Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 B 15 ðstoð í Afganistan Bólusett fyrir lömunarveiki. „Tveir dropar eru látnir drjúpa í munn- inn á börnunum. Bólusetningin er hluti af herferð í Afganistan sem miðar að því að útrýma lömunarveiki í landinu. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur sinnt eftirliti, gengið í hús og fundið þau börn sem ekki hafa verið bólusett. Erfitt er að finna alla því nánast allir íbúarnir eru óskráðir og enginn veit hve mörg börn eru í hverri fjölskyldu. Þegar einhver finnst eru kallaðir til sjálfboðaliðar sem sjá um bólusetninguna.“ Í Rosebagh-flóttamannabúðunum. „Þarna eru nokkrar af þeim 200 ekkjum sem eru í búðunum. Konan kvartar undan fátækt og matarleysi. Flóttafólkið fær lágmarksskammta og býr við sára fá- tækt í tjöldum árum saman. Barnadauði í búðunum er mjög mikill. Konurnar hafa engin tækifæri til að snúa aftur heim því þær eiga enga fyrirvinnu. Konur eiga mjög erfitt með að standa á eigin fót- um í Afganistan vegna þjóðfélagsskipunarinnar.“ Meðal hirðingja sem í Afganistan kallast Kuchi. Fyrir miðri mynd er höfðinginn Sanjab. „Kuchi eru ættaðir frá Indlandi en hafa samlag- ast afgöngsku þjóðinni í útliti og tala sama tungumál. 80 fjöl- skyldur voru í þessum hirðingjahóp og beittu geitum sínum og sauðfé nálægt borginni Herat. Vegna þurrka hafði stór hluti bú- stofnsins drepist. Hirðingjarnir sjá því fyrir sér með daglaunavinnu í borgum og bæjum. Þeir tína hrís í fjöllum og selja sem eldsneyti á mörkuðum. Einnig vinna þeir vöru úr ull og selja og sjá sér farborða með því. Þeir hafa ekki fasta búsetu og húsakynnin eru svört tjöld.“ Flóð urðu í útjöðrum borgarinnar Herat. „Flóðin grafa undan hús- unum þar til þau hrynja. Þarna missti fjöldi fjölskyldna hús sín og matjurtargarða í flóðum. Rauði hálfmáninn í Herat styrkir fólkið til að endurbyggja og gefur þeim mat. Eins og víðast í Afganistan má ekki mikið út af bera því landsmenn eru ákaflega fátækir.“ ð bílum og biður um meiri aðstoð. Flóttafólkið á nákvæmlega ekki neitt og varla föt utan á sig. Tjöldin eru mjög köld á veturna og fólkið fær að frá þurrkasvæðum þar sem hugsanlega hafa einnig verið átök. Erfitt er fyrir flesta að fara til baka jafnvel þá sem eiga jarðir því akrar og hús r tómar. Mikið er unnið að því núna að hjálpa fólki að snúa aftur. Bara það að eiga fyrir farinu er erfitt því oft er um mörg hundruð km leið að á. Ekki er óalgengt að 10-15 börn fæðist inn í hverja fjölskyldu en reyndar er smábarnadauði mikill.“ mánanum. Margir í þessum búðum eru ekkjur og gamlar konur, sem eiga mjög erfitt uppdráttar. Undir talibönum var þeim bannað að vinna úti rra búa við sára örbirgð. Rauði hálfmáninn hefur hjálpað þessum konum eins og öðrum sem búa við skort.“ Ljósmyndir/Hlér Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.