Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 16.07.1980, Blaðsíða 22
 f & 3 ____■ j „Með frjálsa innflutningnum er rikið um leið að drepa is- lenskan sælgætisiðnað.” Það er Hreinn Garðars sem þetta mælir, en íyrir 2 ár- um keypti hann i félagi við ann- an sælgætisgerðina Víking. Hann sagði, að fyrir nokkrum mánuðum hefðu þeir fest kaup á dýrum vélum að verðmæti um 60 milljónir króna til að mæta frjálsa sælgætisinnflutningnum, sem, eins og kunnugt er, komst i gagnið 1. aprll s.l. Hins vegar hefði komið i ljós, að sala á is- lensku sælgæti hefði gjörsam- lega dottið niður. T.d. væru þeir hjá Vikingi alveg hættir að framleiða karamellur, brjóst- sykur og konfekt, og þær vélar, sem þeir hefðu keypt nýlega til þeirra hluta hefðu aldrei komist i gagnið. Afleiðingu þessa sagði hann vera, að lausaskuldir hefðu hlaðist upp og aðeins væru eftir 6 starfsmenn af þeim 24, sem starfað hefðu hjá þeim i vetur. Hann sagði jafnframt, að lausa- skuldirnar hindruðu eðlilega hráefnisöflun fyrirtækisins. „Tapið verður meira og meira með hverjum deginum, og ef rikið hleypur ekki undir bagga með þvi að gefa hagstæð- ari lán, þá búumst við við að loka, og það fyrr en seinna, jafnvel innan mánaðar,” sagði Hreinn Garðars að lokum. — K.Þ. - segir Hreinn Garðars, annar eigandi sæigætisverksmiðiunnar Vikings greiðslusalinn. Móðurtölvan er annars staðar i húsinu, en þarna fer fram útskrift reikninga. Eimskip hefur tekið glæsileg- an afgreiðslusal I notkun á jarð- hæð hinnar nýju viðbyggingar. Nýi afgreiöslusalurinn tengist bæöi Hafnarstræti og Tryggva- götu og er gengið inn beggja megin. Þetta er að sjálfsögðu hagræðing fyrir viðskiptavini Eimskips þvi nú styttist-leiðin miili bankans, Eimskips og Tollsins, en fólk þarf að koma viö á öllum þessum stofnunum til að leysa út farm. Sömuleiöis hefur verið unnið að tölvuvæðingu almennrar af- greiðslu. Reikingsútskrift er nú framkvæmd beint úr tölvu félagsins og tilkynningar má einnig kalla fram i tölvunni meðan beðið er. Þrátt fyrir tölvuvæðinguna hefur starfs- fólki ekki fækkað á skrifstofu Eimskips, en stefnt er að hrað- ari afgreiðslu og bættri þjónustu við viðskiptavinina. SÞ VlSIR .Miðvikudagur 16. júli 1980 Hreinn Garöars við eina þeirra yéia, sem fyrirtækiö keypti nýlega, en aldrei hefur komist i gagniö. Ragnar Bjarnason og Hreinn, en Sumargleöin dreifir sælgæti frá Víkingi út um iandiö. (Myndir JA.) ..Lokum innan mánaðar verði óbrevtt ðstand Tðlvuvæðing i nýjum afgreiðsiusal Elmsklps

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.