Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Fyrir sex árum lentu Jón Ingi Gíslason og Hrönn Hafsteinsdóttir fyrir tilviljum í Santa Domingo, höfuðborg Dóminíska lýðveldisins. Þau ætluðu á einhverja eyju í Karíbahafinu í viku og þessi staður varð fyrir valinu. Það var örlagarík ákvörðun. Þau höfðu uppi á þorpinu Cabrera og kynntust þorpsbúum. Æ síðan fara þau þangað á veturna og taka þátt í lífi einnar stórfjölskyldunnar. Hvað dregur ykkur aftur og aftur til Cabrera? „Þetta er ekki ferðamannastaður sem er mikill kostur og við erum bara með innfæddum þorpsbúum og tökum þátt í lífi þeirra. Fólkið er það sem dregur okkur þangað ár eftir ár og mannlífið. Lífsgleði er ein- kennandi fyrir þorpsbúa og þá er í raun alveg sama hvernig ástandið er hjá þeim. Þetta er vingjarnlegt fólk og mjög gefandi að fá að umgangast það eins og fjölskyldu sína.“ Jón Ingi segir að hugsanagangur þessa fólks sé ólíkur því sem þau eigi að venjast hér heima. „Þarna snýst ekki allt um peninga eins og hér heima og þeir sem eru svo heppnir að eiga eitthvað af peningum vilja alls ekki eignast meira af þeim. Það er fjarska góð tilbreyting að umgangast fólk sem hefur þetta lífsviðhorf og það vekur mann til um- hugsunar um hvað það er sem máli skiptir í lífinu. Auk þessa er veðurfarið nánast fullkomið, hitinn er á bilinu 25–30 stig og góð gola við Atlantshafið. “ Við hvað starfa þorpsbúar aðallega? „Það er erfitt að segja til um það því fáir hafa í raun fasta atvinnu. Þeir sem það gera eru þá að vinna á hótelum eða veitingahúsum á vinsælum ferðamannastöðum. Annars er þetta landbúnaðarhérað og fólk ræktar grænmeti og fær ríkulega ávaxtauppskeru. Þá vinnur það einnig listaverk úr sandsteini, sker út dýr og fígúrur.“ Hafið þið eignast góða vini þarna? „Já, alltaf þegar við komum til Cabrera verðum við hluti af einni stórfjölskyldunni. Við fögnum með þeim á hátíðisdögum, tökum þátt í kosningabaráttunni í þorpinu, aðstoðum við heimilisstörf og annað sem þarf að gera. Við liggjum aldrei í sólbaði og slöppum af í þeim skilningi heldur erum alltaf að fást við eitt- hvað.“ Hvað er aðaluppistaðan í fæðu þorpsbúa? „Hrísgrjón og síðan borða þeir kjötmeti með og borða mikið af grænmeti og ávöxtum. Við eldum sjaldan því það er mjög ódýrt að borða úti. Oft eru fjölskyldur með matsölur og eitt til tvö borð hjá sér sem mat- ast er við og við borgum um 200 krónur fyrir úrvals- máltíð á slíkum stöðum. Meðallaunin eru ekki há hjá þeim sem eru útivinnandi, svona um 6–8.000 krónur á mánuði. Matur er auðvitað dýrari á ferðamannastöðum, allt að tífalt dýrari“ Hvernig eru húsakynni? „Þau eru frekar einföld, yf- irleitt litlir kofar en upp í lítil steypt hús. Það er ekki mikið um eigulega muni inni hjá fólki en allir eiga þó sjón- varp. Í landinu búa um ellefu milljónir manna og auðvitað er líka til mjög efnað fólk þar sem ríkidæmi er mikið.“ Hafa vinir ykkar ekkert smitast af áhuga ykkar á þorpinu og farið með ykkur þangað? „Jú, það hefur þróast þann- ig að í nokkur skipti hafa vinir farið með okkur.“ Taka þátt í lífi inn- fæddra Það er ekki í alfaraleið þorpið Cabrera í Dóminíska lýðveldinu sem hjónin Jón Ingi Gíslason og Hrönn Hafsteins- dóttir, veitingamenn á Ara í Ögri, heim- sækja á hverju ári. Á Cabrera hvíla þau sig á amstrinu hér og taka þátt í dag- legu lífi innfæddra. Jón Ingi Gíslason og Hrönn Hafsteinsdóttir fara á hverjum vetri til Cabrera í Dómíníska lýðveldinu. Þorpsbúar eru afar vingjarnlegir og Jón Ingi segir það mjög gefandi að fá að um- gangast þá eins og fjölskyldu sína. Flestir búa í kofum eða litlum, fábrotnum steinhúsum. Allir eiga þó sjónvarp. Örlagarík ferð Ó HÆTT er að segja að í þýsku fjármálaborginni Frankfurt sé að finna mið- punkt Evrópu. Frá alþjóða- flugvellinum í Frankfurt liggja samgönguæðar út um allan heim þar sem næststærsti flugvöllur í Evrópu, járnbrautarlestir og hrað- brautir leika lykilhlutverk í flutn- ingaskipulagi álfunnar. Mjög freist- andi kann að vera fyrir íslenska ferðamenn að fara í borgarferðir til Frankfurt eða hefja Evrópuferð þaðan sé ferðinni heitið eitthvert lengra enda bjóða Flugleiðir þang- að daglegt flug yfir sumartímann og allt frá tvisvar til fjórum sinnum í viku yfir vetrartímann. Kjörið er að staldra við í borginni og njóta einhverra þeirra lysti- semda, sem hún hefur upp á að bjóða, hvort sem menn hafa í huga sögu, listir, menningu, söfn, verslanir, veit- ingastaði, hótel- dvöl eða aðra af- þreyingu. Úr fjölmörgu er að velja. Í ljósi þess hve borgin er vel staðsett, dregur hún að sér fjölda ráðstefna, kaup- stefna, vörusýn- inga, fundahalda og námskeiða af ýmsum toga, en nærri lætur að yfir 60 þúsund slíkar alþjóðlegar uppákomur fari fram árlega í borg- inni. Í augum okkar Íslendinga er alþjóðlega bókamessan svonefnda, sem haldin er í október ár hvert, án efa einna þekktust, en hún dregur að sér fjölda manna, sem ýmist eru þangað mættir til að kaupa eða selja bókatitla svo og höfunda og aðra áhugamenn um bækur. Eftir rúmlega þriggja tíma flug og mjúka lendingu á Frankfurt- flugvelli tók fulltrúi Þýska ferða- málaráðsins á móti okkur Knut Haenschke. Hann hóf ferðina á því að fara með okkur á veitingastaðinn Sachs- enhäuser Warte þar sem borinn var fram þýskur eðalsnitsel með soðn- um aspars og Riesling-hvítvíni. Aspasinn var auðsjáanlega á miklu fleiri borðum þennan dag og þegar betur var að gáð, kom í ljós að asp- as-uppskerutíminn stóð sem hæst. Hann stendur aðeins yfir í fjórar vikur í maí og þá borða Þjóðverjar soðinn aspas eins og þeir geta í sig látið. Hann er aðeins ræktaður á þremur stöðum í Þýskalandi og í maí flæðir ferskur aspasinn um úti- markaði vítt og breytt um landið. Skýjakljúfar í fjármálaumhverfi Frankfurt var illa útleikin eftir seinni heimsstyrjöldina og er borg- in því nú frekar ný af nálinni þar sem elstu hverfin eru frá árunum í kringum 1950. Borgin stendur á bökkum Main-ár sem rennur í Rín og telja íbúar um 660 þúsund. Byggingalistin í Frankfurt er afar fjölbreytileg og þar úir og grúir af alls konar arkitektastefnum og straumum. Í gamla borgarhlutan- um hafa miklar endurbyggingar átt sér stað í anda gamla tímans, en skýjakljúfar setja mikinn svip sinn á hina nýlegri borgarmynd. Í fjár- málahverfinu er m.a. að finna um 400 banka. Hæsti skýjakljúfurinn, sem hýsir Commerz Bank, er um 300 metrar á hæð og 60 hæðir og setur sig þar með í fyrsta sæti yfir hæstu byggingar Evrópu. Tilkomu- mesta byggingin er án efa sú er hýsir Deutsche Bank, bygging úr gleri að mestu leyti með tveimur háum glerturnum, sem minna á smækkaða mynd af tvíburaturnun- um frægu í New York sem nú heyra sögunni til. Í gríni segja íbúar Frankfurt gjarn- an að þótt stjórn- völd sitji í Berlín, sé valdið hjá Deutsche Bank. Borgaryfirvöld í Frankfurt áforma nú bygg- ingu fimmtán enn hærri skýja- kljúfa, sem eiga m.a að hýsa 365 metra háa þú- saldarbyggingu. Glæsileg ráð- stefnuhöll í Frankfurt er ná- tengd sýningar- höllum af ýmsum gerðum og stærðum. Borgin státar einnig af óperuhúsi, skemmtistöðum, 15 hektara dýragarði með yfir fimm þúsund dýrategundum og grasa- garði með yfir fjögur þúsund plöntutegundum í Pálmagarðinum svonefnda. Í hjarta borgarinnar er líka hinn framandi Kínverski garð- ur, sem er kjörinn til íhugunar eða léttra gönguferða í friðsælu um- hverfi. Síðast en ekki síst er í fjár- málaborginni verðbréfamarkaður- inn Börse og ráðstefnumiðstöð, sem gerir almenningi kleift að fylgjast með á Netinu (www.frankfurt-tour- ismus.de) hvaða ráðstefnu- og kaupstefnupakkar eru í boði á hverjum tíma. Tímaflakk um gamla bæinn Í gamla daga eða allt til ársins 1944 var Römerberg hinn eiginlegi miðbær Frankfurt og er sá staður í raun enn „andlit“ borgarinnar í augum heimamanna þar sem borg- aryfirvöld hafa nú aðsetur. Við Römerberg er að finna elstu minjar um mannvistarleifar í Frankfurt. Þarna hefja flestir ferðamenn göngu sína um borgina. Tilfinning ferðamannsins er sú að þar sé um- hverfið allt ævafornt, en reyndin er sú að Römerberg var endurbyggt í gamla stílnum á árunum 1981–1986. Falleg stytta með rennandi vatni situr á miðju torginu og á að minna borgarfulltrúa á að koma réttlát- lega fram við þegnana enda ber hún heitið: „Uppspretta réttlætis“. Nokkrum skrefum frá má finna eina af þremur upplýsingaskrifstofum fyrir ferðamenn í borginni. Um líkt leyti og endurbygging Römerberg fór fram, voru vel þekktir arkitekt- Fjölbreytni í Frankfurt Gamli og nýi tíminn fléttast skemmtilega saman í þýsku borginni Frankfurt og það gerir hana þar með að borg andstæðna. Jóhanna Ingvarsdóttir skoðaði borg- ina áður en lagt var í hann til annarra áhugaverðra staða í Þýskalandi.  Tourist Information Kaiserstrasse 56 D-60329 Frankfurt am Main Sími: 0049 69 21238800 Fax: 0049 69 21237880) Heimasíða: http://www.tcf.frankfurt.de Netfang: info@tcf.frankfurt.de Frankfurter Goethe Museum Grosser Hirschgraben 23-25 60311 Frankfurt am Main Sími: 0049 69 13880-0 Fax: 0049 69 13880-222 Netfang: www.goethehaus-frankfurt.de Veitingastaðurinn Sachsenhäuser Warte Darmstädter Landstrasse 279 Sími: 0049 69 682716 Fax: 0049 69 685362 Netfang: www.sachsenhaeuserwarte.de

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.