Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EITT af því sem setur svip ádaglegt líf okkar er þaðtungutak sem við temjumokkur. Þótt við tölum öll ís-lensku er fjarri því að tungutak okkar sé alveg það sama. Við höfum mismunandi orðaforða, að- hyllumst mismunandi orð og berum þau jafnvel dálítið mismunandi fram. Þessi mismunur á orðanna vali og hljóðan fer eftir ýmsu, en ekki þó síst aldri og jafnvel kynferði. Tveir ungir fræðimenn hafa nýlega lokið við BA-ritgerð sem tekur á hluta af þessu forvitnilega efni. Fiðurhaus eða froðuheili? er nafn þessarar rit- gerðar og þegar blaðamaður fékk hana í hendur á þriðju hæð Þjóðar- bókhlöðu og tók að fletta henni varð hann strax áhugasamur mjög um innihald hennar. Mörg af þeim orðum sem þar voru tilnefnd sem slangur þekkti hann bæði af eigin orðavali og annarra í umhverfinu. Önnur slang- uryrði voru meira framandi. Könnunin var tvíþætt Höfundar, þær Freyja Auðuns- dóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir, voru spurðar hvað þetta óvenjulega nafn á ritgerðinni ætti að „fyrirstilla“. „Þetta eru tvö slanguryrði sem merkja það sama – heimskur maður, annað er úr Orðabók um slangur sem kom út 1982 og hitt kom fram í rann- sókn sem við nefndum Slangurkönn- unina og gerðum meðal unglinga á höfuðborgarsvæðinum og í Snæ- fellsbæ. Könnunin var tvíþætt, ann- ars vegar athuguðum við hvort krakkarnir þekktu, notuðu eða skildu valin orð úr Orðabók um slangur, sem orðin er rösklega tvítug, og hins veg- ar sóttumst við eftir að heyra þeirra eigin slanguryrði. Könnunin var gerð til að leita svara við ákveðnum spurn- ingum.“ Hverjar eru þær? „Ein af þeim er t.d. hvað lengi lifa slanguryrði? Margir halda og við héldum áður en við hófum þessar athuganir að líf- tími slangurorða væri fremur stuttur. En niðurstaða okkar er að því sé ekki endilega svo farið. Krakkarnir þekktu mörg orðanna úr slangurorðabókinni, vel helming, og notuðu sum þeirra oft. Við þurftum eðlilega að marka okk- ur bás og völdum orð sem höfð eru yf- ir karla og konur. Við spurðum m.a. um orð eins og „kjútípæja“, „skutla“, „ljóska“ og „frasakarl“, „draumaprins“ og „brein“. Ljóskan og skutlan voru þekktar en frasakarlinn var minna þekktur. Ljósku þekktu raunar allir og nánast allir skutlu. Aðeins 14% þekktu frasakarlinn en nær allir þekktu hins vegar draumaprinsinn.“ Froðuheili og lambakjöt Hverjar eru lífslíkur slangurorða? „Niðurstöður okkar benda til þess að það sé lítið samband á milli þess hvernig orð eru mynduð og líftíma þeirra. Ætla má að þess útbreiddari sem slangurorðin eru, þess lengur lifi þau í málinu og þess líklegri séu þau til festast í sessi.“ Eru mörg ný slanguryrði að koma fram? „Nýsköpunin er almennt mikil. Langflest orð sem komu fram eru samsett íslensk orð. Þetta kemur á óvart þar sem margir tengja slangur fyrst og fremst slettum eða orðum af erlendum uppruna. T.d. komu fram orð eins og „fæðingarhálfviti“ og „froðuheili“, við köllum þetta síðar talda nýyrði í slangri. Einnig var nokkuð algengt að orð kæmu fram sem hafa fengið nýja merkingu, svo sem„lambakjöt“. Við báðum krakkana m.a. um að nefna slangurorð yfir myndarlega stúlku, heimska stúlku, myndarlegan strák og heimskan strák. Yfirhöfuð voru krakkarnir miklu iðnari við að nefna orð yfir stúlkurnar og þau orð voru mun „grófari“. Það sem oftast var nefnt yfir mynd- arlega stelpu var „gella“ og „beib“ en yfir myndarlegan strák var algengast „beib“ og „töffari“. Slanguryrði koma almennt úr ýms- um áttum, m.a. úr öðrum tungumál- um, jafnvel er um að ræða orð sem eru slangur í öðrum tungumálum. Þau koma einnig úr móðurmálinu og ennfremur eru ný orð mynduð eins og að ofan gat. Okkar rannsókn leiddi í ljós að ung- lingar í dag eru duglegir við að búa til ný orð og nýta gömul orð og breyta merkingu þeirra. Orð með erlendum keim voru ekki eins áberandi og ætla mátti. Þau sem fyrir komu voru í flestum tilvikum að- löguð íslensku málkerfi. Þessi nýyrðasmíð er að sumra mati ekki viðurkennd. En hún sprettur oft upp í hita leiksins og fylgir ekki lærð- um eða meðvituðum reglum.“ Getur slanguryrði hækkað í sessi og verið tekið inn í almenna orðaforðann og notið virðingar á við gömul og gild orð? „Margt er þarna á gráu svæði og erfitt að dæma um tiltekin orð en mörg orð sem áður fyrr kölluðust slangur hafa ratað inn í Orðabók Menningarsjóðs. Slangur birtist fyrst og fremst í tal- máli og þess vegna erfiðara að koma höndum yfir það og skilgreina það.“ Hvernig skilgreinið þið slangur? „Þetta er mjög vítt hugtak. Slangur tilheyrir talmáli og birtist fyrst og fremst við óformlegar aðstæður. Það er ekki sérstakt tungumál heldur hluti af orðaforða einhvers tiltekins tungumáls eða mállýsku. Það er oft bundið eða háð tísku og tíðaranda.“ Mismunandi tegundir slangurs Hvað viljið þið segja um slangur í samfélagslegu samhengi? „Finna má mismunandi tegundir slangurs eftir umhverfi og kringum- stæðum. Þar af leiðandi má tengja slangur ákveðnum félagshópum. Þó er ekki þar með sagt að sérhver hóp- ur tjái sig með sérstakri tegund slangurs, fremur mætti tala um ákveðinn slangurorðaforða sem mis- munandi hópar nota. Hóparnir geta verið af ýmsu tagi en sá sem kemur oftast upp í huga flestra er unglingar. Slangur kemur þó líka fram í ýmsum atvinnugreinum og stéttum og oft er erfitt að draga mörkin milli slangurs og sérmáls ýmissa starfsstétta og fé- lagshópa.“ Hverjir eru helstu áhrifavaldar slangurs? „Orðið fjölmiðlabylting á vel við þegar rætt er um vaxandi upplýsinga- flæði síðustu ára. Með tilkomu Nets- ins varð sannkölluð bylting í miðlun upplýsinga. Ritmál og myndefni eru megintjáningarform Netsins, en oftar en ekki virðist þó ritmálið talmálslegt, einkum það sem tengist hvers kyns afþreyingarefni og eins og þegar hef- ur komið fram tilheyrir slangur fyrst og fremst talmálssniði. Þar af leiðandi er slangur áberandi í þessum miðli eins og dæmin sýna. Við völdum þrjár síður af handahófi til athugunar 12. maí 2001 og fundust þá m.a. þessar setningar og setningabrot: 1. plötusnúðurinn Dego ætlar að rispa vínill líkt og villtur væri (http:// www.nulleinn.is/) 2. Taktu hann fyrst með þér á djammið og láttu honum finnast hann vera inn og hipp og kúl (http:// www.nulleinn.is/) 3. Við hér á núllinu tjekkuðum á lið- inu og hvort það væri almennt að horfa á formúluna (http//www.nul- leinn.is/) Með spjallrásum og SMS-skilaboðum hefur myndast nýtt málsnið Á spjallrásunum eða öðru nafni „irkinu“ hefur þróast allsérstakt mál- snið því þar er slangur fyrirferðar- mikið og ekki á hvers manns færi að skilja. Af svipuðu tagi eru svonefnd SMS- skilaboð sem hægt er að taka við og senda úr GSM-síma. Aðaleinkenni þessara boða er hið knappa form sem leiðir til þess að notaðar eru ýmiss konar skammstafanir, tákn og stytt- ingar. Þannig verður slangur óhjá- kvæmilega hluti af málinu sem er beitt. Segja má að með spjallrásum og SMS-skilaboðum hafi myndast ný málsnið. Mál í talmiðlum hefur líka tekið breytingum. Á Skjá 1 er framleitt mikið af íslensku sjónvarpsefni og markhópurinn virðist fyrst og fremst ungt fólk. Beinar útsendingar eru tíð- ar og oftast ungt fólk í hlutverki þáttastjórnenda. Í mörgum þessara þátta setur fólk sig ekki í ákveðnar stellingar eins og vanalegt er í sjón- varpi. Þannig er mál sjónvarpsfólks- ins sem og viðmælenda þeirra oft hversdagslegt og stundum slangri og slettum skreytt. Vitað er að mál það sem heyrist í fjölmiðlum hefur áhrif á málsamfé- lagið og telja má að unga kynslóðin sé áhrifagjarnari og móttækilegri hvað þetta varðar.“ Slangur – „gellur“ og „töffarar“ Slangur er eitt af því sem setur svip á tungutak okkar – í mismiklum mæli þó. Þær Freyja Auðunsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir gerðu í BA-ritgerð sinni m.a. könnun á þessu efni.                                  ! !   " # #     $ %      $    Fræðimennirnir VIRK VÍSINDI Guðrún Guðlaugsdóttir gudrung@mbl.is „HUGMYNDIN var fyrst og fremst sú að reyna að komast að því hvort eða hvernig slangur hefði breyst síðan Orðabók um slangur kom 1982,“ sagði Hösk- uldur Þráinsson, prófessor í ís- lensku nútímamáli hjá Háskóla Íslands, en hann var leiðbeinandi þeirra Freyju Auðunsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur við gerð BA-ritgerðar þeirra. Hvaða þýðingu hefur þessi rann- sókn fyrir fræðin? „Í fyrsta lagi þá er auðvitað fróðlegt að vita um allar hliðar málsins, ekki bara „gullald- armálsins“ eða þess máls sem ratar á bækur, heldur líka talmálsins og óform- legs máls, og þetta er liður í því, í öðru lagi er fróðlegt að fylgjast með því hvernig slangur breytist og hvað það breytist hratt. Það er oft talað um þetta en það hafa ekki verið gerðar neinar athuganir á því hversu hratt þetta gerist fyrr. Það kemur í ljós þegar þetta er skoð- að svona að slang- urorðabækur hafa aðallega sögulegt gildi því þær verða svo fljótt úreltar. Þær Freyja og Lilja Dögg unnu þetta af miklum áhuga og dugnaði og það var gaman hversu vel þeim var tekið þar sem þær leituðu fanga.“ Könnunin sýndi m.a. að orðabækur um slangur úreldast fljótt NAFN: Lilja Dögg Gunnarsdóttir f. 24. október 1978 MAKI: Guðmundur Stefán Þorvaldsson FORELDRAR: Guðrún H. Cýrusdóttir og Gunnar Már Kristófersson MENNTUN: BA-gráða í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands NAFN: Freyja Auðunsdóttir f. 20. janúar 1978 MAKI: Ólafur Már Svavarson FORELDRAR: Anna Mar- grét Ellertsdóttir og Auðunn Óskarsson. MENNTUN: BA-gráða í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.