Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Magdalena Schram VÍSIR Miðvikudagur 16. júli 1980 „Ég vil hafa eiginmanninn, eins og Guðmund hónda minn” Alltaf er nú gaman aö heyra af hagyröingum og mikill fengur þykir mér i þvi, aö einum skuli hafa dottiö i hug aö senda Lif og list-siöunni visur eftir sig. Hún Margrét i Dalsmynni Guöjóns- dóttir, sem margir Snæfellingar og raunar vesturlandsbúar munu kannast viö, sendi eftirfarandi kviölinga og segir tilefniö hafa veriö spurningarnar, sem fylgja. Henni hafi veriö gert aö svara þeim opinberlega á Fjóröungs- móti hestamanna á Kaldármel- um, sem haldiö var nýlega, mörgum til sællar minningar. Fyrsta spurningin var svona: Hvor er tryggari, kona eöa hest- ur? Þessu svarar Margrét: Margir hrósa hestsins tryggö — sem hæglega má sanna. En hún ku oröin úrelt dyggð hjá eiginkonum manna. önnur spurning var á þessa leið: Hvernig viltu hafa eiginmann- inn? Þvi hefur Margréti þótt auö- svaraö: Hann á aö sjá um heima- ranninn, hugsa vel um bæinn sinn. Ég vil hafa eiginmanninn eins og Guðmund bónda minn. Þriöja spurning: Hvernig viltu stiga dans? A þvi sé ég engan glans aö elta tiskustrauminn, ég vil heldur horfa á dans, en hendast meö i glauminn. Fjóröa spurning: Fyrir hvaö vild- iröu hljóta heimsfrægö? Ef upprætti ég yfirgang, ofbeldi og hroka, hungur, áþján, prjál og prang, — og pútnahúsum loka. Fimmta og siöasta spurningin var: Hvað er þitt uppáhalds- sport? Og þaö stendur ekki á svarinu frá Margréti i Dalsmynni og liklega munu margar húsmæö- ur, ekki sist til sveita, vilja taka undir þessi orö: Mæöur hafa mörgu aö sinna, ■ mikið amstur si og æ. Oft var ómæld eftirvinna, aöalsport á minum bæ. Lif og list þakkar góða sendingu, Margrét. Ms Hvor er tryggari, hestur eöa kona? WHAT’S ON? - Þrálát spurning ferðafólks Eiginlega ættu þessi orð að vera á einhverri útlensku þvi þeim er ætlaö aö upplýsa útlend- inga um hvaö megi gera sér til dundurs og fræðslu i Reykjavik þessa dagana. Ailtaf er hitt og þetta á döfinni, sem sérstaklega er ætlað erlendum feröamönnum og þá vandlega sagt frá þvi i blöö- um og útvarpi á islensku, sem fer vist fyrir ofan garö og neöan hjá gestunum ilandinu. En e.t.v. rek- ur einhver þeirra augun I þessa fyrirsögn Visis og fær aöstoð við að kynna sér innihaldiö? Light Nights — Fri- kirkjuvegi 11. Light Nights sýningar Feröa- leikhússins eru I sumar I húsi Æskulýðsráös I Reykjavik á fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöldum og byrja kl. 21. Sýningarnar eru sér- staklega ætlaöar enskumælandi ferðamönnum. Efniö er allt islenskt (flutt á ensku) og meöal atriöa má nefna: þjóösögur, af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar frásagnir og lestur úr Egilssögu. A milli atriöa eru sýndar skyggnur af verkum islenskra listamanna og leikin islensk tónlist af plötum. Gunnar Reynir Sveinsson hefur samiö leikhljóö fyrir sýninguna og sér jafnframt um upptöku tónlistar. Sviösmyndin er gömul islensk baöstofa. Stofnendur og eigendur Ferðaleikhússins eru Kristín G. Magnús og Halldór Snorrason. Sommerudstilling og „Abent hus”. „Marga gesti fýsir eflaust aö sjá, hvernig islenskum listmálur- um fer úr hendi aö ráöa viö litina i þvi landi, þar sem litbrigöin eru fjölbreyttari og magnaðri en viöa annars staöar. Ekki nægir aö beina þessum gestum á listasöfn- in, þar sem þeir geta skoðaö margra málara, en gefst sjaldn- ast kostur á aö sjá mörg verk sama listamannsins”. (Úr sýn- ingarskrá Norræna hússins.) Sumarsýning hússins er ætlað aö ráöa bót á þessu. Þeir, sem sýna á Sumarsýningu að þessu sinni eru þeir Benedikt Gunnarsson, Jóhannes Geir, Siguröur Þórir Sigurösson, allt málarar og auk þess sýnir einn myndhöggvari: Guömundur Eliasson. önnur þjónusta Norræna húss- ins við ferðamenn eru „Opin hús” — kvöldin á fimmtudögum. A þeim kvöldum eru fluttir fyrir- lestrar (á einhverju Noröur- landamálanna) og sýndar islenskar kvikmyndir. Á fimmtu- daginn kemur talar t.d. Jónas Kristjánsson, forstööumaður Arnastofnunar um islensku hand- ritin, og á eftir verður sýnd kvik- mynd eftir Osvald Knudsen. ,,Op- ið hús” hefst kl. 20.30 hvert fimmtudagskvöld. Þaö siðasta þeirra veröur þ. 7. ágúst. í framhaldi af þvi, sem segir i skrá Norræna hússins um skoöun á myndlist, má svo benda á, aö ágæt tækifæri eru til að kanna verk ýmissa islenskra lista- manna i heild á i söfnum þeirra, t.d. safni Einars Jónssonar, Asgrims og Asmundar. Og svo gefur Listasafn Islands auövitaö góöa innsýn i myndir Islendinga lika. Two Women artists at Kjarvalsstaðir Þá er ástæöa til að benda á yfir- litssýningarnar á verkum þeirra Kristinar Jónsdóttur málara og Geröar Helgadóttur myndhöggv- ara aö Kjarvalsstööum. Sú sýning stendur til 26. júli n.k. Ms MEÐAL Japanska héraöiö Kanagawa hefur ákveöiö aö efna til alþjóö- legrar sýningar á myndum eftir börn og unglinga (4-15 ára) og veita þremur myndum verölaun. Sýningin verður haldin i Yoko- hama, sem er stærsta borg hér- aðsins, i mars á næsta ári. 011- um krökkum er boðiö að senda myndir á sýninguna. Héraösstjórn Kanagawa vill meö þessari sýningu efla sam- skipti og skilning á milli þjóöa og stuöla þannig aö friöi og velferö i heiminum. Eöa, eins og segir i til- kynningunni um sýninguna: „Krakkar skapa sinn eigin heim i myndum sinum og sýna þannig drauma sina og framtiöaróskir. Viö vonum aö sýning á myndun- um brúi biliö á milli þjóöa og WAS IST LOS? Kristln Magnús I LIGHT NIGHTS les úr Egilssögu Japönsk myndlistarkeppni lyrir krakka: VERBLAUNA FERB TIL veröi vegvisir aö nýjum og betri heimi”. Japanarnir setja þessar reglur: 1. Myndefni: Frjálst val 2. Efni: Hvaö sem er — vatnslitir,' olia, krit, pastel, klippimyndir, eöa allt sem ykkur kann aö detta I hug. 3. Stærö: Eins og hverjum sýnist 4. Annaö: Myndirnar veröa krakkarnir aö gera hjálpar- laust. Myndir, sem þegar hafa veriö sendar á aörar sýningar mega ekki sendast. Hvert barn má aöeins senda eina mynd. Myndirnar þurfa aö hafa borist ekki siöar en 31. október, 1980. Verölaunahafar veröa sjálfir látnir vita i janúar 1981. Verðlaunin Þrjár myndir, sem þykja skara fram úr fá verölaun. Einnig veröa sérstök verölaun veitt af stofnun- um I Japan. I allt veröa 1000 verð- Japönsk list Palle Fischer Danskur rithðfundur á styrk í Norræna húsinu Norræna húsið hefur stundum veitt norrænum listamönnum styrk til aö gista tsland að sumr- inu til aö kynnast landi og þjóö. A þessu ári verður þessi styrkur veittur danska rithöfundinum Palla Fischer (f. 1928). Fischer tók háskólapróf i nor- rænu og bókmenntum og geröist siöan lektor i dönsku i Stokk- hólmi. Fyrsta skáldsagan hans kom út 1963 og hét „Skal við gifte os med Miss Simpson”. Aörar bækur eftir Fischer, sem siöan hafa komið út, eru „Ikke særlig mærkelig aften”, „Kuffertland- skab”, „Göglerens sidste bolde” og „Rósa” og „Den store badedag”. Verk Fischers ráðast mjög af áhuga hans á mannfólki og eðli þeirra, að hans dómi til litils sóma og hann dregur mjög fram hinar dýrslegu hliöar og hvatir mannsins. A móti þessu vegur þó samúö Fischers og skopskyn. Palle Fischer hlaut nýlega Herman Bang- bókmenntaverö- launin. Ms JAFAN laun. Erlendir verölaunahafar veröa boönir til Kanagawa ásamt einum fylgdarmanni i mars 1981. Myndirnar veröa aö vera vel inn pakkaöar og á baki þeirra skal standa nafn, aldur, kyn, heimilisfang, skóli. Þær skulu sendar á þetta heimilisfang: Secretariat, Kanagawa Biennial Childrens’Art Exhibition. c/o International Division Foreign Affairs Department Kanagawa Prefectural Government 1, Nihon-odori, Naka-ku Yokohama City, Kanagawa Pref. Japan. Og nú er bara aö láta hendur standa fram úr ermum! Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.