Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 8
vtsm MiOvikudagur 16. júli 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlö GuÖmundsson. " Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Halldór Revnisson, lllugi Jökulsson, Jónína Michaelsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn J. Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: Gísli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuöi innanlands og verö í lausasölu 250 krónur ein- takiö. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. SíÖumúla 14. Ekkl hobbí fyrir háskðladðmur Kvenréttindabaráttan má ekki tapa áttum f sigurvimu forsetakosninga. Hún fer ekki eftir vegtyllum heldur stöðu kvenna f hinu daglega lifi. f kjölfar forsetakosninganna hafa farið fram allmiklar um- ræður um stöðu konunnar og áhrif þess að kona hefur verið kosin forseti lýðveldisins. Það er engum vafa undirorpið að kjör Vigdísar Finnbogadóttur mun hafa jákvæð áhrif I almennri kvenréttindabaráttu, og þá fyrst og fremst sálræn og táknræn. Hitt ber að varast að álíta að fyrir konur sé einhver endan- legur sigur unninn, þvl staða kvenna I þjóðfélaginu fer ekki eftir vegtyllum heldur hlutverki þeirra, stöðu og rétti f hinu dag- lega lifi. Margt hefur breytst konum til batnaðar á síðustu árum. Þá er ekki átt við almenn mannrétt- indi, þau hafa verið fyrir hendi um langan tíma. Það er miklu fremur hugarfarsbreytingin, sem hefur orðið konum til góðs. Þær eru ekki lengur afgreiddar sem eiginkonur og eldabuskur eða ósjálfstæður hlutiaf ríki karl- mannsins. Æ fleiri konur ganga menntaveginn og stunda lang- skólanám, sækja vinnu utan heimilisog láta í sér heyra í opin- berum umræðum. Jafnræði eykst með degi hverjum. Á hinn bóginn er ástæðulaust fyrir konur að bjóða náttúrulög- málunum byrginn I sigurvimunni eða skera upp herör gegn karl- peningnum. Ein Þjóðviljakona segir um úr- slit forsetakosninganna: „I sigrinum felst viðurkenning á sérstöðu kvenna, á tals- máta þeirra, hugsunarhætti og framkomu. Kona er gjaldgeng sem manneskja án þess að þurfa að taka upp vinnubrögð karla, tungutak og fas". Ágætur félagsráðgjafi bætir um betur í Vísi og segir um móðurhlutverkið: /, Eins og þjóð- félagið er í dag þá er þetta fjölgunarhlutverk hindrun fyrir konuna. Þetta er spurning um hvernig hægt er að breyta þjóð- félaginu þannig að sem minnst hindrun verði án þess þó að það bitni á börnunum". Aldrei hafði maður skilið kven- réttindabaráttuna á þann veg, að konur hygðusttileinka sér annars konar tungutak en karlmenn, og fljótu bragði er erfitt að átta sig á því, hvernig ætlunin er að losa konuna við f jölgunarhlutverkið! Hætt er við að svo dramatísk breyting bitnaði frekar á körlum en börnum — eða hvað? Margoft hef ur verið bent á, að í viðleitni kvenna til að auka jafn- ræði til áhrifa og starfa í þjóð- félaginu megi ekki gera lítið úr móður- eða húsfreyjuhlutverk- inu. Það er göfugt starf og ef til vill mesta gæfa hverrar konu, ef hún hefur aðstöðu til að ala upp börn sín, umgangast þau og móta. Við skulum ekki falla í þá gryf j u að ræða um móðurina sem fjölgunarveru, eða húsfreyjuna sem undirgefna eldabusku. Aðalatriðið er að hver einstakl- ingur, karl eða kona, sé sjálfs sín ráðandi og hafi jafna möguleika til að velja sér hlutverk í lífinu. Ef hjón koma sér saman um þá verkaskiptingu, að karlmaðurinn vinni úti, en konan heima, þá ekkert nema gott um það að segja og hvorugu þeirra til áfellis. Það er vissulega tímamótavið- burður þegar kona velst sem forseti, og það er ánægjulegt ef fleiri konur veljast til mikil- vægra trúnaðarstarf a. En það er rétt sem Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir sagði í Vísi í gær, að kven- réttindabaráttan er ekki einvörð- ungu hobbí fyrir háskóladömur. Staðreyndin er sú að konur eru að jafnaði ver launaðar en karl- menn og lífið er enginn dans á rósum fyrir einstæðar mæður. Skortur á dagvistunarheimilum er til trafala fyrir útivinnandi húsmæður. Það er að þessum og þvílíkum málum, sem barátta kvenna á að beinast. Ekki að vegtyllum eða skrautf jöðrum. r------------------------- Rannsóknastoia nskiðnaðarins i Eyjum: ; Þarfading fyrir Dæjarfélagíð s Rannsóknastofa fiskiönaóar- ins i Vestmannaeyjum reynist hiö mesta þarfaþing fyrir bæjarfélagiö. Hér er ekki aöeins átt viö rannsóknir á sjávar- afuröum, heldur einnig ýmsum heilbrigöisþá ttum i bænum. Visir hitti Hafstein Guöfinns- son sjávarþörungafræöing, aö máli I rannsóknarstofunni I Vinnslustöövarhúsinu I Eyjum, og innti hann eftir helstu verk- efnum um þessar mundir, en Hafsteinn er nýkominn frá námi i Osló þar sem hann stundaöi framhaldsnám sitt. „Hér fylgjumst viö aöallega meö mjöli, mælum fitu, prótein og raka i bræöslufiski . Þá eru hér stundaöar gerlamælingar i ferskfiski úr stöövunum”, sagöi Hafsteinn. ,,Af nýrri þáttum hjá okkur má nefna aö i vetur höfum viö fylgst meö niöursuöu á lifur, og nú erum viö aö gera fyrstu athuganir á niöursoönum hrognum, sem fryst voru i vetur en hafa nú veriö þýdd upp. Lfk- lega eru þeir búnir meö tvær suöur af þessum hrognum sem eiga aö fara á Bretland. Einnig höfum viö veriö aö safna humarklóm sem meining- in er aö framleiöa úr fiskkraft I Reykjavik. Auk starfsemi viö sjávarút- veginn höfum viö fylgst meö sjóveitunni hér og sundlauginni þannig aö af ýmsu er aö taka”, sagöi Hafsteinn Guöfinnsson. Viö svo búiö bauö Hafsteinn blaöamanni VIsis og ljósmynd- ara upp á niöursoöna lifur, en boöinu fylgdi sú saga aö niöur- suöudósin heföi legiö á boröinu i stofuhita óhreyfö frá þvi i vetur. Engu aö siöur reyndist lifrin lostæti. —AS Hafsteinn Guöfinnsson, sjávarþörungafrsöingur býöur blaöamanni VIsis upp á niöursoöna lifur, og ánægja bragölaukanna leynir sér ekki. Rannsóknarstofan er vel búin tækjum og sinnir f jölbreyttum rannsóknarmálum I sjávarútvegi og heil- brigöisþjónustu Eyjabúa. (Visism. Guöm. Sigf.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.