Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 B 5 sýninguna, svonefnda betaútgáfu. Þegar hafa ríflega 40.000 manns skrifað sig á skrá yfir að fá að taka þátt í betaprófun leiksins og fjölgar jafnt og þétt; líklega hafa einhver hundruð bæst við frá því þessi grein var skrifuð og þar til hún birtist, en eftir því sem nær dregur að betan komi út eykst spenningurinn. Ekki fá þó allir að taka þátt í betunni, nokkur hundruð verða valin úr, en í næstu prófun verða einhver þús- und; nógu margir til að reyna á þol- rif leiksins, enda engin leið betri til að finna allar þær forritunarvillur sem kunna að leynast í milljónum lína af tölvukóða, til að grafa upp alla bögga og endurbæta leikinn í framhaldinu. Hvenær leikurinn sjálfur verður svo tilbúinn er ekki gott að segja og sjálfir segja CCP-menn það eitt að leikurinn verði tilbúinn þegar hann sé tilbúinn; þeir vilja ekki lofa upp í ermina á sér. Það þarf þó ekki mikla þekkingu til að átta sig á því að ef þeir senda frá sér betaútgáfu á næstu vikum má reikna með að leikurinn komi á markað í haust og þegar á þá er gengið segja þeir að Simon & Schuster ætli sér reyndar stóra hluti á leikjamarkaði vestan hafs fyrir jól með EVE sem aðal- söluvöruna í PC-leikjum. Leikurinn er aftur á móti þess eðlis að hann er í sífelldri þróun og í raun aldrei fullkláraður. Aðal- áhersla með fyrstu útgáfu er að hún verði eins gallalaus og unnt er og síðan verði næstu útgáfur veiga- og umfangsmeiri eftir því sem fram vindur. Ending leiks eins og EVE er líka annar en hefðbundinna leikja, þeir eiga sitt blómaskeið í nokkra mánuði og svo kannski við- bætur hálfu ári síðar en EVE á eftir að lifa lengur, í fimm ár hið minnsta segja menn og jafnvel lengur. Áhugi manna á leiknum hefur reyndar stöðugt aukist síðustu mán- uði og menn keppast við að skálda inn í eyðurnar á spjallþráðum, ræða hvaða þjóð sé best að tilheyra, Am- arrar virðast vinsælastir nú um stundir, spá í leiðir til að afla sér orku og fjár, mynda klíkur og sam- tök fyrirfram til að vera við öllu búnir þegar leikurinn fer í loftið. Þeir CCP-menn láta þessi skoðana- skipti að mestu afskiptalaus en koma til ef misskilningur er í gangi og eitthvað þarf að útskýra nánar. Þeir segja að margir af þeim sem taka þátt í spjallinu séu ótrúlega naskir, virðist á tíðum skilja leikinn jafnvel betur en hönnuðirnir, og nefna til gamans að svo vel hafi þeim til að mynda litist á einn spænskan áhugamann sem tók þátt í spjallþráðum að þeir settu sig í samband við hann og buðu vinnu sem hann þáði; fluttist til Íslands og hefur verið í um ár hjá CCP. Þótt allt snúist um EVE hjá þeim CCP-mönnum nú um stundir, enda skammt í að leiknum ljúki, er sá leikur fráleitt eina verkefni fyrir- tækisins, þar á bæ finnst mönnum þeir rétt vera að byrja og eru þegar farnir að spá í næstu hugmyndir. Til að gera EVE þurftu þeir að finna hjólið upp á nýtt, ef svo má segja, hanna nýja tækni og nýjan hugbúnað og þróa nýja hugsun sem á eftir að nýtast vel í næsta verk- efni, næsta leik, sem verður enn magnaðri en EVE, því þora þeir að lofa. Á dagskrá eru ljóð, söngur, leiklist, tónar og dans á stóra sviðinu. Húsið opnar kl. 17.00 með myndlistarsýningu í anddyrinu þar sem verk ýmissa listamanna verða seld til styrktar Palestínu. Að hátíðinni standa einstaklingar, hópar og samtök íslenskra listamanna, auk Félagsins Ísland Palestína. Kynnir er Tinna Gunnlaugsdóttir leikari og formaður Bandalags íslenskra listamanna. Allir sem að sýningunni koma gefa vinnu sína og andvirði verka og aðgangseyrir rennur óskertur til hjálparstarfa í Palestínu. Verð aðgöngumiða er 1.800 kr. Nánari upplýsingar á www.palestina.is. Menningarhátíðin List fyrir Palestínu verður í Borgarleikhúsinu mánudaginn 13. maí kl. 18.00 Sumarnám erlendis Sumarið 2003 eiga nemendur þess kost að sækja námskeið hjá samstarfsskólum HR í Evrópu og vinna í framhaldinu ráðgjafaverkefni innan alþjóðlegs fyrirtækis og starfa þá í þátttökulandi öðru en sínu eigin. Þátttaka í sumarnámskeiðinu er valkvæð. Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf Háskólinn í Reykjavík er aðili að alþjóðlegu samstarfi 37 háskóla um samanburðar- rannsóknir á sviði mannauðsstjórnunar: Cranfield Network on Human Resource Management. Samstarfið gefur HR einstakt tækifæri til að setja íslenskt atvinnulíf í alþjóðlegt samhengi. Sjá nánar á www.cranet.org www.ru.is/hrm Meðal kennara í þessu námi eru: Dr. Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður námsins og lektor við viðskiptadeild HR Kennslugrein: Mönnun og starfsmannaval Dr. Rich Arvey, prófessor við University of Minnesota Kennslugrein: Mannleg hegðun á vin- nustöðum Bjarni Snæbjörn Jónsson, MBA, ráðgjafi hjá IMG og aðjúnkt við HR Kennslugrein: Stefnumótun fyrirtækja Dr. Joe Pons, fyrrverandi yfirmaður MBA náms við IESE í Barcelóna og ráðgjafi Kennslugrein: Markaðsfræði Ragnar Þórir Guðgeirsson, cand. oecon, framkvæmdastjóri KPMG ráðgjafar Kennslugrein: Reikningshald Dr. Finnur Oddsson, lektor við viðskiptadeild HR Kennslugrein: Frammistöðustjórnun Dr. Raymond Richardson, prófessor við London School of Economics Kennslugrein: Laun og umbun Halla Tómasdóttir, MIM, lektor við viðskiptadeild HR Kennslugrein: Breytingastjórnun Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við viðskiptadeild HR Kennslugrein: Vinnumarkaðsfræði Dr. Henrik Holt Larsen, prófessor við Copenhagen Business School Kennslugrein: Þjálfun og starfsþróun Nánari upplýsingar veitir: María K. Gylfadóttir Verkefnastjóri MBA náms Sími: 510 6200 Gsm: 820 6262 Tölvupóstfang: maria@ru.is H á sk ó li n n í R e y k ja v ík • S S • 0 5/ 20 0 2 MBA nám með áherslu á mannauðsstjórnun Dr. Ásta Bjarnadóttir Dr. Finnur Oddsson Halla Tómasdóttir, MIM Hvers vegna ættir þú að velja Alþjóðlegur hópur sérfræðinga Að náminu koma sérfræðingar HR á sviði viðskiptafræði, sérfræðingar úr atvinnulífinu og þriðjungur námskeiða eru kennd af erlendum sérfræðingum frá skólum á borð við London School of Economics, University of Minnesota og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Sérsniðið nám - hámark 30 nemendur MBA nám með áherslu á mannauðsstjórnun er hagnýtt, þverfaglegt nám fyrir fólk sem vill bæta við sig þekkingu á rekstri, en um leið kynnast því sérstaklega hvernig standa ber að stjórnun mannauðs í fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla er lögð á hópastarf og verkef- navinnu og nemendur vinna raunhæf verkefni úr sínu eigin starfsumhverfi. Einungis 30 nemendur verða teknir inn haustið 2002. MBA nám við Háskólann í Reykjavík? Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 15. maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.