Vísir - 04.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 04.07.1980, Blaðsíða 8
Kristján Róbertsson viö vinnu slna i þulaherberginu. (Mynd J.A.) „Maöur gengur aö öessu eins 09 hverju ööru starfi - sagOi Krisilán Roberlsson „Allir þulir eiga sina slæmu daga, þegar allt gengur á afturfótunum, þá er plötuspil- arinn f ólagi, plöturnar skemmdar og dagskráin öll úr skoröum.” Þaö er Kristján Róbertsson, einn þula útvarpsins, sem þetta mælfr, en fyrir skömmu heimsóttu Visismenn útvarpshúsiö og tóku m.a. Kristján, sem þá var á vakt, tali og spuröu hann út i starfiö. Þulir útvarpsins eru 7 aö tölu, af þeim eru 5 fastráðnir, en tveir lausráönir og er Kristján annar þeirra. Hann hefur starfaö sem slfkur I rúmt ár, nánar tiltekið siöan i mal ’79. Hvernig er undirbúningi fyrir starf þular háttáö? „Viö erum sett á nokkurs konar námskeiö i nokkrar vik- ur, þar sem viö fylgjumst meö útsendingum og þá einkum meö starfi þulánna. Siðan þurfum viö aö læra inn á ýms tæknileg atriöi, þvi ef eitthvaö fer úrskeiöis, þarf þulurinn alliai ao vera viö öllu búinn, en þaö er eitt þeirra atriöa, sem hvaö mest riöur á aö venja sig viö. Nú einnig þarf þulur aö vera mjög handgeng- inn plötuspilara og plötum.” Hvernig var fyrsti dagurinn þinn sem þulur? „Mér fannst þetta mjög spennandi, en ég var náttúr- lega fremur taugaóstyrkur. Þrátt fyrir þaö gekk allt sam- an vel og dagurinn leiö eins og aörir dagar.” 1 hverju er starf þuiar eink- um fólgiö? „Þaö er fyrst og fremst þaö, aö hafa umsjón meö þvi, aö hver dagskrárliður hefjist á áöur ákveönum tima. Þess vegna hefur þulurinn mikil af- skipti af öörum deildum út- varpsins, en sem betur fer er samstarfiö hér I húsinu eins og best veröur á kosiö. Hér er gott fólk og tillitssemin er I há- vegum höfö. Þaö er mjög ánægjulegt aö vinna hér og ég er þakklátur samstarfsfólk- inu,” sagöi Kristján aö lokum. -K.Þ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.