Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 9
VtSIR Miðvikudagur 16. júli 1980 p; Enn um stöðu sjávarútvegsins: Er ekkert mark takandi á Framkvæmdastotnun riklslns? Um turOuskrif hagfræðings Mér var aö sjálfsögöu vel kunn- ugt um að forustumenn útgeröar og frystiiönaöar voru afar óánægöir meö greinar minar um stööu sjávarútvegsins, enda sagöi forstjóri SH í simtali viö mig aö þaö væri ákaflega óheppiiegt aö svona greinar birtust nú, þegar veriö væri aö knýja á um úrbæt- ur. Mér var einnig kunnugt aö þetta annað sterkasta afl i samfé- laginu (hitt er verkaiýösforkólf- arnir, svo koma Vinnuveitenda- samtökin og ef til vill rikisstjórn- in) lét mikinn vegna þess „leka” i Framkvæmdastofnun, aö þau gögn, sem ég byggði greinar min- ar á skyldu komast I hendur blaöamanns. Hitt kom mér á óvart aö þvi skuli vera lýst yfir I nafni Fram- kvæmdastofnunar rikisins aö sumar niðurstöður hennar séu ekki marktækar og cörum afneit- aö. Ég get ekki aö mér gert aö álykta aö þar hafi þjónustuviljinn gengiö óþarflega langt. Með öðrum hættl en almennt gerlsl Helgi Ólafsson hagfræöingur gerir mér þann heiður aö gera greinarflokkminn að umræöuefni i grein i Morgunblaðinu 5. júli sl., þvert ofan i siöi og venjur ein- hverra, sem hann kallar „við”. Ég hafði næstum misst af að sjá þessa grein hans, en kunningi minn benti mér á hana nokkrum dögum eftir að hún birtist og sú er ein ástæðan fyrir að ég er svo seint á ferð með svar. Ég átti auð- vitað von á að athugasemdir, ef einhverjar yrðu gerðar, birtust i sama blaði og greinaflokkur minn, en einnig i þvi efni virðast „við” hafa aöra hætti en menn almennt. Aður en lengra er haldið, tel ég rétt að gera grein fyrir þeim áhrifum, sem grein Helga hafði á mig. Að minu mati einkennist hún einkum af tvennu. Hið fyrra er áð hún er yfirklór og að þvi er best verður séð, gerð gegn betri vit- und. Hitt er að þar er farið að fullu að hætti leiöandi manna, að þyrla upp orðagjálfri um auka- atriði og sniðganga það sem mestu máli skiptir. Elntöldun og ónákvæmnl Þá má nefna að Helga er mjög á móti skapi ónákvæmni min og „full mikil einföldun stað- reynda”. Þvi er til að svara að það vakti einmitt fyrir mér að setjamáliðfram á einfaldan hátt, til að gera þeim hluta lesenda fært að fylgjast með, sem ekki leggur á sig að lesa langa fræði- lega talnadálka umvafða skýi af litt skiljanlegum fræðiorðum. Ef til vill var málsmeðferð min „ákaflega ónákvæm”, en þá er ekki við mig að sakast, því ég blandaöi ekki Framkvæmda- stofnun inn i þessar greinar „til að ljá þeim eins konar sannleiks stimpil”, heldur eru þær unnar uppúr skýrslum sem Fram- kvæmdastofnun hefur gefið út. Ég skal viöurkenna að ég taldi að Framkvæmdastofnun sendi eingöngu frá sér skýrslur sem byggðar væru á þekkingu og viti, jafnvel þótt kallaöar væru áætl- un. Helgi upplýsir að „Slik af- kastamæling sem þessi er alls ekki óyggjandi, heldur miklu frekar leiðbeinandi”, þegar hann talar um skýrslu um afkastagetu frystihúsanna, en skýrslu um áætlaða afkastagetu fiskiskip- anna kannast hann ekki við. Hvað eruð Mð að öauka? Nú langar mig til að spyrja Helga: Hversu nákvæmar eru áætlanir Framkvæmdastofnun- ar? Koma þær kannski hvergi ná- lægt sannleikanum? Og ef svo er, hvaðeruðþið þá að bauka þarna i þessu rlkisbákni? Staðreyndir eru þær, að i áætl- un Framkvæmdastofnunar frá úthald í dögum Litlir Stórir Bátar togarar togarar Vetur 114 131 140 Sumar 92 105 112 Haust 68 78 84 Botnfiskafli á úthaldsdag í tonnum upp úr sjó. Bátar Togarar 20-50 50-110 111-200 200-500 <500 >500 Brl. Brl. Brl. Brl. Bri. Brl. Vetur 4,63 7,65 8,90 10,71 16,11 18,99 Sumar 2,83 2,66 3,38 5,14 17,86 22,80 Haust 1,63 2,25 3,66 3,16 11,70 15,78 Floti'79 129 176 106 80 66 14 Vetur 68.089 153.489 107.547 97.675 139.287 37.220 Sumar 33.586 43.071 32.962 37.830 123.770 35.750 Haust 14.398 26.928 26.381 17.190 60.231 18.085 115.973 223.488 166.890 152.695 323.288 91.055 Afli á skip 899 1.270 1.574 1.907 4.898 6.504 Afkastageta alls 1.073 þús. tonn. Skýrslan um áætlaöa afkastagetu fiskiskipanna, sem Helgi Ólafs- son afneitar. Til aö auövelda hagfræöingnum aö skilja meöaltölur um afkastagetu, skal ég setja dæmiö upp fyrir hann: Meöalafköst togaranna á hvern úthaldsdag eru: (4898 : (131+105+78) x 66+ 6504 : (140+112+84) : 80 = 16,16. A sama hátt eru bátarnir reiknaöir út. Kannski of mikil einföldun, en skiijanleg. þvi i júni 1974 stendur (og hvergi i grein Helga er aö sjá staf um að sú áætlun hafi raskast) að afkastageta frystihúsa landsins verði að lokinni áætlaðri upp- byggingu á allra næstu árum, 75.067 tonn á mánuöi, sem verða 900.804 tonn, þegar það er marg- faldað með 12. Og hin staðreyndin er að á öllu landinu fóru 350.926 tonn af botnfiski I frystingu á sið- asta ári, og sjávarafli i heild i frystingu það ár var 422.226 tonn. Enn langar mig til að spyrja Helga. Hvaða lögmál gerir hrá- efnisaðföng frystihúsanna svo óviðráðanleg að byggja verður húsin upp meö tvö-þrefaldri af- kastagetu til að anna toppum? Telur hin virta hagfræði ekki möguleika á stjórnun hráefnisöfl- unar til að hægt sé að reka iðn- fyrirtækin á hagkvæman hátt? Moldrok Hringfari óvltar Þá skulum við koma að fiski- skipaflotanum. Ég gerði saman- burð á afköstum gömlu siðutog- aranna á fyrstu árum fjórða ára- tugarins og afköstum þeirra stóru, tæknilega fullkomnu og tölvuvæddu togara, sem nú veiða umhverfis landið. Sá samanburð- ur var nýju skipunum æði óhag- stæður. Helgi þyrlar upp mikilli mold til að sanna að samanburð- ur sé ekki sanngjarn, vegna þess að „Aðstæður allar og forsendur fiskveiða i dag eru svo ólikar þvi sem var fyrir 50 árum, að likja verður við byltingu. Hugsunar- háttur, efnahagsþróun, kröfur um lifskjör, menntun og tækni hafa breyst svo, að torveldar allan samanburð á milli þessara tima- bila”. Þaðvar og, og nú vitum við það. Stærri skip og margfalt full- komnari að öllum búnaði og tækni, betri aðbúnaður manna um borð, betri menntun og yfir- leitt allar framfarir eru réttlæt- ing þess að afköst minnka um helming. sömum manni að vera ljóst að ■hverju stefnir. Rðkstudd stóryrði Ég tek það fram að ég tel stjórnmálaflokka og rikisstjórnir undanfarinna áratuga alla jafn ábyrga eða ábyrgðarlausa á þvi ástandi, sem hér rikir nú. Þeirra sök er þjónkunarlpnd við kröfur valdahópanna, sem fyrr voru nefndir og kjarkleysi við að setja þeim skorður. Meginsökin er þessara hópa, sem þvinga stjórn- völd æ ofan i æ, til að láta að vilja sinum, að viðlagðri landauðn hið snarasta. Þvi er mér illa skiljanlegt, að menn eins og Helgi ólafsson hag- fræöingur, sem þjóðin hefur kost- að milljónum i að mennta og fengið siðan starf við þá stofnun, sem á að standa vörð um skyn- samlegan rekstur þjóðarbúsins, skuli fá sig til að vaða allan þann reyk, sem hann gerir I umræddri grein, til að reyna að breiða yfir þann sannleika að viö stöndum eins og óvitar að undirstöðu- atvinnuvegum okkar. Ég er enginn talsmaður þess að hverfa aftur til gömlu skipanna, með þvi álagi, sem þá var á menn. En mér finnst ekki óeðli- legt að með bættum búnaði skipa sé að minnsta kosti haldið i horf- inu með afköst. Og þá komum við að þvi sem menn vilja ekki ræða og Helgi hleypur stóran hring til að komast framhjá. Astæðan til að skipin veiða minna nú en áður er einfaldlega sú, að það er svo miklu minni fiskur I sjónum um- hverfis landiö. Og það er engin lausn að fjölga skipum og auka tækni, það er ekki meiri afla að hafa. Málið er einfaldlega það, að við höfum ofveitt nytjafiskistofna okkar og okkur er lifsnauðsyn að draga úr sókninni i 3-5 ár, til að gefa þeim möguleika á að stækka aftur. Að sjálfsögðu veröum við að borga það verö, sem slik að- gerð kostar, þ.e.a.s. við verðum að draga úr kröfum okkar til lifs- kjara um stuttan tima. En við getum mildað þau áhrif með þvi að halda kostnaði við öflun og vinnslu aflans i algjöru lágmarki, á meðan á þessu stendur. Ef við höldum uppteknum hætti, að fjárfesta i fiskveiði- og fiskvinnslutækjum af glórulausri óforsjálni, undir þvi yfirskyni að við verðum að fylgjast með tækniþróun heimsins til að verða ekki undir i samkeppninni, jafn- framt skynsemislausri ofveiði, hlýtur hverjum sæmilega skyn- Sigurjón Valdi- marsson skrif- ar. Ég skal skjóta stoöum undir þá fullyröingu mina aö Helgi vaði reyk til að breiða yfir stað- reyndirnar. Þar er af nógu aö taka, en til að gera greinina ekki alltof langa, skal ég taka aðeins eitt atriði útúr, sem hægt er að sánna meö tölum úr opinberum skýrslum. Helga er mjög I mun að verja illa nýtingu frystihúsanna á Suð-Vesturhorninu. 1 þriðja para- graffi Frystihúsakaflans i grein sinni reynir hann að sannfæra menn um að humarvinnsla sé svo stór þáttur i starfi húsanna að hún raski öllum nýtingarútreikn- ingum þeirra. Hiö sanna er þetta: Afkastageta húsanna á svæðinu Reykjavik og suðurum til og meö Grindavik er áætluð i skýrslunni frá 1974, 334.296 tonn. Afköstin voru á árinu 1979, mesta fisk- veiðiári, sem Islensk þjóð hefur lifað, þessi: tonn Botnfiskafli 94.385 Flatfiskafli 3.263 Sildarafli 4.429 Loönuafli 7.548 Krabbadýraafli (takiö vel eftir 1.237 Skelfiskafli Enginn Annar afli 1.122 Samtals: 111.984 „Sæmllega viðunandr Það ættiað vera óþarfi að nefna tölur til að sanna að fiskiskipa- floti okkar er of stór, svo augljós staðreynd sem það er, þar sem binda veröur flotann langan tima á hverju ári og er þó gert ráð fyrir að veiöa 30-40% fram yfir það sem fiskifræðingar telja skyn- samlegt. En hagfræðingurinn Heigi reynir að gera litið úr þeirri staöreynd og reyndar hefur sjávarútvegsráðherra sagt ný- lega i viötali við Sjávarfréttir aö hann telji sæmilega viðunandi aö halda flotanum eins og hann er. verkefnaskortur lyrir 800 skip Ég skal hér upplýsa nýjar stað- reyndir um afkastagetu fiski- skipa, svo ekki þurfi að byggja á skýrslu Framkvæmdastofnunar, sem hún vill ekki kannast við, og „ónákvæmum” samanburði við afköst eldri skipa. Fjórir togarar, sinn Ur hverjum landshluta, veiddu á samtals 580 Uthaldsdög- um á tfmabilinu 1. jan. — 31. mai 1980,9.117,7 tonn af botnfiski. Með samá Uthaldi og sama afla geta 86 togarar aflað 471.220 tonna á árinu, eða næstum nákvæmlega það magn, sem fiskifræðingar telja ráðlegt að taka i ár. Þá eig- um viö eftir um 800 báta, frá trill- um og upp I 500 tonna skip, sem sáralitil verkefni eru fyrir. Afla- hæsti togarinn veiddi I einni veiði- ferð, sem stóö I 8 daga 218.6 tonn, eða 27,3 tonn á Uthaldsdag. Það er þvi augljóst, aö hvað sem Helgi segir um breyttar aðstæöur geta þessi skip veitt, rétt eins og ég sagði 1 grein minni og það þótt stofnarnir séu smáir. Hvaö mikið gætu þeir flutt I land ef eins mik- illfiskurværi I sjónum og var ár- ið 1933, þegar gömlu togararnir veiddu mest? Að berja hausnum vlð steininn Þaö er ekki annað en að berja hausnum viö steininn að neita þvi að við veröum að draga Ur kostn- aöi við veiðar og vinnslu. Við get- um byrjaö á að hætta I bili að kaupa skip, reyna heldur aö selja nokkur Ur landi, og hafa ekki fleiri skip á veiðum en sem nægir til að dreifa ársaflanum jafnt á vinnslustöövar allt árið. Svo augljóst sem þetta er, er sjálf- sagt vonlftiö aö af þvl geti orðiö, meðan þeir valdhafar sitja, sem öllu ráða um framvindu efna- hagsmála nú og kerfiskallar eins og Helgi Olafsson hagfræðingur fer kollsteypur i gegnum sjálfan sig til aö verja þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.