Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ H LÉR Guðjónsson er nýkominn heim úr mán- aðarlöngu ferðalagi um Afganistan sem starfs- maður alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og var styrktur til farar- innar af Rauða krossi Íslands sem sendi- fulltrúi til að vinna fyrir alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Hlut- verk Hlés var að ferðast um og afla upplýsinga um starfsemi Rauða hálfmánans í Afganistan, þ.e. starfsemi sjálfboðaliða, rekstur heilsugæslustöðva og jafnframt að afla upplýsinga um almennt ástand mála í landinu hvað varðar heilsufar og aðbúnað þeirra sem minna mega sín. Á ferðum sínum vítt og breitt um landið heimsótti hann flóttamannabúðir og búðir hirðingja. Hann tók mikinn fjölda af myndum af daglegu lífi fólksins í þessu hrjóstruga og stríðshrjáða landi þar sem matvælaskortur, heilbrigðisvandamál og menntunarskortur eru landlæg. Það standa ennþá yfir átök í landinu. Þótt skipuð hafi verið rík- isstjórn í Kabúl með stuðningi vesturvelda hefur hún ekki full yfirráð yfir þeim svæðum sem liggja fjær borginni. Landinu er því að mestu leyti skipt upp á milli herstjóra og hver og einn ræður í sínu héraði. Fáir telja að endalok átaka séu í augsýn á allra næstu misserum. Hlér segir að enda þótt stór hluti starfseminnar sé á átakasvæðum haldi erlendir hjálparstarfsmenn í Afganistan sig til hlés. Stundum geti samt brotist óvænt út átök og þótt stríðandi fylkingar virði yf- irleitt hjálparstarfsmenn er allur varinn góður. „Afganskt samfélag er lítið þróað. Heilbrigðisástandið er slæmt og menntamál eru í molum. Sem dæmi má nefna að u.þ.b. fjórða hvert barn deyr fyrir fimm ára aldur og u.þ.b. fimmta hver afgönsk kona deyr af barnsförum. Sambærilegar tölur er hvergi hægt að finna nema ef til vill á vanþróuðustu svæðum Afríku. Samgöngur eru vanþróaðar og sími og annað sem tilheyrir nútímanum er fáséð til sveita. Milljónir flóttamanna eru í landinu og margir þeirra hafa þurft að flýja sín héruð vegna styrjalda eða þurrka og búa að miklu leyti í flóttamannabúðum. Margir hafa rétt dregið fram lífið í þurrka8tíð og síðan þegar átök brjótast út leggur fólk á flótta. Flest- ir hafa verið á flótta í mörg ár en í raun og veru fáir bæst við eftir at- burðina 11. september. Raunin er líka sú að margir, jafnvel mörg þúsund manns á hverjum degi, snúa við yfir landamærin frá Íran til þess að flytjast aftur til Afganistan. Þetta er sameiginleg stefna þeirra landa sem hlut eiga að máli og alþjóðlegra hjálparstofnana,“ segir Hlér. Hann segir að matarskortur sé í landinu og því valda fyrst og fremst þurrkar. Ekki sé þó beinlínis hægt að tala um hungursneyð. Í flóttamannabúðum geti flestir fengið aðstoð og mörg hundruð þús- und manns eru á framfæri hjálparstofnana í Afganistan. „Það er gríðarleg þörf fyrir aðstoð í Afganistan því þetta er eitt af vanþróuðustu ríkjum heims. Alþjóðasamband Rauða krossins og al- þjóðaráðið eru með miklar aðgerðir til þess að byggja upp í landinu eftir jarðskjálftana í Nahrim, sem og heilsugæslu og sjálfboðaliða- störf í landinu. Meðal fólksins er lítil þekking á því hvernig það á að gæta heilsunnar og eitt helsta hlutverk sjálfboðaliðanna hefur verið að kenna fólki grundvallaratriði á því sviði.“ Afganistan framleiddi til skamms tíma um 80% af öllu heróíni sem neytt er í Evrópu. Stór hluti söluhagnaðar af eiturlyfjunum rennur til vopnakaupa. Nágrannaríki Afganistans sem og önnur ríki heims hafa selt og gefið vopn til landsins. Í landinu eru því ennþá stórir hópar vopnaðra manna. Gríðarleg þörf á að Flóttamannabúðir í Gomah Bahzar í Faryab-héraði. „Fólk hópast að jafnaði ónógan mat, aðeins gjafir frá hjálparstofnunum. Það kemur f eru í niðurníðslu og menn þurfa þá að hefja nýtt líf með tvær hendur fara sem ekki er hægt að bjóða smábörnum og gamalmennum upp á Konur upp við vegg í Herat. „Konurnar þiggja aðstoð frá Rauða hálfm og þær geta ekki séð sér farborða öðruvísi en með betli. Margar þeir Við Gomah Bahzar-flóttamannabúðirnar. „Þessir menn sögðust vera nýkomnir frá Íran og voru á heimleið til Afganistan. Það er töluverð um- ferð bíla sem eru að koma með flóttamenn aftur til Afganistan frá Íran. Flestir urðu Afganar flóttamenn á tímum stríðsins við Rússa. Þegar Rússar reyndu að halda niðri skæruliðahópum í landinu lögðu þeir heilu sveitirnar í eyði og fólkið flýði til Írans og Pakistan. Sumir segja að jafnvel allt að þriðjungur þjóðarinnar hafi flúið landið á þeim tíma. Þegar búið er að hrekja talibanana frá völdum eru mjög margir flóttamenn fúsir til að snúa til baka og setjast aftur að á jörðum sínum eða í bæjum. Þessir hópar fara yfirleitt ekki í flóttamannabúðir í Afganistan heldur til fjölskyldna sinna í sín heimahéruð.“ Stríðsminjar í Faryab-héraði. „Það tók mig tvo sólarhringa að kom- ast á þennan stað og aðra tvo að komast til baka á bíl. Þarna eru engir vegir en farið hefur verið með jarðýtu og rispað úr hlíðum fjallanna svo hægt er að aka þarna eftir slóðum. Þetta er gersam- lega óunninn vegur en engu að síður merktur þjóðvegur. Skriðdrek- inn er frá því í stríðinu við Rússa sem stóð árum saman. Ég gæti vel trúað að skriðdrekinn hafi bara oltið út af veginum og verið skil- inn eftir. Það er enginn hægðarleikur að ná hlutum aftur frá þessu svæði. Ég sá líka fallbyssur sem virtust í góðu lagi og höfðu verið skildar eftir. Erfiðleikar í samgöngum eru gríðarlegir á þessum slóð- um. Þarna eru milljónir manna sem búa án allra vegasamgangna.“ Eyðimörk í Faryab-héraði að vori. Yfirleitt er hún gulnuð og skræln- uð en þegar rignir á vorin spretta blóm upp á nokkrum dögum. Eyddar eyðimerkur verða gular, rauðar og bláar og breytast í feg- urstu blómagarða. Í bakgrunni er drengur að reka kýr sem beitt er í eyðimörkinni meðan gróðurinn blómstrar. Hlér Guðjónsson, starfsmaður alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans, er nýkominn úr mánaðarlangri ferð um Afganistan. Guðjón Guðmundsson ræddi við hann um landið og fólkið sem þar býr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.