aldrei síðan hirt um að spila leiki bara við tölvuna; þegar menn hafa einu sinni glímt við mennskan mótherja sætta þeir sig ekki við minna. Skjóta allt sem hreyfist Quake er dæmigerður skotleikur og í raun takmörk á því hve margir geta spilað hann í einu; menn geri sér í hugarlund póstaleik, þ.e. CTF, í Quake III með 20.000 þátttak- endum eða þaðan af fleiri, kannski 200.000, en svo margir taka reglu- lega þátt í einum vinsælasta netleik heims nú um stundir, Ultima On- line. Slíkir leikir byggjast á öðru en því að skjóta allt sem hreyfist eins og Quake III og að nokkru leyti Counter Strike, sem er líkast til vinsælasti netskotleikur heims. Í Ultma Online eru menn að leysa þrautir í bland við það að halda lífi. Leikurinn er ekki þannig að honum ljúki beinlínis; svo lengi sem þátt- takanda endist ævi eða hann hefur nennu til getur hann haldið áfram í leiknum, safnað auði og virðingu. Það gekk reyndar ekki þrautalaust að koma þeim leik á á sínum tíma og við lá að hann lognaðist útaf vegna deilna um tilgang og eðli hans, ekki síst eftir að leikmenn rottuðu sig saman í þjófagengi og myrtu aðra leikmenn til að ræna þá. Það er og hængur á leikjum á borð við Ultima Online, sem menn hafa kallað Massively Multiplayer Ga- mes og CCP menn snara sem fjöl- þátttökuleiki, að tilgangur leiksins verður að vera einhver, menn verða að geta fundið sér markmið, verða að geta samsamað sig hóp ef þeir vilja, og geta notið þeirrar lág- marksverndar sem jafnan er til í mannheimum. Fyrir þessu flestu er séð í EVE, þar er nóg af mark- miðum og vissulega að ýmsu að stefna. Gleymum því ekki að leik- urinn er alltaf í gangi, hann leggst ekki í dvala þótt leikmaður hætti í lengri eða skemmri tíma, lífið held- ur áfram í EVE-stjörnuþokunni, aðrir reyna að sölsa undir sig eignir viðkomandi, byrja að grafa eftir málmum við hlið námu hans, hrifsa til sín markaðssvæði og svo má lengi telja. Ástríðufullir Elite-leikmenn Þeir Reynir Harðarson og Þór- ólfur Beck eru báðir miklir tölvu- leikjaáhugamenn, sem og reyndar allir starfsmenn CCP, og voru á sín- um tíma ástríðufullir Elite-leik- menn, en svo hét leikur sem spil- aður var á BBC-tölvunum sálugu fyrir langa löngu. Sá leikur var bara fyrir einn mann í einu, sem þeir sáu snemma að væri mikill galli, og sag- an segir að þeir félagar hafi rætt það oft og tíðum hve gaman væri að hafa álíka leik þar sem margir gætu keppt samtímis. Þeir fóru út í tölvu- pælingar, ólíkar þó, Reynir réðst til starfa hjá OZ, varð þar yfirmaður hönnunardeildar, og Þórólfur rak Myndbandaskólann. 1997 ákváðu þeir síðan að láta slag standa, stofn- uðu fyrirtæki, sem hét Loki Marg- miðlun, og hófust handa við að und- irbúa leikinn sem þeir sáu fyrir sér. Það varð þeim frekari hvatning þegar Ultima Online kom á markað 1997, því þar sannaðist að markaður væri fyrir slíkan leik og svo var það gott tækifæri til að sjá hvað væri til eftirbreytni og hvað ætti ekki að gera. Smám saman vatt Loki Marg- miðlun, síðar CCP, upp á sig, en til að tryggja rekstrargrundvöll á með- an undirbúningur að leiknum sjálf- um færi fram tók það að sér ýmis verkefni, seldi meðal annars letur á vefnum, vann vefsetur fyrirtækja og kom að auglýsingagerð. Á meðan skrifuðu þeir Reynir og Þórólfur í félagi við Hrafnkel Óskarsson, nú- verandi leikjahöfund hjá CCP, handrit leiksins sömdu söguna sem lá að baki, bjuggu til þjóðirnar sem byggja myndu stjörnukerfið, lögðu drög að tækninni sem allt átti að byggjast á og gættu þess að stjarn- eðlisfræðileg lögmál væru virt, og svo má lengi telja, en handritið er mikill doðrantur, á annað hundrað síður. Það var og ætlanin að leggja svo góðan grunn að verkinu að leik- endur gætu sífellt verið að upp- götva eitthvað nýtt, sífellt verið að öðlast betri skilning á heiminum sem þeir kæmu til með að „búa í“, auk þess sem mikill og góður sögu- legur bakgrunnur gefur færi á að skrifa ýmislegt efni út frá honum, allskyns smásögur og ævintýri, sem er reyndar þegar hægt að lesa á vefsetri leiksins, www.eve-on- line.com/. 1, 2, 3 og 30 Í janúar 1999 fór að fjölga í starfsliði fyrirtækisins og æ fleiri slógust í hópinn eftir því sem þró- uninn kallaði á meiri mannskap. En sem stendur starfa þrjátíu mann hjá fyrirtækinu. Þórólfur er horfinn til annarra starfa, en Reynir Harð- arson er á sínum stað og nú deild- arstjóri grafíkdeildar, Kjartan Pierre Emilsson er deildarstjóri leikjahönnunar, Hilmar V. Péturs- son deildarstjóri forritunardeildar, Skúlína Kjartansdóttir gæðastjóri, Friðrik Haraldsson yfirmaður við- mótshönnunar, Ívar Kristjánsson framkvæmda- og fjármálastjóri og Sigurður Ólafsson markaðsstjóri. Eins og getið er fjármögnuðu þeir CCP-menn hönnun EVE með því að taka að sér aðskiljanlegustu verkefni, en eftir því sem EVE tók meiri tíma fyrirtækisins og mann- skap fjölgaði fóru menn út í lokað hlutafjárútboð til að skjóta stoðum undir reksturinn. Útboðið, sem var í umsjá Kaupþings, fór fram í byrjun maí 2000 og var fjórföld umfram eftirspurn eftir hlutafé, en eftir út- boðið var markaðsvirði fyrirtækis- ins 854 milljónir króna. Landssím- inn er stærsti hluthafi CCP og einn öflugasti bakhjarl fyrirtækisins með tæpan 20% hlut. 200 milljóna króna samningur Algengasta þróunarhögun tölvu- leikja er að lítil fyrirtæki, 20–30 manna, þróa tölvuleik sem síðan er ýmist seldur með húð og hári til stórfyrirtækja sem markaðssetja hann og selja, eða að viðkomandi þróunarfyrirtæki semji beint við dreifingaraðila sem sjá um mark- aðssetningu og sölu en smáfyrir- tækið eiga leikinn áfram og sjái um þróun hans og viðhald. CCP-menn sáu í hendi sér að hagkvæmast væri fyrir fyrirtækið að fara seinni leiðina og eftir samn- ingaviðræður við ýmsa aðila sem staðið hafa undanfarin ár gerði fyr- irtækið samning við bandaríska risafyrirtækið Simon & Schuster Interactive í lok apríl sl. Í samn- ingnum felst að Simon & Schuster gefur EVE út í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu og sér um mark- aðssetningu og dreifingu. Samning- urinn, sem metinn er á um 200 milljónir króna, tryggir að CCP getur lokið við leikinn og því öruggt að hann kemur út. Það á og eftir að skipta talsverðu máli ef vel tekst til með útbreiðslu leiksins að Simon & Schuster er dótturfyrirtæki Viacom, eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis heims, en önnur dótturfyrirtæki eru til að mynda bókaútgáfur, sjón- varpsstöðvarnar CBS og MTV og Paramount-kvikmyndafyrirtækið. Það er enda hluti af samningnum að Simon & Schuster hefur rétt til að útfæra hugmyndina að baki leiksins í kvikmyndum/teiknimyndum, sjón- varpi og bókaútgáfu. Sjálfur leikurinn verður síðan settur á geisladiska og í skrautlegar umbúðir og seldur, hver leikur á um 4.000 kr. Ekki er öll sagan þar með sögð því þeir sem kaupa leikinn tengjast síðan þjónum EVE Online yfir Netið og greiða fyrir það um 1.000 krónur á mánuði. Getur nærri að tekjumöguleikar eru góðir þó ekki renni nema hluti af þeim pen- ingum beint til CCP. Eins og gefur að skilja er þó erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig leikurinn á eftir að ganga í menn, en sambæri- legir leikir hafa selst í um 100.000 eintökum og þaðan af meira; Dark Age Of Camelot sem kom út síðasta haust hefur þannig selst í ríflega 300.000 eintökum, en ekki er eins gott að ráða í hve margir spili að staðaldri því fæst fyrirtækjanna gefa þá tölu upp. EverQuest segja menn þó vinsælasta fjölþátttöku- leikinn, þann leiki spili 450.000 manns að staðaldri að mati þeirra sem þekkja til þessa markaðar, en til eru enn fjölmennari leikir, til að mynda í Kóreu, sem eru með marg- ar milljónir notenda. Áður er getið að Simon & Schuster hefur rétt til að gera kvikmyndir/teiknimyndir, sjónvarpsþætti eða bækur eftir leiknum og getur vitanlega orðið býsna drjúg tekjulind ef út í það er farið. Ógetið er síðan að selja má fígúrur úr leiknum og víst að ef þátttakendur eiga eftir að skipta hundruðum þúsunda verði markað- ur fyrir slíkt. Meira í húfi en nokkru sinni Í kjölfar samningsins við Simon & Schuster þurftu allir að bæta við sig snúningi hjá fyrirtækinu; nú er meira í húfi en nokkru sinni. Meðal verkefna er að undirbúa kynningu á leiknum á E3 tölvuleikjasýningunni í Los Angeles sem hefst 22. maí næstkomandi, en dagana á undan er ráðstefna um tölvuleiki. Fleira hangir á spýtunni; ekki er bara að þeir félagar verði að vera tilbúnir með kynningarefni og tilheyrandi tæknilegar flugeldasýningar á sýn- ingunni, heldur stendur til að gefa út frumgerð leiksins stuttu eftir E3 Geimstöð í eigu Caldari-ríkisins. Einn Minmatar-verja, heldur ófrýnilegur að sjá. Incursus-geimskip Gallente-samveldisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.