Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 18
VW Golf Highline Ríkulega búinn afmælisbíll. Dúndrandi! af bassakeilum, bassaboxum og mögnurum í eina viku. 20% afsláttur  FYRST var það Saab 99, síðan 900 og loks 9-3. Þessi bílar voru allir framleiddir þrennra og fimm dyra en nú ætlar Saab að kynna nýjan bíl sem á að leysa 9-3 af hólmi. Sá heitir reyndar áfram 9-3 en að auki Sport Sedan. Hinn hefðbundni 9-3 verður þó framleiddur áfram næstu misseri fyrir markaði á Norðurlöndunum. Nýi bíllinn verður á sömu botnplötu og nýr Opel Vectra sem smíðuð er í samstarfi Saab, Opel og móðurfyrirtækisins GM. Framleiðslu á Saab 9-3 verður hætt. Sport Sedan kemur í stað 9-3  Í TILEFNI af 25 ára afmæli Fornbílaklúbbs Íslands 19. maí nk. heldur klúbburinn stóra fornbílasýningu í húsnæði B&L við Grjótháls um hvítasunnuhelgina, 18.–20. maí. Sýndir verða tæplega 40 fornbílar og hafa margir þeirra ekki sést áður á götum borgarinnar. Laugardaginn 18. maí verður síðan spyrnu- keppni fornbíla kl. 13.30 við Fossháls og sunnudaginn 18. maí verður farið í hópakstur frá Grjóthálsi kl. 13. Fornbílaklúbb- urinn 25 ára VOLKSWAGEN hefur sent frá sér fyrstu myndirnar af fyrsta jeppa fyrirtækisins, Touareg. Þetta er lúxusjeppi sem boðinn verður með aflmiklum vélum og miklum bún- aði. Touareg verður frumkynntur á bílasýningunni í París í september og kemur líklega á markað skömmu eftir það. Bílnum er stillt upp á móti öðrum evrópskum lúx- usjeppum, þ.e. BMW X5 og M- jeppanum frá Mercedes-Benz. Touareg, sem er 4,75 m, er þó lítið eitt stærri en keppinautarnir. Touareg er með rafstýrðu fjór- hjóladrifskerfi og sjálfstæðum hjólaupphengjum á öllum hjólum ásamt loftpúðafjöðrun og raf- stýrðum dempurum. Hægt er að stilla fjöðrunina innan úr farþega- rýminu. Með slíkum búnaði á bíllinn að laga sig að breytilegu veg- yfirborði á broti úr sekúndu, hvort sem þar er um slétt malbik eða holótta moldarslóða að ræða. Hæð undir lægsta punkt verður um 30 cm sem lofar góðu fyrir ut- anvegaakstur. Það sem er þó kannski mest spennandi við Touareg leynist und- ir vélarhlífinni. Þar verður að finna vélar sem ættu að hrista upp í keppninautunum. Fyrsta að telja er V10 dísilvél, 5,0 lítra að slagrými með pumpuinnsprautun og tveim- ur forþjöppum sem skilar heilum 313 hestöflum. Togið er hvorki meira né minna en 750 Nm strax við 1.800 snúninga, sem færir VW titilinn heimsins aflmesta dísilvél í fólksbíl. Þeir sem ekki þurfa á öllu þessu afli að halda geta látið sér nægja 3,2 lítra, V6 bensínvél sem skilar 220 hestöflum og 305 Nm. Seinna er síðan væntanleg minni, fimm strokka pumpudísilvél og V8 bensínvél. Allar vélarnar verða boðnar með sex gíra kassa, sem eftir vélarstærðum, verða hand- skiptir eða sjálfskiptir. Aflið fer til hjólanna um milli- kassa og að sjálfsögðu verður bíll- inn með lágu drifi og þremur læs- anlegum mismunadrifum. Drifbúnaðurinn getur eftir þörfum dreift átakinu jafnt til allra hjóla eða öllu aflinu til annars öxulsins. Að innan er sams konar svipur og á lúxusbílnum Phaeton. Farang- ursrýmið tekur frá 555 til 1.570 lítra og dráttargetan er allt að 3,5 tonn. Touareg kemur á markað í Evr- ópu í haust. VW Touareg kemur á markað í haust í Evrópu. Að innan svipar Touareg til Phaeton-lúxusbílsins. Lúxusjeppi með 750 Nm dísilvél B&L, umboðsaðili BMW, flutti inn 45 bíla af BMW gerð sem not- aðir verða í tengslum við fund ut- anríkisráðherra NATO-ríkjanna í Reykjavík um næstu helgi. Flutt- ir voru inn fimm bílar af 7-lín- unni, 10 X5-jeppar og 28 úr 5- línunni. Að sögn Guðmundar Gíslasonar hjá B&L verða bílarn- ir allir seldir að NATO-fundinum loknum og segir hann að flestir séu þegar seldir. Einnig hefur verið fluttur inn af bandaríska sendiráðinu bryn- varinn BMW 7 sem verður far- kostur Colins Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Að sögn Guðmundar kostar slíkur vagn 300.000 evrur, eða sem svarar til 24,9 milljóna ÍSK. Samkvæmt upplýsingum frá BMW er bíllinn með skotheldu gleri sem þolir byssustálkúlur sem vega allt 9,8 gr sem skotið er af 10 metra færi. Fram- og afturrúður er 35,5 mm þykkar og hliðargluggar 55 mm á þykkt. Allt gler er samlímt og með fjölkoltrefjafilmu að innan til að hindra að rúður splundrist. Yfirbyggingin er varin með sérstöku skotheldu stáli og er 9 mm þykkt þar sem skotafstaða getur verið 90 gráður, en 6,5 mm á þykkt á þaki þar sem skotaf- staðan getur verið 70 gráður. Gólf og þak bílsins er auk þess varið fyrir sprengikrafti sem jafngildir tveimur DM 51 hand- sprengjum. Bíllinn vegur tæp þrjú tonn, 2.990 kg, og er með 12 strokka vél sem skilar 320 hestöflum og tog- ar að hámarki 490 Nm. Hann nær 100 km hraða á 9,5 sekúndum og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Meðal búnaðar í bílnum er skynjari sem nemur aðskotaloft- tegundir. Morgunblaðið/Golli Farkostur Powells á NATO-fundi á Íslandi. Brynvarinn BMW 7 handa Powell Hliðarrúðurnar eru 55 mm á þykkt og eru skotheldar.  LAGT hefur verið fram frumvarp um olíugjald og kílómetragjald og segir þar að með frumvarp- inu séu lagðar til breytingar á fjáröflun ríkisins til vegagerðar með gjaldtöku af notkun ökutækja sem knúin eru af dísilolíu. Að sögn Bílgreina- sambandsins gerir frumvarpið ráð fyrir að tekið verið upp olíugjald á dísilolíu sem verði kr. 36,50 á hvern lítra. Að óbreyttu ætti verð á lítra af dís- ilolíu að vera mjög svipað og verð á bensíni eða um kr. 90 miðað við verðlag í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður notkun dísilolíu gjaldfrjáls fyr- ir tilteknar tegundir tækja og véla, t.d. skip og búvinnuvéla, en litarefni verður blandað í slíka ol- íu við áfyllingu. Óheimilt verður að nota litaða ol- íu á skráningarskyld ökutæki og er kveðið á um að lagt verði sérstakt olíugjald á þá aðila sem verða uppvísir að því að nota litaða olíu á skrán- ingarskyld ökutæki. Þá er lagt til að auk olíu- gjalds verði innheimt stighækkandi kílómetragjald á bifreiðir og eftirvagna sem eru þyngri en 10 tonn að undanskildum fólksflutningabifreiðum. Fast árgjald þungaskatts verður fellt niður. Sam- kvæmt frumvarpinu eiga lög þessi að taka gildi 1. janúar 2004. Olíugjald á dísilolíu verði 36,50 á lítra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.