Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 12
Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.845 vikan. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, smá-rútur og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., sími 456 3745. fylkirag@snerpa.is www.fylkir.is íl l i íl r Su arhús í Danmörku g i -Evr Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 pr. viku. Innifalið í verð; Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Ev ópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið senda. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf. sími 456 3745 netfang fylkirag@snerpa.is heimasíða www.fylkir.is Ferðast með börn Á þessari slóð er hægt að finna ýmsa staði í Evrópu þar sem gott er að ferðast með krakka. http://www.go- withkids.com SAUÐFÉ í sögu þjóðar er yfirskrift á sýningu um sauðfjárbúskap fyrr og nú sem setja á upp á Ströndum og opna formlega um miðjan júní. Sýningin verður bæði í máli og myndum og einnig verða ýmsir mun- ir til sýnis sem tengjast sauðfjárbú- skap. Jón Jónsson, formaður Ferða- málasamtaka Vestfjarða, er einn af forsvarsmönnum sýningarinnar. Hann segir að hún verði til húsa í fé- lagsheimilinu Sævangi sem er sunn- an við Hólmavík. „Sýningin á að höfða til allrar fjöl- skyldunnar, hún á að vera skemmti- leg og allir eiga að geta haft gaman af að skoða hana hvort sem þeir eru úr sveit eða borg.“ Jón segir að lögð verði áhersla á að höfða til barna og komið verði t.d. upp sérstöku vís- indahorni fyrir þau þar sem hægt verður að skoða í víðsjá, komast í tölvuforrit og þreifa á ýmsum mun- um sem tengjast efni sýningarinnar. Auk þess verða heimalingar í hlaði og börnin fá að gefa þeim með að- standendum sýningarinnar tvisvar á dag. Kaffistofa verður rekin í félags- heimilinu í sumar og þar verður heimilislegt bakkelsi á boðstólum. Sýningin er sett upp í samstarfi við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrúta- firði og þaðan eru fengnir að láni munir auk þess sem aðstandendur sýningarinnar eru farnir að safna munum og myndum héðan og þaðan. Það eru aðilar í Félagi áhuga- manna um sauðfjársetur sem standa að uppsetningu sýningarinnar. Jón segir að auk þessa þá séu aðilar í fé- laginu einnig með þá hugmynd að koma á laggirnar vinnustað þar sem unnið er að skráningum og verkefn- um sem tengjast búskap. „Þetta eru verkefni sem fram til þessa hafa verið unnin syðra en við teljum að hægt sé að inna af hendi á Ströndum þar sem margir Stranda- menn eru búfræðimenntaðir.“ Jón segir að unnið sé nú að áætlanagerð og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða er að aðstoða við gerð hennar. Í haust verður tekin ákvörðun um hvort þessari hugmynd verður hrint í framkvæmd. Morgunblaðið/Kristinn Sýningin á að höfða til allrar fjölskyldunnar. Sauðfjársýning á Ströndum  Sauðfé í sögu þjóðar Félagsheimilið Sævangur, Steingrímsfirði Vefsíða: www.strandir.is/ sauðfjarsetur Netfang: saudfjarsetur@strandir.is VEGNA aukinna umsvifa hjá ferða- skrifstofunni Emblu standa ýmsar breytingar fyrir dyrum. Skrifstofan er að flytja rekstur sinn í stærra hús- næði á Skólavörðustíg 21a og ákveðið hefur verið að stofna viðskiptadeild innan fyrirtækisins sem annast mun þjónustu við innlend fyrirtæki og stofnanir. Markmiðið er að þjóna sér- staklega aðilum sem sækja þurfa á framandi markaði. Ferðaskrifstofan hefur ráðið til starfa Ásu Baldvinsdóttur sem veita mun viðskiptadeildinni forstöðu en hún hefur áralanga reynslu að baki í viðskiptatengdri ferðaþjónustu. Alls verða starfsmenn skrifstofunnar 5 talsins en þar að auki starfar hjá fyr- irtækinu fjöldi leiðsögumanna inn- lendis sem erlendis, m.a. Ari Trausti Guðmundsson, sem leiðir ferð Emblu í ár til Ekvador, Amason og Galapag- oseyja. Ferðaskrifstofan. Embla sérhæfir sig m.a. í vistvænni tegund ferða- mennsku, en liður í henni er m.a. svo- kölluð þekkingarferðamennska þar sem erlendum gestum er boðið upp á sambland af vettvangsferðum og fyr- irlestrum. Á vegum ferðaskrifstof- unnar í ár eru væntanlegir m.a. hópar frá Eastern Illinois, Harvard- og Miss- ouri-háskólum ásamt hópum á veg- um National Geographic Expeditions. Í tengslum við komu þessara hópa hafa verið skipulagðar heimsóknir í íslensk fyrirtæki, m.a. Íslenska erfða- greiningu og ýmis fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Jafnframt hefur ferðaskrifstofan Embla sérhæft sig í ferðum til fram- andi áfangastaða s.s. til Asíu og Suð- ur-Ameríku fyrir íslenska ferðamenn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Embla hefur m. a. sérhæft sig í ferðum fyrir Íslendinga á framandi slóðir. Breytingar hjá ferða- skrifstofunni Emblu  Ferðaskrifstofan Embla verð- ur opnuð 13. maí næstkomandi á Skólavörðustíg 21a. Síminn er 511 4080. Heimasíða ferðaskrifstofunnar er www.embla.is Í FYRRA opnuðu íslenskar mæðgur Gistiheimili Hall- dóru í Hvidovre, skammt frá miðborg Kaup- mannahafnar. Halldóra Jóna Jóns- dóttir var áður með heima- gistingu fyrir ferðamenn og eftirspurnin var það mikil að hún, ásamt dóttur sinni, Ölmu Dögg Jóhanns- dóttur, ákvað að stofna gistiheimili. Mæðgurnar segja að aðsóknin í fyrra hafi farið fram úr björtustu von- um. Meirihluti þeirra sem gistir hjá þeim er Íslendingar. Gistiheimilið er við aðalgötu Hvid- ovre svo stutt er í lest, strætisvagn, veitingastaði, verslanir, banka, sund- laug og krár. Lestarferð til aðallest- arstöðvarinnar í miðbæ Kaup- mannahafnar tekur um tíu mínútur en aðallestarstöðin er beint á móti Tivolíinu. Gistiheimili mæðgnanna er þriggja hæða einbýlishús með stórum garði og sjö herbergjum. Á efstu hæð eru tvö herbergi og snyrting, á miðhæðinni eru tvö her- bergi, baðherbergi og setustofa þar sem hægt er að borða morgunmat og horfa á sjónvarp á kvöldin. Út úr borð- stofunni er gengið út á timburverönd og út í garð og á veröndinni eru borð og stólar þar sem fólk getur setið og drukkið kaffið sitt. Á miðhæðinni er líka eldhús með öllum borðbúnaði og eldhúsáhöldum til að fólk geti lagað sér léttar máltíðir. Á neðstu hæð eru þrjú herbergi, baðherbergi og lítið eld- hús. Öll rúm eru með eggjabakkadýn-  Gistiheimili Halldóru, Hvid- ovrevej 374, 2650 Hvidovre, Kaupmannahöfn. Vefsíða: www.gistiheimilid.dk Tölvu- póstfang: halldora_jona- @hotmail.com. Sími:0045- 36778886/0045-36778506. Fax: 0045-36778886. Gsm: 0045-24609552 eða 0045- 40830047. Áhersla lögð á aðstöðu fyrir börn Íslenskt gistiheimili í Kaupmannahöfn um og uppbúnum rúmum. Garðurinn er með nýjum leik- tækjum fyrir börn, sem mæðgurnar segja að hafi vakið ánægju hjá ungu kynslóðinni. Þar eru rennibraut, rólur, sandkassi, klifurturn og stór leikkofi. Há girðing er í kringum allt húsið svo að börnin eru örugg á leiksvæðinu. Við hliðina á leiksvæðinu er hellulögð verönd með garðhúsgögnum. Alma segir að boðið sé upp á tveggja til fimm manna herbergi og þær geti tekið á móti tuttugu manns í gist- ingu. „Við höfum lagt mikið upp úr að þetta sé fjölskylduvænt gistiheimili og að það fari vel um börn.“  BRETAR fagna því í ár að fimmtíu ár eru nú liðin frá því að Elísabet Breta- drottning var krýnd. Í tilefni að fimmtíu ára krýningarafmæli drottningarinnar er mikið um hátíð- arhöld víða um land og dreifast viðburðirnir yfir árið í heild sinni, þó hvað flesta við- burði beri upp á júnímánuð. Helgina 1.–4. júní ná hátíð- arhöldin til að mynda hápunkti með klassískum tón- leikum og popptónleikum sem haldnir verða í garði Buckingham hallar og þeim síðan sjónvarpað á risaskjám í nærliggjandi almenningsgörðum. Bú- ast má við að mikill fjöldi manna fylgist með tónleikunum þaðan. Fjöldi annarra viðburða og sýninga verða einnig í boði á afmælisárinu og má nefna sem dæmi heljarmikla her- sýningu sem haldin verður í Edinborg í ágúst, sýningu á konunglegum brúð- arkjólum í Kensington-höll sem og sýninguna Murderous Monarchs, eða morðótt kóngafólk, í London Dun- geons. Auk þessa má síðan búast við götuveislum og alls konar minni uppá- komum um landið allt. Skrá yfir flesta viðburði er að finna á heimasíðu afmælishátíðarnefnd- arinnar, en þar er m.a. hægt að leita uppi ákveðnar tímasetningar og staði til að kanna hvort eitthvað sé að ger- ast í nágrenninu. Hermenn skjóta af fall- byssum í tilefni afmælis drottningar. 50 ára valdatíð Elísabetar fagnað  Á þessari slóð, www.golden- jubilee.gov.uker m.a. skrá yfir það sem framundan er á dag- skrá vegna krýningarafmælisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.