Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 B 23 börn Hæ, ég heiti Oddný og er 10 ára. Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 9 ára og eldri, helst á landsbyggðinni. Ég hef áhuga á tölvum, fimleikum o.fl. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Strákar, ekki vera feimnir að skrifa. Oddný Haraldsdóttir Borgarholtsbraut 9 200 Kópavogi Ég heiti Díana Dögg og langar að eignast pennavini á aldrinum 1-8 ára, má vera stelpa eða strákur og ég er 8 ára. Áhugamál mín eru að passa börn og leika mér. Díana Dögg Gunnarsdóttir Reynihlíð 7 105 Reykjavík dianaDogg@visir.is Ég heiti Daði Freyr og er átta ára. Mig langar í pennavini á aldrinum 6-8 ára. Helstu áhugamál mín eru flugvélar. Daði Freyr Gunnarsson Reynihlíð 7 105 Reykjavík Eitt sinn var mús sem hét Mí-mí. Hún var mjög frek en hún var ekki frek við vini sína þau Dísu dúfu og Kalla kanínu. Einn daginn var mjög hvasst og mikill vindur, þá vissu allir í Dýrabæ að vet- urinn væri að koma. Nú sátu all- ir heima og prjón- uðu og saumuðu hlý föt. Einnig Mí- mí. Hún sat við borðið og prjónaði hlý föt fyrir sig, Dísu dúfu og Kalla kanínu. Mí-mí var svo önnum kafin við að prjóna að hún prjónaði of mikið af hlýjum fötum. Hún ákvað að gefa einhverjum vini sínum sem hún gæti eignast. Hún hafði fötin alltaf á sér en allt kom fyrir ekki. Einn daginn sat hún inni og var að lesa í blaði. Þá sá hún stóra grein í blaðinu um að það væri hægt að kaupa happdrættismiða og vinna ferð til tunglsins. Mí-mí mús keypti miða og vinir hennar keyptu miða og allir í Dýraborginni keyptu miða. Næsta morgun biðu allir spenntir eftir því að vita hver myndi vinna. Og svo var dregið. En viti menn og mýs, Mí-mí vann. Hún varð svo glöð að hún réð sér ekki fyrir kæti. Svo fór hún til tunglsins. En hvað var nú þetta? Tunglinu var kalt. Þegar Mí-mí mús ætlaði að bíta í tunglið æpti það upp yfir sig af reiði og sagði að það væri ekki úr osti. Þá sagði Mí-mí: „Viltu veðja?“ „Já það vil ég gjarnan,“ svaraði tunglið. „Ef ég vinn gefurðu mér eitthvað af þessum hlýju fötum sem þú ert með?“ Músin sam- þykkti það og beit í tunglið, en það var ekki úr osti svo að músin tapaði veð- málinu. Þá gaf hún tunglinu öll fötin og eftir það var hún aldrei frek aftur og tunglið var besti vinur hennar eftir veðmálið. ENDIR Ágústa Dúa Oddsdóttir, 9 ára. Þetta er önnur sagan sem Ágústa Dúa sendir okkur, en hún er rosalega klár að skrifa sögur. Við þökkum henni kærlega fyrir og vonumst til að fleiri krakkar sendi sögur eftir sjálfa sig. Þegar tunglinu varð kalt Pennavinir Senjoríta á fínum kjól Kristín Ósk- arsdóttir er 9 ára og gengur í Mýr- arhúsaskóla. Hún teiknaði þessa glæsilegu mynd sem sýnir „senjo- rítu“, einsog þeir kalla ungfrúrnar á Spáni, í þessum líka fína kjól. Ole! Það er sko aldeilis stuð og gaman á þessari litríku sum- armynd sem við fengum senda á barnablaðið. Við þökkum litla lista- manninum, henni Maríu Ýri Leifs- dóttur, 4 ára, Fannafold 182, 112 Reykjavík. Sumar- stuð Þessi náungi er greinilega í góðu skapi með þetta glott á vör. Hann virðist vera að fagna einhverju með fána í annarri hendinni og glas í hinni. Kannski er þetta töfra- drykkur? Það rýkur upp úr honum! Takk kærlega fyrir mynd- ina Bjarni Freyr Þórðarson Söluási 18 221 Hafnarfirði. Glaður maður Verðlaunaleikur vikunnar Spurningar: Skólinn minn heitir Í sumar ætla ég að Skilafrestur er til sunnudagsins 19. maí. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 26. maí. Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Skólinn er búinn og Teitur ætlar að hafa það gott í sumarfríinu. En þegar hann verður var við dularfullar mannaferðir við skólann, kallar hann vinahópinn saman til að rannsaka málið. Þeir félagar komast fljótt að því að hinir óboðnu gestir hafa ýmislegt vafasamt í huga! Taktu þátt í léttum leik og þú gætir unnið þessa skemmtilegu teiknimynd á myndbandi með ís- lensku tali. Allt sem þú þarft að gera er að segja okkur hvað skólinn þinn heitir og hvað þú ætlar að gera skemmtilegt í sumar. Sendið okkur svörin, krakkar. Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans - Skólalíf - Kringlan 1, 103 Reykjavík Halló krakkar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.