Vísir - 14.07.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 14.07.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR rmma Mánudagur 14. júli 1980. Löngu fyrir tima fóðurbætisskatts, þeg- ar kýr komust i fjórtán merkur i mál og þótti gott, áttu sveita- konur sína uppáhalds gripi i fjósi, sem þær skýrðu frægum nöfnum úr þjóðsögum. í þann tima var lika sagt um ágætan þingmann og skepnuglöggan, að hann færi ekki svo um veg i kjördæmi sinu, að hann gæti ekki rakið gestum ættir þeirra kúa, sem hann sá út um bilgluggann. Alveg fram á fyrsta og annan tug þessarar aldar voru kýr heldur fá- gætar, og mest hafðar á fóðrum vegna þess að mjólkin úr þeim þótti góð handa börnum. Ein til tvær kýr á bæ þótti yfirdrifið á tímum, þegar helftin af túnum landsins gaf af sér sem svaraði einu kýrfóðri. Til viðbótar var treyst á stör og fergin, sem þótti gefa fiturika mjólk. En fyrst og fremst var treyst á sauðkindina, þangað til fráfærur hættu, kúm fjölgaði og búskapur fór að bera meiri keim af atvinnurekstri en þætti i sjálfu lifs- munstrinu. Landbúnaftarmálin hafa lengi vafizt fyrir mönnum og verið um sinn eitthvert viBkvæmasta pólitiskt efni, sem stjórnmála- flokkar hafa fjallaö um. Of- framleiðsla á landbúnaðar- vörum hefur um sinn kostaö rikiskassann, og þá skatt- borgara um leið, ómælda fjár- muni. Bændur sjálfir eru lltt hressir yfir slíkri þróun, enda vita þeir ekki betur en þeir séu aö framleiða matvæli, sem hver maöur má vera stoltur af. Vilji þeir hætta að búa fyrir aldurs sakir og enginn af ættingjum vill taka við af þeim, fá þeir varla sem svarar verði þriggja herbergja Ibúðar I þéttbýli fyrir vildisjarðir. Sveitarfélög Iþyngja sér óeðlilega með þvl að neyta forkaupsréttar, svo peningamenn einhvers staðar annars staðar af landinu fái ekki náð jörðinni undir sport- búskap. Allt hefur þetta keim af draumi um einskonar nitjándu aldar llf eins og það birtist okkur I Pilti og stúlku eða Manni og konu eftir Jón Thoroddsen. Sveitir I eyði Staöreynd er aö ráðamenn I þessu þjóðfélagi hafa I eina þrjá átatugi skirrzt við að viður- kenna, að sveitirnar hlutu að dragast saman. Alveg fram til þessa dags hefur það verið tal- inn einn af höfuðglæpunum, hafi jörð farið I eyöi. En vlst eru þess dæmi aö byggð I heilum sveitum hefur lagzl af. Og vlst er þaö sorglegt, þegar miöað er við hvað þjóðin átti sögurika tíð I þessum sveitum. En þótt jarðir hafi unnvörpum veriö að fara I eyði hefur framleiðsla mjólkur og kjöts haldiö áfram að vaxa ár frá ári fyrir tilverknaö tækni- þróunar, sem enginn sér raunar fyrir endann á enn. Þannig hefur dæmið um viöskipti land- búnaöar við rikiskassann haldið áfram að versna, á sama tlma og byggðin hefur verið aö grisjast. Dýrmæti eyþjóðar Bændur una þvl eðlilega illa Ríkisstjórnin bekkir ekkl kúakyn landsins að þurfa að sæta þvi að liggja undir ámæli fyrir að framleiöa of mikiö. Fáliöaðir en tækni- væddir koma þeir meiru I verk nú á dögum I framleiöslu, en nokkum gat dreymt um fyrir þrjátiu árum, hvað þá um alda- mótin slöustu. Landbúnaöar- vörur eru dýrmæti hverri ey- þjóð. En það kann varla góðri lukku aö stýra að vernda þessa atvinnugrein svo, aö tryggingin sem hún veitir landsmönnum, kosti glfurleg fjárútlát á friðsamlegum tlmum. Hin sterka rómantlska stefna, sem hefur miðað að þvl að halda jörðum byggðum, kemur m.a. fram I forkaupsrétti sveitar- félaga.Þannig virðist aldrei vera hægt að setja lög um mál er varða landbúnað öðru visi en þau miöi að þvl að vernda rikjandi ástand. Stefnumótandi lög I landbúnaði, sem kæmu honum að verulegu gagni er ekki til siðs að setja, og eru lög um jarðasölur gott dæmi um slikt. Bændur geta ekki hætt Fyrst ríkið telur sig þess um- komiö að greiða milljarða vegna offramleiðslu á land- búnaðarvörum, og réttlætir þaö meö mikilli iönaöarstarfsemi I kringum landbúnaöinn, ætti rikisvaldinu að vera ljóst, að betra væri að veita einhverju af fjármununum til tryggingar þvi neöanmals I n d r i ð i G . Þorsteinsson fjallar um landbúnaðarmál i þessari grein, eins og honum einum er lagið. aö bændur fengju mann- sæmandi verð fyrir jarðir slnar, viljiþeirhætta búskap. Væri því komið I lög, að rikið keypti skil- yrðislaust jarðir, sem eru til sölu, og við því verði, aö bónd- inn og fjölskylda hans geti komið sér fyrir á nýjum staö með mannsæmandi hætti, myndi brátt koma I ljós, aö tæknivæddur landbúnaður hefði varla við aö framleiða ofan I landsmenn. Menn geta svo gert sér i hugarlund þann pólitiska létti sem I þessu fælist. Til við- bótar má svo telja augljóst, að yröi þörf fyrir meiri framleiöslu á ný vegna fjölgunar I þjóöfél- aginu, gæti rlkið selt aftur þær jarðir, sem það hefði keypt, eða leigt þær. Þannig væri hægt að hafa stjórn á málum við upphaf framleiðslukeðjunnar, en ekki við enda hennar, eins og nú er gert með hörmulegum afleið- ingum fyrir bændur, og aðra þá sem annast framleiðslu á kjöti. Vélvæðing og kynbætur Ljóst er aö fyrir utan vél- búnað hafa kynbætur átt drýgstan þátt I þvl hive bú eru oröin notadrjúg og afurðamikil. Kýr þótti hreint afbragð hér u y-yM'í áöur fýrr kæmist hún I átján , merkur eftir burð og mjög góð ef hún skilaði fjórtán mörkum I mál. Nú er algengast aö kýr mjdlki frá tuttugu og fimm og upp I þrjátiu merkur I mál. Þessi stökkbreyting hefur komið til vegna markVissra kynbóta. Sllkar kynbætur bera auðvitað vitni þess að við höfum getað byggt á góðri þekkingu mjög færra manna. Hið sama gildir raunar um sauðfé og hross, þótt kynbætur á sauöfé hafi um margt dreifzt vegna mismunandi skoðana á þvl á hvað bæri helzt aö leggja áherzlu. Stefán ABalsteinsson hefur t.d. með ööru lagt sig eftir aö ná hreinum litum á ull, Og einhvern tlma var sagt að hann hefði þurft að brjóta sér leið I gegnum vlggirðingar manns sem vildi fyrst og fremst rækta háfætt sauöfé svo þaö sóðaði sig ekki Ut i islenzku mýrunum. Dilkar eru nú töluvert þyngri en þeir voru fyrir einum fimmtlu árum, og einstaka dilkur nær alveg ótrúlegri þyngd. Koma þar einnig til beitaraðferðir aö haustinu áður en rekiö er til slátrunar. 1 Athvarf hér heima Þetta sýnir okkur og sannar, að við getum oröið ráðið miklu um afkóst hverrar skepnu, þökk sé sérfræöingum og upplýstum bændum, sem kunna að nota sér þekkingu þeirra. Ekkert af þeim visindum, sem hér hafa verið rakin koma rómantlk við. Þetta eru kaldar staöreyndir og útreikningar, sem hæfa visinda- legum tlmum og raunsæum við- horfum. Þvert ofan I þetta kemur svo hinn gamli rórill um byggöafestu, alveg eins og enn skuli gilda sömu viðhorf og þegar byggð var t.d. I Jökul- dalsheiðinni. Sú byggöastefna átti sér rætur I þeirri staöreynd, að fólksfjölgun gat á vissum tlmabilum orðiö svo mikil aö menn leituðu jarðnæðis svo að segja hvar sem stingandi strá var aö finna. Eftir öskjugo'sið 1873 hefði orðið minna um mannflutninga úr landi, ef ein- hver undirstaða undir byggð heföi fundist viö sjávarsiöuna. Svo var ekki. En svo er nú. Það vanta’r aðeins aö rlkiö tryggi, fremur en það tryggi eilífan markað, að bændur geti sloppið skaölausir frá jörðum slnum. Kýr orðnar mjólkur- vélar Nýjasta dæmið um það fum og þaö fát sem rlkir I stefnumót- un varðandi landbúnað er svo- nefndur fóöurbætisskattur. AB hænsnabændum og svinabænd- um slepptum, sem lenda alveg sér á parti I þessu fári, er ekki úr vegi að upplýsa rlkisstjórnina um það, að vel færi t.d. áþvl að hún reyndi að kynnast kúakyni landsins, eins og það er nú oröiö, áður en hún telur að hún geti skrúfaö fyrir nytina I kúnum að hálfu eyti eða svo með fóður- bætisskatti. Það þrautræktaða kúakyn sem nú er I landinu og mjólkar 25-30, merkur 1 mál al- mennt, þolir engan veginn að fóðurbætir sé minnkaður við þaöúr hófi. Glöggur bóndi hefur tjáö undirrituöum, að sé ekki þessum nytháu kúm gefinn fóðurbætir þá gangi þær bara á sjálfa sig, og haldi áfram að mjólka 25-30 merkur I mál þangað til þær liggja dauðar. Ræktunin hefur gert þær að mjólkurvélum. Meðal annars af þessum ástæðum er fóðurbætisskattur- inn vandræöaráöstöfun. Hér fyrr á árum var alltaf veriö að sveifla bændum á milli sauö- fjárræktar og kúabúskapar eftir þvl hvernig áraði. Sllkar stefnu- sviptingar I afuröaverði hafa ekki orðið upp á siðkastið, enda voru þær dýrar bæði I mann- virkjum og búfénaði. En þá er gripiö til kyrkingaraðgerða eins og fóöurbætisskattsins, þvert ofan I kynbætur slðustu ára- tuga. Auövitaö verður fóður- bætisskattur aldrei annað en kák. Ráðið er að söluverð jaröa veröi tryggt, þannig aö bændur sem vilja geti hætt búskap með sæmd. Með þvl móti mundi framleiðslan komast I eðlilegt horf á tíu árum eða svo. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.