Vísir - 12.07.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 12.07.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. júli 1980. 3 Ólafur Jónsson frá PatreksfirOi og GIsli Gislason bóndi á HreggstöOum fyrir utan fiskverkunarhúsiO á BarOaströnd. Vísismynd Agúst Björnsson. sinn kom hérna nýr bóndi og bjó hann einmitt á bænum sem ég á núna. Þegar hann fór fyrst meö okkur i göngur var hann meö tösku i hendinni og þótti okkur eitthvaö einkennilegt viö hátta- lag hans. Svo er ekkert um þaö aö segja nema viö förum upp brekkurnar sem eru mjög brattar og seti- umst allir á steininn. Þá tekur hann upp konjakflösku og trakterar mannskapinn 5-6 rnanns.hver fékk sinn snaps og uröu menn fjörugri á göngunni á eftir. Nema hvaö flaskan var látin fylgja okkur alla gönguna og dreyptu menn á henni annaö slagiö. Mörgum árum seinna sest ég svo á þennan sama stein. Séégþá flöskubrot viö steininn. Segi ég þá viö bróöur minn: „þetta er ekki úr flöskunni sem viö vorum meö f gamla daga.” Kastaöi ég svo fram stöku og gaf steininum nafn f leiöinni. Hún er svona: Aöur fyrr hér átti not um allt má tala f leyni En nú finnast aöeins flöskubrot hjá fornum smalasteini. Sföan hefur þessi steinn heitiö Smalasteinn.” Hausinn fór í sjóinn. —Er reimt úti á Siglunesi? „Þaö eiga aö vera reimleikar út af Sveini Skotta úti á Siglu- nesi. Hann var sonur Axlar- Bjarnar sem bjó á Oxl undir Jökli. Flakkaöi hann um landiö en var hengdur aö siöustu hér nálægt sem heitir Rauðskörö eöa Reiöskörö. Svo vildi til aö hausinn af hon- um fór i sjóinn og rak hauskúp- una á land á nesinu. Þar var hún sett í vegg á sjóbúð sem þar var byggö og fékk hún nafniö Skotta. Þar kváöu hafa verið miklir reimleikar, en sjóbúö þessi sem seinna var notuö sem fjárhús, hefur nú veriö rifin.” —Hefur þú aldrei séö Svein? „Nei, ég hef aldrei séö hann” segir Gfsli og glottir viö: „ég hef eiginlega aldrei séö neina drauga.” —Trúiröu á drauga? „Ja, ég trúöi á þá þegar ég var krakki, en ég hef ekki orðiö svo frægur aö sjá þá.” „Þá var mjótt á milli lifs og dauða" —Hafa aldrei hent þig undar- leg atvik? „Þaö hafa hent mig undarleg atvik en ég hef aldrei séö neitt. Ég var einu sinni á sjó þegar atvik geröist sem ég skil ekki enn þann dag f dag. Þá var mjótt á milli lifs og dauöa. Þannig var að ég var ásamt öörum manni viö róöra úti af Arnarfiröi. Vorum viö á skak- fiskveiöum. Eitt sinn ákváöum viö aö fara fyrir Kópinn og halda inn til Patreksfjaröar. Þegar viö vorum komnir i röst- ina út af Kópnum, reis upp mikiö brot aftur af bátnum og virtist þaö ætla aö hvolfast yfir okkur.Þá geröist þaö aö vélin stöðvaöist og virtumst viö vera algerlega bjargarlausir. En um leið og brotið var aö riöa yfir, rauk vélin aftur i gang og tók þá báturinn kipp fram á viö þannig aö viö rétt sluppum viö brotiö. Ég skil aldrei hvernig þetta atvikaöist *og væri ekki til aö segja frá þessu nú ef brotiö heföi riöiö yfir okkur. Þetta er þaö eina sem ég hef reynt og kallast mætti dulrænt. En svo getur veriö aö straumurinn frá bár- unni hafi skollið á skrúfu bátsins og sett vélina i gang — þaö má vel vera.” Gömul dys úr heiðni? —Sagt er aö dys sé úti á Siglu- nesi... „Þaö eru bein af tveimur mönnum en þaö er erfitt aö segja nokkuö um aldur þeirra eöa uppnma þvi enginn fag- maöur hefur komiö til aö ald- ursgreina þau eöa rannsaka. Mér getur dottiö i hug aö þarna séu fleiri bein þvf einmitt þarna sem beinin fundust heitir Krossanes.Hvers vegna þaö ber þaö nafn veit ég ekki og enginn núlifandi.” —Eru beinin frá þvi aö kristn- ir menn námu hér land eöa kannski úr heiöni? „Þau eru trúlega úr heiöni fyrst ekki er betur um þau búiö. En hvort þarna hafi rekiö lfk og þau siöan veriö dysjuð get ég ekki sat um. Eöa aö þau standi i sambandi viö einhvern bardaga sem þarna hefur átt sér staö — þaö er aldrei aö vita.” —Helduröu aö svo vel heföi veriö búiö um sjórekin lík? ? „Ég hugsa ekki, þvi þaö er greinileg hleösla utan um bein- in, svo þau hafa ekki veriö dysj- uö i fljótheitum. Annars hefur verið bannaö aö róta I þessu og þvi ekki aö vita hvaö kann aö vera faliö meö beinunum.” Agúst Björnsson/—HR Beinin I fjörunni eru af tveimur mönnum en GIsli telur aö barna kunni aö leynast bein fieiri manna. Vfsismynd HR. smáauglýsingadeild verður lokuð á laugardögum í júlí og ágúst Opið á sunnudögum frá kl. 78-22 og alla virka daga frá kl. 9 til 22 smáauglýsingadeild VtSFS Sími 86611 Barnaföt - hannyrðavörur í fjölbreyttu úrvali Ódýrir æfingagallar og bolir fyrir 2ja-12 ára^-^ Opiö til hádegis á laugardögum VERSLUNIN K A S/GRÚN h]JK Álfheimum 4. Simi 35920 k ^ á Skalla frískar ALLSKONAR ÍS.GAMALDAGS IS, SHAKE OG BANANA-SPLIT.SÆLGÆTI, ÖL OG GOSDRYKKIR. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.