Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó  STEFNUSKRÁR geta verið til margra hluta gagnlegar, en einkum til þess að vekja athygli á sjálfum sér. Það sjáum við á borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, siðaskrá fjölmiðils og dönsku kvikmyndagerðarmönnunum sem bjuggu til dogmaskrána. Ekkert áróð- ursbragð hefur nýst þarlendri kvik- myndagerð betur. Ekki heldur mönn- unum sem sömdu hana. Og síðast en ekki síst nútíma kvikmyndagerð yf- irleitt, þar sem dogmastefnan með aft- urhvarfi sínu til faglegra grunnþátta, útilokun ofhlæðis brellna, tæknikúnsta, hjálpartækja og eftirvinnslu, stuðlaði að endurreisn dirfsku í efnisvali og per- sónusköpun og gildi þess að segja sögu. Svo vel vildi til að efnislegt inntak dogma hélst í hendur við framþróun ódýrrar og einfaldrar tökutækni, sem kennd er við stafrænu. Kannski verða áhrif stafrænu tækninnar ending- armeiri en inntak dogmastefnunnar, en samspil þeirra er orðið eitt helsta ein- kenni í kvikmyndagerð okkar tíma. Stofnendur helsta kvikmyndafyr- irtækis Danmerkur, Lars von Trier, leik- stjóri og Peter Aalbæk Jensen, hinn lit- ríki framleiðandi hans, voru árið 1993 á ferðalagi í járnbrautarlest. „Við vorum í einum svefnvagninum,“ segir Aalbæk Jensen í viðtali við The Guardian, „og áttum nána samverustund af því tagi sem aðeins gerist þegar tveir karlmenn liggja saman naktir í myrkri. Þá tísti í Lars: „Ég vil gera eitthvað sem kallast dogma.“ Ég sagði: „Það er heimskuleg- ur titill. Farðu að sofa.“ Og meira heyrði ég ekki um þetta fyrr en vorið 1995. Við höfðum fjárfest dýrum dómum í ljósa- búnaði og hann sagðist vilja snúa aftur til grunnþátta (ekki nota ljós, tilbúna leikmynd, tökuvél á fæti, eftirvinnslu hljóðs og tónlistar o.s.frv.). Ég sagði: „Helvítis ógeðið þitt!“ Ég var svo reiður út í hann. Og ég var sannfærður um að þetta myndi ekki virka.“ Frá því snemma á 9. áratugnum hafði Lars von Trier gert sjónrænt magnaðar en tilgerðarlegar, efnislega kaldar, leiðinlegar og fráhrindandi kvik- myndir (The Element Of Crime, Europa, Europa t.d.), sem færðu honum aðdáun sumra gagnrýnenda og kvik- myndahátíðargesta en algjört áhuga- leysi almennra bíógesta. Sjálfsagt hefur von Trier þótt nóg komið og einn fram- leiðenda hans, Vibeke Windelov, hefur sagt að honum hafi þótt hann hafa mál- að sig út í horn. Sá gamalreyndi og hefðbundni danski leikstjóri Sören Kragh-Jacobsen, sem síðar tók þátt í dogmaævintýrinu, minnist samtals þeirra von Triers um allt það tæknilega umstang sem gerði kvikmyndagerð svo þunga í vöfum. „Lars og ég spurðum hvorn annan: Hvernig finnum við aftur gleðina í því að búa til bíómyndir?“ Aðferðin og efnið Það voru þó von Trier og hinn ungi Thomas Vinterberg, sem áttu mestan þátt í samningu stefnuskrárinnar í tíu liðum. „Við skrifuðum reglurnar sam- an,“ segir Vinterberg í The Guardian. „Það tók okkur um hálftíma.“ Í dæg- urtónlist á dogma samsvörun í pönkinu, sem var stefnt gegnt þeirri ofhlöðnu, flóknu músík 8. áratugarins sem var að slíta rætur og tengsl við einfaldan upp- runa sinn í rokkinu. Þegar dogmabræður síðan birtu stefnuskrána opinberlega voru þeir margir sem grunuðu von Trier um að vera að stríða og leika sér rétt eina ferðina. Fátt er pínlegra fyrir menning- arvita en að falla fyrir nýju fötum keis- arans. Og því miður eru verk von Triers, bæði fyrir og eftir dogma, ýmis um- mæli og framkoma hans og Aalbæk Jensens gegnum tíðina, til þess fallin að bjóða heim tortryggni. Von Trier er hallur undir stæla frekar en einlægni, mannfyrirlitningu frekar en samúð eða samkennd með manneskjum almennt og persónum sínum sérstaklega. Eng- inn frýr honum vits en hann er sann- arlega grunaður um græsku. Sá, sem hér skrifar, telur augljósa skapgerð- argalla hans vega þyngra en jafn- augljósir kostir og kunnátta í kvik- myndagerð þegar verk hans eru metin og þeirra notið. En dogmaskráin var ekki orðin tóm. Þegar fyrstu dogmamyndirnar voru frumsýndar á Canneshátíðinni árið 1998 mátti ljóst vera að nýtt afl var að ryðja sér til rúms í kvikmyndum. Þetta voru Fávitarnir eða Idioterne eftir von Trier og Veislan eða Festen eftir Vinter- berg. Veislan er langbesta framlag dogmastefnunnar og staðfesting á gildi hennar. Nærgöngul tökuaðferðin og efnið, vel samið handrit, vel sögð og af- burðavel leikin saga, formlega hefð- bundið en djarft og nakið fjöl- skyldudrama – allt þetta sameinaðist í óvenju sterkum heildaráhrifum. Fávit- arnir er einnig ágeng mynd um af- hjúpun tvískinnungs og falsks veruleika, falskrar siðmenningar, trúlega besta verk von Triers fyrr og síðar vegna þess að stælum var trauðla fyrirkomið í dogmaforminu sjálfu. En myndin er ekki laus við þann kulda sem ævinlega stafar frá hjarta þessa höfundar. Þessar tvær myndir afhjúpa einnig að dogmastefnunni hentar ekki hvaða viðfangsefni sem er. Hún nýtist best þegar efnið steypir helgimyndum af stalli, vegna þess að slíkt felst í aðferð- inni sjálfri. Seinni dogmamyndir, eins og Mifunes sidste sang eftir Jacobsen og Italiensk for begyndere eftir Lone Scherfig, eru indælar kvikmyndir en al- veg lausar við sprengikraft verka Vin- terbergs og von Triers; þær eru mildar og mjúkar og því í nokkrum slag við að- ferðina sem þær beita. Bylgjan fjarar út Fljótlega eftir dogmainnrásina á Cannes fór hið nýja fagnaðarerindi að breiðast út. Bandarískir kvikmyndaleik- stjórar eins og Martin Scorsese lýstu aðdáun sinni á þeirri hugmynd að „snúa aftur til náttúrunnar“ í kvik- myndagerð. Bresku leikstjórarnir Mike Figgis (Timecode) og Michael Winter- bottom (Wonderland) fóru að reyna fyrir sér í einfaldaðri myndgerð, sá bandaríski Spike Lee líka, sem og Joel Schumaker. Sjöttu dogmamyndina, Julien Donkey Boy, gerði bandaríski leikstjórinn og handritshöfundurinn Harmony Korine (Kids) og þá áttundu, Fuckland, argentínski leikstjórinn Jose Luis Marques. Fjórða dogmamyndin var The King is Alive eftir Danann Kristian Lövring og sú fimmta Lovers eftir Frakkann Jean-Marc Barr. Þessar myndir eru ósýndar hérlendis og er sú síðastnefnda sögð svo léleg að hún sé í raun ósýningarhæf. Er þá ónefnd dogmamynd Svíans Åke Sandgren, Et rigtigt menneske, sem fengið hefur bærilegar viðtökur, og fleiri svokallaðar dogmamyndir kunna að vera á leiðinni. Engin þessara mynda, utan myndar Scherfigs, hefur unnið stóra sigra. En áhrifum bylgjunnar hefur skolað víða á land. Í Bandaríkjunum hafa t.d. kunnir leikstjórar, David Fincher, Steven So- derbergh, Alexander Payne og Spike Jonze, fundað um svipaða hreyfingu til að „hreinsa til“ í viðteknum fram- leiðsluaðferðum og hefðum. Á meðan hafa stofnendur dogma- reglunnar snúið sér að öðru. Í raun og veru má segja að þau hafi snúið sér aft- ur að andstæðunni, dýrari, flóknari, hefðbundnari kvikmyndagerð með frægum stjörnum. Vinterberg er að ljúka við It’s All About Love með Joaq- uin Phoenix, Claire Danes og Sean Penn, Jacobsen var að klára tökur í Skotlandi á myndinni Skagerak, sem gerð er á ensku með Iben Hjejle (High Fidelity) og Martin Henderson, og von Trier er að gera Dogville með Nicole Kidman, James Caan og Lauren Bacall. Lone Scherfig er svo komin á kaf í nýja mynd sem brýtur allar dogmareglur með leikbúningum, leikmyndum, ljós- um, sérsaminni tónlist o.s.frv. Þannig hefur velgengni dogmamynda þessara höfunda gert þeim kleift að snúast gegn eigin reglum. Eftir stendur að dogma olli byltingu í aðferðafræði og myndmáli sem ekki hafði verið gerð síðan í frönsku nýbylgj- unni fjörutíu árum áður. Og að þessi bylting hafi étið börnin sín eins og flest- ar, ef ekki allar aðrar, telst varla til tíð- inda. Og byltingin át börnin sín Gegn dogma-reglunum: Lars von Trier leikstýrir nú Nicole Kidman. Og Joaquin Phoenix leik- ur hjá Vinterberg. „Viltu vera með í að hrinda bylgju af stað?“ sagði Lars von Trier við Thomas Vinterberg þegar von Trier hringdi í hann fyrir rúmum sjö árum. Vinterberg vildi vera með. Bylgjur rísa og hníga, skrifar Árni Þórarinsson, og nú er dogma-bylgjan að fjara út. En áhrif hennar eru það ekki. MEÐ sýningum Þjóðminjasafnsins í Hafnarborg á ljósmyndum Lofts Guðmundssonar og Kvikmynda- safns Íslands á heimildarmyndun- um Ísland í lifandi myndum (1925), Reykjavík (1944) og leiknu kvik- myndinni Milli fjalls og fjöru í Bæj- arbíói gefst í fyrsta sinn tækifæri til að fá heildarmynd af ljósmynd- aranum og kvikmyndagerðarmann- inum Lofti Guðmundssyni, svo að segja í sviphendingu. Með þessum sýningum og útgáfu veglegrar sýn- ingarskrár í tengslum við þær er jafnframt ætlunin að vekja til um- hugsunar um gildi verka hans og heiðra minningu þessa frum- kvöðuls, sem fæddist fyrir 110 ár- um og lést fyrir hálfri öld. Margir sem komnir eru yfir miðjan aldur munu eiga þess kost að endurnýja kynni sín við síðustu kvikmyndir hans og gera það upp við sig, hvernig þeim finnist þær hafa stað- ist tímans tönn. Þeir verða þó fleiri sem engin kynni hafa haft af Lofti en gefst nú tækifæri til að njóta þessarar arfleifðar í myndum, sem hann skildi eftir sig. Fyrir kvikmyndáhugafólk í þeim hópi er fróðlegt að setja heimild- armyndagerð hans í samhengi við það mikla umrót, sem er að eiga sér stað á heimildarmyndasviðinu í dag. Í því sambandi er skemmst að minnast nýafstaðinnar heimildar- myndahátíðar, sem kennd var við „heitar heimildarmyndir“ og um- ræðunnar undanfarna mánuði um „gróskuna“ í íslenskri heimildar- myndagerð. Loftur á erindi við þá umræðu en hann á það sameig- inlegt með þeim sem nú gera heim- ildarmyndir hér á landi að hann var alla sína tíð að gera heimildar- myndir í samtíð sinni. Aftur á móti leitaði hann til fortíðarinnar og æskuminninganna í leiknu kvik- myndunum líkt og fjölmargir koll- egar hans í bíómyndagerðinni hafa gert. Á eintómum afturfótum Blaðamaður spurði Loft Guð- mundsson á forsýningu fyrstu ís- lensku tal- og tónmyndarinnar hvort það væri gaman að taka kvik- myndir. Loftur svarar: „Gaman! Það fer eftir því hvernig á það er litið. .... Það er eiginlega erfitt grín. Ég hef verið með sjokk af þreytu síðan ég lauk við kvikmyndina mína [Milli fjalls og fjöru] en er nú í þann veginn að ná mér aftur. Jú, þetta var déskoti erfitt. Maður renndi beint í sjóinn, hélt að allt gengi eins og í sögu en svo gekk það bara ekki eins og í sögu. Það gekk á eintómum afturfótum.“ Þessu næst lýsir Loftur því hvernig þetta hafðist með sameiginlegu átaki og bætir svo við: „Kvikmynd- inni var lokið á einum mánuði frá því að ég byrjaði. Það er sennilega heimsmet.“ Kvikmyndagerð var sumsé grín í huga Lofts Guðmundssonar. En erfitt grín. Þegar að er gáð sést að grínið seytlar í gegnum allt ævistarf hans, er sennilega grunntónn þess, enda var Chaplin uppáhaldið hans, sem hann skemmti sér við að herma eft- ir. Loftur byrjaði kvikmyndaferil sinn á að gera stutta gamanmynd í sjapplínstíl, Ævintýri Jóns og Gvendar (1923). Enginn getur lifað án Lofts! En grínið er samstillt öðrum en ekki síður mikilvægum tóni í ævi Lofts. Næmi hans og gáfu til að nýta sér áróðursbrögð í þágu bar- áttu sinnar fyrir framgangi þess sem hann kallar erfitt grín. Í áróð- ursbrögðum hans sameinast grínið og alvaran: „Enginn getur lifað án Lofts“. „Ef Loftur getur það ekki, hver þá?“ Þegar saga kvikmynda- gerðarmannsins Lofts er skoðuð blasa við þessir hæfileikar hans í auglýsingatækni, slagorðagerð, hagnýtingu kostunar, eins og það heitir nú að ógleymdum einstökum hæfileikum hans til að eiga í sam- skiptum við fjölmiðla, þar sem blaðamannafundir, fréttatilkynning- ar og óviðjafnanleg viðtöl koma við sögu. Sjálfur stundaði hann töfra- brögð og búktal, sem nýttist honum við ólíklegustu tækifæri. Því hefur verið haldið fram að listin sé leikur en að því viðbættu Erfitt grín Erfiðað við grínið: Loftur Guðmundsson kvikmyndar svanasönginn, Niðursetninginn, árið 1951. „Í rauninni var viðfangsefni kvikmyndagerðarmannsins Lofts Guðmundssonar aðeins eitt: Fósturlandið,“ skrif- ar Erlendur Sveinsson í grein sinni um Loft Guð- mundsson, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmann. Nú eru 110 ár liðin frá fæðingu Lofts og 50 ár frá dauða hans og eru á Listahátíð tvær sýningar um verk braut- ryðjandans af því tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.