Vísir - 03.07.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 03.07.1980, Blaðsíða 15
15 vísir r Fimmtudagur 3. júll 1980. Tveir gefa kost a ser til biskupskjörs Tveir prestar hafa nú gefið kost á sér til biskupskjörs á næsta ári og eru það sr. ólafur Skúlason dómprófastur i Reykjavik og sr. Pétur Sigur- geirsson vigslubiskup á Akur- eyri. Biskupskjör mun senni- lega fara fram i febrúar- mars á næsta ári og verður þá hinn nýi biskup vigður á prestastefnu 1981. „Það er alveg rétt, það hefur veriö orðað við mig töluvert mikið aö þegar að þvi kæmi að kjósa þyrfti biskup, þá gæfi ég kostá mér”,sagði sr. Pétur Sig- urgeirsson vigslubiskup i sam- tali við Visi: „Það eru prestar hér i kringum mig á Norður- landi en einnig viðar á landinu sem hafa orðað þetta við mig”. Þess má geta að sr. Pétur er sonur Sigurgeirs Sigurgeirsson- ar sem var biskup á árunum 1939-1953. „Þaö eru náttúrulega allir guðfræðingar kjörgengir til biskupskjörs og engin formleg framboð koma fram. En hitt er rétt aö þó nokkuö margir prest- ar hafa talað við mig og ég hef sagt að ég myndi taka þeirri áskorun og gefa kost á mér”, sagði sr. Ólafur Skúlason þegar Visir innti hann eftir þessu máli. Heyrst hefur að nokkrar flokkaskiptingar séu innan prestastéttaririnar varðandi biskupskjör, en sú skipting mun þó hvorki vera trúmálaskipting né aldurs, heldur skipa menn sér fyrst og fremst um persónur viökomandi manna. Að visu hafa fleiri en þessir tveir verið orðaöir viö biskupskjör, en þó er talið ósennilegt að fleiri ljái máls á þvi samkvæmt heimild- um Visis. Þess má geta að biskupskjör fer fram með nokkuð sérstöku móti, en allir þjónandi prestar og starfandi kennarar við guð- fræðideild Háskólans hafa kosn- ingarétt. Mun þetta vera um 110-20 manns. Venjulega fer fyrstfram prófkjör, en siðan fer hin eiginlega biskupskosning fram. Kýs hver maður þrjá menn: fær sá fyrsti eitt atkvæði, sá annar 2/3 úr atkvæði en sá þriðji 1/3 atkvæðis. —HR Ólafur Skúlason Pétur Sigurgeirsson HÓTEL BORGARNES ......... Með tilkomu Borgarfjarðarbrúar er mjög stutt að skreppa i Borgarnes og stinga af frá streitunni. Hótel Borgarnes er nýtt hótel byggt á gömlum grunni. Hótel sem stækkar og vex með breyttum tima. Vorum að taka i notkun fyrsta f/okks herbergi sem eru ö/l með baði. Góð þjónusta og góður matur i fögru umhverfi. HOTFI I I I ftai Iuh BORGARNES ■ ■ ------ — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — —^ \NÝTT íBÍLA V/ÐSK/PTUM \ | Opið frál LA "x 1 Vegna mikillar sö/u 1 vantar okkur bí/a ■■ • . Bílasala 1 / sýningarsa/ okkar ■■■ - V* ' ' - ;, T ómasar 1 að Borgartúni 24 " S.X J&L Borgartúni 24 — Sími 28255

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.