Vísir - 10.07.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 10.07.1980, Blaðsíða 2
Um hvað mundir þú tala, ef ég bæði þig um helgarviðtal? W8K: Gunnar Sigurftsson, sjómaftur: Ég mundi ekki segja eitt einasta orö. Lónið I Kelduhverfi. Visismyndir: Viöar Marel Jóhannsson Lónið í Kelduhverfi: Magnús Jónsson, vinnur á þunga- vinnuvéi: Ég veit þaö ekki, ég er engin kjaftakerling. Ingvar Gunnarsson, kennari: Ég veit þaö ekki, ég hef frá engu skemmtilegu aö segja. Ólafur Þóröarson, verslunar- stjóri í Kaupfélaginu: Ég á trillu- bát. sem ég er spenntur fyrir núna, svo ég mundi bara taka þig meö mér einn túr. Jón Hjalti Ellsson, gerir mest lft- iö:Ég mundi tala um veöráttuna, hún er svo indæl núna. TUNðULM ELUR14-15 ÞðSUNU SEIBI f NðT „Viö höfum veriö aö kanna þetta svæöi á sföustu árum m.a. hvaöa giröingar henta viö fiski- rækt og viö höfum fengiö hér fisk i net, en það er ómögulegt aö dæma um árangur enn sem komiö er,” sagöi Ingimar Jóhannsson fiskifræöingur sem starfar viö rannsóknir á vegum Fiskifélags íslands í Lóninu i Kelduhverfi. Fyrir tveimur árum var þar sleppt 600 laxaseiðum i þeim til- gangi aö kanna hvort þau þrifust þar i hálfsöltu vatni, leituöu til hafs og kæmu til baka. Nú hefur komiö á dagin aö hluti þessára seiöa hefur leitaö aftur inn i Lóniö og fékkst m.a. tólf punda lax þar nýverið. Ingi- mar sagöi, aö þó einn og einn fiskur veiddist væri varhuga- vert aö slá nokkru föstu um árangurinn. „Þaö er ekki fyrr en komin er gildra og fariö er aö vinna með stóra merkta hópa aö marktækur árangur kemur i ljós,” sagöi hann. A vegum Fiskifélagsins var 2400 seiöum sleppt I fyrra og er von til þess aö þau skili sér „heim” á næsta ári. Þetta áriö hafa sleppiseiöi veriö alin i búri og þannig vanin sjóvatninu, en aö sögn Ingimars skorti fé til þess aö framfylgja þvi verkefni. Aöferöin er hins vegar notuö vlöa um land og gefst vel. Tungulax með stór- verkefni Einkaaöilar hafa tekið aö sír laxeldi i Lóninu og er þar um stórverkefni aö ræöa. Þaö er laxeldisstööin Tungulax I Hverageröi, sem hefur veg og vanda af þvi laxeldi I samvinnu viö norska fyrirtækiö Mowi, sem er eitt stærsta fiskiræktarfyrir- tæki i Evrópu. Þessir aöilar eru byrjaöir aö ala seiöi i nót og er fjöldi seiöanna milli fjórtán og fimmtán þúsund. „Þaö liggja fyrir talsvert miklar upplýsingar um þetta svæöi, bæöi eftir þær vatnalif- fræöirannsóknir sem geröar hafa verið, og aörar,” sagöi Ingimar og kvaö þaö vera ástæöuna fyrir þvi aö Tungulax færi af staö meö fiskirækt i Lón- inu i Kelduhverfi. Draga sig í hlé „Ég reikna meö þvi,” sagöi Ingimar, „aö nú þegar einka- aöilar hafa tekið viö fiskirækt- inni hér, aö Fiskifélagiö dragi sig i hlé, þvi þá er I rauninni okkar verkefni lokiö hér. Kannski aðstoöum viö þá eitt- hvaö varöandi tæknivinnu og e.t.v. einhver sérverkefni, en þaö segir sig sjálft aö þegar einkaaöilar eru komnir inn á svæöiö dregur Fiskifélagiö sig til baka, enda engin „bisness” —stofnun,”sagöi Ingimar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.