Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 4
Mi6vikudagur 16. jlili 1980 Laus staða: Staöa bókavaröar I Landsbókasafni lslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf sendist Menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 15. ágúst n.k. Menntamálaráöuneytiö, 10. júii 1980. Laus staða: Staöa kennara I efnafræöi viö Menntaskólann i Kópavogi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 31. júli n.k. — Umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 9. júlf 1980. SAMVINNUTRYGGINGAR Ármúla 3 - Reykjavik - Sími 38500 Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa i umferðaróhöppum. Vauxhall Viva árg. 1972 Chevrolet Nova árg. 1973 Mazda 929 árg. 1978 V.W. Passat árg. 1978 Skoda 110 árg.1975 Comet árg. 1974 Volvo árg. 1971 Volvo árg.1979 Fiat 127 árg.1979 Mazda 818 árg. 1972 Toyota Carina árg. 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu- vegi 26, Kópavogi, fimmtudaginn 17. júli 1980. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga bifreiðadeild fyrir kl. 17 18. júli 1980. AUGLÝSING Evrópuráöiö býöur fram styrki til framhaldsnáms starfandi og veröandi iönskólakennara á árinu 1981. Styrkirnir eru fólgnir i greiöslu fargjalda milli landa og dvalarkostnaöar (húsnæöi og fæöi) á styrktlmanum, sem getur oröiö einn til sex mánuöir. Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum 26-50 ára og hafa stundaö kennslu viö iönskóla eöa leiöbeiningarstörf hjá iönfyrir- tæki I a.m.k. þrjú ár. Sérstök umsóknareyöublöö fást I menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk. Umsóknir skulu hafa borist ráöu- neytinu fyrir 15. september 1980. Menntamálaráöuneytiö, 15. júll 1980. Leysum út vörur fyrir fyrirtæki, kaupum vöruvíxla. Tilboð sendist augl. Vísis, Síðumúla 8, Merkt „Víxlar" Blaðburðarfólk óskast; í afleysingar frá 21/7-26/7: Nes III Selbraut — Sæbraut — Söríaskjól Votviðrasumar á meginlandinu Sumariö hefur ekki veriö upp á marga fiska hjá þeim á megin- landinu. Hefur þetta veriö eitt- hvert votasta og sólarminnsta sumar i Vestur-Evrópu svo árum skipti. Rigninginog kuldinn meö henni hefur valdiö landbúnaöi og ferða- mannaiönaöinum þungum búsifj- um. Eins og talsmaöur bænda- samtaka Sviss sagði á dögunum viöfréttamann Reuters: „Ef ’ann heldur áfram aö hella svona úr sér aörar tvær vikur til viöbótar, er eyðileggingin alger”. Snjóaö hefur I fjöll I ölpunum. Hjá veöurfræöistofnuninni i Róm bjóöa veöurfræöingarnir ekki upp á mikla bjartsýni meö veöurútlitiö. „Þetta er versta sumar, sem komiö hefur I marga áratugi og sést ekki fyrir endann á þvi”. Rigningin hefur spillt kornupp- skeru I Vestur-Þýskalandi, og heyverkun I Englandi er orðin langtáeftir áætlun vegna óþurrk- anna. Jaröarberjarækt I Hollandi liggur undir stórskemmdum. Þaö er nánast sama hvaðan veðurfréttir berast af meginland- inu. Þær eru allsstaöar jafn lltiö uppörvandi. A tveim dögum kom jafnmikill snjór og rigning I frönsku ölpunum, eins og á ein- um mánuöi i venjulegu árferöi. Yfirborö Geneva-vatns hækkaöi um fimmtán sentimetra eftir miklar úrkomur. Þessi rigning er aö vonum farin aö ergja menn og þeir láta gremju slna bitna á hverju þvl, sem nærtækt þykir — og jafnvel þvi sem fjær liggur. Þannig vildi svissneska blaöiö „Journal de Geneva” jafnvel kenna Bretum um... „Enn rignir hann úr skýj- unum, sem berast okkur frá Bret- landseyjum”... — Minnir það á Siglfiröinginn hér forðum, sem uppalinn I hrepparig viö Ólafs- firöinga, gat ekki oröa bundist, þegar rigningaskýin hlóöust aö noröaustan yfir fjöröinn og hann var aö missa ofan i flekkinn hjá sér: „Þaö er eins og annaö, sem kemur frá ölafsfiröingum!” Og likt eins og i afsökunarskyni flýtti breskur prófessor einn sér fram á hólminn með þá kenningu, aö rekja mætti kannski þetta óþurrkasumar til eldgossins i St. Helenu I Bandarikjunum I vor. Snjóflóöastofnunin i Davos I Sviss greinir frá þvi, aö þaö sé þrisvar sinnum meiri snjór I ölp- unum núna en venjulega. öku- menn i Austurriki hafa orðiö aö setja keöjur undir bila sina til þess aö komast yfir Arlberg- skarö. Og þaö á aö heita hásum- ar. Hóteleigendur núa hendur sinar iörvæntingu. Orlofsáætlanir hafa farið allar úr skoröum hjá æöi mörgum. Hundruö hollenskra fjölskyldna, sem ætluöu aö verja sumarleyfi sinu til feröalaga inn- anlands eöa i nálægum héruöum, eins og Rinardalnum, hafa i flýti gert aörar ráöstafanir. Hjá feröa- skrifstofum er örtröö vegna fólks, sem ætlar heldur að kaupa sér sólskiniö I flugfrakt meö sólar- landaferðum. 1 Belglu, þar sem rignt hefur samfleytt i nær 30 daga, sést eitt og eitt hjólhýsi á þar til gerbum stæöum, sem ann- ars lita út eins og meiriháttar þorp. Hóteleigendur á itölsku Rivierunni segja, aö feröamanna- straumurinn sem nú ætti aö vera I háflæöi, sé 20% minni en venju- legt þykir. Svipaðar fréttir berast úr suöur- og vesturhlusta Frakk- lands. Ekki errigningin þó öllum sami óþægindavaldurinn. í London lét talsmaöur feröamálaráös eftir sér hafa, aö þangað streymdi stööugt fólk úr austurlöndum fjær, eins og Hong Kong, og þaö sagðist hreinlega elska rigning- una hjá Bretum. Rigningin hefur heldur ekki hamlað skriöu feröamanna tii baðstranda Portúgals. Fjöldi spænskra ferðamanna þar hefur tvöfaldast eftir að vegabréfa- skylda var felld niður á landa- mærum Spánar og Portúgals. Þar til kemur einnig, aö sólarstrandir Spánar hafa misst eitthvaö af sinu fyrra aðdráttarafli vegna hækkaös verölags og hryöjuverka ofstækisfullra Baska. 1 sitt hvorum enda álfunnar gegnir hinsvegar allt öðru máli. í Sviþjóö lifa menn nú um þessar mundir eitthvert sólrikasta sum- ar, sem þar hefur komiö i aö minnsta kosti fimm ár. A Sikiley heyr slökkviliö eyjaskeggja mikla baráttu viö skógarelda, sem kviknaö hafa i hitabylgju, sem aö þeim sækir frá Afriku. Elnn I hrakningum á hafi i 1/2 mánuð Norskur siglingamaöur, sem var einn á ferö i seglbát sinum, hraktist i Norðursjónum i 14 daga, og var nánast talinn af, þegar breskur fiskibátur kom aö honum 30 mílur undan Yarmouth mikla. Tókst honum I grárri morgunskimunni aö vekja á sér athygli meö þvi aö blikka vasa- ljósi. Þessum 38 ára gamla Norö- manni, Jan Stoszek aö nafni, var bjargaö i höfn I Englandi og 6,4 metra skútu hans. Stoszek er tón- listarmaður, sem ætlaöi aö skreppa dagstund góöviörisdag fyrir hálfum nánuöi á báti sinum, en þá skall á hann hávaöarok, sem hrakti hann út á rúmsjó. Malíumorð Einn þingmanna italskra kommúnista lét eftir sér hafa i Róm á dögunum, aö mafian heföi fyrirkomið 405 mönnum á siöustu átján mánuöum i Calabria-hér- aöi. Lá hann stjórnvöldum á hálsi fyrir aö gera ekkert til þess aö yfirbuga glæpahringinn. Ugo Pecchioli þingmaöur var þá aö koma úr feröalagi um Cala- brfa eftir sföustu morööldu mafi- unnar, en meöal nýjustu fórnar- lamba hennar voru tveir kommúnistiskir stjórnmálamenn þar I héraöi. Efnahagshrðng í Kfna 17 af 29 héraös- og fylkisstjórn- um Kina hafa virt aö vettugi fyr- irmæli frá Peking um aö skera niöur útgjöld sin og fjárfestingar, sem voru samkvæmt nýrri efna- hagsáætlun stjórnarinnar. 7 þeirra fóru frá 31% upp 1100% fram Ur áætlunum á sviöi ný- bygginga einvöröungu, eftir þvi sem aö „Dagblað alþýöunnar” greinir frá. Peking haföi fyrirskipaö 47% niöurskurð, en I staöinn hafa aö meðaltaliútgjöld hækkaö um 70% frá þvf i fyrra (miðaö viö fyrstu fjdra mánuöi áranna). Flóð í Póilandi Um hálf milljón hektara ræktunarlands i Póllandi lentu undir flóöum eftir miklar úr- hellisrigningar aö undanförnu. Tjón á uppskeru er sagt hrikalegt en þar aö auki hafa einnig oröið skemmdir á mannvirkjum, hús- um, vegum, brúm og járnbrauta- llnum. — Almannaflutningakerfiö I Gdansk og Gdynia fór úr skorö- um, en i suðvesturhluta Póllands flæddu um 300 sveitaþorp. — Rigningarnar aö undanförnu eru sagðar þær mestu sem komiö hafi i 250 ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.